Morgunblaðið - 11.10.1983, Side 27

Morgunblaðið - 11.10.1983, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983 35 Rjúpnaveiðin hefst á laugardaginn: Tugir manna hafa rúpnaveiði að aðal- atvinnu haust hvert Kjúpnavciðitímabilið hefst á laugardag, hinn 15. október, og stendur það til 22. desember. Sverrir Scheving Thorsteinsson, formaður Skot- veiðifélags Reykjavíkur, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðs- ins, að þúsundir manna Uekju vafalaust þátt f rjúpnaveiðinni, enda fsri yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem ættu skráð skotvopn, á rjúpnaveiðar á haustin, mun fleiri en þeir sem fara á gæsaskytterí. Sverrir sagði mjög mismun- andi hve menn færu oft, og hve margar rjúpur hver maður veiddi. Margir færu aðeins einu sinni, aðrir oftar, og svo væru tugir manna, sem hefðu rjúpna- veiðar að atvinnu sinni haust hvert. Þeir stunduðu veiðar svo að segja allt tímabilið, og seldu verslunum, hótelum og öðrum veiði sína. Áhuga fyrir rjúpna- veiðum nú í haust sagði Sverrir vera mikinn eins og endranær, og þegar á laugardag myndu margar skyttur hefja veiðar. Þegar væru til dæmis öll húsin í Munaðarnesi í Borgarfirði út- leigð um næstu helgi til rjúpna- skytta. Sverrir Sch. Thorsteinsson kvaðst í lokin vilja hvetja alla rjúpnaveiðimenn til að senda inn veiðiskýrslur, en unnið væri að gagnasöfnun um veiðarnar, sem gætu gefið mikilvægar upplýs- ingar um íslensku rjúpuna og lifnaðarhætti hennar. Nú í haust sagðist Sverrir telja meira af rjúpu en undanfarin ár. Fugla- fræðingar, bændur og fleiri sem fylgdust með rjúpunni, hefðu séð meira af henni en undanfarin ár, sem benti til að stofninn væri nú í marktækum vexti, eftir að hafa verið í jafnvægi undanfarin ár. K.S. skrifstofan kynnir: Borð fyrir tölvuskerma KRISTJRD SIGGGIRSSOD HF. LAUGAVEGI 13, REYKJAVIK, SÍMI 25870 Haustferð um Suðurland Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar efnir til helgarferðar um Suurland með gistingu að Hótel Mosfelli, Hellu. Ferðatilhögun: Föstudagur 14. október: Brottför frá Borgartúni 34 kl. 20.00. Laugardagur 15. októbar: Ekiö um Fljótshlíö og suöurströndina til Víkur í Mýrdal. Veislumatur aö Hellu um kvöldiö. Sunnudagur 16. októbar: Ekiö aö Sigöldu, Þórisvatni, Hrauneyjarfossi, Háafossi og um Þjórsárdal og sveitir Árnessýslu til Reykjavíkur. Kunnugur leiðsögumaður annast fararstjórn Verö í tveggja manna herbergi kr. 2.800,- Verö í eins manns herbergi kr. 3.100,- Innifaliö í veröi auk feröa, gistingar og fararstjórnar, er kvöldkaffi á föstudagskvöld, morgunveröur og kvöldveisla á laugardag og morgunveröur ásamt hádegisnesti á sunnudag. Tilvalin ferð fyrir hópa eða einstaklinga. FERÐASKRIFSYOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF. BORGARTÚNI 34 SÍNII 83222 EICENDUR SPARID BENSIN LÁTID ST1LLAOCYRR- EARA BÍUNN FYRIR VETURINN ÞJONUSTA 1. Vélarþvottur. 2. Ath. bensln, vatns-og olíuleka. 3. Ath. hleðslu, rafgeymi og geymissambönd. 4. Stilla ventla. 5. Mæla loft í hjólbörðum. 6. Stilla rúðusprautur. 7. Frostþol mælt. 8. Ath. þurrkublöð og vökva á rúðu- sprautu. 9. Athuga loftsíu. 10. Skipta um kerti og platlnur. 11. Tímastilla kveikju. 12. Stilla blöndung. 13. Ath. viftureim. Þér fáið vandaöa og örugga þjónustu hjá sérþjálfuðum fagmönnum MAZDA verkstæðisins. Pantið tíma I símum: 81225 og 81299. BILABORG HF. Smiöshöföa 23. 14. 15. 16. 17. 18. 19. Ath. slag I kúplingu og bremsu- pedala. Smyrja hurðalamir. Setja silikon á þéttikanta. Ljósastilling. Vélarstilling meó nákvæmum stillitækjum. Skiptum benslnslu. Verð með söluskatti kr. 1.770.00 Innifalið I verði: Platlnur, kerti, ventla- lokspakkning og frostvari á rúðusprautu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.