Morgunblaðið - 11.10.1983, Síða 28

Morgunblaðið - 11.10.1983, Síða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983 Tómas Guðjónsson vélstjóri — Minning Fæddur 17. febrúar 1907. Dáinn 1. október 1983. í dag er gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför Tómasar Guð- jónssonar, vélstjóra, en hann and- aðist 1. þ.m. Tómas var fæddur 17. febrúar 1907 að Dísarstöðum í Flóa. For- eldrar hans voru hjónin Guðjón Tómasson, bóndi þar, og Þuríður Hannesdóttir. Til Reykjavíkur fluttist Tómas árið 1921. Hann hóf sjómennsku ungur að árum, en árin 1929—1932 stundaði hann nám við Iðnskólann i Reykjavík. Að því loknu var hann við nám í Vélskóla íslands og lauk þaðan vélstjóraprófi árið 1934. Réðst hann þá sem vélstjóri á togara um tveggja ára skeið. Ár- ið 1936 hóf hann störf hjá Eim- skipafélagi fslands. Var Tómas í sigíingum mikinn hluta stríðsár- anna. Hann var vélstjóri á e.s. Gullfossi er Þjóðverjar kyrrsettu hann í Kaupmannahöfn árið 1940. Heim komst Tómas í hinni frægu ferð m.s. Esju um Petsamo í Finnlandi í október 1940. Var Tómas síðan um nokkurt skeið vélstjóri á m.s. Goðafossi. Árið 1943 hóf hann störf í landi og gerðist stöðvarstjóri hjá Olíu- verslun íslands og gegndi því starfi í tólf ár. Árið 1957 hóf Tóm- as störf hjá Vélstjórafélagi fs- iands og veitti skrifstofu félagsins forstöðu um árabil. Er Vélstjóra- félag fslands beitti sér fyrir stofn- un Sparisjóðs vélstjóra á árinu 1960 tók Tómas að sér að vinna að undirbúningi opnunar sjóðsins, en hann hóf starfsemi sína í nóvem- ber 1961. Gerðist Tómas þá gjald- keri sparisjóðsins og gegndi því jafnframt erilsömu starfi hjá Vél- stjórafélaginu í tvö ár. Um skeið sat Tómas í stjórn sparisjóðsins. Var Tómas alla tíð mikill áhuga- maður um málefni sparisjóðsins og bar hag hans mjög fyrir brjósti. Tómas lét félagsmál mikið til sín taka. Hann sat í stjórn Vél- stjórafélags fslands 1939—1941 og var formaður félagsins 1948—1950. Hann sat í Sjómanna- dagsráði allt frá stofnun þess árið 1957 til 1982. Átti Tómas veiga- mikinn þátt í þeirri stórmerku uppbyggingu sem orðið hefur að Hrafnistu í Reykjavík og Hafnar- firði. Tómas starfaði mikið að lífeyr- issjóðsmálum. Sat hann í stjórn nokkurra lífeyrissjóða sem tengj- ast sjómannastétt auk þess sem hann var um tíma í stjórn Lands- sambands lífeyrissjóða. Hann gekkst fyrir því að lífeyrissjóður- inn Hlíf var stofnaður og annaðist rekstur hans allt frá stofnun árið 1963 þar til hann vegna heilsu- brests lét af störfum fyrir rúmu ári. Störf Tómasar Guðjónssonar einkenndust af dugnaði og sam- viskusemi. Hann var vinsæll, greiðvikinn og fundu margir að í Tómasi áttu þeir hauk í horni. Tómas kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ingu Sigríði Pálsdótt- ur þann 8. apríl 1938. Börn þeirra eru: Adolf, tæknifræðingur, Guð- jón, hagræðingarráðunautur, Valdimar, viðskiptafræðingur og Guðrún Sólborg, húsmóðir. 