Morgunblaðið - 05.10.1983, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.10.1983, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1983 34 Sigrún Ó. Olsen Geor8 Frey SIGRÚN Ó. OLSEN OG GEORG FREY Myndlist Bragi Ásgeirsson Gallerí Lækjartorg kynnir þessa dagana verk eftir þau Sig- rúnu Ó. Ólsen og Georg Frey. Bæði hafa þau stundað nám við listaháskólann í Stuttgart og Georg er að auki menntaður sem arkitekt. Sigrún sýnir myndir sem eru gerðar í egg-tempera og með þurrnál en Georg Frey auk þess einnig gler-málverk. Sigrún vinnur mikið í jarðlit- um og finnst undirrituðum þær gerðar af hvað mestri innlifun svo sem þríleikurinn „Bóhem" (39). Hér virðist listakonan vera að tjá ákveðna skynræna upplif- un og nálgast dýpri lífæðar myndflatarins. Annars bera verk Sigrúnar þess merki að hún sé ennþá í mótun enda á hún enn eftir hálft annað ár í skólanum í Stuttgart og er því máski full snemma á ferð með sýningu. Þurrnálsmyndir hennar segja mér ekki mikið, þær eru öðru fremur frjáls leikur með nálina á hinum harða málmi ásamt til- raunum í mismunandi stigum ætingar. Georg Frey er um margt mót- aðri listamaður og hefur enda mun lengri námsferil að baki ef arkitektúrnámið er lagt við listanámið. Glermálverk hans, sem eru flest frekar smá, eru gerð af vissri færni og þar vöktu aðallega athygli mína myndirn- ar „Die nacht" (6), „Wind“ (7) og „Feuer" (8), sem allar eru hrein- ar og tærar í lit og útfærslu. Af eggtempera-myndum hans vek ég athygli á myndunum „Tab- ernakel" (26), „Stola" (27) og „Mahl“ (28) ásamt „Alte túcher gefunden" 1983“ (35) og sam- nefnd (36), en allar þessar mynd- ir gefa til kynna ríka tilfinningu fyrir efnisáferð og formum ásamt stígandi í lit. Þurrnáls- myndir listamannsins bera vott um næma tilfinningu fyrir jafn- vægi og byggingu og kemur það sennilega frá arkitektúrnáminu. En að öðru leyti eru þær unnar eftir svipaðri formúlu og myndir Sigrúnar. Það er ánægjulegt að fá þessa gesti frá listaháskólanum í Stuttgart hingað og geta menn gert hér nokkurn samanburð á vinnu þeirra og listnema hér í Reykjavík og dregið af því nokk- urn lærdóm. Svo ber að síðustu að þakka fyrir komuna. Sáldþrykk og leirmunir Tvær ungar valkyrjur sýna um þessar mundir nokkur verk eftir sig í Gallerí Langbrók og stendur sýningin til 9. október. Ásrún Kristjánsdóttir kynnir 19 sáldþrykkverk eftir sig og eru þau öll unnin á þunnan dúk. Ás- rún er fyrst og fremst þekkt fyrir textílmyndir sínar en í þessum myndum leitast hún við að víkka út sviðið og samræma textíl og hreinar myndrænar til- raunir. Hér er það hugarflugið, sem hún virkjar á frjálslegan hátt ásamt skynrænum kennd- um frá hlutveruleikanum. Hér vekja athygli myndir svo sem „Fjallkonan" (I), „Haustsinfónía “ (II) og „Fjallsrótardraumur“ (16). Myndirnar eru fínlega unn- ar og fram koma blæbrigði sem trauðla er mögulegt að ná ef þrykkt er á pappír. Þetta eru nokkuð óvenjuleg vinnubrögð hér heima en myndefnið kemur kunnuglega fyrir sjónir vegna greinilegra súrrealistískra áhrifa. Helst eru það listamenn eins og Max Ernst og Piet Hol- stein er manni dettur í hug við skoðun myndverkanna en Ásrún bætir við sérstökum kenndum fyrir textílvinnubrögðum, sem eru hennar eigin. Þetta er þekki- leg sýning, verkin eru gædd viss- um yndisþokka sem hrífa en átakamikil eru þau ekki. Elísabet Haraldsdóttir kynnir 17 myndverk unnin í leir og eru þau miklu frekar unnin í anda skúlptúrs en notagildis. Elísabet er mjög vel menntuð í list sinni og er það auðséð á vinnubrögð- um hennar. Hér er það formið sem er aðalatriðið hvort heldur sem hún vinnur í lágmynda- formi eða myndirnar standi sér. Af lágmyndunum vöktu einkum athygli mína myndirnar „Dimmuberg" (22) og „Skugga- berg“ (23), en af öðrum myndum „Hnúfur 1“ (25) og „Hnúfur 11“ (26) svo og „Bergsegl" (34) og „Brekkuskörð" (35). Ekki er ég frá því að myndin Bergsegl sé athyglisverðasta myndin á