Morgunblaðið - 08.12.1983, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983
41
Sjálfsbjargarvið-
leitni eldri borgara
— eftir Guðjón B.
Baldvinsson
Hljóðnað hefur til mikilla muna
um málefni ísienskra þegna,
þeirra sem náð hafa lögaldri líf-
eyrisþega. Við hvað er þá miðað?
Umræðu þá sem fylgdi í kjölfar
ákvörðunar um að tileinka nú eitt
ár þeim öldruðu. Margt var rætt
og ritað um aðbúnað lífeyrisþeg-
anna í þjóðfélaginu. Vitanlega lifa
fagrar setningar áfram, og það
bjarmar ennþá í svip sumra ráða-
manna þegar minnst er á málefni
þessa hóps.
Vissulega myndast áhyggju-
hrukkur sömu manna, þegar kem-
ur að því að opna pyngju samfé-
iagsins. En hjá því verður ekki
komist að bættur aðbúnaður
krefst fjármagns. Dvalarheimili
og sjúkrastofur rísa ekki af sjálfu
sér.
Frjáls samtök þegnanna hafa
unnið stórvirki á því sviði að búa
fötluðum og gömlum vistheimili
og sjúkrastofur. Vonandi verður
því starfi framhaldið af engu
minni framkvæmdasemi en verið
hefur, en hver og hvar er þá hlut-
ur samfélagsins og þá einkum
ríkisins?
Við skulum gæta þess samborg-
arar góðir, sem kenndir erum við
elli, að það gerist ekkert af sjálfu
sér. Það hefur verið yfirlýst að
samtök aldraðra væru ekki mynd-
uð sem þrýstihópur, heldur til að
efla samhyggju og samheldni
hópsins í því skyni að veita birtu
og yl yfir ævikvöldið, þetta loka-
skeið jarðvistar, sem Frakkar
nefndu fyrstir manna þriðja
æviskeiðið.
Samtök aldraðra, sem eru með
ýmsu móti uppbyggð, munu áreið-
anlega starfa að þessu markmiði.
En það hefur óþyrmilega komið á
daginn að stöðvun verður á mjög
þýðingarmiklum framkvæmdum,
ef raddirnar þagna, þær sem
heyrðust svo vel í fyrra. Hik og
hálfvelgja þeirra fulltrúa, sem
biðluðu til okkar við kosningarnar
á þessu ári, hljóta að vekja okkur
til umræðu og áróðurs fyrir mál-
efnum aldursflokksins. Það er
ekki unnt að heimta allt f sama
Guðjón B. Baldvinsson
Skrafað er um það manna
á meðal, að það sé ekki
aðeins frágangur spítala-
rýmis, sem sé vandamálið,
heldur og tregða starfs-
fólks, sem nauðsynlegt er
til að annast þessa sjúkl-
inga, sem margir hverjir
verða langlegusjúklingar.
Sé þessi orðrómur sannur,
þá er hér komið upp fé-
lagslegt vandamál, sem
krefst athygli og úrræða
til umbóta.
vetfangi, og það er ekki heppilegt
að dreifa athyglinni um of frá því,
sem brýnast er. Þeir sem bíða eft-
ir úrlausn um húsnæði hér á höf-
uðborgarsvæðinu eru of margir og
búa við þær aðstæður að þeirra
kröm og kvöl hlýtur að hafa for-
gang í hjartarúmi kjörinna full-
trúa þeirra.
Þess vegna undrast hver sá, er á
snefil samúðar í sálu sinni, að
B-álma Borgarspítalans skuli ekki
óhindrað fá nauðsynlegar greiðsl-
ur úr sameiginlegum sjóðum
okkar, til þess að bygging hennar
— frágangur — geti án tafar hald-
ið áfram. Er nokkurt vit í því að
skrásetja hundruð borgara, sem
eiga hvergi höfði sínu að haila,
sem eru sjúklingar, sem búa við
algerlega óviðunandi húsrými,
sem eru ófærir um að annast
nauðsynlegustu daglegar útrétt-
ingar, sem kannske eru sendir
heim eftir stutta sjúkrahúsvist, til
dvalar hjá öðrum öldruðum maka
eða aðstandanda, sem sjálfur er
kominn að fótum fram, er vit í að
færa nöfn þeirra á skrá Félags-
málastofnana og gera ekkert til
úrbóta?
„Er þetta hægt Matthías?"
Þarfir samfélagsins eru margar,
en eru margar sem teljast brýnni
frá sjónarhóli miskunnsama Sam-
verjans?
Skrafað er um það manna á
meðal, að það sé ekki aðeins frá-
gangur spítalarýmis, sem sé
vandamálið, heldur og tregða
starfsfólks, sem nauðsynlegt er til
að annast þessa sjúklinga, sem
margir hverjir verða langlegu-
sjúklingar. Sé þessi orðrómur
sannur, þá er hér komið upp fé-
lagslegt vandamál, sem krefst at-
hygli og úrræða til umbóta.
Hvað er að? Er þetta einn angi
þeirrar ómannlegu hugsunar að
aldrað fólk sé best komið sér í
hópi? Er þrekleysi orðið svo al-
gengt og yfirþyrmandi að starfs-
fólk skorti úthald og afl til að
sinna langlegusjúklingum? Er
hjúkrunarfólk komið svo langt úr
leið, frá hugsjónum Florence
Nightingale að sjúklingar séu
flokkaðir til meðferðar eftir ein-
hverju forgangskerfi?
Vitanlega veldur hér nokkru um
að skortur er á menntun miðað við
þarfir aldraðra sjúklinga, e.t.v. er
einnig um að ræða takmarkaða
fræðslu um sálgæslu, sem er þýð-
ingarmikill þáttur í umgengni við
aldraða.
Ritari þessara orða hefur enga
ástæðu til að leggja dóm á sann-
leiksgildi þessa orðróms, en mörg-
um þykir undarlegt hversu seint
gekk að manna þá litlu deild
B-álmunnar, sem tekin hefur verið
í notkun fyrir aldraða. Er þá ekki
hreinlegra að gefa aðilum kost á
að gera opinberlega grein fyrir
viðhorfum sínum heldur en ala á
misjafnlega velviljuðum og
óstaðfestum orðrómi? Þegar
eitthvað fer úrskeiðis er þá ekki
eðlilegt að ræða það opinskátt og
hreinskilnislega í því skyni að
leita úrræða til bóta?
Guðjón B. Baldrinsson er formað-
ur Sambands lífeyrisþega ríkis og
bæja.
Kveiktu
á perunni
maður
Haö eru verðlagsmálin sem eru á döfinni í dag og
verslanir sem eru ódýrastar og bestar stækka og
eflast á kostnað hinna.
Við getum gefið þér einfalt ráö til að spara pen-
inga þegar þú kaupir húsgögn:
Það er að koma til okkar, skrifa
niður verð og gæði og bera
þetta saman við verð í öðrum
húsgagnaverslunum.
Þá kemstu að því aö yfirleitt er veröiö okkar á minni hlutum
þúsundum króna og á stærri hlutum jafnvel tugþúsundum
króna lægra en aörir bjóöa.
HAGSÝNN VELUR ÞAÐ BESTA
2ja ára ábyrgð
á öllum
húsgögnum
Ókeypis 72 síðna
húsgagnamyndalisti.
Gáta
dagsins
Hvort kostar þessi
leöurstóll 5.320
eða 8.320?
BVS6&6NAB0LLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410