Morgunblaðið - 05.10.1983, Page 14

Morgunblaðið - 05.10.1983, Page 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1983 GJÖRVQLL KRISTÍ KIRKJA kveður oss með sér: Gætið yðar, varist súrdeig farísea og... — eftir Hermann Þorsteinsson Einfaldleiki er aðalsmerki æðstu listar og snilli. Einfaldleiki er höf- uðeinkenni orða Jesú, en samt eru lærisveinar hans oft seinir að skilja, sbr. frásagan í Matt. 16:6—12 — „þá skildu þeir, að hann talaði um ... kenningu far- ísea og saddúkea". Hvað um þessi orð Jesú: ‘gætið yðar, varist .... villist ekki ... Eru þau gömul og ógild eða eru þau sígild — einnig í gildi nú, 1983? Kirkjan, hinn lif- andi kristni söfnuður, veit að Rit- ningin geymir ekki bara gamlar sögur, heldur boðskap með vax- andi gildi. Þessvegna er Biblían — Orð Guðs — hið sígilda leiðarljós, sem lýsa skal kristnum mönnum rétta leið og forða þeim frá að vill- ast. Falsguðir nútímans og villutrú- arboðendur þeirra — hinir kald- lyndu og skörpu undirhyggjumenn — vita allt um eðli súrdeigsins, sem Jesús talar svo berlega um. Þegar þeir vilja láta súrna í kring- um sig, þá kunna þeir vel til verka. Þeir nota auðvitað önnur orð en Biblían og sýring þeirra nefnist ‘infiltration’ — þekkt orð í alls- konar þjálfunarbúðum og nútíma- hofum. Þarf kristin kirkja nútímans virkilega að gæta sín, varast að villast eigi? Kirkjan hefur oft villst af vegi, á það erum við ræki- lega minnt nú á Lúthersári. Hún getur enn villst og Alkirkjan er á hálli braut, eftir því sem ég í ein- lægni best fæ séð og hefi reynt að benda á í fyrri grein. Hvað má þá til varnar verða ... ? Lútherskir komu fjölmennir saman í boði Lúthersku kirkjunnar í Kanada kvöld eitt, meðan heimsþingið í Vancouver stóð yfir, og blönduðu geði yfir góðum málsverði. Þar voru frammámenn Lútherska heimssambandsins og fluttu þeir snjöll og uppörvandi ávörp. Þar kom m.a. fram skýr rödd, sem áminnti og hvatti lútherska menn til að gæta vel hlutverks síns í Alkirkju-samstarfinu, vera þar áf fremsta megni mótandi og leið- beinandi í samræmi við Guðs orð. Við þessa hvatningu varð mér hugsað til djörfungar og framtaks hinna norsku fulltrúa o.fl., sem áður er frá sagt. Þarna var skilmerkilega greint frá undirbúningi næsta heims- þings Lútherska heimssam- bandsins, sem vera á í Búdapest í Ungverjalandi á næsta ári. Ung- verskur biskup greindi glaðlega frá undirbúningi heimafyrir og fögnuði lútherskra manna þar yfir að hafa fengið leyfi stjórnvalda til að bjóða til þessa heimsþings í Búdapest. Framkvæmdastjóri heimssambandsins, myndarlegur blökkumaður, greindi frá áætluðu fyrirkomulagi og umfangi þings- ins, sem gert er ráð fyrir að verði mjög fjölmennt. Eflaust verða ísl. þingfulltrúarnir nú valdir af utan- ríkisnefnd þjóðkirkjunnar okkar þannig, að þar verði jöfn skipting vígðra og óvígðra — lærðra og leikra — eins og vera ber. óþarft er fyrir kirkju okkar að halda áfram einstefnu í þeim efnum, svo gott val manna, sem hún á aðgang að (— og bið ég nú bræður mína um að ‘misskilja’ mig rétt). Norrænir