sýn- ingunni því að yfir henni er „monumentalskur blær“. Þannig væri þessi mynd tilvalin sem táknrænt minnismerki í stærra formi. Myndir Elísabetar af- hjúpa mjög ríka kenndi fyrir einföldum og sterkum formum og væri mjög áhugavert að sjá eftir hana stærri verk í þessari tækni. Möguleikarnir eru hér ótakmarkaðir. Það er merkilegt hvað hægt er að koma fyrir mörgum hlutum í jafn litlu húsnæði og sýningar- salurinn er og eitt er víst, að inn- lit á þennan stað svíkur engan. Listakonunum þakka ég sýning- una. Endalokunum lýst... Kvíkmyndír Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: The Thing Ilandrit: Burt Lancaster, samið samkvæmt sögu John W. Camp- bell „Who goes there?“ Leikstjórn: John ('arpenter Tónlist: Ennio Morricone Stjórn kvikmyndatöku: Dean Cundey Aldrei fær mannskepnan nóg af hryllingi. Ekki er nóg að Marzbúar skundi til jarðarinnar og strái þar dauða og eyðingu, nú keppast hinir framsæknari kvikmyndaframleiðendur við að útbúa skrímsli sem taka sér bólfestu innan í mannskepnunni og ummynda hana á hinn hroða- legasta hátt. Það má eiginlega segja að slík myndagerð eigi sér langa sögu því þegar árið 1921 lék John Barrymore umskipting að nafni Dr. Jekyll og Mr. Hyde og jafnvel árið 1908 reyndi Edi- son að festa Frankenstein á filmu. Það skiptir raunar ekki máli hvort óhugnaðurinn tekur sér bólfestu í mannskepnunni er af andlegum toga eða á rætur að rekja til lífsforms sem hefir þró- ast í fjarlægu sólkerfi — márkmið kvikmyndagerðar- mannsins er að umbreyta á sem hrottalegastan hátt venjulegum mannverum. Tel ég að fátt sanni betur kenningar Freud gamla um tví- eðli mannsins og myrkviði dul- vitundarinnar en sókn almenn- ings í slíkar myndir. Hvað rekur menn til dæmis þessa dagana uppí Laugarásbíó að skoða hversdagsmenn í vísindaleið- angri á S-skautinu — breytast í ólýsanlega umsnúnar ófreskjur? Förum við til að dást að styrkri stjórn leikstjórans John Carp- enters eða að magnaðri músík Ennio Morricone, sem flæðir úr öllum áttum frá dolby-hljóðkerf- inu? Vissulega dáist maður að hvoru tveggja, en þó mest að tæknibrögðum Rob Bottin förð- unarmeistara og Albert Whit- locks dúkkusmiðs. Maður er nefnilega hættur að fara á hryll- ingsbíó til að upplifa styrka leik- stjórn eða greiða úr flóknum söguþræði, fremur með því hug- arfari er ríkir á vaxmyndasöfn- um. En þar reika menn um milli plastbrúða sem keppast við að sýnast ekta. Helst vill maður að brúðurnar lifni við og hlaupi á eftir manni. Freud gamli myndi skýra þessa löngun sem þörf manna fyrir að upplifa snertingu við duldir undirvitundarinnar. Vika í lífi Buckley Bókmenntír Björn Bjarnason Menn sækja efnivið í bækur úr ýmsum áttum. Einn af fremstu rithöfundum á enska tungu, V.S. Naipul, tók sér til að mynda fyrir hendur að kynnast trúarhita múhameðstrúar- manna, fór til íran og fleiri landa eftir valdatöku Khomein- is og skrifaði síðan ferðasöguna Among the Believers — An Is- lamic Journey, sem er óvenjuleg fyrir margra hluta sakir. Að þessu sinni verður ekki staldrað við hana hér, heldur bók eftir William F. Buckley jr., sem er í hópi þekktustu íhaldsmanna í Bandaríkjunum. Hann er rit- stjóri tímaritsins National Review, stjórnandi vinsæls sjónvarpsþáttar „Firing Line“, dálkahöfundur, atvinnuræðu- maður o.fl. o.fl. William F. Buckley jr. lagði ekki annað á sig við að semja þá bók sem hér um ræðir, en hún er tuttugasta bókin hans ef rétt er talið á titilsíðu hennar, en skrá hjá sér það sem gerðist á einni viku í lífi sínu. Afrakstur- inn er 260 blaðsíðna bók sem ber heitið Overdrive, en eins og áhugamenn um bíla og líklega margir fleiri vita, er þetta orð notað um yfir-drif sem eykur snúningshraða á vélarásum. Bókarheitið vísar vafalaust til þess að Buckley sé í yfir-drifi frá morgni til kvölds og má það til sanns vegar færa. Bókin skiptist í kafla eftir vikudögunum og lesandinn kynnist því hve höfundurinn er