Morgunblaðið - 05.10.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.10.1983, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1983 Borg, Miklaholtshreppi: Versta dag september má telja til góðviðris Borg, VliklaholLshreppi, 30. Neptember. í DAG eru dagar septembermánaðar að telja út. Ólíkur hefur hann verið þeim þremur mánuðum, sem hafa verið þar á undan. Versta dag í september má telja til góðviðris. I>ó er einn dagur þar undantekning, laugardagurinn 24. þessa mán- aðar. Þann dag var eitt það versta veður, sem komið hefur á þessu sumri, mikil úrkoma og hvassviðri. Síðastliðinn miðvikudag var réttað hér í Langholtsrétt í blíð- skaparveðri, ský sást ekki á himni þann dag. Leitarmenn lögðu snemma morguns, tveggja stiga frost var þá um morguninn, en hlýnaði svo er á daginn leið. Rétt- arhald gekk vel. Mikill fjöldi af fólki mætti til réttar, en fé var ekki eins margt og oft áður. Slátrun hófst í Borgarnesi þann 19. þessa mánaðar, er því búið að flytja þangað margt fé til förgun- ar og því kom færra fé til réttar. Dilkar reynast misjafnir, en þó ekki verri en menn áttu von á eftir þetta illviðri, sem yfir þá hefur gengið á sumrinu. En september- mánuður hefur bætt þar nokkuð um, gróður er ágætur til fjalla og hefur fé haldið sig vel í fjalli í september. Sá ágæti siður er hér á réttar- dag að Konur sveitarinnar bjóða öllu fólki, sem til réttar kemur, upp á fjölbreyttar veitingar, kakó, kaffi, mjólk og fjölbreytt meðlæti. Kunna réttargestir vel að meta þessar rausnarlegu veitingar. Meðal réttargesta þennan dag voru burtfluttir Miklhreppingar, sem búsettir eru í Reykjavík. Einn sem var þar mættur og nú er 77 ára, lét þau orð falla: Sveitina mína sé ég aldrei eins fallega og í heiðskíru veðri á réttardag. — Páll Fyrir nokkru efndu þessir krakkar til hlutaveltu og afhentu ágóðann í Hallgrímskirkju og létu hann ganga til hjálpar „Hungruðum heimi“, hjálparstarfs á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Krakkarnir söfnuðu rúmlega 370 krónum. I>au heita Dagbjört Hafliðadóttir, Kristín Sigr. Hall, Gunnur Róbertsdóttir, Hrefna Grímsdóttir og Dýrleif Hrönn Harðardóttir. Vólin er háþróuö 6 strokka 2800 cc. meö beinni innspýtingu og TURBO — 5 gíra — fjögurra manna — aftursæti má leggja niöur — aluminium sportfelgur — protenza dekk — Spoiler aö aftan og framan — Rafmagnsrúöur — aflstýri, létt og nákvæmt — upphituö afturrúöa meö rúöuþurrku og rúöusprautu — skottlok má opna úr ökumannssæti — stereo-segulband og -útvarp — tölvuklukka sem jafnframt er skeiöklukka — rafmagnsloftnet, stjórnaö frá mæla- boröi — lesljós — og ótal margt fleira. Datsun 280 ZX 2+2 TURBO meö kraft sem einungis sárafáir sportbílar í heiminum geta státaö af og þægindi og aksturseiginleika í samræmi viö þaö. Aðeins eitt eintak til IMISSAIM /ngvar Helgason h f. SÝNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI S33560 DATSUN 280 ZX 2+2 TURBO Einn glæsilegasti lúxus-sportbíll allra tíma. Sigurvegari ótaldra kappakstra og rallýa. Þær eiga heima í Kópavogi þessar dömur, en þær efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Sjálfsbjörg, Fél. fatlaðra í Reykjavík og nágrenni. Þær heita Kristín B. Viðarsdóttir, Margrét Jónsdóttir og Guðbjörg Gústafsdóttir. Þessir krakkar færðu „Ferðasjóði íbúa Hátúns 12“ 1000 kr. en það var ágóði af hlutaveltu sem þau efndu tii. Þau heita Sara Hermannsdóttir, Rut Her- mannsdóttir og Benedikt Viggósson. Þeir heita Loftur Þór Einarsson, Friðrik Örn Guðmundsson og Loftur Þór Jónsson og efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Þeir söfnuðu rúmlega 330 krónum. í Hafnarfirði efndu þessar stöllur til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra og varð ágóðinn 800 krónur. Þær heita Ólafía Helgadótt- ir, íris Guðmundsdóttir og Guðrún Berglind Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.