Morgunblaðið - 11.10.1983, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983
Einar Bollason:
„Webster er bannað að Ipika
með samkvæmt reglum KKI sem
eiga alls ekki rétt á sér“
„Njarðvíkingar áttu fyllilega
skilið að sigra í þessum leik,
þeir voru mun betri en spiluðu
aö mínu mati allt of grófa vörn
og ef þeir veröa jafn heppnir
með dómara í komandi leikjum
og þeir voru í þessum leik þá
eiga þeir eftir aö ná langt,"
sagði Einar Bollason þjálfari
Hauka eftirleikinn á sunnudag-
inn.
„Viö spiluöum hins vegar ekki
með fullt liö þar sem einum
leikmanna okkar, Dakarta
Webster er bannaö að leika meö,
samkvæmt reglum KKl sem eiga
alls ekki rétt á sér. Hann er búinn
aö búa hér á islandi í mörg ár og
þaö er hart bæöi fyrir hann og „ . .... . u .
okkur aö hann skuli þurfa að • E,nar Bollason þjálfan Hauka.
horfa á félaga sína spila.
Næsta mál er því aö sækja um
ríkisborgararétt fyrir hann og
þaö verður aö takast því án hans
getum viö ekki náö langt.
Liöiö er ungt enda uppistaðan
2. flokkur frá því í fyrra og alla
hörku og styrkleika vantar. Þaö
er ýmislegt sem þarf aö laga en
meö reynslunni kemur þetta hjá
strákunum og ég er viss um aö
þeir eiga eftir aö spjara sig,“
sagöi Einar ennfremur.
Aöspuröur hvað honum fynd-
ist um hiö nýja fyrirkomulag á
úrvalsdeildinni sem tekiö veröur
upp nú í vetur sagði Einar aö sér
litlst mjög vel á þaö. „Þetta gerir
þaö aö verkum aö mótið verður
miklu skemmtilegra í alla staöi en
jafnframt erfiöara," sagöi Einar
Bollason og vatt sér i sturtu.
— BJ.
Öruggur sigur UMFN
á nýliðum Hauka
NÝLIÐARNIR í Úrvalsdeildinni I
körfubolta, Haukar, spiluðu sinn
fyrsta leik í deildinni á sunnudag-
inn er Njarðvíkingar sóttu þá
heim. Gestirnir höfðu betur, eftir
aö hafa veriö undir framan af,
skoruðu 88 stig gegn 73. Staðan í
hálfleik var 44—32 Njarövíkingum
í vil. Þaö er Ijóst aö án Dakarta
Webster vantar Haukaliðið mikið,
leikmenn liösins eru ungir og
óreyndir og tilfinnanlega vantar
meiri kjölfestu ( liðið. Hinar nýju
reglur KKÍ sem settar voru ( vor
kveða svo á um aö Webster megi
ekki spila með, og situr hann því
á bekknum.
Svo vikiö sé aftur aö leiknum,
þá byrjuöu Haukarnir vel, komust í
4—0 og síöan 6—2. Njarövíklngar
virtust frekar þungir til aö byrja
með en um miðjan fyrri hálfleikinn
fóru þeir aö taka viö sér og komust
þá fyrst yfir, 26—27. Þegar hér var
komiö sögu hrökk allt í baklás hjá
Haukunum, sem sést best á því aö
á síöustu 11 mínútum fyrri hálfleiks
skoruöu þeir aöeins 3 körfur. A
þessum kafta kom reynsluleysi
þeirra best í Ijós þar sem þeir réöu
engan veginn viö þann hraöa sem
var kominn í leikinn. Njarövíkingar
fóru sér hins vegar aö engu
óöslega og sigu í rólegheitum
framúr.
Eftir aö hafa verið 12 stigum
undir í hálfleik tókst Haukunum aö
minnka muninn niöur í eitt stig,
49—50, á tæpum tíu mínútum í
seinni háifleiknum. Njarövíkingar
tóku þá góöan sprett og þegar
fimm mínútur voru til leiksloka var
staöan 75—61. Munaði þar mest
um stórgóöan leik Vals Ingimund-
arsonar sem skoraöi hverja körf-
una á fætur annarri á þessum
kafla. Auk þess var vörn UMFN
föst fyrir og ekki auövelt fyrir
Haukana aö komast í gegnum
hana. Njarövíkingar hóldu sínu
striki allt til loka leiksins og sigruöu
veröskuldaö meö 88 stigum gegn
73 eins og áöur sagöi.
Valur átti bestan leik hjá UMFN
aö þessu sinni, skoraöi 24 stig og
megniö af þeim í lokin þegar mest
reiö á. Þeir Árni Lárusson, Sturla
Örlygsson og Gunnar Þorvaröar-
son áttu allir góöan ieik og ekki má
gleyma ungum og efnilegum leik-
manni, Kristni Einarssyni, sem er
aöeins 16 ára gamall og á framtíö-
ina fyrir sér.
Haukar —
UMFN 73-88
Hálfdán Markússon og Pálmar
Sigurösson voru yfirburðamenn í
liði Hauka og skoruöu þeir samtais
tæplega tvo þriöju stiga liösins.
Pálmar var þó full bráöur á köflum,
en þegar hann hefur fundiö réttu
fjölina, eins og sagt er, þá er hittni
hans alveg einstök.
Túliniusson og Jón Otti. Dæmdu
þeir þokkalega en heföu mátt taka
harðar á brotum.
Stig UMFN: Valur Ingimundar-
son 25, Árni Lárusson 18, Sturla
Örlygsson 14, Gunnar Þorvaröar-
son 13, Kristinn Einarsson 6, Júlí-
us Valgeirsson, ísak Tómasson og
Ástþór Ingason 4 stig hver.
Stig Hauka: Pálmar Sigurösson
24, Hálfdán Markússon 23, Ólafur
Rafnsson 12, Henning Hennings-
son, Kristinn Kristinsson og Reynir
Kristjánsson 4 stig hver og Sveinn
Sigurbergsson 2 stig.
Domarar i leiknum voru Höröur
— BJ.
• Leikur Hauka og Njarðvíkinga var oft vel spilaöur og geta nýliðarnir
í úrvalsdeildinni nokkuð vel við unað þrátt fyrir tap. Þeir eru með
efnilegt lið sem getur náö langt. Liö UMFN verður án efa í baráttunni
um toppinn í vetur, þeir eru með sterkt lið.
• Pálmar Sigurðsson, Haukum, er í geysilega góðri æfingu um þessar
mundir og spilar afar vel. Hér er Pálmar í baráttu við einn leikmann
Njarðvíkur og hefur betur. MorBunbiae»/ Friéþjóíur.