Morgunblaðið - 05.10.1983, Page 24

Morgunblaðið - 05.10.1983, Page 24
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1983 ! I Islensk þekking - Alþjóðleg tœkni ^"Af og til hittum við fólk, sem er alveg steinhissa. Það er undrandi á því að íslenskir starfsmenn IBM séu að vinna við lausn á vanda- sömu verkefni á Ítalíu, í Zambíu eða Dubai. Alveg steinhissa. Af hverju ætti íslenskt IBM fólk ekki að geta starfað þar eins og hér? IBM hefur fjárfest í þekkingu ís- lenskra starfsmanna sinna í fjölda- mörg ár. Enda er menntun þeirra og þjálfun fyllilega sambærileg við það sem gerist hjá starfsfólki IBM erlendis. Auk þess hefur IBM þjálfað og leiðbeint starfsfólki við tölvu- vinnslu um allt land. Það er hin raunverulega fjárfesting IBM í fram- tíðarmöguleikum ungs fólks í at- vinnulífinu. Stór hluti þeirra sem starfa við tölvutækni hérlendis hafa á einn eða annan hátt sótt þekkingu sína og þjálfun til IBM: í tölvuskóla, á námskeið, í tækniþjálfun og við tæknistörf. IBM á því stóran þátt í menntun ungs fólks víðs vegar um landið. Það er því ekki neitt til að undrast yfir þó að íslenskir tækni- menn starfi við lausn tæknivanda í Toronto. Vandamálin eru hin sömu og annars staðar. Tæknin er sú hin sama, tækjabúnaður eins og verkefnin svipuð. Skaftahlíö 2 105 Reykjav Síml 27700 í dag eru starfsmenn IBM sér- þjálfað fólk sem nýtur góðs af al- þjóðlegri tækni, sem það hefur kunnáttu til að nýta sér í starfi sínu. Þess vegna er engin ástæða til að undrast! N L'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.