011 eru börnin uppkomin og nýtir þjóðfé- lagsþegnar. Barnabörn eru tíu að tölu. Tómas var náttúruunnandi og hafði mikla ánægju af ferðalögum og útivist. Hann átti hlut í jörð- inni Goðdal í Strandasýslu og dvaldi þar ásamt fjölskyldu sinni þegar tækifæri gafst. Ennfremur var Tómas áhugasamur laxveiði- maður og stundaði laxarækt í mörg ár. Að leiðarlokum vil ég þakka Tómasi gott samstarf og vináttu, sem varað hefur í rúmlega tuttugu ár. Fjölskyldu hans sendi ég sam- úðarkveðjur. Hallgrímur G. Jónsson f dag verður til moldar borinn vinur minn og samstarfsmaður Tómas Guðjónsson. Hann fæddist að Auðsholti í Biskupstungum ár- ið 1907. Tómas útskrifaðist úr Vélskóla íslands 1934 og starfaði á skipum Eimskipafélagsins og fleiri skip- um til ársins 1942, að hann gerðist stöðvarstjóri hjá Olíuverslun ís- lands. Árið 1957 gerðist Tómas Guðjónsson starfsmaður Vél- stjórafélags fslands og var for- maður þess um skeið. Síðan réðst hann til starfa hjá Sjómanna- dagsráði og var þar þangað til heilsa hans bilaði. Tómas var alla tíð mjög áhuga- samur um hag vélstjóra og sat í ýmsum nefndum fyrir hönd fé- lagsins, m.a. lengi í Verðlagsráði sjávarútvegsins. Tómas var léttur í lund og hafði gaman af að gleðj- ast á góðum stundum. Við störfuð- um mikið saman sl. hálfan annan áratug, og með þessum fáu orðum vil ég þakka honum góð kynni og gott samstarf. Eiginkonu hans, börnum og öðru venslafólki votta ég samúð mína. Ingólfur Sig. Ingólfsson. Tómas Guðjónsson var fæddur 17. febrúar 1907 á Dísastöðum, Sandvíkurhreppi í Árnessýslu. Foreldrar hans voru hjónin Guð- jón Tómasson frá Auðsholti í Biskupstungum og Þuríður Hann- esdóttir frá Skipum í Stokkseyr- arhreppi og var Tómas fjórði í röðinni af tólf börnum þeirra hjóna. Tómas ólst upp í foreldra- húsum, en eins og nærri má geta voru efni ekki mikil til að styrkja eitt eða fleiri úr slíkum barnahópi til mennta, en til þess stóð hugur Tómasar. Fjórtán ára að aldri hélt hann til Reykjavíkur að leita sér mennta og vinna fyrir sér jafn- framt. Hann byrjaði störf sem vika- drengur við Menntaskólann í Reykjavík samhliða námi f kvöld- skóla KFUM. Ekki er ólíklegt að þessi aðstaða, snúningarnir á sjálfu menntasetrinu og námið í kvöldskólanum hafi átt nokkurn þátt í því að hugur Tómasar stefndi að sjónum, en það hefur oft verið nær eina leið þeirra, sem ekki höfðu efni á að sækja hefð- bundið langskólanám en höfðu vilja, von og metnað um auð og frama þegar haldið var á hafið og sótt eftir gulli úr greipum Ægis. Tómas flutti alfarið til Reykja- víkur árið 1924 og réðst þá sem hjálparkokkur á togarann Menju, en þar var skipstjóri Karl Guð- mundssson sem margir eldri Reykvíkingar muna, en hann starfaði árum saman við Slippfé- lagið í Reykjavík. Árið 1927 réðst Tómas á Kveldúlfstogarann Skallagrím sem Guðmundur Jónsson frá Reykjum stýrði og síðan á togarann Baldur. Lengst af var Tómas kyndari á þessum togurum en var þó falið öðru hvoru að leysa af sem vélstjóri, þótt ekki hefði hann þá hlotið menntun sem slíkur eða lokið til- skildum prófum. Árið 1929 taldi Tómas sig reiðu- búinn að taka stefnuna að áður settu marki, að leita sér frekari menntunar. Þetta ár byrjaði hann nám í vélvirkjun hjá Vélsmiðjunni Hamri og síðan nám í Iðnskólan- um og lauk þaðan prófi 1932. Næsta þrep steig Tómas ótrauður þótt peningaráð væru lítil, en kjarkur og vilji voru fyrir hendi og vélstjóraprófi lauk hann árið 1934 með ágætum vitnisburði. Strax að loknu námi í Vélskól- anum réðst Tómas á togarann Ólaf sem vélstjóri. Hann var þar nokkur ár en nýhættur þegar skip- ið fórst með allri áhöfn. Mun Tóm- as alls hafa þrisvar borið sig í land úr skipum, sem skömmu síðar fór- ust. Eftir veru sína á Ólafi réðst Tómas til Eimskipafélags íslands og varð þriðji vélstjóri á es. Gull- fossi. Þetta skip „fraus" inni