Morgunblaðið - 05.10.1983, Page 15

Morgunblaðið - 05.10.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1983 47 Og það var rétt, ég lét berast með straumnum og hafnaði i til- beiðslutjaldinu góða! Ég furðaði mig á staðarvalinu fyrir kjarnorkutal. Greinilega var þarna mikill fjöldi stúdenta og Vancouver-búa. Nú, fundurinn hófst með því að fundarstjóri — kona — bauð söfnuðinn velkom- inn, minnti á að við værum á helg- um stað og bæri aðhaga sér í sam- ræmi við það. í ræðustólinn gekk Caldicott og byrjaði að tala. Kon- an var hrífandi og framsögn henn- ar frábær, næstum því of góð. Hún talaði einnig með höndunum með slíkum tilburðum að mér datt ósjálfrátt i hug Rauða-Sonja í myndasögu Morgunblaðsins um Villimanninn. Slíkur var stíllinn og tilþrifin að ekki var hægt ann- að en hrífast, enda fékk hún títt og mikið klapp margra áheyrenda. Þessi ræða hafði greinilega verið þrautæfð heima fyrir framan stóran spegil. Þegar þessi glæsi- lega kona hvað eftir annað bretti upp peysuermarnar, þá var greini- legt hvað hún meinti. Er á ræðuna leið fór ég að hugsa hvort raunverulega þyrfti svona mörg orð til að lýsa ógn kjarn- orkusprengjunnar. Ein mynd af Hirosima í rúst — méli — eftir kjarnorkusprengju sagði allt. En svo tók þetta að skýrast, því inn í orðaflauminn tók hin frábæra leikkona að flétta nöpru háði um sandkassastrákana, aðallega í Washington, og lýsingu á andlegu atgervi Reagans, forseta Banda- ríkjanna. Henni tókst að segja að hann væri hreint ekkert ‘bjartur’ (bright = gáfaður) þannig, að a.m.k. yngra fólkið skellihló. Ekki skal fjölyrt um þessa ræðu, en hún var greinilega flutt á skökkum stað. Þessi einstefnuræða hljóm- aði undarlega í þessu helgaða tjaldi — hún hafði villst þangað inn. Við múra á rauðu torgi hefði betur átt við, því það þarf engan kjark til að tala með þessum hætti í hinum frjálsa heimi. Þar tapa menn hvorki frelsi, geðheilsu né lífi fyrir að taka stórt upp í sig. — í lok þessa minnisstæða fundar tilkynnti fundarstjóri að komið væri að kvöldbænum í tjaldinu þar sem allir væru velkomnir. Þá hraðaði ræðuskörungurinn sér á brott og stærstur hluti áheyrenda, því eftir svo góðan friðarfund er ekki þörf fyrir bænamál! Næsta dag endurflutti Caldicott ræðu sína lítið breytta á sjálfu þinginu í Plenary Hall og klykkti þar út með því að leggja til að Alkirkju- ráðið yfirtæki þing Sameinuðu þjóðanna — og konur, yfirtækju stjórn þess! Það var munur að fá svona tal í staðinn fyrir eitthvað leiðinlegt frá Orðsins þjónum hjá Samein- uðu Biblíufélögunum! Dorothee Soelle er nafn á öðrum kvenskörungi, sem lét ljós sitt skína yfir þingið. Hún mun vera þekkt kona og merk talin af mörg- um. Hún talaði svo sterkum orð- um um ‘hégóma og tómleika’ (emptyness) lífsins á Vesturlönd- um að manni bókstaflega sortnaði fyrir augum. Voru ragnarök upp runnin? Yfirvegaður maður umtalaði síðar á þinginu þessa ræðu og sagði: Trúið mér, í mínu landi og hjá minni vestrænu þjóð er margt annað að finna — sem betur fer — en hégóma og tómleika. Vera má að konum liggi nú svo á að vekja á sér athygli, að þær þessvegna gæti sín ekki og ‘tali yfir sig’, gleymi að kapp er best með forsjá. Pauline nokkur Webb talaði við morgunguðsþjónustu í tjaldinu á fyrsta degi heimsþingsins. Þar var betra jafnvægi í tali. Hlýja og sannfæringarkraftur fylgdi orðum hennar, þótt þau væru á köflum skörp. Gráu hárin hennar voru líka fleiri en hjá hinum fyrr- nefndu. En þessar konur gleymast manni ekki. Gyðingar þurfa ekki aðstoð Alkirkjunnar Aðalframkvæmdastjóri Al- kirkjuráðsins, Philip Potter, sem áður hefur verið nefndur í