Morgunblaðið - 05.10.1983, Síða 8

Morgunblaðið - 05.10.1983, Síða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1983 Rudolf Margolius 31.9. 1913 — eftir Sr. Kára Valsson Morgunblaðið á þakkir skilið fyrir það að hafa í tveimur grein- um (20. febr. ’83) minnzt réttar- halda yfir Rudolf Slánský og þrettán öðrum forsprökkum tékkneska kommúnistaflokksins. Uphaflega birtust greinarnar í danska blaðinu Politiken. Þótt þær séu efnislega réttar, er sá galli á þeim, að þær geta varla mannsins, sem Islendingum er mest í mun að vita einhver deili á. Um hann mátti lesa í ritstjórn- argrein Morgunblaðsins 6. des. 1952 undir fyrirsögninni „Galt líf sitt fyrir íslenzkan fisk". Að vísu nafngreindi höfundur annarrar greinarinnar í Politiken ekkju þessa manns, um leið og hann tilfærði ummæli hennar, en gat ekki heimildar og notaði orðin í óljósu samhengi. Auk þess var ekki að öllu leyti rétt með þau far- ið. Kem að því síðar. Endurminning- ar Hedu Ekkjan, sem eftir síðari giftingu heitir Heda Kovály, birti endur- minningar sínar ásamt hugleið- ingum eftir Erazím Kohák. Bókin heitir á ensku The Victors and the Vanquished. Á norsku var hún gefin út af forlaginu Dreyer undir nafninu Seierherrer og tapere 1976, en hér farið eftir tékknskri frumgerð (68 Publishers, Toronto 1975). • Maðurinn, sem fór sér að voða með viðskiptasamningi, einn ell- efu háttsettra embættismanna, sem kommúnistastjórn Tékkóslóv- akíu lét hengja fyrir rúmum þrjá- tíu árum, hét Rudolf Margolius. Eins og flestir ellefumenning- anna var Margolius af gyðinga- ættum. Hann var orðinn lögfræð- ingur á árunum fyrir stríð, en jók menntun sína með hagfræði eftir það. Styrjöldina hafði hann lifað af í þýzkum fangabúðum. Undir lokin tókst honum að strjúka úr Dachau. Eftir stríð gekk hann ásamt konu sinni Hedviku á hönd kommúnistaflokki Tékkóslóvakíu. Þau trúðu því, að þau væru þannig að stuðla að betra og hamingju- samara þjóðfélagi, þar sem jafn- rétti kynþáttanna væri tryggt og ofsóknir á hendur gyðingum úr sögunni. Eftir valdarán kommúnista 1948 beið Rudolfs Margoliusar skjótur frami. Hann varð aðstoð- arráðherra og stóð fyrir deild verzlunar við útlönd. í verkahring hans voru viðskiptasamningar við önnur ríki, þó að ekkja hans geti aðeins samnings við Breta, sem Margolius undirritaði 1949 ásamt Harold Wilson. Gottwald forseti þakkaði honum innilega unnið af- rek, bauð honum í sumarbústað sinn og faðmaði hann að sér. Þakklætisvottur þessi örvaði Margolius til að leggja enn meira að sér. Hann vann baki brotnu fram á nætu og sinnti lítt konu sinni og ungum syni þeirra, ívan. Hin langþráða sósíalíska para- dís á jörðu lét þó standa á sér. Vöruskortur varð áberandi. Vöru- gæðum hrakaði. Verst var þó, að mannleg samskipti voru komin í sjálfheldu, sem minnti helzt á stríðsárin og hræðslu manna við Gestapo. Fólk þorði varla annað en hvíslast á. Naumast leið vika, án þess að einhver væri handtek- inn. Einn hinna fyrstu nánu vina Margoliushjónanna, sem hvarf, var Eduard Goldstúcker. Hann hafði verið sendiherra Tékkóslóv- akíu í ísrael og var handtekinn 1951, þegar hann skrapp til heimalands síns. (Árið 1969 varð hann prófessor við Sussex Uni- versity í Englandi. Til Islands kom - 3.12. 