í Kaupamannahöfn í heimsstyrj- öldinni síðari og kom Tómas heim í hinni frægðu Petsamoför ms. Esju ásamt hundruðum annarra íslendinga, sem innlyksa höfðu orðið í striðinu í Danmörku og á hinum Norðurlöndunum. Nokkru eftir þetta verða þátta- skil í lífi Tómasar. Hann er nýlega farinn af es. Gullfossi þegar hann var skotinn niður út af Garðskaga og ræðst þá til starfa hjá Olíu- verslun íslands hf. Varð hann stöðvarstjóri félagsins, á olíustöð þess á Klöpp við Skúlagötu. Nokkru síðar var farið að huga að landi undir nýtt athafnasvæði fyrir fyrirtækið. Fljótlega mun hafa tekist gott samstarf milli forstjórans Héðins Valdimarsson- ar og Tómasar og saman unnu þeir að vali staðar og uppbyggingu nýrrar stöðvar. Komu helst þar til greina Arnarnes eða Laugarnes. Jörðin Hólar við Kleppsveg var keypt og var hafist handa um framkvæmdir. Ekki veit ég hvort saga þessa fyrirtækis geymir þátt Tómasar í uppbyggingu þessa þáttar fyrirtækisins, en hann var mikill. Voru t.d. frumteikningar og skipulagsdrög unnin af honum á heimili hans. Þegar stöðin tók til starfa varð Tómas þar stöðvar- stjóri og gegndi því starfi þar til hann hætti hjá fyrirtækinu. Tómas var handgenginn Héðni og fylgdi honum m.a. í stjórn- málabaráttu hans. Nokkru eftir fráfall Héðins fór þó hugur Tóm- asar að snúast í aðra átt í þeim efnum og síðustu áratugina fylgdi hann Sjálfstæðisflokknum að mál- um, en var ófeiminn á gagnrýni sína, þegar honum þótti sem betur mætti fara hjá þeim sem þar réðu. Árið 1955 hætti Tómas störfum hjá Olíuverslun íslands. Starf- rækti hann um tveggja ára skeið eigið bílaverkstæði ásamt bróður sínum en þá verða aftur þáttaskil í lífi Tómasar er hann réðst sem starfsmaður til Vélstjórafélags ís- lands. Tómas var þegar hér var komið vel kunnugur öllu félags- starfi og hóf sín félagsmálastörf snemma. Hann átti sæti í stjórn félags járnsmíðanema og var m.a. for- maður félagsins árin 1929—1931 og í stjórn Vélstjórafélagsins var hann kosinn 1939 og formaður þess félags var hann í þrjú kjör- tímabil eða árin 1948—1950. Erill starfsmanna sem hjá stéttarfélögum starfa er mikill og þekkja þar ekki aðrir betur til en í hafa komist. Samt tókst honum að leggja sinn drjúga skerf af mörk- um við undirbúninginn að stofnun Sparisjóðs vélstjóra, og hann vann við rekstur sparisjóðsins og átti sæti í stjórn hans til 1966. Um það leyti lét hann af störfum sem dag- legur starfsmaður félagsins, en átti lengi fyrir og eftir það sæti í ýmsum stofnunum sjómanna fyrir Vélstjórafélagið. Má nefna t.d. stjórn Landssambands lífeyris- sjóða, stórn Lífeyrissjóðs sjó- manna frá byrjun til 1968 og í stjórn Lífeyrissjóðs Eimskipafé- lags íslands, sömuleiðis lífeyris- sjóðanna Skjaldar og Hlífar frá stofnun þeirra og um langt árabil. Eftir að hann lét að mestu af fé- lagsmálastörfum rak hann fast- eignasölu með Valdimar syni sín- um. öll þessi störf Tómasar Guð- jónssonar voru mikil að vöxtum en þó er ógetið um það starf hans sem honum þótti hvað vænst um, eins og reyndar má segja um fleiri sem þar hafa lagt hönd að og leggja enn, en það voru störf hans í þágu Sjómannadagssamtakanna. Löngu áður en hann tók sjálfur sæti í Sjómannadagsráði var hann einn fjölmargra sjómanna sem lögðu mikið starf af mörkum við sjávarútvegssýninguna fyrri, sem samtök þessi stóðu fyrir í Græn- metisskálanum við Sölvhólsgötu. Vann