Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983
39
fræðingur, Anna Sigríður sem
stundar nám í Verslunarskólanum
og Elfa Dögg augasteinn allra.
Eitt barnabarn er komið í hóp-
inn, sonur Jóhanns.
Það er von min og trú að það sé
þeim öllum styrkur í raun að fjöl-
skyldan er öll á sama stað í Efsta-
sundi 62, en þangað fluttu þau
fyrir nokkrum árum.
Ættir Símonar komu frá Suður-
landi, Helga móðir hans var dóttir
Símonar Símonarsonar frá
Vatnskoti í Þingvallasveit. Var
hann síðasti bóndinn í þjóðgarði
íslendinga, konan hans var Jónína
Sveinsdóttir. Er Vatnskotsfólkið
þekkt fyrir hugvit og framtaks-
semi og hugrekki til að fara
ótroðnar slóðir.
Afkomendur Símonar og Jónínu
hafa reynst afburðafólk.
Faðir Símonar var Gunnlaugur
Melsted, byggingarmeistari.
Var hann um tíma einn af um-
svifamestu byggingarmeisturum í
Reykjavík. Hann var sonur Bjarna
Melsted, bónda i Framnesi, Skeið-
um. Bjarni var kominn af stórum
ættum, barnabarn Bjarna Thorar-
ensen í móðurætt og í föðurætt
barnabarn Páls Melsted.
Báðir voru þessir forfeður Sím-
onar amtmenn.
Móðir Gunnlaugs var Þórunn
Guðmundsdóttir frá Miðengi í
Grímsnesi.
Örlögin höguðu því þannig til að
Símon kynntist aldrei föðurfor-
eldrum sínum, þar sem þau voru
látin fyrir hans tíð.
Vatnskot og fólkið sem þar bjó
var Símoni mjög kært. Þar dvald-
ist hann oft og þar var hans annað
heimili einkum framan af ævinni.
Þangað sótti hann í frítímum. Þar
hittust fjölskyldur okkar um há-
vetur, þegar farin var sunnudags-
ferð fyrir nokkrum árum. Var þá
notað tækifærið og eldri sonur
minn fékk tilsögn i skautaíþrótt
og yngri sonur minn fór langa
bunu um ísinn borinn ( fangi Sim-
onar.
Það er táknrænt að á þeim tíma,
sem Þingvellir eru í fallegasta
skrúða að margra dómi, kveður
Símon þetta lif, lífsblóm hans
fölnar og feykist burt með haust-
vindunum.
Ættingjar, vinir og vandamenn
sjá eftir manni sem lét sig varða
um mál annarra, var ætið boðinn
og búinn til að hjálpa, kom hreinn
og beinn fram, kjörinn leiðtogi án
þess að trana sér fram. Þessum
dreng má ekki gleyma. Þessum
dreng gleymir enginn sem kynnt-
ist honum. Við ættingjarnir höld-
um minningu um hann i hugskoti
okkar til æviloka.
Laufey, börnunum, barnabarn-
inu, móðurinni, systkinunum,
tengdafólkinu og öllum sem stóðu
honum næst ætla ég að alvaldið
huggi í harmi og veiti þeim styrk.
Sveinbjörn Matthíasson.
Halldóra Páls-
dóttir — Minning
Fædd 6. febrúar 1919.
Dáin 28. ágúst 1983.
Þann 3. september sl. var frú
Halldóra Pálsdóttir, Grænuvöll-
um 1, Selfossi, kvödd hinstu
kveðju frá Selfosskirkju.
Halldóra var fædd að Eystra
Fróðholti á Rangárvöllum, 6.
febrúar 1919, dóttir sæmdarhjón-
anna Sigrúnar Sveinbjarnardótt-
ur og Páls Pálssonar, sem bjuggu
þar allan sinn búskap. I Fróðholti
var Páll faðir Halldóru einnig
fæddur og uppalinn. Halldóra ólst
upp í foreldrahúsum ásamt tveim-
ur bræðrum sinum, Páli Júliusi og
Þórarni.
Páll faðir Hallóru var kominn
af hinum traustustu ættum svo
sem Guðbjörg Jónsdóttir frá
Rangá í Reykjavík hefir rakið
skilmerkilega í niðjatali Þorbjarg-
ar Jónsdóttur og Nikulásar Ei-
ríkssonar búandi i Sleif í V-Land-
eyjum 1835—1871, en þar rekur
Guðbjörg ætt Steinunnar móður
sinnar Pálsdóttur m.a. til önnu á
Stóru-Borg, Vigfúsdóttur, sýslu-
manns i Rangárþingi um 1500.
