Morgunblaðið - 05.10.1983, Síða 7

Morgunblaðið - 05.10.1983, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1983 39 Janúar — júní: Um 46% aukning á heildarsölu Volvo — Söluaukningin hjá orkufyrirtækjum sam- steypunnar um 72% HEILDARSALA Volvo-samsteyp- unnar sænsku jókst um 46% á fyrstu sex mánuðum þessa árs, þegar hún nam samtals um 49.900 milljónum sænskra króna, borið saman við liðlega 34.114 milljónir sænskra króna á sama tímabili á síðasta ári. Ef litið er á einstaka þætti starfseminnar kemur í ljós, að orkufyrirtæki Volvo-samsteyp- unnar eru orðin stærsti þáttur- inn í starfseminni. Fyrstu sex mánuði ársins var heildarsala orkufyrirtækjanna um 24.005 milljónir sænskra króna og hafði salan aukizt um 72% frá sama tíma í fyrra, þegar hún var um 13.980 milljónir sænskra króna. Volvo Car Corporation, eða það fyrirtæki sem við þekkjum bezt. sem framleiðir fólksbíla- fyrirtækisins, er í öðru sæti með heildarsölu á fyrri helmingi árs- ins upp á liðlega 13.492 milljónir sænskra króna og hafði salan aukizt frá fyrra ári um liðlega 51%, þegar hún var tæplega 8.940 milljónir sænskra króna. Sala Volvo Trucks stóð nokk- urn veginn í stað fyrstu sex mánuði ársins, þegar heildarsal- an var að upphæð um 4.973 milljónir króna. Aðrir þættir í starfsemi Volvo-samsteypunnar vega mun minna. Ef síðan er litið á sölu fyrir- tækisins á 2. ársfjórðungi þessa árs, kemur í ljós að hún var að upphæð um 26.269 milljónir sænskra króna og hafði aukizt um 37% frá 2. ársfjórðungi sl. árs, þegar heildarsalan var tæplega 19.180 milljónir sænskra króna. Söluaukningin hjá orkufyrirtækjum samsteyp- unnar á 2. ársfjórðungi var um 51% og söluaukningin í fólks- bílaframleiðslunni var um 47% á umræddu tímabili. Danmörk: Verulega dregur úr vöruskiptahalla VERULEGA hefur dregiö úr vöru- skiptahalla í Danmörku að undan- förnu. Sem dæmi um það má nefna, að vöruskiptahallinn í ág- ústmánuði var um 42 milljónir dollara, borið saman við 119 millj- ónir dollara á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum dönsku hagstofunnar. Vöruskiptahallinn í júlímán- uði var hins vegar 23 milljónir dollara, borið saman við liðlega 109 milljónir dollara á sama tíma í fyrra. Heildarverðmæti útflutnings Dana í ágústmánuði sl. var um 1,2 milljarðar dollara, en til samanburðar var verðmæti út- flutningsins á sama tíma í fyrra liðlega 1,03 milljarðar dollara. Verðmæti innflutnings á um- ræddu tímabili var um 1,24 milljarðar dollara, borið saman við 1,15 milljarða dollara á sama tíma í fyrra. Það kom ennfremur fram hjá talsmanni dönsku hagstofunnar, að verðmæti eldsneytisinnflutn- ings hefði verið um 226 milljónir dollara í ágústmánuði sl., borið saman við 263 milljónir dollara á sama tíma í fyrra. Samdrátt- urinn milli ára er því liðlega 14%. Góður gangur hjá Heineken Hagnaður jókst um 38% á fyrri helmingi ársins HEINEKEN-bjórverksmiðjurnar hollenzku tilkynntu í liðinni viku, að hagnaður fyrirtækisins heföi aukizt um 38% á fyrri helmingi ársins, þeg- ar hann var samtals um 87,6 milljón- ir hollenzkra gyllina, borið saman við 63,7 milljónir hollenzkra gyllina á sama tíma í fyrra. Heildarsala Heineken jókst um 17% á umræddu tímabili, en hún var samtals um 2,28 milljarðar hollenzkra gyllina, borið saman við 1,95 milljarða dollara á sama tíma í fyrra. Talsmaður Heineken sagði á fundi með blaðamönnum, að sala fyrirtækisins hefði aukizt jafnt og þétt á öllum mörkuðum, en fyrir utan heimamarkað væru Banda- ríkin stærsti markaður fyrirtæk- isins. Aðeins á gólfinu ódýrara að sofa Verð með dýnum og náttborði 13.510 3ja ára ábyrgð. Hagsýnn velur þaö bezta HUSGAGNAHOLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK « 91-81199 og 81410 Sjö „smá"atriði sem stundum deymast viðvaT á nýrri þvottavél IÞvottavél sem á að nægja venju- legu heimili, þarf að taka a.m.k. 5 kfló af þurrum þvotti. því það ér ótrúlega fljótt að koma í hvert kfló af handklæðum, rúmfötum og bux- um. Það er líka nauðsynlegt að hafa sérstakt þvottakerfi fyrír lítið magn af taui, s.s. þegar þarf að þvo við- kvæman þvott. 2Pað er ekki nóg að hægt sé að troða 5 kflóum af þvotti innf vélina. Þvottavélin þarf að hafa mjög stóran þvottabele og þvo f miklu vatni, til þess að þvotturinn verði skfnandi hreinn. Stærstu heimilis- vélar hafa 45 Htra hvotiaHflo 3Vinduhraði er mjög mikilvægur. Sumar vélar vinda aðeins með 400-500 snúninga hraða á mfnútu, adrar með allt að 800 snúninea hraða. Góð þeytivinda þýðir ekki aðeins að þvotturinn sé fljótur að þorna á snúrunni (sum efni er reynd- ar hægt að strauja beint úr vélinni), heldur sparar hún mikla orku ef notaður er þurrkari. 4Qrkuspamaður er mikilvægur. Auk verulegs sparnaðar af góðri þeytivindu, minnkar raforkunotkun- in við þvottinn um ca. 45% ef þvottavélin tekur inn á sig bæði heitt oe kalt vatn. 5Verðið hefur sitt að segja. Það má aldrei gleymast að það er verðmætið sem skiptir öllu. Auð- vitað er lítil þvottavél sem þvær lítinn þvott f litlum þvottabelg, tekur aðeins inn á sig kalt vatn og þeyti- vindur illa, ódýrari en stór vél sem er afkastamikil, þvær og vindur vel og sparar orku. A móti kemur að sú litla er miklu dýrari og óhentugri í rekstri og viðhaldsfrekari. 6Þjónustan er atriði sem enginn má gleyma. Sennilega þurfa eng- in heimilistæki að þola jafn mikið álag og þvottavélar og auðvitað bregðast þær helst þegar mest reynir á þær. Þær bestu geta líka brugðist. Þess vegna er traust og fljótvirk viðhaldsþjónusta og vel birgur vara- hlutalager algjör forsenda þegar ný þvottavél er valin. 7Philco er samt aðalatriðið. Ef þú sérð Philco merkið framan á þvottavélinni geturðu hætt að hugsa um hin „smáatriðin“ sem reyndar eru ekki svo lítil þegar allt kemur til alls. Framleiðendur Philco og þjónustudeild Heimilistækia hafa séð fyrir þeim öllum: 5 kíló af þurrþvotti, 45 lítra belgur, 800 snúningar á mínútu, heitt og kalt vatn, sanngjarnt verð og örugg þjónusta. Við erum sveigjanlegir í samningum! yertu oruesur velduPniIco heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 - 15655

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.