Morgunblaðið - 27.09.1983, Síða 48
etta lestuídag m.a.:
„Bara skemmtilegt klúður “
segir Jóhanna Kristjónsdóttir í
leikdómi um Skvaldur.
Sjá bls. 14.
Tölvupappír
llll FORMPRENT
Hverfisgotu 78, simar 25960 25566
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983
Nýfundnaland:
Sameinuð ríkisútgerð
og fiskvinnsla stofhuö
SAMKOMULAG tókst í gær milli ríkisstjórnar Kanada og fylkisstjómarinn
ar á Nýfundnalandi um að sameiginlega myndu stjórnirnar standa að sam-
einingu allra stóru útgerðar- og riskvinnslufyrirtækjanna á Nýfundnalandi.
Fyrirtækin sem hér um ræðir eru Fishery Products, The Lake Group og John
Penny & Sons. Verða tæplega 70 togarar og rúmlega 20 frystihús í eigu hins
nýja fyrirtækis.
Hæstiréttur á Nýfundnalandi
hafnaði í gær rökum sem lögfræð-
ingar Fishery Products höfðu uppi
gegn kröfu Bank of Nova Scotia
um gjaldþrotaskipti á félaginu,
sem er stærsta útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækið á Nýfundna-
landi. Gerði bankinn kröfu um
skiptin eftir að stjórnendur fyrir-
tækisins höfðu neitað að sætta sig
við áform ríkisstjórnar Kanada
um sameiningu þess og minni
fyrirtækja á eyjunni.
Eftir að Hæstiréttur hafði kom-
ist að þessari niðurstöðu efndu
Briam Peckford, forsætisráðherra
Nýfundnalands, og Pierre de Bané
sjávarútvegsráðherra Kanada-
stjórnar, til blaðamannafundar og
tilkynntu stofnun hins nýja fyrir-
tækis. Kanadastjórn leggur fram
75,3 milljónir kanadískra dollara í
hlutafé, fylkisstjórnin 31,5 milljón
og Bank of Nova Scotia 44,1 millj-
ón. Þá verður starfsfólki og Félagi
sjómanna og fiskvinnslufólks á
Nýfundnalandi boðið að gerast
hluthafar.
Kanadastjórn mun eiga 5 menn
í stjórn, fylkisstjórnin 3, bankinn
1 og starfsfólkið 1. Sömu aðilar
munu eiga fulltrúa í stjórn mark-
aðsfyrirtækis sem komið skal á fót
til að selja framleiðslu hins nýja
stórfyrirtækis og einnig annast
sölu á framleiðslu minni fiskverk-
enda á Nýfundnalandi.
Ætlunin er að hið nýja fyrir-
tæki verði rekið með arðsemi að
leiðarljósi en Kanadastjórn standi
undir tapinu á þeim frystihúsum
sem rekin verða í því skyni að
halda uppi atvinnu.
Ráðist á 4 í
Klúbbnum
25 ARA maður var handtekinn að-
faranótt sunnudagsins eftir að hafa
ráðist á þrjá menn í og við Klúbbinn.
Lögregla var kvödd til á fjórða tím-
anum. Þá hafði maðurinn sparkað í
andlit pilts fyrir utan húsið svo fram-
tennur losnuðu.
Nærstaddur maður hugðist
ganga í milli, en árásarmaðurinn
sló hann í andlitið svo framtönn
losnaði. Skömmu síðar kom maður
út úr veitingahúsinu og hafði ver-
ið ráðist á hann inni, svo tvær
framtennur brotnuðu. í ljós kom,
að sami árásarmaðurinn hafði
verið að verki.
Fyrr um nóttina hafði verið
gerð tilraun til þess að ræna veski
konu fyrir utan húsið. Konan slas-
aðist svo sauma var 14 spor í and-
lit hennar. Árásarmaðurinn náð-
ist.
Tveir hund-
ar aflífaðir
TVEIR hundar voru aflífaðir á
föstudagskvöldið eftir að þeir
höfðu bitið fjórar manneskjur —
þrjá karla og konu. Enginn slasað-
ist alvarlega, en öll voru þau flutt í
slysadeild. Lögregla var kvödd í
hús á Framnesvegi, vegna deilna,
sem upp komu. Húsráðandi, kona
um fertugt, bað lögregluna að fjar-
lægja tvo menn.
I íbúðinni voru hundar, annar
þeirra — Labrador-hundur —
lét ófriðlega. Hundurinn beit,
konuna, þegar hún hugðist fjar-
lægja hann, að því er fram kem-
ur í lögregluskýrslum. Áður
hafði hundurinn bitið eiganda
sinn.
Þegar lögregluþjónn hugðist
færa Labrador-hundinn í lög-
reglubíl, beit hundurinn hann.
