Morgunblaðið - 05.10.1983, Side 10

Morgunblaðið - 05.10.1983, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1983 42 Siglfirðingur endurbyggður: Fyrsti skut- togari íslend- inga kominn aftur „heim“ Járnsmiðja Jóns og Erlings vinnur að endurbyggingu skipsins SiglufirAi, 15. september. VIÐ EINA bryggjuna á SiglufirAi liggur myndarlegt skip, sem verið er að vinna við endurbætur á. Verið er að byggja yfir þilfar skipsins og setja á það nýja brú. I Ijós kemur, að þarna er kominn gamli Siglfirðingur, fyrsti skuttogari íslendinga, 203 tonn að stærð, keyptur til landsins af Eyþóri Hallssyni og Kaupfélagi Siglufjarðar upphafiega, og þá spáðu ýmsir illa fyrir útgerð skut- togara á íslandi. Síðar fór skipið á flakk víða um land og ýmsir aðil- ar hafa gert það út með misjöfnum árangri, en nú nýlega festi Hraðfrysti- húsið ísafold kaup á skip- inu, sem þá hét orðið Sig- urpáll og var gert út frá Sandgerði. Verktaki við breytingar á skipinu er Vélsmiðja Jóns og Erlings á Siglufirði. Við hittum Jón Dýrfjörð, fram- kvæmdastjóra smiðjunnar, og spurðum hann hvernig verkið gengi. „Verkið gengur vel, við erum að ég held undir kostnaðaráætlun, sem gerð var og hljóðaði upp á 10 millj. króna. Þó verður heildarkostnaður senni- lega eitthvað meiri, því bú- ið er að bæta við endur- bæturnar frá því sem upp- haflega var ákveðið, t.d. er- um við að setja í skipið nýtt spil, sem ekki var ætl- unin í fyrstu. Það má segja að við byggjum togarann frá dekki og uppúr. Brúin var byggð hjá Skipasmíða- stöðinni Vör á Akureyri, en að öðru leyti höfum við annast þetta sjálfir. Við endurbyggðum Stálvíkina að verulegu leyti í fyrra og nú er þetta verkefni í gangi. Hugur okkar stend- ur um þessar mundir til þess að hefja smíði 60—70 tonna báta, en þar eru nú ýmis ljón í veginum. Við vonum þó allt það besta," sagði Jón Dýrfjörð. Hjá Járnsmiðju Jóns og Erlings vinna að jafnaði 23 starfsmenn. GBerg. Siglfirðingur við bryggju í sinni upprunalegu heimahöfn, en breytingar á skipinu hafa gengið vel. MorgunbiaaM/Guiinar Berg. 3ÓN ERLINii .mmsmBi GRANUGOTU Í3 Jón Dýrfjörð framkvæmdastjóri. / t Brúin hífð á gamla Siglfirðing. Morgunbla*i*/Steingrfn.ur Rudolf Margolius hefðu eflt flokkinn, farið fram lög- um samkvæmt, enda verið gætt réttlætis í hvívetna. Hin fræga ræða Khrúsjtsjovs um Stalín hristi upp í öllum eins og sprenging. Flokkurinn náði sér fyrr en varði og flýtti sér að herða á skrúfunni aftur. En á einum tveimur mánuðum sá fólkið gegn- um blekkingarvefinn. Milljónir manna vonuðust eftir því, að fiokkurinn leysti loksins frá skjóð- unni. „Við krefjumst þess að fá að heyra sannleikann!" En hvað er sannleikur? Sannleikur er það, sem gagnar flokknum. Og þegar hér var komið sögu, var flokkur- inn sama sem félagi Novotný (for- seti) og hin trygga hirð hans, tengd honum órjúfandi böndum sameiginlegra glæpa. Flokkurinn hafði geð í sér til a víkja sér undan enn í sjö ár. Hann gat leyft sér að snúa blinda aug- anu að óánægju manna heima fyrir. í Ungverjalandi, Búlgaríu og Póllandi höfðu fórnarlömb sýni- réttarhaldanna hlotið uppreisn, en í Tékkóslovaíku