pistlum þessum, er vörupulegur maður og mikill persónuleiki. Oft þurfti hann að sitja fyrir svörum hjá fréttamönnum fjölmiðla. Auðvit- að lét þing Alkirkjunnar sig ekk- ert muna um að fordæma duglega stjórn ísraels fyrir meðferðina á Palestínuaröbum og hernám Vest- urbakkans, Jerúsalem gömlu m.a. Eftir þessa fordæmingar-sam- þykkt þingsins var Potter spurður að því af fréttamanni, hvers vegna þingið hefði ekki gert neina sam- þykkt varðandi meðferðina á Gyð- ingum í Sovétríkjunum. „Gyð- ingar hafa verið færir um að sjá um sig sjálfir," svaraði hann. „Við verðum að hjálpa þeim, sem ekki hafa aðra sér til hjálpar." Þetta er líka sjónarmið — en með slagsíðu finnst ýmsum. Mið-Ameríka Og auðvitað voru stóru orðin ekki spöruð þegar þing Alkirkj- unnar fordæmdi Bandaríkjastjórn fyrir afskiptin af löndum Mið- Ameríku. Við umræðuna um ályktunina á þinginu tók til máls ungur biskup frá Bandaríkjunum, fæddur og uppalinn í Rússlandi af rússnesk- um foreldrum. Hann lagði til nokkra orðalagsbreytingu á álykt- uninni, annað hvort sleppa að nefna sérstaklega Bandaríkin, eða geta þá fleiri, sem hlut eiga að máli þarna í Ameríku-miðjunni. Mikið fjaðrafok varð út af þessari hugmynd og henni mótmælt í há- um hljóðum. Biskupinn ungi leyfði sér í rósemd að fylgja eftir máli sínu, en var auðvitað kveðinn í kútinn — og kaffærður á eftir. Athyglisvert er hve málsmet- andi, landflótta Rússar á Vestur- löndum fá hörð viðbrögð er þeir opna munninn, Já, þeir þurfa ekki einu sinni að vera landflótta. Sak- arov í Gorki sagði nýverið skoðun sína á ‘hinum meðaldrægu’ í V-Evrópu og hefur síðan verið ‘bombarderaður’ með þúsundum bréfa frá löndum sínum. Fyrr má nú rota ... ísland —Kenýa í þingsalnum sátu fulltrúar í stafrófsröð eftir landanöfnum og þeir sátu því saman okkar ís- lensku þingmenn og Kenýamenn- irnir — og nöfn landanna voru tvö saman á vegg yfir sætunum. Mér fannst þetta táknrænt, þótti vænt um það, og hugsaði til ísl. kristni- boðanna í Chepareria í Kenýa. { mér vaknaði löngun til að hitta að máli einhvern Kenýamanninn — og það varð eins og fyrir góða handleiðslu. Við gengum saman í rólegheitum í góða veðrinu þarna um háskólahverfið, ég og ungur, myndarlegur skólamaður frá Kenýa, George Ngumi, og rædd- umst við sem kristnir bræður. Ég sagði honum frá starfi íslend- inganna í Pokot-héraði og bað hann segja mér í hreinskilni, hvort þörf væri fyrir íslenska menn þarna — raunveruleg þörf. Hann brosti fallega og sagði: Já, bróðir, það er þörf, mikil þörf. Þarna býr snautt og óupplýst fólk, sem hægt er að gera mikið fyrir á öllum sviðum. Þökk fyrir framtak ykkar, ég ætla að ræða það nánar við biskupinn ykkar, sem hjá mér situr á þinginu. Sjáumst í Kenýa, sagði hann, er við kvöddumst. í kirkju Vestur-íslendinga í Vancouver Einn daginn barst mér bréf, dagsett 2/8 ’83, frá Þjóðræknisfé- lagi Islendinga í Vesturheimi (Ice- land National League), undirritað af hjónunum Robert og Linda Ás- geirsson. Bréfið innihélt boð um að koma til guðsþjónustu í Luth- eran Church of Christ í Vancouver sunnudaginn 7. ágúst kl. 11 f.h., þar sem biskupshjónin íslensku yrðu viðstödd og biskupinn mundi prédika. Síðan eftir messu hress- ing i safnaðarheimilinu og sam- vera með löndum. Ekki nóg með það, heldur boðaði bréfið að við Islendingarnir á heimsþinginu yrðum sóttir í stúdentabæinn — og skilað þangað aftur að áliðnum degi. Lengi, lengi hafði mig dreymt um að komast í kynni við Vestur- íslendinga á heimaslóðum þeirra, ekki síst í kirkjunni. Og skemmst er frá því að segja, að þetta varð dýrlegur dagur, sem ekki mun gleymast. Guðsþjónustan