1952 hann í september 1978 ásamt Zdenek Hejzlar til að minnast inn- rásar Rússa í Tékkóslóvakíu tíu árum áður.) Hræðslan nísti gegn- um merg og bein Frú Margolius segir: „Þegar ekkert spurðist til Eduards Goldstúcker þorðum við ekki að gizka á, hvað hefði komið fyrir, en hræðslan nísti gegnum merg og bein. Rudolf talaði ekki um það einu orði, en heilar nætur heyrði ég hann eigra fram og aftur um íbúðina, meðan ég lá andvaka í rúminu og starði út í myrkrið. Hvernig stendur á því, að hinar göfugustu áætlanir manna snúast upp í andstæðu sína? Hversvegna er maðurinn ekki fær um að sjá fyrir afleiðingar ákvarðana sinna? Efasemdir um ágæti kerfis okkar vörnuðu mér svefns." Næst fréttist, að sjálfur aðalrit- ari kommúnistaflokksins, Rudolf Slánský, hefði verið handtekinn. Slánský var gamall sjálfboðaliði í borgarastyrjöldinni á Spáni, flokksbundinn, enda hafði hann verið í Moskvu á stríðsárunum. „Manninum mínum hafði ávallt verið heldur kalt til Slánský," seg- ir ekkjan, „taldi hann sjúklega hégómagjarnan kreddukarl, hald- inn valdagræðgi og tortryggni. Honum fannst hann tillitslaus. Þess vegna reyndi maðurinn minn að komast hjá því að umgangast hann og þóttist heppinn að hafa ekki mikil samskipti við hann á vegum embættis síns. Við kennd- um Slánský um ofsóknaöldu á hendur öðrum flokksfélögum og létum okkur detta í hug, að allt myndi snúast til betri vegar, eftir að hann hvarf úr umferð. Reyndin varð þó önnur. Handtökum fjölg- aði um allan helming. (Eins og Goldstúcker var Slánský af gyð- ingaættum, hét upphaflega Salzmann.) Það var þá, sem ég spurði manninn minn hálfhikandi: „Finnst þér ekki áberandi, hve margir hinna handteknu eru gyð- ingar?" En Rudolf tók því fjarri og sagöi, að það væri pólitísk fáfræði að ímynda sér, að kommúnistar gætu verið á móti gyðingum. Þau hjónin voru ekki samdóma um ástandið i landinu. Konan sagði: „Ef kommúnismi reynist vel því aðeins að snillingar einir séu við stjórnvölinn, ef hann gerir ráð fyrir því að allir menn séu strangheiðarlegir og óskeikulir, þá er hann rangur. Hann á þá betur við á himnum, en þessari jörð er hann óskhyggja, barnaleg, en banvæn. Líttu á! Hvað er orðið af hugsjónamönnum, sem æsktu einskis fremur en að fá að slíta sér út fyrir aðra? Helmingur þeirra er kominn undir lás og slá, en hinn helmingurinn skelfur af ótta í hvert skipti, sem dyrabjöllunni er hringt. Þetta kerfi er svik, og auð- trúa góðmennum dauðagildra." En Margolius var enn stöðugur í trúnni: „Mér er nauðsynleg sann- færing, að hugsjón okkar sé í eðli sínu góð og gild. Hitt get ég ekki skýrt, hvers vegna hún virðist bregðast núna. Því trúi ég enn, að þetta sé aðeins millibilsástand. En hafir þú á réttu að standa og sé hugmyndafræði okkar svik ein, þá er ég samsekur um ægilegan glæp. En ef ég ætti að fallast á það, vildi ég ekki lifa lengur, enda gæti ég það ekki.