Morgunblaðið - 05.10.1983, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.10.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1983 35 Dynskógar Bókmenntír Erlendur Jónsson Heimur dýranna Bókmenntír Jenria Jensdóttir DYNSKÓGAR. Rit Vestur-Skaftfell- inga. II. 160 bls. Útg. Vestur-Skafta- fellssýsla. Vík 1983. Dynskógar komu fyrst út í fyrra. I formála er upplýst að ritinu sé ætlað að koma út annað hvert ár. Sjálfsagt þótti samt að það kæmi út í ár vegna þess að liðin eru tvö hundruð ár frá Skaftáreldum. »Fyrir eld« og »eftir eld«, segja Skaftfellingar — þannig skipta þeir tímanum f kapítula eftir þeim örlagaatburðum. Dynskógar hefjast að þessu sinni á tveim stutt- um erindum sem flutt voru snemma á sumri því sem nú er að enda: Um Skaftárelda og Skaftáreldahraun eftir Þorleif Einarsson og Um áhrif Skaft- árelda á mannlíf á fslandi eftir Sveinbjörn Rafnsson. Þorleifur minnir á að þarna hafi líklega átt sér stað »mesta hraungos sem orðið hefur á jörðinni að mönnum ásjá- andi.« Ef gos þetta er borið saman við eldgos á seinni árum sést hve tröllaukið það hefur verið. Svein- björn telur hins vegar — eftir að hafa rakið hörmungar þær sem elds- umbrotin höfðu i för með sér — að Skaftáreldar og Móðuharðindi hafi með nokkrum hætti orðið »upphaf samfélagslegra leysinga í íslensku þjóðlífi, með þessum hrikalegu at- burðum var sagt skilið við fyrri sam- félagshætti og nýir og nútímalegri teknir upp í staðinn.« Næst er þáttur sr. Sigurjóns Ein- arssonar: Um kirkjur á Kirkjubæjar- klaustri 1783—1983. Raunar rekur sr. Sigurjón þá sögu nokkru lengra. En hann miðar fyrst og fremst við ár- talið 1783 því meðal afleiðinga elds- ins varð flutningur kirkju frá Klaustri að Prestsbakka sem mark- aði dapurleg timamót í sögu þessa fornhelga frægðarseturs. Fram kem- ur í þætti sr. Sigurjóns að fólk held- ur jafnan tryggð við sína kirkju og ekki síður — kirkjustað. Flutningur kirkju frá einum stað til annars er því og verður alltaf viðkvæmt til- finningamál. Nú hefur aftur verið reist kirkja á Klaustri eins og lesa má um í þættinum. Eldurinn gerbreytti sem kunnugt er landslagi á Siðunni og í nærsveit- um og alls staðar til hins verra. Sandfok herjaði þar sem land fór ekki undir hraun og fór Kirkjubæj- arklaustur ekki varhluta af því. Tel- ur sr. Sigurjón að þá hafi kirkjugólf- ið svonefnda »komið upp úr sandin- um og til hafi orðið sú lifseiga sögn, að þar hafi kirkja papanna staðið. Menn héldu, að þessi náttúrusmíð væri af mannahöndum gjörð, svo mjög minnti hún á flísalagt kirkju- gólf.« Á eftir þætti sr. Sigurjóns kemur löng og mikil ritgerð eftir Þórólf Árnason verkfræðing og ber yfirskriftina: Rafvæðing I Vestur-Skaftafellssýslu. »Fyrstu vatns- aflsstöðvar,« segir Þórólfur, »sem sett- ar voni upp í Vestur-Skaftafellssýslu, voru reistar árið 1913.« Næstu árin fjölgaði stöðvum ört, víðs vegar um héraðið. Nokkrir þjóðhagar og hugvits- menn áttu þar hlut að máli og ber hæst nafn Bjarna í Hólmi. »Um 1920 ræðst Bjarni í það þrekvirki að setja einn upp stöð í Hólmi, og í þá stöð smíðaði hann sjálfur túrbínuna (vatnsvélina), nær tækja- og verkfæralaus.« Rafvæðingin jók mjög hróður Vestur-Skaftfellinga meðal annarra landsmanna, en þess ber að geta að allar tækniframfarir vöktu þá aðdáun og hrifningu. Og það var að lokum engin smáorka sem Skaftfellingar sóttu í bæjarlæki sína: »Ef reiknað er með meðalnotkun stöðvanna um 35 ár og nýtingu svipaðri og hjá stórvirkjun fæst því nálægt árs- orkuframleiðsla 70 MW virkjunar.