Morgunblaðið - 05.10.1983, Síða 6

Morgunblaðið - 05.10.1983, Síða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Fyrstu 9 mánuðir ársins: Um 74% söluaukn- ing hjá Apple- tölvufyrirtækinu Hagnaður jókst um 68% HEILDARSALA Apple-tölvufyr- irtækisins bandaríska fyrstu níu mánuði ársins var um 709,6 milljónir dollara, borið saman við 407,3 miiljónir dollara á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er um 74%. John Scully, hinn nýi forstjóri Apple, sagði á fundi með frétta- mönnum, að útkoman væri mjög ánægjuleg, ekki sízt með hlið- Gjaldþrotum fer fjölgandi í Japan FLEIRI fyrirtæki urðu gjaldþrota í Japan í ágúst en nokkru sinni fyrr í sögunni, eða 1.606 talsins, sam- kvæmt upplýsingum þarlendra stjórnvalda, en fjöldi þeirra sem varð gjaldþrota í ágúst sl. er um 22% meiri en á sama tíma í fyrra, þegar alls urðu 1.318 fyrirtæki gjaldþrota. í júlí sl. urðu samtals 1.425 fyrirtæki gjaldþrota í Japan, sem þýðir að þeim hefur fjölgað um 12,7% milli mánaðanna ág- úst og júlí. sjón af mjög harðnandi sam- keppni frá tölvurisanum IBM. Hagnaður Apple á umræddu tímabili var um 71,6 milljónir dollara, borið saman við 42,6 milljónir dollara á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er því um 68%. Hagnaður á hvern hlut í fyrirtækinu er 1,20 dollarar, borið saman við 0,74 dollara á hvern hlut í fyrra. Ef litið er á afkomu Apple á þriðja ársfjórðungi kemur í ljós, að heildarsala fyrirtækisins jókst um 89%, þegar hún var samtals um 267,3 milljónir doll- ara, borið saman við 142,7 millj- ónir dollara á sama tíma í fyrra. Hagnaður Apple jókst á þriðja ársfjórðungi um 59%, þegar hann var um 24,2 milljónir doll- ara, borið saman við 15,2 millj- ónir dollara á sama tíma í fyrra. Hagnaður Apple á hvern hlut á þriðja ársfjórðungi var um 0,40 dollarar, borið saman við 0,26 dollara á sama tíma í fyrra. Aðspurður um hvers vegna hagnaður hefði ekki aukizt í samræmi við söiuaukninguna, sagði John Scully ástæðuna fyrst og fremst vera fjárfest- ingar vegna markaðssetningar hinnar nýju tölvu fyrirtækisins, sem hefur hlotið nafnið Lisa, en hún hefur verið kynnt víðs vegar um heiminn undanfarnar vikur. Frakkland: Um 0,6% hækkun framfærslukostn- aðar í ágúst NOKKUÐ hægði á hækkun fram- færslukostnaðar í Frakklandi í ágústmánuði sl., en mánaðar- hækkunin var 0,6%. Hækkun framfærslukostnaðar í júlí til samanburðar var um 0,9%, að sögn talsmanns frönsku hagstof- unnar. Vísitala framfærslukostnaðar var 140,2 stig í ágúst og er þá miðað við grunntöluna 100 á ár- inu 1980. Vísitala í júlí var 139,4 stig. Hækkun framfærslukostn- aðar frá því á sama tíma í fyrra er um 9,7%. Hækkun framfærsluvísitöl- unnar sl. þrjá mánuði, þe. júní- ágúst, var um 3% og hækkun hennar sl. sex mánuði, þ.e. mars-ágúst, var um 5%. Sérfræðingar telja næsta vonlaust að stjórnvöldum takist að ná verðbólgumarkmiði sínu fyrir árið, en samkvæmt því átti verðbólgan að vera komin niður fyrir 8% í árslok. Janúar — júní: Um 1% aukning þjóð- arframleiðslu í Svíþjóð — Einkaneyzla dróst saman um 