“ Þannig lauk síðasta samtali okkar um þetta efni. Árinu 1951 var að ljúka." Margolius handtekinn Hinn 11. janúar 1952 var Marg- olius handtekinn síðla nætur, er hann var að koma heim frá vinn- unni. ÖIl gatan var flóðlýst af bílljósum öryggissveita. Gerð var nákvæm húsleit. Margvísleg niðurlæging fylgdi, og marga hrellingu varð konan að þola. Að lokum lá hún fárveik á sjúkrahúsi. Hún segir svo í bók sinni: „Hinn 20. nóvember byrjuðu réttarhöldin yfir svokallaðri „njósna- og landráðmiðstöð Slánskýs, fjandsamlegri ríkinu". Þetta var auglýst risastöfum á fyrstu síðu dagblaðanna. Þar mátti lesa nöfn fjórtán manna. Ellefu þeirra voru einkenndir með umsögninni „gyðingur að upp- runa“. Auk nákvæmra orðaskipta í réttarhöldunum var í blöðunum önnur lesning, ekki síður þrúg- „Til hvers erum við að rifja upp þessa gömlu harmsögu? Af sömu sökum og við rifjum upp valdatöku nazista. Sá sem ekki þekkir hið liðna, endurtekur gömul mistök. Þekking er bezta vörn lýðræðisins. andi. Þar var til dæmis bréf frá Lísu London, konu Arthurs Lond- on, eins hinna ákærðu. Hún hafði verið ævifélagi hans, alið honum börn, barizt við hlið hans gegn nazistum I franskri neðanjarð- arhreyfingu. Um mann sinn skrif- aði hún, auðsjáanlega í einlægri sorg og örvilnan: „Ég hef búið með svikara." Annað bréf var frá barni, hinum sextán ára gamla Tómasi Frejka (faðir hans, Ludvík Frejka, en hét upphaflega Freund, var einn þeirra, sem hengdir voru): „Ég heimta þyngstu refsingu föður mínum til handa, dauðarefsingu. Ég óska þess, að þetta bréf verði lesið upp fyrir hann.“ Allt var þetta lygi Á hverju kvöldi var útvarpað beint úr réttarsalnum. Á fimmta degi réttarhaldanna var röðin komin að Rudolf. Ég bað lækninn að senda mig heim af sjúkrahús- inu, en hann áleit, að heilsu minni væri hvergi betur borgið en þar. Ég fékk leyfi hjúkrunarkonu einn- ar til að sitja á herbergi hennar og hlusta á réttarhöldin þar. Eftir nærri heilt ár fékk ég að heyra hina kæru rödd mannsins míns aftur. Um leið og Rudolf hóf mál sitt, skildist mér, að ekki væri von á góðu. Rödd hans var undarlega þreytuleg og tilbreytingarlaus. Fyrst fannst mér, að hann talaði eins og hann væri undir áhrifum lyfja. En svo rann upp fyrir mér, að hann var að þylja eitthvað, sem hann hafði lært utanbókar. Stund- um rak hann í vörðurnar. Þá var hann að rifja eitthvað upp, en hélt svo áfram aftur alveg vélrænt. Og hvílíka hluti hann gat látið út úr (Þýðing á dánarskjalinu) TÉKKOSLOVAKISKA LYÐVELDIÐ Þjóöarnefnd svæðisins í Prag 14 LÖGSAGNARUMDÆMI Prag DÁNARSKJAL í bók dauðsfalla hjá Þjóðarnefnd svæðisins Prag 14 í bindi 4. árgangs 1952 á bls. 261, undir raðtölu 1160 er bókað (eftirfar- andi): Dagur, mánuöur, ár og staður 3.12. 