Steinunn var föðursystir Hall-
dóru.
Ég sem rita þessar linur þekkti
fjölskylduna í Fróðholti frá þvi
fyrst ég man eftir mér og gleymi
þvi aldrei hversu þægilegt mér
þótti að koma að Fróðholti, þar
sem maður mætti ávallt jafn
þægilegu viðmóti. Þar var snyrti-
mennska, regla og góð umhirða á
öllum hlutum utan húss sem inn-
an augljós þeim er til þekktu.
Halldóra hlaut þannig snyrti-
mennsku sem góðan arf úr föður-
húsum, arf sem hún varðveitti vel
enda studd af manni sinum, sem
alla tið hefir verið sérstakt snyrti-
menni.
Fimmtán ára gömul hleypti
Halldóra heimdraganum og fór til
Reykjavíkur, þar sem hún réðst i
vist til Halldórs Hansen, læknis,
og frúar, og var hjá þeim 4 vetur.
Halldóra taldi það hafa verið góð-
an skóla fyrir sig að dveljast hjá
læknishjónunum á Laufásvegi,
enda batt hún vináttu við fjöl-
skylduna sem ætíð hélst óslitin.
Einn vetur starfaði Halldóra i vist
hjá Bergi Friðrikssyni, skipstjóra,
og Guðrúnu Beck, konu hans,
Bræðraborgarstfg 54. Siðar átti
það fyrir Halldóru að liggja að
giftast ólafi bróður Bergs.
Á hverju vori kom Halldóra
heim að Fróðholti i hina fögru
sveit sína, þar sem hún unni um-
hverfinu á bökkum Þverár með
hinn víðfeðma fjallahring, sem
m.a. Jónas Hallgrímsson lýsir svo
vel i kvæðinu „Gunnarshólmi".
Fróðholt er á suðurbökkum Þver-
ár en um 20 km vestan Gunnars-
hólma.
Halldóra giftist 6. júni 1943 eft-
irlifandi manni sínum ólafi Frið-
rikssyni frá Rauðhálsi í Mýrdal.
Þau hófu búskap i Vestmannaeyj-
um og bjuggu þar fyrsta árið, en
þar hafði Olafur stundað sjóróðra
margar vertíðir með aflaskipstjór-
anum Þorvaldi Guðjónssyni mági
sinum á Leó VE 294, en mörg sum-
ur starfaði ólafur hjá föður mín-
um, Sveini Böðvarssyni á Uxa-
hrygg, sem er næsti bær við
Fróðholt. Ég man vel að mér þótti
mikið til um hvað ólafur hafði
fundið sér fallegt konuefni, þegar
hann opinberaði með Halldóru, en
hún var sérstaklega fönguleg
stúlka.
Vorið 1945 fluttust þau hjónin
frá Vestmannaeyjum að Skálavík
á Stokkseyri, en ólafur stundaði
þá húsasmiði hjá Guðmundi Á.
Böðvarssyni á Selfossi. Árið 1947
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður.
Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum-
ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera
vélrituð og með góðu línubili.
LOKAÐ
vegna jaröarfarar
TÓMASAR GUÐJÓNSSONAR,
vélstjóra,
veröa skrifstofur sjómannadagsráös Hrafnistu-
heimilanna í Reykjavík og Hafnarfiröi og aöalum-
boö Happdrættis DAS, Aöalstræti 6, lokað milli 13
og 15 í dag.
Sjómannadagsráð.
fluttu þau svo að Selfossi þar sem
þau siðan byggðu sitt eigið hús að
Tryggvagötu 1, í félagi við for-
eldra mína. Þar bjuggum við í
góðu sambýli við þessi ágætu hjón
í nærri 15 ár, þangað til leiðir
minnar fjölskyldu lágu frá Sel-
fossi.
Á þessum stað undi Halldóra
sér vel, enda um margt svipað
æskuslóðum hennar. Þarna sköp-
uðu þau sér fallegt heimili Hall-
dóra og ólafur, heimili, sem alltaf
var jafn notalegt að koma á,
manni leið vel hjá þessum hressu
samhentu hjónum, en bæði hafa
þau átt við langvarandi heilsuleysi
að stríða, en aldrei kvörtuðu þau
og báru sig alltaf eins og ekkert
amaði að þeim.