hafði verið svo rækilega kynnt af út- varpinu í Vancouver — af ís- landsvini, konu af finnskum ætt- um er þar starfar — að landarnir komu að langar leiðir til að sjá og heyra Pétur biskup í kirkju Is- lendinganna í Vancouver, sem þýskumælandi söfnuður hefur nú einnig afnot af eftir að tala ísl. safnaðarmanna er nú komin niður í eina sextíu úr 400—500 manns, er best lét, ef ég man rétt. Biskipshjónin hlutuðust til um að ég var fenginn til að lesa guð- spjall dagsins úr íslenskri Biblíu, og það þótti mér mjög vænt um að fá að gera og reyndi að lesa hægt og skýrt fyrir landa mína, sem flestir voru nokkuð við aldur. Biskup hélt síðan mjög góða ræðu — aðallega á er.sku — og fléttaði í hana sitthvað af því, sem heimsþingið var að fást við. Sálmasöngurinn var hressilegur, en við orgelið var ung stúlka af þýskum ættum, sem lék mjög vel. Yfir veitingum í safnaðarheim- ilinu hélt biskup létta og glaðlega ræðu á íslenzku yfir löndum okkar, því hann hafði orðið þess var að sumir höfðu orðið fyrir vonbrigðum í messunni, að hann ekki skyldi predika á íslensku, því þeir höfðu ýmsir komið langan veg til að heyra islenskuna og síðan heilsa uppá sjálfan biskupinn og frú hans. Gaman var að spjalla við landana þarna og heyra kjarna- mál þeirra sumra. Aðrir fóru á milli mála eftir þörfum og skemmtu sér konunglega við tal- æfingarnar — spurðu frétta ‘að heiman’ og báðu fyrir kveðjur á ýmsa bæi. Ekki mun þessi sam- vera gleymast mér og liðið var á daginn er við kvöddum og ókum á brott með hjónunum Robert og Lindu. Elliheimilið Höfn var næsti viðkomustaður okkar til að heilsa upp á elstu landa okkar þarna í Vancouver. Þetta heimili var reist og rekið af Vestur- íslendingum einum til skamms tíma eða þar til almannatrygg- ingar tóku nýverið að greiða fyrir dvöl þar, en þá varð að opna heim- ilið einnig fyrir öðrum en Islend- ingum. Þarna gerði biskup okkar góða komu, því hann efndi til helgi- stundar með löndunum sínum gömlu. Og þar fór Pétur biskup á kostum með sínu hlýja viðmóti og einlæga tali. Öllum leið vel meðan hann talaði. I lokin var beðið sam- an á íslensku Faðir vor og síðan sungið Son Guðs ertu með sanni. Sannfærður er ég um að þetta gamla fólk mun lengi tala um heimsóknina og helgistundina með Pétri biskupi. Hugsi kvaddi ég þetta aldraða fólk af íslenskum stofni, fannst það dálítið einmana og yfirgefið — og langt að heiman. Bara að biskupinn okkar gæti komið þarna oftar — eða einhver í hans stað og haft heigistundir með þessu aldraða fólki. Það er fátítt núorðið var mér sagt. Eftir þessa heimsókn fóru hjón- in góðu, Robert og Linda, með okkur í sýningarferð um Vancouv- erborg, síðan upp í nærliggjandi fjöll í svif-fari á strengjum. Þar var ægifagurt útsýni vfir borgina og út á Kyrrahafið. I lokin buðu þau okkur í ljúffengan kvöldverð á kínverskan veitingastað og óku okkur síðan heim á dvalarstaði okkar í stúdentabænum. Gestrisni og umhyggja þessara hjóna var mikil — meiri en títt er, trúi ég. Megi þau hljóta ríkuleg laun fyrir. Lok 6. heimsþings Alkirkjuráðsins Þingið fjallaði um fjölda mála- flokka og einstök mál í minni og stærri nefndum og á þinginu sjálfu. Málamergðin reyndist of mikil, því í óefni var komið á loka- degi og hespa varð af mál, sem greinilega voru látin ‘fæðast fyrir tímann’ og urðu því ófullburða. Á lokafundi þingsins vöktu menn at- hygli á að í ýmsum fyrirliggjandi ályktunum skiluðu sér alls ekki viðhorf, sem fram hefðu komið og samþykkt verið í þingnefndum. Flutningsmenn þingsályktana ját- uðu hreinskilnislega að ályktana- smiðir hefðu alls ekki haft svig- rúm til að lesa