« (Er það ekki nokkru meira en Kröflu var ætlað að skila meðan hún var enn á teikniborðinu?) Og meira um rafmagn — Smíðaskól- inn í Hólmi. Fyrsti verknámsskólinn. Sr. Sigurjón Einarsson heitir þáttur eftir Gísla Brynjólfs- son. Margar gamlar myndir eru með hvorum tveggja þættinum, myndir sem varðveita andrúm og bjartsýni gömlu, góðu áranna. Þá eru nokkrar athugasemdir um jarðarfararsiði í Meðallandi eftir fyrr- um biskup, Sigurbjörn Einarsson, og að lokum Annálar úr Vestur-Skafta- fellssýslu. Þar eru meðal annars birt- ar myndir af hreppsnefndum og sveitastólpum og má af þeim ráða að straumar tímans leiki nú um héraðið ekki síður en rafmagnið forðum því skaftfellskar konur eru sýnilega farnar að sækja sér aukin völd sem áður voru að öllu leyti í höndum karla; þær gegna nú bæði hrepp- stjórastöðum og prestsembættum. Ritstjórar Dynskóga eru þeir Björgvin Salómonsson, Helgi Magn- ússon og sr. Sigurjón Einarsson. Þeir geta þess í formála að undir- búningur að næsta hefti sé þegar hafinn en þvi er ætlað að sjá dagsins ljós að tveim árum liðnum. Vegna þess segjast þeir nú vera »að safna gömlum ljósmyndum úr Meðallandi* og hvetja lesendur til að ljá þær til birtingar. Og þar er sannarlega verk að vinna því margar gamlar manna- myndir frá árdögum íslenskrar ljósmyndunar — ekki aðeins í Með- allandi heldur um land allt — fara senn að verða gleymsku undirorpn- ar. Og gömul mynd er lítils virði ef enginn veit lengur af hverjum hún er. Rit eins og Dynskógar gera þvi vel að bjarga þeim frá nafnleysi og tortímingu. Chris Grey: Heimur dýranna Þýðing: Óskar Ingimarsson Bjallan hf. 1982 Nýlerra hefur Bjallan sent frá sér bókina Heimur dýranna. Hér er greint frá öllum helstu dýrum jarðar og umhverfi þeirra. „Ver- öidin okkar er geysistór, með ótal krókum og kimum þar sem dýr geta lifað á fjölmarga vegu.“ Bókinni er skipt i átta kafla i efnisyfirliti. Fyrsti kafli heitir Umhverfi dýranna. Með honum er birt landakort í mismunadi litum sem eiga að sýna umhverfi dýra í hverri álfu og á heimsskautasvæð- unum. Næstu kaflar bera heiti heims- álfanna og í byrjun hvers kafla er sagt frá landfræðilegum sérkenn- um. „Evrópa er lítil og þröngbýl álfa. Hún nær aðeins yfir Vi5 af öllu þurrlendi jarðarinnar, en þar býr nær því fjórðungur af íbúum heimsins." Síðan fylgja hverri álfu smálet- urskaflar um þau dýr sem nefnd eru og litmyndir af dýrunum flest- um. Heilsíðumyndir eru af hverri álfu og þar er litlum myndum af dýrum raðað í þá landshluta þar sem heimkynni þeirra eru. Mikils er vert hve þýðingin á textum er góð og vönduð. Hún er á lifandi máli og laus við þurrt fræðslustagl sem því miður er stundum að finna í bókum sem þessari. Heimur dýranna er í senn glæsileg, skemmtileg og fræðandi bók. Mér þykir ótrúlegt að skólar og heimili láti þessa bók afskipta- lausa. Hún er að mínu mati nauð- synleg hverjum þeim nemanda, sem hefur áhuga á lífi og um- hverfi í nálægð og fjarlægð. Skynsamlegasti leikur þinn er aö kaupa nýjan Station og þú leikur þér aö því Nýr Trabant Station kostar aðeins kr. 92.000 og haltu þér nú fast. Útborgunin er aðeins kr. 15.000 EN ÞAÐ ER FLEIRA EN BARA HIÐ FRÁBÆRA VERÐ OG LITLA ÚTBORGUN SEM GERIR TRABANT HAGKVÆMASTA LEIKINN I BILAKAUPUM Bilanatíðni Trabant er mjög lág og einungis sambærileg við mörgum sinnum dýrari bíla. Nýr blöndungur sem kom fyrst í 1983-árgerðina gerir Trabant ennþá sparneytnari. Trabant er klæddur mjög sérstöku og sterku plasti sem hvorki ryðgar né tærist. Líttu bara á alla gömlu og góðu Trabantana. Engar beyglur og ekkert ryð. Varahlutir eru ódýrir. Máli okkar til sönnunar setjum viö upp eftirfarandi dæmi: Meöalverö minni bíla er ca. kr. 280.000,- Mínus verö á Trabant kr. 92.000,- Mismunur kr. 198.000,- Ef við tökum mismuninn og setjum hann á vaxtaaukareikning, þá eigum viö aö ári liðnu kr. 282.066,15 eða því sem næst fyrir nýjum Trabant án þess að snerta höfuðstólinn. TRABANT EINI RETTI LEIKURINN tngvar neigason h/f. SÝNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI S33560

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.