Tómas þar sem sjálfboðaliöi í sínu fyrsta sumarleyfi. Við sam- bærilega sýningu samtakanna, sem haldin var i íþróttahöllinni í Laugardal 1968 — „íslendingar og hafið“ — starfaði Tómas einnig, en þá sem aðstoðarframkvæmda- stjóri. Tómas Guðjónsson átti sæti sem fulltrúi Vélstjórafélagsins í Sjómannadagsráði frá 1957—1982 eða samtals 25 ár og þar af í stjórn í 22 ár. Tómas átti því sinn stóra þátt í hinu merka uppbyggingarstarfi Hrafnistuheimilanna frá byrjun og annarra velferðar- og fjáröfl- unarmála sem samtök þessi hafa staðið að öll þessi ár. Að verðleik- um var hann heiðraður á Sjó- mannadaginn 1978. Fyrir sitt mik- ilsverða framlag, alúð, áhuga og allt hið góða sem hann lagði til þessara mála, eru honum færðar þakkir nú. Ekki skil ég við þessi skrif mín um vin minn Tómas, nema geta áhuga hans á ræktunarstörfum í ám og vötnum. Áhugi og þekking Tómasar á þessum málum var mikil. Þennan áhuga sagði Tómas mér, að hann hefði fengið um borð í togaranum Skallagrími frá Bjarna heitnum Sæmundssyni fiskifræðingi sem venjulega fór tvær ferðir á vertíðinni með skipi þessu til rannsókna. Oft stríddi hann okkur, sem skipstjóralærðir voru, á því að kyndarinn hafi verið eini maður- inn sem sýndi starfi Bjarna ein- hvern áhuga. Tómas var aðeins tvítugur að aldri er hann setti fyrstu laxaseiðin í á. Allt sitt líf úr því stundaði hann þetta ræktun- arstarf víðsvegar um land. Áhugi hans á auðlegð hafsins við strend- ur landsins var mörgum alþingis- mönnum kunnur, því árum saman vann hann að fjáröflun til rann- sókna á þessu sviði. Ég líkti Tóm- asi einu sinni við bandarísku þjóð- sagnapersónuna Jhonny Appel- tree. Sá síðarnefndi fór sveit úr sveit og lagði grundvöll að ræktun eplatrjáa með sínu brautryðj- andastarfi. Tómas fór sveit úr sveit og ræktaði ár okkar. Fyrir honum var fiskeldi og lax- og sil- ungsveiðar sem því fylgdu ekki bara sport, heldur ræktun auð- legðar, sem landsmönnum bæri skylda til að sýna meiri ræktar- semi, óbornum kynslóðum til ynd- isauka og hagsældar. Ég hefi oftsinnis sagt áður og segi enn að fyrir fjölskyldumenn sem standa í tímafrekum félags- málastörfum verði þau lítt vinn- andi, hafi eiginkonan ekki næman skilning á eðli þessara starfa og axli sinn hluta þess álags sem þeim fylgir. Það gerði ágæt eig- inkona Tómasar svo sannarlega. Tómas kvæntist Ingu Sigríði Pálsdóttur frá Mosvöllum í ön- undarfirði þann 8. apríl 1938. Hún er dóttir Páls Guðmundssonar ís- hússtjóra á Hnífsdal og Guðrúnar Sólborgar Jensdóttur. Tómas og Sigríður eignuðust fjögur mann- vænleg börn sem eru: Adolf, tæknifræðingur, hans kona er Sig- rún L. Baldvinsdóttir og eiga þau eitt barn. Guðjón, hagræðingar- ráðunautur, kvæntur Þuríði Gísla- dóttur og eiga þau þrjú börn. Valdimar, viðskiptafræðingur og kennari í VÍ, kvæntur Sigríði Zoega og eru þeirra börn þrjú. Yngst er Guðrún Sólborg sem gift er Sigurði Sumarliðasyni og eiga þau þrjú börn. í dag er Tómas Guðjónsson kvaddur og störf hans þökkuð. Ég flyt Sigríði eiginkonu Tóm- asar og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur. í hugum þeirra mun geymast minningin um góðan föður sem lagði sig fram um að skapa fjölskyldu sinni gott heimili og koma börnum sínum til mennta. Við sem unnum með honum um langt árabil geymum í huga okkar minningu um góðan félaga og mætan mann, sem lagði sig allan fram svo hugsjónir