Morgunblaðið - 11.10.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983
5
Húsnæðismálastjómarlánin:
Hægt að sækja um viðbót-
arlánin í þessari viku
ALEXANDER Stefánsson félagsmálaráðherra staðfesti formlega i sið-
ustu viku nýjar reglur um lán Húsnæðismálastofnunar til húsbyggjenda.
Lánin hækka um 50% frá því sem verið hefur og nemur þá lánsupphæðin
um 30% af kostnaðarverði staðalíbúðar í stað 19,2% áður. Þá eiga þeir
lántakendur sem fengið hafa húsnæðismálastjórnarlán eftir áramótin
1982 kost á viðbótarláni, sem er að upphæð helmingur þess láns sem
viðkomandi fékk afgreitt á sinum tu
„Ég hef lagt á það ríka áherslu,"
sagði Alexander, “að afgreiðslu
viðbótarlánanna verði hraðað sem
mest, þannig að fólk getur vænst
þess að fá lánin í síðasta lagi um
mánaðarmótin nóvember, des-
ember. Ég vænti þess að fólk geti
farið að sækja um viðbótarlánið
strax eftir helgina."
Að sögn ráðherra þýða þessar
breyttu reglur um 300 milljóna
króna útgjaldaaukningu fyrir
sjóðinn þ.e.a.s. ef gert er ráð fyrir
að allir þeir 6 þúsund húsbyggj-
endur sem þegið hafa lán frá ára-
mótum 1982 æski eftir viðbótar-
láni. „Það verður reynt að ná í
þessa peninga með útgáfu á sér-
stökum ríkisskuldabréfum, sem
verða boðin út næstu daga. Þeir
peningar verða eingöngu notaðir í
húsnæðismál. Ef þetta dugir ekki
til verður leitað annarra ráða, því
meiningin er að standa við þetta,"
sagði Alexander.
Sem fyrr segir nemur viðbótar-
lánið helmingi þeirrar upphæðar
sem viðkomandi lántakandi fékk
afgreidda þegar lánið var tekið.
Það þýðir að þeir sem fengu lán
afgreitt í ársbyrjun 1982 fá nokk-
uð lægri upphæð en hinir sem
Séra Jón Kr. ísfeld þjón-
ar í Mosfellsprestakalli
SÉRA Jón Kr. ísfeld hefur verið
settur til að þjóna í Mosfellspresta-
kalli frá 1. september síðastliðnum
til áramóta í fjarveru sóknarprests-
ins, séra Birgis Ásgeirssonar, sem er
við nám í Bandaríkjunum og hefur
fengið til þess 9 mánaða leyfi.
Samkvæmt upplýsingum sem
Mbl. fékk hjá biskupsritara eru nú
þrjú prestaköll laus. Eru það
Sauðlauksdalsprestakall í Barða-
strandarprófastsdæmi, en það
hefur verið laust í tvo áratugi,
Bólstaðarprestakall i Húna-
vatnsprófastsdæmi, sem auglýst
var laust til umsóknar í sumar en
enginn sótti um og loks Sauðanes-
prestakall í Þingeyjarprófasts-
dæmi, en það var auglýst laust til
umsóknar fyrir nokkru og um-
sóknarfrestur ekki útrunninn.
hafa nýlega fengið lán. Svo dæmi
sé tekið var lánsupphæðin til ein-
staklings í ársbyrjun 1982 123 þús-
und krónur, en á timabilinu
júlí—september í ár var hún 305
þúsund krónur. Þeir sem tóku lán
fyrstu mánuði ársins eiga þá kost
á 61.500 krónum, en þeir sem tóku
lán á síðasta reikningstímabili
getað fengið 152.500 krónur.
Lánin eru umreiknuð á þriggja
mánaða fresti og hér á eftir fer
listi yfir lánsupphæðir frá ára-
mótum 1982 til síðustu mánaða-
móta. Ef lántakendur deila í þessa
tölu með tveimur fá þeir út þá
upphæð sem þeim stendur til boða
sem viðbótarlán. Liður (a) er lán
til einstaklings, (b) til 2ja—4ra
manna fjölskyldu, (c) til 5—6
manna fjölskyldu og (d) til sjö
manna fjölskyldu eða þaðan af
stærri.
Tímabii Lánaupplueö í þús. króna
a b c d
Jan.—mars ’82 123 157 186 207
Apríl—júní ’82 141 179 216 251
Júlí—sept. ’82 161 205 240 278
Okt—des. '82 191 243 258 329
Jan.—mars '83 211 268 314 363
Apríl—júní ’83 251 322 376 435
Júlí—sept. ’83 305 389 455 526
Tolur fyrir timabilið okt.—des. liggja ekki
enn fyrir.