þátttakendur heimsþingsins, einir 100 talsins, komu a.m.k. þrisvar sinnum saman á opnum fundum til að ræðast við og ráða ráðum sínum. Ég fékk sérstakt boðsbréf, en náði ekki fyrsta fundinum. Þáttur í þessum fundum var m.a. umræða um norræna frambjóð- endur til kjörs í miðstjórn Al- kirkjuráðsins. Það reyndist sorg- leg, norræn samvinna. Norður- löndin fengu 7 menn kjörna í mið- stjórnina, Svíþjóð 3, Danmörk 2, Finnland 1, Noregur 1, ísland 0. Lagt var að Svíum fyrir kjörið að ‘fórna manni’ fyrir Island, en það féllust þeir ekki á. Á þriðja nor- ræna fundinum — eftir kjörið í miðstjórnina —. sagði okkar ísl. fréttafulltrúi sitjandi í sæti sínu nokkur orð um að íslendingar væru óánægðir með að hafa enn ekki fengið mann í miðstjórnina né heldur í fastanefnd (milliþing- anefnd) ráðsins. Var þá í umræð- unni af og til farið að nefna nafn íslands og að þaðan þyrfti maður að komast í ‘einhverja nefnd’. Ég fann glöggt að sumir voru skömm- ustulegir yfir meðferðinni á ‘litla bróður’, bað því finnska erkibisk- upinn, sem stjórnaði fundinum, um orðið, stóð upp, kynnti mig og sagði: Oftast þykir okkur íslensk- um vænt um að heyra nafn ís- lands nefnt, en nú — í þessu sam- bandi — er það nefnt af ‘bræðrum’ með vonda samvisku. Auðvitað átti ísland sjálfsagðan rétt til að fá einn af sjö norrænum mönnum í miðstjórnina og það hefði verið heilsusamlegt fyrir þessa mið- stjórn að fá fríska, íslenska rödd inn til sín. Minnist þess að 7 árum liðnum, er næst verður kosið í þessa^ stjórn. Ég á von á því að þessi' sanngjarna ísl. bending gleymist ekki norrænum mið- stjórnarmönnum í bráð, en þeim óska ég góðs og þess að þeir megi verða bæði ljós og salt í þessari stjórn á komandi ártfm, því þess ’er full þörf. Það hefur glatt mig á þessu heimsþingi að heyra hve hlýtt og hjartanlega kristnir menn ávarpa og segja: ‘my dear sisters and brothers’ — kære söstre og brödre’. Látum okkur taka þennan hlýja tón með heim í söfnuði okkar, mína kæru, norr- ænu systur og bræður. Er gengið var út í góða veðrið af þessum fundi, slóst norski biskup- inn Per Lönnig í för með mér nokkurn spöl og útskýrði hvers vegna þeir, hinir norrænu bræður okkar íslendinganna, hefðu ekki eins vonda samvisku og mér virt- ist. íslandi láðist að tala máli sínu af fullri einurð og djörfung á fyrsta fundinum og hreinlega krefjast þess að ísland fengi mann á framboðslistann (tillögulistann) til miðstjórnarinnar — og því fór sem fór, sagði Lönnig. Þetta til umhugsunar fyrir þá, sem að 7 ár- um liðnum fara fyrir ísland til heimsþings Alkirkjuráðsins. Menn þurfa að vita hvað þeir vilja, og vinna röggsamlega í samræmi við það. 1984 — ár Biblíunnar á íslandi ‘Hermann, viltu koma með í steikhús með amerískum presti, sem er á bíl?’ hrópaði sr. Bern- harður til mín yfir götu, þar sem ég gekk með Norðmanninum. Við vorum að ljúka tali okkar og kveðjast. ‘Jú, auðvitað vil ég steik,’ svaraði ég landa mínum og saman fórum við — ásamt hinum glaða og sporlétta Pétri Þorsteinssyni, cand. theol., starfsmanni þingsins — með prestinum ameríska, göml- um kunningja sr. Bernharðs, í steikina ‘niður í bæ’ í Vancouver. Sá ameríski var mjög hress. Ég bað hann hugleiða með okkur, hvernig við ættum að undirbúa Ár Biblíunnará íslandi 1984 í tilefni af 400 ára afmæli Guðbrandsbiblíu. Hermann Þorsteinsson „Greinilegt er að kon- um hefur í seinni tíð mjög vaxið kjarkur í þátttökunni í hinu al- þjóðlega, kirkjulega starfi og ganga nú eftir því með vaxandi þunga, að þær fái fullan og jafnan rétt á við karla til prestvígslu í öllum kirkjudeildum.“ Þessi ameríski bróðir talaði lengi kvölds um þetta efni og sagði m.a.: ‘Hvers vegna fáið þið ekki dr. Billy Graham í heimsókn? Ég hefi oft starfað með honum og samtökum hans.’ — Þetta fannst mér merki- legt að heyra sagt þarna í Van- couver, því hugmyndin um þetta sama hafði verið til umræðu á stjórnarfundi Biblíufélagsins fyrir skömmu heima og árið 1971 hafði ég á móti í Amsterdam spurt dr. Billy Graham hvenær hann gæti heimsótt landið með kalda nafn- inu, ísland. Hann brosti og sagði, ‘látum oss biðja og hugsa um það’. Nú (í sept. ’83) hefur biskup okkar skrifað honum formlegt bréf með beiðni um heimsókn á næsta ári — heimsókn til manna í öllum kirkjudeildum í tilefni Biblíuárs- ins. Það er skammur fyrirvari, en 3 mánuði næsta sumar mun dr. Billy Graham starfa á Bretlands- eyum, en sú heimsókn hefur verið undirbúin um allt Bretland árum saman. Meira um miðstjórn Það er ekki einfalt mál að velja úr 736 þingfulltrúum frá 302 kirkjudeildum 145 fulltrúa til að taka sæti til 7 ára í miðstjórn Al- kirkjuráðsins. Sérstök kjörnefnd hafði það hlutverk að gera tillögur um þetta. Áður en nefndarformað- urinn lagði tillögurnar fyrir þing- ið, vissi þingforseti — af fyrri reynslu — að fyrirbænar var þörf. Og fyrirbæn hans var einlæg og áhrifamikil, en samt fór allt í bál og brand, þegar listinn var kynnt- ur. Sérstaklega var það yngri kynslóðin sem var óhress, þegar það kom í ljós að yngri fulltrúum var ætlað að fækka úr 13 (9,77%), sem verið höfðu í fyrri miðstjórn, í stað þess að fjölga verulega. Þung orð féllu. Ungur, myndarleg- ur og vel máli farinn Bandaríkja- maður sagði: ‘Svo er hér mikið ráðríki og fyrirgangur erkibisk- upa, biskupa og guðfræði-doktora, að við hinir yngri erum gjörsam- lega kaffærðir í sendinefndum landa okkar. Það getur ekki leitt til góðs.’ Ung stúlka frá Skotlandi sagði: ‘Þegar ég sé hvernig hér er að unnið, þá er ég fegin að vera ekki til kjörs til þessarar stjórnar, fegin að geta helgað alla krafta mína fólkinu í söfnuðinum heima (— á gras-rótar-level, eins og hún orðaði það). En ykkur ætti að gruna, æruverðugu, eldri þing- menn, hversvegna þunnskipað er í röðum hinna yngri í hinu kirkju- lega starfi. Þið sýnið þeim ekki traust og þeir kraftmestu finna sér önnur viðfangsefni utan kirkj- unnar. Hvellur varð einnig út af því að hinar evangelisku kirkjudeildir Mið-Austurlanda áttu skv. upp- stillingu engan fulltrúa að fá með- an hinir orthodoxu sama svæðis áttu að fá eina 8. í sér-atkvæða- greiðslu um þetta