2,8% en samneyzla j'ókst um 1,3% UJÓÐARFRAMLEIÐSLA jókst um liðlega 1% í Svíþjóð á fyrri helmingi þessa árs, samkvæmt upp- lýsingum sænsku hagstofunnar og er þá miðað við sama tímabil á síð- asta ári. Talsmaður sænsku hagstof- unnar sagði meginástæðuna fyrir aukinni þjóðarframleiðslu vera aukna starfsemi í ýmsum útflutningsgreinum landsmanna, ekki sízt í kjölfar gengisfellingar sænsku krónunnar sl. haust. Á umræddu tímabili dróst einkaneyzla í Svíþjóð saman um liðlega 2,8%, sem er nokkru meiri samdráttur, en sérfræð- ingar stjórnvalda höfðu spáð í upphafi ársins. Samneyzla í Svíþjóð jókst á fyrri helmingi ársins um liðlega 1,3%, sem talsmaður hagstof- unnar sagði að væri undir fyrri spám, sem gerðu ráð fyrir liðlega 1,6% aukningu á tímabilinu. Þá kom fram hjá talsmanni hagstofunnar, að útgjöld ríkisins hefðu aukizt um liðlega 3% á fyrri helmingi ársins, en í árs- byrjun hafði því verið spáð, að ríkisútgjöldin myndu ekki aukast nema um 2,3%. Fjárfesting í iðnaði dróst sam- an um liðlega 11% á fyrstu sex mánuðum ársins. Hins vegar dróst fjárfesting í þjónustugrein- um ekki saman nema um tæplega 5%. Loks kom fram hjá talsmanni sænsku hagstofunnar, að kaup- máttur launa hefði rýrnað um 3%, þegar tekið hefði verið mið af verðbólgunni á fyrri helmingi ársins, sem er um 0,5% minni rýrnun en gert hafði verið ráð fyrir. Verulega harðnar á daln- um hjá tölvufyrirtækjum Osborne-tölvufyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta MJÖG HEFUR harðnaö á dalnum hjá mörgum tölvufyrirtækjum undanfarna mánuöi og mi.sseri, samfara síaukinni og harönandi samkeppni. I síóustu viku tilkynnti eitt af þekktustu tölvufyrirtækjum Bandaríkjanna Osborne Computer Corporation ad það hefði óskað eftir gjaldþrotaskiptum viö þarlend stjórnvöld. í sambandi við Osborne er haft á orði að skammt sé stórra högga á milli því ekki eru mörg ár síðan Adam Osborne kallaði sjálfan sig „Henry Ford minnitölvanna" og ekkert var talið athugavert við það. Á síðasta ári gekk sala fyrirtækisins mjög vel framan af, en þegar líða tók á árið datt sala fyrirtækisins niður samfara snarharðnandi samkeppni og um mitt sumar var orðið ljóst að hverju stefndi. Það eru fleiri en Osborne sem átt hafa í erfiðleikum. Fyrir nokkru tilkynntu þrír af stærri framleiðendum smá- tölva um gríðarlegt tap á fyrri helmingi ársins. Það voru fyrirtækin Atari, Texas Instrument og Mattel. Tap þessara þriggja fyrirtækja á fyrstu sex mánuðum ársins, samkvæmt upplýsingum tíma- ritsins Newsweek nam liðlega 500 milljónum dollara. Sér- fræðingar telja verulegar lík- ur á því, að þessi fyrirtæki fari sömu leið og Osborne, ef ekki komi til óvæntur veru- legur bati í sölu þeirra. Slíkt sé hins vegar afar ósennilegt. Adam Osborne sagði á blaðamannafundi á dögunum, að það væri orðið næsta óger- legt fyrir hina smærri aðila að keppa við risana, IBM, Digital og Ápple, sem hefðu yfir gríð- arlegu fjármagni að ráða og gætu eins og hann orðaði það gert nánast það sem þeim sýndist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.