Morgunblaðið - 27.09.1983, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983
Portúgölsk vika á Hótel Holti
KYNNINGARVIKA á portugölskum
réttum og vínum hófst að Hótel
Holti i sunnudagskvöld og stendur
hún til 3. október. Að kynningunni
standa fyrirt*kið Sogrape, en það
framleiðir m.a. Mateus Rosé, svo og
Hótel Holt undir forsji hótelstjór-
ans, Skúla Þorvaldssonar.
Ríkisferðaskrifstofa Portúgals
og Ferðaskrifstofan Útsýn færa
einnig fram nokkurn skerf.
Hingað eru komnir fyrir forgöngu
Sogrape tveir Portúgalir, Jose
Manuel Veloso, sem mun leika á
píanó fyrir matargesti undir borð-
um, og matreiðslumaðurinn
Fransisco Viera, aðalmatreiðslu-
maður Sogrape. Hann mun bjóða
gestum upp á aðskiljanlega
portúgalska kjöt- og fiskrétti og
vín verða svo á boðstólum með
matnum. Samtímis þessu hefur
umboðsmaður Mateus Rosé hér-
lendis, Björn Jóhannsson, inn-
flytjandi, látið koma upp sýningu
á ýmsum portúgölskum vörum í
anddyri Hótel Holts, svo sem silf-
urmunum, textilvarningi,
postulíni, keramik og húsgögnum.
Viðskiptaskrifstofa Portúgals í
Noregi hefur og veitt aðstoð sína.
Þessi kynningarvika er haldin
að sögn forráðamanna hennar til
að vekja athygli á Portúgal og
portúgölskum varningi, en eins og
öllum ætti að vera ljóst eru við-
skipti okkar á saltfiski til Portúg-
al einkar mikilvæg og um árabil
hafa Portúgalir sýnt áhuga á því
að íslendingar verzluðu meira við
þá, a.m.k. með þær tegundir vöru,
sem hagstæðari eru en annars
staðar frá eða alltjent sambæri-
legar að verði og gæðum.
Þá hafa íslendingar undanfarin
ár lagt í auknum mæli leið sína til
Portúgals í leyfum sínum.
Vetrarstarf
Samkórs
Trésmiða-
félagsins
að hefjast
VETRARSTARF Samkórs Tré-
smiðafélags Reykjavíkur hefst
mánudaginn 3. október og verður
byrjað á að undirbúa þátttöku f kór-
anámskeiði Landssambands bland-
aðra kóra, sem verður haldið í
Reykjavík síðustu helgi október-
mánaðar.
Samkór Trésmiðaféiagsins er
eini kórinn sem starfar innan
verkalýðsfélags á landinu, eftir
því sem segir í fréttatilkynningu
frá kórnum. Hann er hluti af
starfsemi Trésmiðafélagsins, en
innan hans eru margir hópar sem
fást við ýmis verkefni. Kórinn hef-
ur starfað í ellefu ár og þrátt fyrir
nafnið og þá staðreynd að uppi-
staðan í kórnum séu trésmiðir og
treámiðakonur, þá er hann opinn
öllu alþýðufólki og í honum hafa
frá upphafi verið félagar úr flest-
um stéttum þjóðfélagsins.
Engin inntökuskilyrði eru í kór
Trésmiðafélagsins og óskar hann
nú eftir fólki í allar raddir. Þeim
sem áhuga hafa er bent á að hafa
samband við Guðjón Böðvar Jóns-
son söngstjóra eða örn Er-
lendsson formann, samkvæmt þvf
sem segir í fréttatilkynningu frá
Samkór Trésmiðafélags Reykja-
víkur.
Norræna húsið:
Norskur
fiðluleikari
með tónleika
ÞRIÐJUDAGINN 27. september
heldur norskur fiðluleikari, Sven
Nyhus, tónleika í Norræna húsinu
og á efnisskránni eru norsk þjóðlög,
valsar og gamlir dansar, sem leikin
verða á fiðlu og harðangursfiðlu.
Sven Nyhus hefur komið fram í
ótal útvarps- og sjónvarpsdag-
skrám í Noregi og Svíþjóð og hald-
ið tónleika víða í Evrópu og í
Bandaríkjunum, auk þess sem
hann hefur leikið inn á hljómplöt-
ur norska þjóðlagatónlist og
gömlu dansana.
ERANN
Á NORÐA
og Húsgagnahöllin í Bíldshöfða ei stútíull af norðanvörum.
Góðum vörum á góðu verði, sem fjúka út jafnharðan.
Við opnum á fimmtudaginn klukkan 1.
Á boðstólum:
Gallabuxur, úlpur, peysur, sokkar, skór í öllum regnbogans litum
og mörgum gerðum og barnaíatnaður alls konar.
Enntiemui:
Kvenkápur, kjólar, pils og tiskuvörur ur ull.
Líka:
Herraíöt, stakar buxur, stakir tweed jakkar, írakkar og eínisbútar.
Þai að auki:
Teppabútar, áklœðisefni og gluggatjöld, buxnaeíni, einlitt og
teinótt terylene og gullfalleg ullarteppi á gjaíverði.
Einnig:
Teppagœrur, mokkaskinn 1 mörgum litum, mokkaíatnaður og
mokkah úíur. ^ DTO
Og auðvitað:
Gam, m.a. i stórhespum, loðband og lopi.
Fimmtudag kl. 13-22
Stiœtisvagnateiðii irá Hlemmtoigi: Leið 10.
*VEBKSmJUSAlA*
SAMRANDSVmSMIÐJANNA Á AKUEEW