Morgunblaðið - 30.10.1983, Page 33

Morgunblaðið - 30.10.1983, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 81 Til þess að gera lesendum þess- arar minningargreinar nokkra grein fyrir esperanto, skal þetta skráð. Esperantó er hugsað sem alþjóðiegt hjálparmál. Það er ein- falt í byggingu. Höfundur máisins var pólskur gyðingur, Ludvig Zamenhof að nafni. Hann fæddist árið 1859 og lést 1917. Tungumálið var hugsað sem aflgjafi bræðra- lags allra manna. Tungumála- glundroðinn var að dómi Zamen- hofs ein af orsökum úlfúðar milli manna. Á heimaslóðum sínum, í Póllandi, hafði hann séð fjögur þjóðabrot, er ekki skildu hvert annað, liggja í stöðugum erjum. Þetta lagði ólafur S. einnig áherslu á. Esperanto er spor í þá átt, að þjóðir heimsins vinni sam- an og verði eins og bræður. En hræddur er ég um, að Ólafi vini mínum hafi þótt miða hægt hug- sjónamáli dr. Zamenhofs. í ljóði, er ég orti á esperanto, um höfund esperantos, eftir hvatningu ólafs, kemst ég m.a. þannig að orði (þýð- ingin er mín. A.B.S.): I brjósti þínu hugsón átti hæli, þín hugsjón var að skapa frið á jörð. Það gerðist fyrir fjöldamörgum árum, og fæstir vita hve sú raun var hörð. En hvernig skyldi skapa frið í heimi og skilning auka millum þjóða hans? Það yrði fært með einni hjálpartungu; og aflið stærst er þroski sérhvers manns. En þótt hugsjónamenn verði oft fyrir vonbrigðum, brennur ætíð hið innra með þeim eldur áhug- ans. Sú var gæfa ólafs S. Magn- ússonar. Sú var einnig gæfa þeirr- ar þjóðar, er fékk að njóta verka hans. Að lokum skal hér getið kvon- fangs Ólafs. Nokkuð var liðið á manndómsár hans, er hann kvongaðist. Og átti esperanto- hreyfingin þar hlut að máli, því að á einu slíku móti erlendis mun hann hafa kynnst konuefni sínu. Þau voru meira að segja gefin saman á alþjóðamálinu og var það fyrsta hjónavígsla á esperanto hér á landi. Konan heitir Gerda Har- mina, f. Leussink, frá Hollandi. Hefur hún nú íslenskt nafn: Gerða Jónsdóttir. Bæði voru þau sam- hent í lífi og starfi. Hugsjónina áttu þau sameiginlega: esperanto. Gaman var að koma á fund með þeim og öðrum esperantistum. Samstaðan og hugsjónin var öll- um þar hvati að vinna vel. Gerða reyndist manni sínum góður lífs- förunautur. Þau eignuðust tvö mannvænleg börn, Einar og Guð- rúnu. ólafur lést í Borgarsjúkrahús- inu eftir stutta vanheilsu. Hjarta- sjúkdómur var þar að verki. Hann er allur, 65 ára. Nýlega hafði hann látið af störfum og hugðist nú geta sinnt áhugamálum sínum, og bar þar vitanlega hæst alþjóðamálið. Siðasta verk sem hann vann að, var að snúa Njáls sögu á esper- anto. Því verki varð ekki lokið, en mikið og gott starf liggur eftir þennan vin minn. Hann skilaði góðu dagsverki og miklu. Að lok- um langar mig til að kveðja ólaf með nokkrum orðum á esperanto: Koran dankon, mia kara amiko! „En via brusto kreskis idealo: et- ernan krei pacon sur la ter’". „En la mondon venis nova sento, tra la nondo iras forta voko.“ (Zamen- hof.) Ástvinum Ólafs sendi ég samúð- arkveðjur. Auðunn Bragi Sveinsson Við óvænt fráfall ólafs S. Magnússonar rifjast upp áralöng kynni og góðar minningar í göml- um vinahópi, sem jafnan hefur gengið undir heitinu „hollenski hópurinn" meðal þeirra sem heyra og heyrðu honum til. Þessi hópur varð til á 6. áratugnum í kringum nokkra Hollendinga, konur og karla, sem festu ráð sitt á íslandi eða komu hingað í atvinnuleit. Traustur kunningsskapur og vin- átta tókst með þessu fólki ásamt mökum þess, börnum og vinum. Ólafur var í þessum hópi ásamt Gerðu konu sinni, sem er borin og barnfædd í Hollandi. Með láti Ólafs er enn höggvið skarð í þennan gamla vinahóp, og enn setur söknuð og trega að þeim, sem eftir standa. En minningin geymir líka gleði og lífsfyllingu, sem aldrei verður burtu tekin. Ég er sannfærður um að ólafur átti hvort tveggja í ríkari mæli en ætla mætti af hógværð hans og lítillæti. Hann var sáttur við lífið og innilega þakkláttur fyrir það sem hann fékk að njóta í faðmi góðrar fjölskyldu og taldi