önnum kafinn við hin margvís- legustu verkefni sín og þá ekki síst bréfaskriftir, því að Buck- ley berast fjölmörg bréf á dag þar sem hann er beðinn að skrifa um hitt eða þetta og tala hér eða þar, eða menn skrifa honum til að skamma hann eða hrósa honum fyrir eitthvað sem hann hefur sagt eða skrifað, en dálkur hans birtist í 350 dag- blöðum þrisvar sinnum í viku. Öllum svarar Buckley með dyggri aðstoð einkaritara síns, sem er helsti tengiliður hans við umheiminn. Buckley hefur mik- ið umleikis og vinnur einkum að skriftum á heimili sínu en svar- ar helst bréfum með aðstoð seg- ulbands í bifreiðum og flugvél- um. Hann gefur sér þó tíma til að sinna samkvæmislífi og Lærisveinn hans, Jung, myndi hins vegar staðsetja va>mynda- safnið í forsögulegri veröld þar sem mannskepnan mátti sín einskis — veröld sem leynist ein- hvers staðar í hugskotinu. Það er kannski tímanna tákn að nú sækir sú veröld að mannskepn- unni utan frá himingeimnum. Menn skynja að ógnin stafar af himnum ofan, máski í mynd geislavirks úrfellis. Satt að segja fannst mér hinar blóðugu mann- ófreskjur í „The Thing" eða Hlutnum sem nú hefir hrapað til jarðar í Laugarási — ekki miklu óþekkilegri en líkamsleifar þær sem fyrir skömmu voru sýndar í sjónvarpinu og lágu sem hráviði á götum Beirútborgar. Mér varð hugsað til þess að á þessari stundu bíða þúsundir manna, kvenna og barna í Beirút og í Afganistan eftir drunum af himni ofan, ekki ósvipað og vísindamennirnir í Hlutnum sem njóta góðra lista í tónleikasöl- um og leikhúsum. Lesendur kynnast þessum sviptingum öll- um og inn á milli þeirra kemur höfundurinn á framfæri dóm- um um menn og málefni. Einn kafli bókarinnar hefst þannig: „Miðvikudagur er einn þriggja daga í viku þegar ég skrifa dálk fyrir dagblöðin og auðvitað hefst dagurinn venju- lega á þeim sérkennilega dag- blaðalestri þegar undirmeðvit- undin, og raunar meðvitundin líka, svolgrar í sig fréttirnar í leit að fullmótuðu efni til að skrifa um — því að annað hvort er um síkt efni að ræða eða eitthvað sem sótt hefur á hug- ann. Og svo er auðvitað leikur einn að fara í bunkann af grein- um, úrklippum, bókaköflum sem hrópar á mann. Gene Shal- it, sem er einstaklega þægilegur og glöggur — fjölmiðlastjörnu held ég megi kalla hann — og með afbrigðum orðfimur, ræddi við mig fyrir tveimur eða þrem- ur árum í útvarpi um skáldsögu sem ég var þá að senda frá mér, og þar sem hann lét gamminn geisa um holt og hæðir í vin- samlegu rabbi hætti ég smátt og smátt að gæta að mér, og þegar hann spurði: „Hvernig ákveður þú hvað þú ætlar að skrifa um í dálkinn þinn í dag?“ Svaraði ég á þá leið, að þegar maður hefði skrifað dálk í mörg ár, gæti maður ef í nauðirnar ræki lokað augunum og sett vísifingur á einhverja fréttina á forsíðu New York Times — og síðan skrifað dálk um efnið. „Ó, já,“ sagði Gene, „ég man eftir þegar ég las hann þennan." “ Þetta er skemmtileg bók sem veitir innsýn í daglegt líf þar sem hver stund er nýtt til hins ítrasta og tekist á við verkefnin af einbeitni án þess að láta hversdagslega hluti tefja fyrir sér. störðu varnarlausir hver á ann- an, því sérhver þeirra gat verið umskiptingur. Þess vegna þurf- um við ekki að leita til Freud gamla — mynd Carpenters lýsir hvorki inní skuggagáttir hugans, né inní hálfgleymda forsögulega veröld — hún lýsir raunveru- leika milljóna manna. Hvers- dagsmanna sem eiga sér hvergi skjól því í nágrannanum, bróð- urnum eða nánasta vininum get- ur leynst ófreskja sem ummynd- ar nánasta umhverfi þegar höf- uðpaurinn ýtir á takkann. Hve- nær við verðum höfuðófreskjun- um að bráð er ekki gott að segja, en ég held að endalokunum hafi ekki verið öllu betur lýst en í „The Thing", jafnvel enn skil- merkilegar en í forveranum „Alien"; því hér er lýst hvar við stöndum eftir úrslitaátök höfuð- ófreskjanna — mitt á endalausri ísbreiðunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.