atriði komst ev- angeliskur inn og orthodox féll út. Þá urðu hinir síðarnefndu ókvæða og sögðust hafa fengið loforð? (Einhverjir bak við tjöldin — embættismennirnir- /valdsmennirnir? — virðast telja sig geta gefið loforð án tillits til sjálfs þingsins! Þetta er umhugs- unarvert og liklega nokkuð ein- kennandi fyrir Alkirkjuna.) Svo ‘heitt’ var orðið, er málum var hér komið, að frekari meðferð var frestað fram yfir helgina. Og mjög hefur verið unnið að ‘friðarmál- um’ um þá helgi, því lyktir urðu þær, að hinir yngri (30 ára og yngri) fengu 17 í miðstjórnina í stað 13 áður og fulltrúi hinna orthodoxu meðal varaforseta WCC fékk tryggingu fyrir fullum áhrifum í miðstjórninni og fyrir varamenn, ef hann forfallaðist. Til frekari skýringar á þessari valda- miklu miðstjórn, birtist hér með yfirlit Alkirkjuráðsins um skipan hinnar nýju stjórnar. Sjá má að hlutur kvenna er þar nú 26,21% — í stað 22,56% áður — (þær vilja að sjálfsögðu frá 50%), Hinir yngri eru nú með 11,72%, en vilja fá a.m.k. 20%. Orthodoxir eru þarna flestir, 32 talsins, síðan koma reformertir 29 og í þriðja sæti eru lútherskir með 22 af 145 mið- stjórnarmönnum. Þeir þurftu sér- staklega að láta um sig muna þarna á næstu árum, eins og áður er að vikið. Biblíufélögin Þingfulltrúi United Bible Societies kallaði menn biblíufélag- anna saman þarna í háskólabæn- um til kvöldverðarfundar til kynn- ingar og viðræðna um sérmál þeirra. Þar var upplýst — og það harmað — að talsmanni Samein- uðu Biblíufélaganna var ekki nú — eins og á fyrri heimsþingum Alkirkjuráðsins — gefinr kostur á að ávarpa sjálft þingið til að greina þar frá hinu öfluga, alþjóð- lega starfi, sem unnið er á vegum U.B.S., og stöðu þess starfs nú. Þetta vakti furðu og varð til þess að aðalframkvæmdastjóri Sam- einuðu Biblíufélaganna sá ekki að hann ætti erindi til Vancouver og sendi því einn af hjálparmönnum sínum sem fulltrúa. Ráðamenn Alkirkjuráðsins höfðu borið við ‘þrengslum á dagskrá þingsins’! Þegar sú dagskrá er skoðuð sést að þar var boðið uppá sitthvað minna áríðandi en málefni Biblíunnar, trúarbókar kristinna manna. Nán- ar um það síðar, ef rúm leyfir — Biblíufélögin höfðu sýningarbás á stórri sýningu í tengslum við heimsþingið og boðuðu til fundar með fréttamönnum fjölmiðla og undirbjuggu eina helgistundina í tjald-kirkjunni. Gott var að vera á þessum kvöldverðarfundi manna biblíufélaganna, en þar greindi biskup okkar frá fyrirhuguðu Ári Biblíunnar á íslandi í tilefni 400 ára afmælis hinnar fyrstu ísl. biblíuútgáfu. í tilefni heimsþingsins gaf U.B.S. út vandaðan, lítinn bækling á 6 tungumálum um þema þings- ins: JESÚS KRISTUR LlF HEIMSINS 1. Jóh. 1.1-4. Bækl- ingi þessum var dreift til allra þátttakenda þingsins. Konur og kvennaguðfræði Þróttmiklar og litríkar konur frá öllum heimshornum vöktu mikla athygli á þingi Alkirkju- ráðsins. Þær voru um 30% þing- fulltrúa, fleiri en nokkru sinni fyrr á þessum þingum. Þær höfðu haldið sérstaka kvennaráðstefnu í Vancouver dagana fyrir þingið, svona ‘til að hita upp’ skildist