sig gæfumann. Þetta var honum efst í huga þegar hann grunaði að hverju dró með svo skömmum fyrirvara. Ólafur var hlédrægur maður að eðlisfari, en innra með honum brann eldur hugsjóna um fegurra mannlíf og sanna þekkingu á til- verunni. Ahugi hans á alþjóðleg- um hugðarefnum og íslenskum fé- lagsmálum bar vitni um ábyrgð- artilfinningu og þrá hugsjóna- mannsins, sem er sannfæringu sinni trúr. Hann átti sér trausta lífsskoðun, sem dægurflugur fengu ekki haggað, og helgaði henni tíma sinn og orku í djúpri einlægni. í þessum efnum voru þau hjón samhuga og samtaka og unnu að daglegum verkefnum og áhugamálum hlið við hlið svo að- dáun vakti. Á heimili þeirra ríkti jafnan andi einhugar og staðfestu, sem ekki fór framhjá neinum, er sótti þau heim. Þótt dægurhjal lægi ólafi ekki laust á tungu, gat hann brugðið fyrir sig eftirminnilegum athuga- semdum og tilsvörum, ekki síst ef spurningum var til hans beint sem snertu viðhorf hans eða lífsskoð- anir á einhvern hátt. Þá var eins og eldmóðurinn fengi útrás, hann lifði sig inn í málefnið af óskiptum áhuga, en jafnan með heilbrigða skynsemi og umburðarlyndi að leiðarljósi. Við í „hollenska hópnum" þökk- um óiafi samfylgdina og eftir- minnilegt framlag hans til sam- eiginlegra stunda. Heilindi og hreinskilni voru skýrustu eigin- leikar hans í gagnkvæmum kynn- um í hartnær þrjátíu ár. Það er örvandi og bætandi að hafa átt slíkan mann að vini og félaga. Gerðu, börnum þeirra hjóna, fjölskyldum þeirra og öðrum að- standendum færum við einlægar samúðarkveðj ur. Ingi K. Jóhannesson Blaðburóarfólk óskast! Vesturbær Austurbær Skerjafjöröur sunnan flugvallar II Skipholt 1—50 Qranask'6' Úthverfi Baröavogur Skeiöarvogur ENN EINU SINNI HOFUM VIÐ ENDURUTGEFIÐ ÞESSI GULLALDARVERKÍSLENSKRAR LEIKRITUNAR Rögnvaldur Sigurjónsson Á hljómplötu þessari er aö finna sýnishorn af píanóleik Rögnvaldar Sigurjónssonar frá ýmsum tímum á listabraut hans. Er hér bæöi um aö ræöa endurútgáfur fyrri hljóðritana og hljóöritanir sem nú koma í fyrsta sinn á plötu. Verö aöeins kr. 349. SONGKmm rR fw GULLNA Æw HLIÐIÐ: Eftir Daviö Stefánsson. Fá eru þau skáldrit sem i líkum mæli ÆW og Gullna hliðið hafa átt Rr þvíliku hlutskipti aö fagna aö ZW vera sigild eign allrar þjóöar- Y innar. Allir helstu leikarar lands- manna á fjóröa áratug koma fram í þessu öndvegisverki. 3 plötur í setti, auk leikskrár Verö aöeins 990,00 kr. KLUKKAN eftir Wf Halldór Laxness. Frumuppfærsla Þjóö- leikhússins, þar sem fram kemur fjöldi þjóökunnra leik- ara. T.d. Brynjólfur Jóhannes- son, Lárus Pálsson, Valur Gisla- ^ son og fleiri. Leikstjóri var Lárus ” Pálsson. 4 plötur í setti, auk leikskrár. Verö aöeins 1250,00 kr. ÚRVALSSÖNGLÖG: M.A.-kvartettinn og Smára- jmf kvartettinn frá Akureyri. Viö Vb M þessa hugljufu hljómplötu eru bundnar margar minningar um liöin ár. Hver man ekki eftir þessum lögum: fr .Laugardagskvöld á Gill", „Rokkarnir eru þagnaöir" og “Upp til fjalla" meö M.A.- kvartettinum og „Manstu ekki vina" meö ^ Smára-kvartettinum frá Akureyri. Öll helstu lög P þeirra eru einnig á þessari hljómplötu. Hljómplata þessi hefur ekki veriö fáanleg lengi. Verð 349,00 kr. Fæst einnig í fyrsta sinn á snældu. EINSONGSPERLUR: 14 vinsælustu lög islensku T V þjóöarinnar í meira en þrjá áratugi. Fram koma t.d. Stefán v Islandi — I dag skein sól, Einar Kristjánsson — Hamraöorgin, - f ' ■ Gunnar Pálsson — Sjá dagar koma, Guömundur Jónsson — Hraustir menn, Erling Ólafsson — wB| Mamma, Hreinn Pálsson — Dalakofinn, * Guörún Á. Símonar — Jealousy og flelrl. ,, Verö 299,00 kr. Fæst einnig á snældu. K' SÖNGKVEÐJUR: ^^18 sönglög eftir Sigurð Ágústsson frá Birtingarholti viö Ijóös^ ^^eftir okkar þekktustuskáld, svosem Davíö Stefánsson, Jóhannes út X ^ Kötlum, Einar Benediktsson og fleiri. Verð 399,00 kr. FÆST í HLJÓMPLÖTUVERSLUNUM UM LAND ALLT. FÁLKINNnF Ql lAl irlanHchrai it fl I Ol mnimni O A A ■ mli ■mirvví Suöurlandsbraut 8, Laugavegi 24, Áusturveri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.