nærri öll nefndar- álitin, hvað þá vinna úr þeim og taka tillit til þeirra við mótun ályktana, sem fram voru lagðar á síðasta degi þingsins. Ýmsir þingmenn voru að vonum óhressir yfir þessum vinnubrögð- um og spurðu hvort gögn nefnd- anna gætu a.m.k. ekki fylgt við- komandi ályktunum þingsins til hinnar nýju miðstjórnar Álkirkju- ráðsins. Ekki gat aðalfram- kvæmdastjórinn lofað þinginu því, sagði af því slæma fyrri reynslu, en kvaðst skyldi athuga hvað hægt væri að gera til að kynna mið- stjórninni meginefni skjalabunk- anna. Mikil tímapressa var þarna í lokin og varð ‘Mr. Moderator’ — þingforsetinn — að skera ræðu- tíma þingmanna miskunnarlaust niður og keyra mál áfram. Öllu varð að ljúka fyrir brottför þing- fulltrúa næsta morgun og ekkert gat beðið — því 7 ár voru í næsta þing! Hertir og vanir þingmenn og stjórnendur gátu þannig komið ýmsu of lítið yfirveguðu í gegnum þingið, málum, sem gætnir þing- menn vildu endursenda þing- nefndum til nýrrar og betri um- fjöllunar. Tími leyfði það ekki. Hvort þetta voru glöp eða ‘aðferð’ (taktik) að láta mál þannig hrann- ast á síðasta dag þingsins, og keyra þau gegn, það skal ég ekki um segja, en vanir menn hlutu fyrirfram að gera sér grein fyrir þessu. Ef ekki er litið á kirkjuþing sem ‘alvöruþing’ — heldur málskrafs- þing — þá gerir þetta kannski ekkert til. Og þó vilji kirkjan láta taka sig alvarlega, er hún ályktar um margvísleg, flókin þjóðfé- lagsmál nútímans, þá verður hún að vanda sín vinnubrögð og nota sama ‘áttavita’ (leiðarljós) við alla siglingu Alkirkjuskútunnar. Og áfram verður siglt. Við sem vorum með í þessari ‘sjöttu ferð’ erum reynslunni ríkari og gætum lengi haldið áfram að segja ‘sjóferða- sögur’ sem ekki hafa verið skráðar í þessum pistlum mínum. Að heilsast og kveðjast ... Það snart mig djúpt að sjá og heyra oft hina einlægu og hlýju heilsan og ávörp kristinna bræðra og systra í þessum mikla söfnuði. Ef okkur kristnum lærðist al- mennt betur þessi kærleiksríki umgengnismáti, þá mundi margt breytast til hins betra. Við eigum í okkar daglega máli hinar feg- urstu, kristnu kveðjur — stuttar og laggóðar: sæll/sæl — blessað- ur/blessuð. Ef við leggjum við nýjan, hlýjan tón, þá myndi hinn sanni friður og vellíðan, sem við sækjumst öll eftir, verða mun rík- ari á meðal okkar manna. En upp- spretta þessa friðar er friðurinn frá Guði, sem er æðri öllum skiln- ingi ... Það var gott — stundum sárt — að vera með ‘gjörvallri Kristí kirkju’ í Vancouver í 18 daga. Nú þykir mér enn vænna um hana móður mína — kirkjuna — en áð- ur. Það sem ég hefi sagt um hana ‘sitthvað’ i þessum pistlum, bið ég góðviljaða menn hugleiða i ljósi þess. Kannski á mér eftir að aukast skilningur og innsýn til þess síðar að meta með öðrum hætti, en ég nú hefi gert. Þökk fyrir samfylgdina lesandi góður. Okkar kristna samfélag/þjóðfélag er hvorki betra né verra en við, ég og þú. Við getum reynt að bæta úr með því að ‘þroskast að visku og vexti, og náð hjá Guði og mönnum’. (Jóhs. 2:52.) Hermann Imrsteinsson er fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóds SÍS og formaður sóknarnefndar og bygg- ingarnefndar Hallgrímskirkju. Firmakeppni í knattspyrnu veröur á vegum Aftureldingar í íþróttahúsinu viö Varmá dagana 22. og 23. október. Upplýsingar og þátttökutilkynningar í símum 75327 Einar og 27530 Þórarinn. Seiðafóðrarar Framleiöum fóðrara fyrir allar geröir seiöa. Geta fóörað í allt aö 24 tíma. Upptrekktir, rafmagns ekki þörf. Getum hannaö fóörara eftir breytilegum aö- stæöum. Laxmenn, sími 38373 eftir kl. 7.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.