Morgunblaðið - 27.09.1983, Side 47

Morgunblaðið - 27.09.1983, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983 47 Stjómmálaskóli Sjálfstæðisflokksins hefst 3. október: Fjölbreytni námsins aukin og boðið upp á þrjú sérsvið „í TILEFNI af 10 ára afmæli Stjórn- málaskóla Sjálfstæðisflokksins hef- ur verið ákveðið að gera breytingar sem varða stækkun skólans og auka fjölbreytni," sagði Árni Sigfússon, framkvæmdastjóri fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, en jafnframt er hann skólastjóri Stjórn- málaskólans, í samtali við Morgun- blaðið. „Það var árið 1973 sem skólinn var endurreistur að frumkvæði Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og fleiri og var þá sett upp sérstakt svið um helstu þætti þjóðmála og stjórnmála. Skólinn hefur verið rekinn með svipuðu sniði þessi tíu ár. í skólanum hefur verið lögð áhersla á þjálfun í fundarstörfum, auk þess sem áhersla hefur verið lögð á almenna fræðslu um stjórn- mál, hagfræði, stjórnkerfismál, utanríkismál og fræðslu um stjórnmálaflokkana almennt og svo framvegis," sagði Árni. „Helsta breytingin sem við ger- um núna er sú að við bjóðum upp á sérsvið. Við höfum orðið vör við það að fóik sem lokið hefur námi í Stjórnmálaskólanum er mjög ánægt með þá fræðslu sem það hefur fengið og talið sig fá mjög víða mynd af því sem er á baugi, en jafnframt hefur fólk nefnt að það vildi gjarnan fá aukna fræðslu um sín sérstöku áhugasvið. Nú gerum við tilraun til að koma til móts við þessar óskir, með því að bjóða upp á þrjú sérsvið. Þessi svið varða utanríkismál og þar er lögð aukin áhersla á þau, fyrir þá sem sérstakan áhuga hafa á þeim málaflokki. Annað sviðið er um efnahagsmál. Þá ber að geta þriðja sviðsins, sem er verkalýðs- og atvinnumálasvið, og er þar í raun kominn Verkalýðsskóli Sjálfstæðisflokksins, sem starf- ræktur hefur verið um árabil af Verkaiýðsráðinu og hefur það yf- irumsjón með þessu sviði,“ sagði Árni. Árni Sigfússon sagði að í skól- ann hefði sótt fólk á öllum aldri og hópurinn hefði yfirleitt talið 20—30 manns í hvert sinn. Með fyrrgreindri breytingu sagði Árni fært að stækka hópinn eitthvað og reyndar hefði komið i ljós nú þeg- ar að fólk hafði tekið breytingun- um mjög vel. „Undanfarið hefur verið mikil aðsókn og mikið spurt um skólann," sagði Árni. Árni sagði að áhersla væri lögð á að kennarar við skólann hefðu staðgóða þekkingu og reynslu af þeim málum sem fjallað er um. Við skólann að þessu sinni munu kenna sérfræðingar á sviði utan- ríkismála, efnahagsmála, alþjóða- stjórnmála, þjálfaðir ræðu- og fundarmenn og menn sem hafa þekkingu á ritstörfum, og einnig verða sérfræðingar á sviði laga, stjórnkerfismála og verkalýðs- mála. Skólinn verður starfræktur á kvöldin á tímabilinu frá 3. október og verður til 15. október. Sem dæmi um dagskrá í skólan- um, má nefna þann þátt sem varð- ar verkalýðs- og atvinnumál. Verður þar rætt hlutverk laun- þega- og atvinnurekendasamtaka, en um það fjalla þeir Magnús L. Sveinsson, formaður VR, og Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ. Þá verður fé- lagsmálaráðuneytið heimsótt í boði ráðherra. Fjallað verður einnig um félags- og kjaramál, sem Hilmar Jónasson, formaður verkalýðsfélagsins Rangæings, sér um. Þá verður fjallað um atvinnu- leysistryggingar af Pétri Sigurðs- syni, alþingismanni, og um stjórn- un, uppbyggingu og fjármál laun- þegasamtaka, en um það sér Sverrir Garðarsson, fram- kvæmdastjóri FÍH. Gunnar Bachmann, formaður fræðslunefndar Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, sagði í sam- tali við Mbl. að menn væru mjög ánægðir með sameiningu skólanna tveggja. Með því myndu m.a. kynni ungs fólks innan flokksins