1952 — þriðji deserober nítján dauðsfalls hundruð fimmtíu og tvö. Prag 14, Nusle, Táborská nr. 988. nafn og ættarnafn JUDr (= doktor í lögum) Kudolf Margolius atvinna staðgengill ráðherra hjúskaparstétt kvæntur heimili Prag 7, Holesovice, Veverkova nr. 6 kyn dagur, mánuður, ár og karlkyn staður fæðingar 31. ágúst 1913, Prag-Vinohrady nafn og ættarnafn eftirlifandi maka Hedvika Margolius, fædd Bloch nöfn og ættamöfn foreldra hins látna Vítezslav Margolius og Berta Margolius fædd Löwy orsök dauðans köfnun vegna hengingar greftrunarstaður — f.h. fomanns í Prag, 5. janúar 1955 (stimpill) J. I’aulík. staðgengill skrásetjarans . FimmMdMt.' 11. d"'"’1’'' >•“ PæRtið íöSsi nssitsí lll öa«áa!“ Kíöinosvcrlt hoT.múnisla. „ i «„«..... - ..... 4om<in« HPf «»« * rreJh,t he(Si ar»iaS. „r ,| »onur «akh».nme«. •*. J ^ ^ !er*, 0»mdur U1 hann h**«' “m ...I. hí, . b.U eltl' lélkee.1.. ■rrfiS Ul dómaran* frr hrr a • r- JLnWUbUSin- U-v. 1». n.«rra«.e: fsrsrs.............r.-siWJís jz r:; sri i* rL-jsssí •m ét H.U »"*■ ** '•'* ? ' „ýntall oc ri n f*'1- e, Jafnan ver. trv„ur m.tt , .8 h.lur mllt * »•'»"' * rfJSiSa h.tur mltt , vn vlldH tortlm. ohhur -« ^Uhl.«. ^ ■ foSur mina. mun Jafnan I „Sur um >ett* brél upphétt t.'l' '>js h»num 1.** ’ rjfc. t le.it upp i 'éllinum rtlu |,ét,.me.n •« 1“™ km • Sfcal *"«»" ,u,,n 4 þ JS nl embmttHm.onnum hHmmuntm*. ”. jb, ,e,i« Pe'tl"' ”■•*”"■• ■"■■* t.ienit —■**• ■* r::.: rrr ■ ,.M. mhbornlnsnum mm Y,#Br^y„ll.«u ír--j...... Ulanl.(.r for.ldr. n( b.rn. rétUrf.r? U hv.S m*J. fcommunlMar h.r um mi t *fcb‘ Jufuv.l Þ*,m "®* boSiS. kkert félag Vestfjarða í verkfalli ,.'SS.‘éL^”,.T ,» “""'“bíL k, 8u.amb.nii.ln. um .S helta LmuS.rv.rfcf.il. Mbl .r .hhl kunnuft -» -S 2ST tSfu2» M“ ‘ v.rhlbll unum. Flugárás nyrzt í Kóreu TOKIO 10. de». — Flugiveitir S. Þ gcrðu I d.« mihlfc éris á járn' br.ut.mifl»tö8in. Hunyung . Norflur-Kór.u. nugmto S. M h.l. atdrei éöur «.,t tollitét "1 Irf. i Kór.u ,em nu. pv, .« Pp,«| þe,.i H«lur •*.“«. Siber.u. tm.kur p™' * - N”r* ur-Kór.uni.nn jirnbi ,ut»„tö« !>',*■ — I-------------------- Lausn Súdanmálsins V.rSbáturi Ne1 á tj Öll ht| sem' vbgna »ti ' OSnt »neil lui — ---- ► VarSsfclpi mkSI Fétur stjórnarinn. \ „rír" l h.m farrlnfar »8 jhamml undan! VarSah „„nA Q Ars — Stcvenson. 1______ „ndih.rra Br.ta i K»«ró ‘ da« b.i«*l» «‘unda v'8r*flur V'8 NaRiob. fors«t.»ráflh.rr. o« um- ",t.l þeirra um .« «r.i«» ,v,‘r bvi ■« (rjálsar kosningar *ætu Lrifl fr.m I Sund.n hifl bráflast.. ' Samkomula* náfli.t um mnr« atriAi i mállnu. cn unmfl er »» 5K. SfXJS Naguib hefur sýnt mikmn *am homul.«»vilJ* o> , i riki*»tjórn »mni .til 'afl gr.ifla (yUr “!nnin*“™ V‘® _ «5ud.nmal*ins. Ráðslf LONDON 1 samvi'iuisia I I— '*•' i málaráflhcri I e ■•llcr«v...... li:if II

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.