hans mættu rætast. Hugsjónir, sem beindust meðal annars að því að búa öldr- uðum og þeim sem minna mega sín betra líf, og að því að gera landið okkar auðugra og betra til búsetu en það er í dag. Blessuð sé minning Tómasar Guðjónssonar. Pétur Sigurðsson 1. október sl. andaðist Tómas Guðjónsson, vélstjóri. Með brott- för hans hverfur af sjónarsviði merkur maður sem skilið hefur eftir sig djúptæk spor í félagsmál- um sjómanna. Fyrstu kynni okkar Tómasar urðu 1939. Þá var hann vélstjóri á Gullfossi gamla. Ég man að ég fór með skipinu til Vestmannaeyja á þjóðhátíð þar. Farþegar voru margir og var ég í lest eins og margir fleiri. Kuldahroll setti að mér og stalst ég þá inn á vélartopp skipsins en þar inn af var hlýr baðklefi. Lagðist ég þar til svefns og svaf drjúga stund. Er ég vakn- aði fór ég niður í vélarúmið, þann heim er ég hugðist búa mig undir að gera að ævistarfi mínu. Á verði var einn vélstjóri og hafði hann í nógu að snúast. Fylgdist ég lengi með störfum hans og hinum stóru þunglamalegu ganglimum gufu- vélarinnar. Þegar vélstjórinn kom auga á mig bað ’nann mig kurteis- lega að yfirgefa vélarúmið. Hon- um leist auðsjáanlega ekki vel á mig. Þetta var Tómas Guðjónsson. Ekki grunaði okkur þá að forsjón- in hefði ætlað okkur síðar náið samstarf um tæpra 20 ára skeið. Hlógum við oft síðar að þessum fyrstu kynnum. Árið 1948 lágu leiðir okkar sam- an á ný en þá var Tómas kjörinn formaður Vélstjórafélags íslands og ég meðstjórnandi hans. Ég þekkti þá töluvert til Tómasar. Hann hafði áður verið kjörinn í stórn félagsins og átti þar sæti á árunum 1939—41. Stóð talsverður styrr um Tómas þá. Þótti hann róttækur og vildi ýmsu breyta í stéttarfélagi sínu en margir tóku það óstinnt upp. Tómas hafði þá þegar öðlast mikla félags- og lífsreynslu. T.d. var hann formaður félags járn- smíðanema á árunum 1929—31 en það þótti fásinna og djarft af mörgum að slíkt félag skyldi vera til. Tómas hreifst mjög af hinum glæsta verkalýðsforingja Héðni Valdimarssyni og tileinkaði sér síðar ýmislegt af áhugamálum hans. Árið 1934 lauk Tómas vélstjóra- námi við Vélskóla íslands og sigldi á togaranum ólafi til ársins 1936 en réðst þá til Eimskipafélags ís- lands. Sigldi hann á Gullfossi þar til skipið lokaðist inni i Danmörku árið 1940 vegna styrjaldarinnar. Kom Tómas heim með ms. Esju frá Petsamo og réðst þegar á es. Goðafoss. Var Tómas í þessu skiprúmi til ársins 1942 að hann fékk starf hjá Olíuverslun íslands. Varð hann fljótt stöðvarstjóri þar og gegndi því starfi um 12 ára skeið eða á árunum 1943—55. Árið 1950 dró Tómas sig í hlé úr félagsmálum vélstjóra vegna anna í starfi sínu. Árið 1955 hætti Tómas hjá B.P. og hóf rekstur bifreiðaverkstæðis með bróður sínum. Árið 1957 vant- aði okkur framkvæmdastjóra fyrir Vélstjórafélag íslands. Leit- uðum við þá til Tómasar og féllst hann á að ráða sig í hálft starf. Starfaði hann síðan í nokkra mán- uði að hálfu hjá félaginu og að hálfu í bifreiðaverkstæðinu. Reyndar fékk hann lftinn frið til að tvískipta sér því að við vorum eins og gráir kettir í tíma og ótíma inni á verkstæðinu með ýmislegt félagsmálakvabb. Varð það síðan að samkomulagi að Tómas varð heilsdagsmaður hjá vélstjórafélaginu. Starfaði Tómas þarna með okkur af mikl- um áhuga og félagsstarfsemin jókst ár frá ári. Samningum vél-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.