eflast og einnig hitt að Sjálfstæð- isflokkurinn hefði einn stjórn- málaafla náð að reka skóla þar sem bæði væri fjallað um stjórn- mál, en einnig færi fram hlutlaus uppfræðsla um verkalýðsmál. Hingað til hefði árangurinn verið mjög góður og ekki ástæða til að ætla að hann verði lakari eftir sameininguna, heldur þvert á móti. Sýning á silkiþrykki og leir- list í Gallerí Langbrók LAUGARDAGINN 24. september hófst sýning á silkiþrykki og leirlist I Gallerí Langbrók á Bernhöftstorfu. Þar sýna Ásrún Kristjánsdóttir og Elísabet Haraldsdóttir. Þær stund- uðu nám við Myndlista- og handíða- skóla fslands á árunum 1967—1971 á tímura Kurt Ziers og Harðar Ág- ústssonar. Ásrún lauk prófi úr kennara- deild skólans og bætti við sig einu ári í textildeild 1971-1972. Hélt síðan til Stokkhólms og stundaði nám í textildeild „Konstfackskol- an“ frá 1973-1976. Að námi loknu kom hún sér upp vinnustofu og varð meðlimur í „Sólon Islandus", stofnaði svo ásamt fleirum Gallerí Langbrók sumarið 1978. Ásrún hefur unnið mikið að fé- lagsstörfum fyrir textil-listafólk og verið myndlistarkennari und- anfarin ár. Verkin á sýningunni eru öll unnin í silkiþrykk á vef. Stúdentaráð Háskóla íslands: Megn óánægja með frest un á greiðslu haustlána Elísabet Haraldsdóttir stundaði nám í Vínarborg við Hochschuie fur angewandte Kunst í keramik- og skúlpturdeild skólans á árunum 1971-1975. Eftir diplom-próf starfaði hún um eins árs skeið sjálfstætt við skólann og I Galerie Alte Schmiede í Vín. Elísabet hefur verið búsett á Hvanneyri, Borgarfirði, síðan 1978 og hefur þar eigið verkstæði. Hún hefur verið félagi í Gallerí Lang- brók síðan 1979 og er stofnfélagi leirlistarfélagsins. Báðar listakonurnar hafa tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis. Sýningunni lýkur sunnudaginn 9. október og er opin virka daga frá 12 18, og um helgar frá 14—18. Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi ályktun ffa fundi Stúdenta- ráðs Háskóla íslands þann 12. sept- ember sl. „Stúdentaráð Háskóla fslands lýsir megnri óánægju sinni með samþykkt stjórnar Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna að fresta hluta af greiðslum haustlána nú i haust. Sérstaklega er SHÍ óánægt með þá skerðingu á kjörum sem verður hjá nemendum á 1. ári nú á haust- mánuðum. Það er engin lausn fyrir starfsemi LÍN að fresta greiðslum og því sfður lausn fyrir námsmenn. SHÍ ítrekar kröfur sínar um að staðið verði við þær skuldbind- ingar við námsmenn sem felast í lögum og reglum sjóðsins. SHf skorar á stjórnvöld að útvega það fé sem á vantar svo úthlutun námslána geti farið eðlilega fram án þeirra frestana sem nú standa til. Ennfremur skorar SHÍ á alþingi að á fjárlögum fyrir árið 1984 verði LÍN veitt það fjármagn sem sjóður- inn þarfnast og kemur fram í fjár- beiðnum sjóðsins fyrir næsta ár.“ Stúdentaráð Háskóla íslands. ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. 'Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Bre\ðholtsbúW •ottGerðuberg. cprT1 vilia grennasx uy jsrs—— matseöla, ^® )ur 0g matarlyst. faeöuval, matarven)u nAOtiA. Höganás stendur af sér fiost og f una Höganás f ramleiöir sérstakar flísar fyrir íslenskar aðstæður, þær eru hálkufríar, hrjúfar, mattar og að sjálfsögðu frost- þolnar. Þær eru ætlaðar á stéttar og tröppur. En það er líka til mikið úrval annarra frostþolinna Höganásflísa í fjölbreyttum litum. Allar Höganásflísar eru eldfastar. Höganás hefur um áraraðir framleitt eftirsóttan eldfastan stein, bæði fyrir kamínur og til iðnaðarnota. Skoðið Höganás úrvalið í sýningarsal okkar, þar finnið þið réttu flísarnar. = HÉÐINN = SEUAVEGI2, REVKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.