var grafarþögn. Það var ekki fyrr en vorið 1963, að flokkurinn neyddist til að við- urkenna, að Sovétsambandið hafði verið flokknum fyrirmynd í einu og öllu, og flokkurinn fylgdi fyrir- mynd sinni einnig í því að pynta og deyða saklaust fólk. Miðnefnd flokksins samdi svokallaða skýrslu. Skýrslan var ætluð flokksfélögum einum og var lesin upp á lokuðum fundum ýmissa flokksdeilda. Þar var viðurkennt, að alsaklausir menn hefðu verið dæmdir og teknir af lífi, að játn- ingar þeirra hefðu verið knúðar fram með ofbeldi, lyfjum og lík- amlegum jafnt sem andlegum pyntingum. Auk þess var í skýrsl- unni tekið fram, að flestir hinna dæmdu, þeirra á meðal Rudolf Margolius, væru fyllilega teknir í sátt lagalega og fiokkslega. Ivan og faðir hans Mér var mikilvægast að ákveða, hvernig ég ætti að upplýsa ívan son minn um föður hans. Fram að þessu vissi hann aðeins, að faðir hans var dáinn. Vinir mínir hafa löngum hvatt mig til að segja hon- um eins og var. Börnum mætti ekki segja ósatt, sögðu þeir. Þegar hann einhvern tíma kemst að hinu sanna, snýst hann á móti þér og fyrirgefur þér ekki, að þú hefur blekkt hann. Samt sem -áður ætl- aði ég að hætta á það. Heldur vildi ég, að hann gerðist hatursmaður minn á fullorðinsárum en að ég eyðilegði bernskuna fyrir honum með því að láta hann vaxa upp í beizkju í garð allra, vitandi sig vera útskúfaðan þolanda óskilj- anlegs ranglætis. En nú jókst hættan á því, að einhver óviðkom- andi kynni að segja drengnum frá eða færi með dylgjur. Mér fannst, að ég yrði að láta hann vita hið sanna. Það var rétt fyrir páskaleyfi, þegar drengnum gáfust nokkrir dagar til að jafna sig, áður en hann færi aftur í skólann. Um kvöldið settist ég með honum við borðið. Hjartað skalf i mér af kvíða. Ég huggaði mig með þvi, að 16 ára unglingur væri ekkert smá- barn lengur. Hann mundi þola að heyra það. Ég sagði honum frá öllu eins hreinskilnislega og ég gat. Hann hlustaði þögull, horfði ekki á mig, spurði einskis, en höf- uð hans seig neðar og neðar. Mér var ljóst, að ég var að brjóta niður heimsmynd hans, en þar sem ég varð að vera heiðarleg við hann, mátti ég ekki hlífa honum í neinu. Næstu dagar voru okkur erfiðir. Svo kom hann sjálfur til mín og sagði: „Eiginlega hefur hann pabbi dá- ið fyrir sannfæringu sína. Er það ekki svo?“ Svo fór hann að spyrja mig í þaula. Mér létti, eins og steini væri velt af hjarta mér.“ MorÖsveitir kommúnista Við höfum kynnzt að nokkru endurminningum Hedu Margoli- us. Josefa Slánská, ekkja eftir höf- uðpaurinn Rudolf Slánský, birti endurminningar sínar í tímariti í Prag 1968. Frægastar eru þó endurminningar Arthurs Lond- ons, eins úr sama hópi, sem hefur sloppið við lífstíðarfangelsisdóm. Eftir bók hans, „Játningunni", gerði hinn þekkti grísk-franski leikstjóri Costa-Gavras raunsæja kvikmynd með Yves Montand og Simone Signoret í aðalhlutverk- um. Sú mynd var sýnd í íslenzka Sjónvarpinu í ár. Slíkar persónulegar endurminn- ingar eru samkv^emt eðli sínu ein- skorðaðar við sjónarmið sögu- mannsins. Við myndum seint geta lesið úr bókinni eftir Hedu Marg- olius-Kovály, að réttarmorð hefðu