mér. Þingtímann höfðu þær eigið at- hvarf í miðstöð lútherskra þarna við háskólahverfið. Þar voru dag- lega valdir fyrirlesarar, sem ræddu sér-áhugamál kvenna og svöruðu fyrirspurnum. Greinilegt er að konum hefur í seinni tíð mjög vaxið kjarkur í þátttökunni í hinu alþjóðlega, kirkjulega starfi og ganga nú eftir því með vaxandi þunga, að þær fái fullan og jafnan rétt á við karla til prestvígslu í öllum kirkjudeildum. Til eru stór- ar kirkjudeildir sem enn eru ekki til viðtals um slíkt og talsmenn þeirra segja einfaldlega: aldrei, konur munu aldrei fá prestvígslu í okkar kirkju. Aðrar stórar kirkju- deildir segja: við skulum nú fara okkur hægt og athuga þetta nán- ar. Hörðustu talsmenn kvenna segja: Þolinmæðin er þrotin, við viljum fá þennan rétt nú — höfum beðið í 100 ár — og bíðum ekki lengur, erum farnar úr kirkjunni, ef ... Meira kapp en forsjá virðist mér hjá einstaka kvenskörungum á þinginu og tilburðir stundum allt að því broslegir — eða frekar hið gagnstæða. Ekki hugnaðist mér er hinar skriftlærðu sátu lengi dags í löngum ‘guðfræði- legum’ umræðum um efnið: Er Guð karlkyns? (Is God male?) Ég spurði sjálfan mig: Áttu erindi yf- ir hálfan hnöttinn til að hlusta á þetta? Sagði ekki Jesús: Sá sem hefur séð mig hefur séð Föðurinn — ég og Faðirinn erum eitt. Var það ekki sveinbarn sem fæddist í Betlehem forðum? Og um hann segir í Hebr. 1:3: ‘Hann sem er ljómi dýrðar hans og ímynd veru hans (Guðs)’ Og — skiptir kynið máli? Guð er Guð, sem ‘ræður himni háum’ en dvelur þó í Anda sínum meðal okkar manna, kvenna og karla. Þeir meðal hinnu kristnu, sem hafa svo rúman tíma í vangaveltur, ættu að lána Guði hendur sínar til líknar hinum aumustu allra, eins og konan í Kalkutta, móðir Theresa. Og nú er líka komin á markaðinn kvenna- Biblía! Sem sagt, verulegur pilsa- þytur á kirkjuþingum. Og í konun- um býr orka til góðs, sem kirkjan hefur ekki nýtt sem skyldi til þessa. Vonandi leysist úr núver- andi spennu í Alkirkjunni um þennan þátt í anda kærleika og bandi friðar. Gott var að koma við í kvennaathvarfinu (lúthersku miðstöðinni) og hitta þar venju- legar, góðlegar, fullorðnar konur, sem alltaf höfðu heitt á könnunni og gáfu fúslega sopa og áttu nóg af vingjarnlegum orðum í ábæti. Já, slíkar konur eru ómissandi á hverjum bæ — í hverjum söfnuði. Valkyrjur og helgispjöll Kona heitir Helen Caldicott. Hún er læknir, áströlsk að upp- runa og býr nú og starfar í Boston í Bandaríkjunum. Hún er nokk- urra barna móðir og hefur vakið á sér mikla athygli að undanförnu í baráttunni gegn kjarnavopnum. Henni var boðið að ávarpa þingið, en áður átti hún að tala á fundi í kaffihúsi stúdentanna, sem tengt var þinghaldinu, sem móts- og umræðustaður. Mér var bent á að fara og hlusta á þessa athyglisverðu konu í kaffi- húsinu. Það var kvöld og spurði ég til vegar. Ég nálgaðist húsið, en sá þá mikinn mannfjölda koma á móti mér. Lögreglumaður sagði mér, að líklega hefði verið breytt um fundarstað vegna fjölmennis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.