Ég hitti Halldóru seinast á
Landspítalanum rúmum mánuði
áður en hún dó og fannst mér að-
dáunarvert hversu hress i anda og
glaðleg hún var, þrátt fyrir erfiða
legu, en þar kom fram hinn sterki
persónuleiki sem einkenndi Hall-
dóru og oft minnti mig á Pál föður
hennar. Ef til vill er það arfur frá
önnu á Stóru-Borg, en hún þótti
sterk persóna á sínum tíma.
Halldóra og ólafur eiga eina
dóttur, öldu. Hún er gift Ragnari
Wessman, matreiðslumanni á
Hótel Sögu, og eiga þau tvær ung-
ar dætur, og voru þær augasteinar
ömmu sinnar. Þeim er sár missir
að Halldóru ömmu svo ungar sem
þær eru. Alda og fjölskylda henn-
ar veitti Halldóru marga gleði-
stund og ómetanlega hjálp i erfið-
leikum seinustu árin.
Mér og fjölskyldu minni, for-
eldrum og bræðrum hefir verið
sérstök ánægja að þvi að þekkja
Halldóru. Við bræðurnir lítum á
ólaf mann hennar sem uppeld-
isbróður okkar. Hann kom fyrst 19
ára gamall til föður mins og var
hjá honum ( fjöldamörg ár, þang-
að til hann giftist.
Nú þegar Halldóra er öll, eigum
við fallega minningu um prúðu
konuna góðu, en hún á örugga
bjarta heimvon, því hún æðraðist
aldrei, byggði hús sitt á bjargi i
trú sinni á Guð.
Ég og fjölskylda min vottum
ólafi, öldu, fjölskyldu hennar og
öðrum aðstandendum Halldóru
innilega samúð.
Blessuð sé minning Halldóru
Pálsdóttur.
t
Elginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
TÓMAS GUÐJÓNSSON,
vélstjóri,
Tjarnarstíg 2, Seltjarnarnesi,
veröur jarösunginn frá Oómklrkjunni 1 Reykjavík þriöjudaginn 11.
október kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Heiisugæzlusjóö Hrafnistu.
Sigrióur Pálsdóttir,
Adolf Tómasson, Sigrún Baldvinsdóttir,
Guójón Tómasson, Þurfður Gisladóttir,
Valdimar Tómasson, Anna Sigrlöur Zoéga,
Guórún S. Tómasdóttir, Siguröur Sumarlíöason
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur
okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
JÓHÖNNU BJARNADÓTTUR
frá Ásgaröi.
Salbjörg Magnúsdóttir, Ethelen Magnússon,
Jóhanna K. Magnúsdóttir, Ingvar Hallgrímsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og
jaröarför,
TÓMASAR LÁRUSSONAR,
Álftagróf.
Sigurbjörg Bjarnadóttir,
Elín Tómasdóttir, Ólafur Björnsson,
Erna Lára Tómasdóttir, Kristinn Þ. Jóhannsson,
Helga Tómasdóttir, Gunnar Auðunn Oddsson,
Sigríöur Tómasdóttir, Valdimar Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö
og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar,
tengdafööur og afa,
ELÍSS BJARNASONAR.
Kristrún Guönadóttir,
Ólína Elisdóttir, Guömundur Elis Magnússon,
Elísabet Birna Elfsdóttir, Jóhann Sigurösson,
Svanur Elísson, Anna Margrát Jóhannsdóttir.
t
Alúöarþakkir til allra þeirra sem vottuöu okkur samúö viö andlát
og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
ÞURÍÐAR GÍSLADÓTTUR
frá Bjarmalandi,
Sandgeröi.
Sérstakar þakkir til sóknarnefndar, kórfélaga og annarra íbúa
Miöneshrepps sem vottuöu henni viröingu sína á ógleymanlegan
hátt.
Helga Kristófersdóttir, Gfsli Júlfusson,
Ingibjörg Sara Jónsdóttir, Oliver G. Kristófersson
Guölaug Kristófersdóttir, Guöjón Árni Guðmundsson,
Guörún Andrea Guðmundsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem vottuöu okkur samúö og vin-
arhug viö fráfall eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa
og langafa,
SÆMUNDAR B. ÞÓRDARSONAR.
Sérstakar þakklr færum viö starfsfólki öldrunardeildar Borgarspít-
alans.
Guörföur Jónsdóttir,
Þórhildur Sæmundsdóttir,
Jón Gunnar Sæmundsson, Kristfn Kjartansdóttir,
Smári Sæmundsson, Guörföur Gfsladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kveðjukaffi-
Hlýleg salarkynní fyrir erfisdrykkju
og œttarmót.
Upplýsingar og pantanir í sima 11633.
LKvoóinnL
Caté fíosanberg.
Jón Þ. Sveinsson.