verið framin á ýmsum öðrum en góðum og gegnum flokksmönnum. Frá valdaráni kommúnista í Tékkóslóvakíu í febrúar 1948 hafa verið kveðnir upp um 250 pólítisk- ir dauðadómar. Þekktast fórnar- lambanna mun vera dr. Milada Horáková, þingmaður úr flokki doktors Benes. Hún var hengd 1950. Tugþúsundir voru dæmdar til langvarandi fangelsisvistar og vinnuþrælkunar. Hve margir hafa fallið fyrir morðsveitum kommún- ista, er ekki gott að segja. Þekkt- astur þeirra var utanríkisráðherr- ann Jan Masaryk. Hann var sagð- ur hafa svipt sig lífi með því að stökkva út um glugga á skrifstofu sinni í Czernin-höll aðfaranótt 10. marz 1948. Meðan verið var að murka lifið úr lýðræðissinnum í Tékkóslovak- íu, starfaði hér heima tékknesk- íslenzkt menningarfélag. Það vissi um kúgunina þar eystra álíka lítið og óbreyttir Þjóðverjar vissu eða þóttust vita um útrýmingarbúðir nazista á sínur.i tíma. En hvað gat flokkurinn grætt 'á því að taka af lífi fyrirmenn sína og bíða álitshnekki fyrir þorra manna? Sennilegust er skýring Eduards Goldstúcker, sem dæmd- ur var í lífstíðarfangelsi eins og áður var getið. Hann var náðaður. í viðtali við tímaritið Literární listy sagði hann 30. maí 1968: „f pólitískum réttarhöldum gegn eigin flokksmönnum endur- tekur sig saga frönsku byltingar- innar. Hin jakobínska ógnarstjórn heldur völdum, þó að hún úrkynj- ist. Um leið og byltingarmenn taka upp á því að jafna mótsagnir í eigin röðum með fallöxi, stað- festa þeir sinn eigin dauðadóm. Flokkur, sem hefur ótakmarkað vald, verður að kenna einhverjum um mistök sín. Þar sem engir fjandmenn finnast lengur í land- inu, verður að vekja grun um, að útsendarar óvina hafi smogið inn í sjálfa miðstjórnina. Og hverja á að velja til að játa syndir flokks- ins? Einfaldlega alla þá, sem hafa á einhvern hátt sérstöðu. í rétt- arhöldunum yfir okkur var ekki reynt að grafast fyrir um það, hvað þessi eða hinn hefði gert eða hvernig hann væri í raun og veru. Spurt var um, hvort hann væri heppilegur blórabögull, og annað ekki. Slíkri réttvísi urðu að bráð þeir, sem höfðu um tíma dvalizt á Vesturlöndum, þeir sem höfðu barizt á Spáni, gyðingar í lykil- stöðum í flokknum o.s.frv." Auk þess voru gerðir upp gamlir reikningar. Dr. Vladimír Clement- is, eftirmaður Jans Masaryks í embætti utanríkismálaráðherra, var hengdur. Hann hafði leyft sér að gagnrýna friðarsamning Hitl- ers við Stalin. Sagnfræðingurinn Závis Kalandra hafði afhjúpað lögleysu Moskvuréttarhaldanna (1937). Það var geymt, en ekki gleymt. 1951 var hann hengdur. Þrír úr hópi Slánskýs höfðu sjálfir staðið fyrir pólitískum réttarhöld- um. Þar var hagkvæmt að losa sig við vitneskju þeirra. Til hvers erum við að rifja upp þessa gömlu harmsögu? Af sömu sökum og við rifjum upp valda- töku nazista. Sá sem ekki þekkir hið liðna, endurtekur gömul mis- tök. Þekking er bezta vörn lýðræð- is. Sr. Kári Valsson er fyrrverandi sóknarprestnr í Hrísey. Hann fæddist í Prag í Tékkóslovakíu 17. júlí 1911 og fluttist til íslands árid 1946. Hann gerðist íslenzkur ríkis- borgari árið 1953.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.