Lögregluþjónninn náði taki á
dýrinu og var það aflffað. Hinn
hundurinn var æstur og beit
lögregluþjón. Farið var með
hann á lögreglustöðina og hann
aflífaður. Hræin voru brennd í
brennsluofni tilraunastofu Há-
skólans í meinafræði að Keld-
um, án þess að beðið væri um
rannsókn.
Sjá viðtöl bls. 30.
Ferðimar sem fylltu mælinn:
Ráðuneytið lét
undan þrýstingi
TVEIR af þremur ráðuneytisstjórum í utanfaranefnd ríkisins hafa sagt
sig úr nefndinni þar sem þeir telja ekki nægilegt tillit tekið til álits
hennar, eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Nefndinni
hefur verið ætlað að virka sem „bremsa" á utanferðir ríkisstarfsmanna
en ráðuneytisstjórarnir tveir telja að tíma sínum á fundum hennar hafi
verið illa varið.
Það munu hafa verið tvær
ferðir á vegum stofnana er heyra
undir menntamálaráðuneytið,
sem fylltu mælinn hjá ráðuneyt-
isstjórunum tveimur. í báðum
tilfellum lagðist nefndin gegn
því að umræddar ferðir yrðu
farnar en menntamálaráðuneyt-
ið hunsaði álit nefndarinnar og
veitti heimild fyrir ferðunum
engu að síður. Runólfur Þórar-
insson, deildarstjóri safna- og
listadeildar ráðuneytisins, sagði
blm. Morgunblaðsins í gær að
um hefði verið að ræða ferðir á
vegum Þjóðminjasafnsins og
sjónvarpsins. „Frá Þjóðminja-
safninu kom beiðni um að starfs-
maður yrði sendur á stjórnar-
nefndar- og aðalfund Alþjóða-
sambands textilfræðinga, CI-
ETA,“ sagði Runólfur. „Um-
ræddur safnvörður hafði verið
beðinn að flytja erindi um ís-
lenska vefstaðinn (stólinn) og
ýmsa þætti vefnaðar hérlendis á
fundinum í Lyon í Frakklandi.
Ráðuneytið var fýsandi þess að
af þessu gæti orðið en nefndin
lagðist gegn því. Það var svo tek-
in um það ákvörðun Jiér í ráðu-
neýtinu, að ferðin skyldi farin
engu að síður. Þessi ferð tengdist
annarri ferð, sem verið var að
fara, og ríkið greiddi ekki, svo
farseðill var ekki greiddur nema
að hluta. Sá kostnaður var
5—6000 krónur," sagði Runólfur.
Um hina ferðina sagði Runólf-
ur: „Þar var um það að ræða, að
sjónvarpið óskaði eftir að tveir
dagskrárfulltrúar frá tveimur
deildum, lista- og skemmtideild
og frétta- og fræðsludeild, færu
til London á svokallaðan Multi
Media Market. Sjónvarpið lagði
áherslu á að tveir menn færu,
enda væri um 60% af sjónvarps-
efni keypt frá útlöndum og ekki
væri gott að kaupa það óséð.
Utanfaranefndin hafnaði ann-
arri beiðninni, en féllst á hina.
Niðurstaða ráðuneytisins varð
sú, að báðir skyldu fara,“ sagði
Runólfur Þórarinsson, sem kvað
ráðuneytið hafa tekið tillit til
eindreginna óska viðkomandi
stofnana í þessum málum.
Morgunblaðinu hefur ekki tek-
ist að ná tali af Sveinbirni Dag-
finnssyni, ráðuneytisstjóra, sem
situr einn eftir í utanfaranefnd-
inni, þar sem hann er f Noregi.
Frá réttum í Efstadal í Laugardal sl. sunnudag, en féð sem þar var dregið í
dilka fer beint í sláturhús vegna riðuveiki. Sjá: „Öllu fé slátrað af þreraur
bæjum“ á rniðsíðu. Ljóam. Mbl. Frfða Proppé.
Fólk á varðbergi
gagnvart hundum
FÓLK var mjög á varðbergi í
Reykjavík í gær gagnvart hundum.
Lögreglunni bárust þrjár tilkynn-
ingar um hunda, sem fólki stóð
stuggur af. Hin fyrsta barst í gærdag
um hund, sem gekk laus við Bugðu-
læk. Lögreglumenn fóru á staðinn,
en urðu einskis varir.
Þá barst tilkynning um svartan
Labrador-hund við Hátún, en
hann fannst ekki þrátt fyrir eftir-
grennslan lögreglu. Loks barst til-
kynning seint í gærkvöldi um
hund við Nökkvavog, en enn einu
sinni gripu lögreglumenn í tómt.