Morgunblaðið - 11.10.1983, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983
45
VELVAKANDI
SVARAR f SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
, . TIL FÖSTUDAGS
nyi/jyam^-a^'u n
Vonandi sameinast Reykvíking
ar um að stöðva þennan ósóma
0545—0098 skrifar:
„Velvakandi.
Ég skrifaði þér fyrir nokkru um
fremur fátæklegt útlit eldri húsa
við Austurstræti.
Þessi ábending hefur greinilega
borið árangur, því nú hafa mörg
þessara húsa verið máluð, þrátt
fyrir rigningasamt sumar, og sum,
samanber hús Thorvaldsensfé-
lagsins, fengið nýtt útlit strætinu
til sóma.
Lesandi svaraði grein minni
fáum dögum eftir að hún birtist
með viðeigandi mynd af strætinu,
og lýsti því yfir, að eigendur verzl-
unarhúsa hefðu ekki efni á því, að
halda þeim við, vegna gjalds, sem
lagt er á verzlunarhúsnæði. Þessi
barlómur virðist hafa verið ónauð-
synlegur.
Nú er annað vandamál á ferð-
inni í okkar kæru borg. Eftir
hverja einustu helgi má sjá á göt-
um og strætum borgarinnar, og
ekki síst á bifreiðastæðum bygg-
inga í nágrenni við skemmtistað-
ina, hrúgur af glerbrotum, sem
kærulausir borgarar á leið til
heimkynna sinna frá veitingahús-
unum hafa myndað, með því að
kasta gos- og vínflöskum í göturn-
ar og að því er virðist, hafa
ánægju af því að heyra þær brotna
og springa.
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
cða hringja milli kl. 11 og 12,
mánudaga til fostudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins
utan höfuðborgarsvæðisins, að
þcir iáti sinn hlut ekki eftir liggja
hér í dálkunum.
Þetta hefur í för með sér miklar
skemmdir á hjólbörðum bifreiða-
eigenda, sem verða að aka um
þessar götur og stræti og nota
bílastæðin snemma dags eftir
helgina, áður en hreinsunardeild
borgarinnar, sem vafalaust hefur
nóg á sinni könnu, er komin i gang
með að hreinsa ósómann.
Þá er sú hætta að vegfarendur,
gamalt fólk, böm og menn og kon-
ur á öllum aldri, geta stórmeitt
sig, ef þeim yrði á það óhapp að
detta í frumskóg glerbrotanna.
Framundan er vetur og hálka oft
óhjákvæmileg, a.m.k. snemma á
morgnana, og því enn meiri hætta
á slíkum slysum, þótt ekki sé rætt
um alla hjólbarðana, sem skemm-
ast eða springa.
Samkvæmt lögreglusamþykkt
Reykjavíkurborgar er bannað að
kasta rusli og brjóta gler á götum
og strætum borgarinnar, en engin
Sigurbjörn Þorbjörnsson, ríkis-
skattstjóri, skrifar 6. október:
„í blaði yðar, sem út kom 1.
þ.m., er fyrirspurn frá Haraldi
Blöndal til ríkisskattstjóra. Af því
efni vil ég taka fram:
1. Enginn á rétt á að fá afslátt af
aðflutningsgjöldum. Hins vegar
segir í 3. gr. laga nr. 120/1976
um tollskrá o.fl., að fjármála-
ráðuneytinu sé í allmörgum til-
vikum heimilt að lækka eða
fella niður aðflutningsgjöld af
vörum sem fluttar eru til lands-
ins. Skv. 14. tl. 3. gr. er heimilt
að fella niður aðflutningsgjöld
af bifreiðum ráðherra og sendi-
viðurlög eru við þessu athæfi, svo
lögreglan getur ekki beitt sektum,
ef hún stæði fólk að verki við að
brjóta flöskur á götum borgarinn-
ar eða óhreinka hana á annan
hátt.
Vonandi sameinast allir Reyk-
víkingar um að stöðva þennan
ósóma og taka saman höndum um
að halda borginni hreinni og
glerbrotalausri.
Ég kom til Húsavíkur í sumar.
Allar götur bæjarins voru tand-
urhreinar, hvergi sást glerbrot,
bréf, plastpokar eða nein önnur
óhreinindi og mega Húsvíkingar
vera stoltir af bæ sínum.
Ef fjölga þarf í hreinsunardeild
borgarinnar vegna kæruleysis
okkar sjálfra, verðum við að
greiða kostnaðinn með hærri út-
svörum.
Þökk fyrir birtinguna."
ráðsstarfsmanna. Skv. 27. tl. 3.
gr. er heimilt að lækka eða fella
niður aðflutningsgjöld af bif-
reiðum til öryrkja. Þá er skv.
41. tl. 3. gr. heimilt að lækka
aðflutningsgjöld af bifreiðum
til bifreiðastjóra, sem hafa at-
vinnu af akstri leigubifreiða til
fólksflutninga, af akstri sendi-
ferðabifreiða eða af kennslu i
bifreiðaakstri.
2. Eftirgjöf fjármálaráöuneytis-
ins á aðflutningsgjöldum hefur
ekki verið talin til skattskyldra
tekna.
Virðingarfyllst."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Við reynum að koma á sem flesta staði að
við getum.
Rétt væri: Við reynum að koma á sem flesta staði.
Eða: Við reynum að koma á svo marga staði sem við
getum,. .-,.,—« -.ij.ij.i ..i/j • i. . t'.f'ií
Ríkisskattstjóri:
Eftirgjöf á aðflutnings-
gjöldum ekki verið talin
til skattskyldra tekna
GRLRNT
STATION
Verð frá kr. 325.700
(Gengl 5.8. ’83)
HUGSAÐU
þig tvisvar um áður en þú
kaupir kæli- og frystiskáp.
- Stílhrein hágæða heimilistæki.
EINAR FARESTVEIT CO. HF.
BERGSTADASTRÆ.TI I0A Slmi 16995
Ég valdi KF 325 kæli-
og frystiskápinn frá
Blomberg vegna þess
að skápurinn er hagan-
lega innréttaður með
175 lítra kæli og 150
lítra frysti. Kuldahlífar
eru fyrir hillum í
frysti og mælamir
vel staðsettir að utan.
Hann notar aðeins
■ ' i. \\ . i: ! 11 i ni!
Blomberq