INNLENT
Albert Guðmundsson afhjúpar listaverkið.
Frakkar gefa Reykja-
víkurborg höggmynd
HÖGGMYND eftir einn þekktasta núlifandi myndhöggvara
Frakka, Morice Lipsi, var afhjúpuð á Hagatorgi í Reykjavík sl.
sunnudag. Er höggmyndin gjöf frönsku rikisstjórnarinnar til
Reykjavíkurborgar í tilefni af aldalangri vináttu Islands og Frakk-
lands. Það var franski sendiherrann á íslandi, Hr. Louis Legendre,
sem afhenti Davíð Oddssyni borgarstjóra gjöfina, en Albert Guð-
mundsson, fjármálaráðherra og fyrrverandi forseti borgarstjórnar,
afhjúpaði styttuna. Lúðrasveit Reykjavíkur lék við athöfnina.
gNÚMER
W EITT
W% HJÁ
auto
motor
sport
AUÐVITAÐ ER
UNO FREMSTUR
í samanburöi á sex smábílum hjá
hinu virta þýska bilablaði AUTO
MOTOR UND SPORT var FIAT
UNO i fyrsta sæti. Meðaleinkunn bii-
anna úr þeim 25 atriðum sem prófuð
voru varð þessi:
FIAT UNO 8.62
VW POLO 8.50
PEUGOT 205 8.02
OPEL CORSA 7.72
FORD FIESTA 7.18
NISSAN MICRA 6.64
UMSÖGN UM EFSTA OG NEÐSTA BfLINN
- þetta eru dómar hinna gagnrýnu þjóðverja.
FIA T UNO:
,,Sterkustu hliðar UNO eru hið pláss-
mikla farþega- og farangursrými og
frábærir aksturseiginleikar. Auk þess
getur maður veriö mjög ánægöur með
þægindi bilsins og vélargæði."
NISSAN MICRA:
„Eiginleikar MICRA valda vonbrigðum.
Þó þetta sé glænýr bíll eru það
einungis eyðslan, verðið og auka-
búnaðurinn sem maður getur fellt sig
við."
UNO sparakstur; meðaltal 3.9 lítrarsá besti 3.7
Þetta er lokaeinkunnargjöfin.
Prófuð eru fimm atriði i hverjum
hinna fimm aöalþátta og hæst
gefið 20 stig fyrir hvert atriði.
FIA T UNO fékk 431 stig af 500
mögulegum sem samsvarar
8,62 á tiuskalanum._
FIAT ER ENDURSÖLUBfLL NÚMER EITT
Gesamtwertung
I abrfeuetyp n. tori Niwwi ort vw
kanwwrif 88 74 57 «7 84 81
Aatriak 81 74 59 85 63 m
korafort 80 63 61 66 86 8.1
1 abrrt|r<n«cbaflen 95 47 67 81 87 92
W irlschafthi'hkrit 87 81 88 87 81 89
S«mn„ imxrmal 5W Prmll, l 431 359 332 386 481 425
Iegill
I vilhjAlmsson hf.
Smiðjuvegi 4. Kópavogi. Símar 77200 - 77202
VW Polo C
425 Punkte
Die magere SerienaiMstattung nnd der
relntrv bohe Verbraoch haben den Polo
werfvollc Pnnkte gekoslet. Er ist gnt
verarbeitel, temperamcntvoll nnd agil.
Ford Fiesta 1.1 L
359 Punkte
Ein kraftvoller Motor,
Temperameni und gnte
Verarbeitung - das sind die
wesentlichen Vorange des
Fíesta, dem man ansonstcn
deutlich anmerkt. daB er in
die Jabre gekommen ist.
Pengeot 205 GR
401 Punkte
Im Komfort schliigt
der Franzose die
Konkurrenfcn, auch
setne viertörige Ka-
rosserie bietet hand-
feste Vorauge. Mit
den Vahrleistungen
ist es jedoch nicht
weit her.
Dic Kigensehaften dcs
Micra sind cnttanschcnd.
Obgleich er ete brandnen-
es Ánto ist, kann er nur in
Verbrauch, Preis und
Ausstattung gefailen.
Opel Corsa 1.2 S
386 Punkte
Gute Fahrleistnngen
und Moloreigen-
schaften zcichnen
dcn Corsa aus. Ka-
rosserie und Fahr-
werk können höhe-
en Anspriicben
nicht gcnögen.
Nissan Micra GL
332 Punkte
Fiat l)no 55 Super
431 Punkte
Das gúnstige Raumangebot und ausgezeichnete Fahreigenschaften
sind herausragcnde Pluspunkte des Uno. Mit dem Komfort und
seinen Motorqualitaten kann man ebenfalls sehr zufrieden sein,