Morgunblaðið - 04.01.1984, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
2. tbl. 71. árg.
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Jackson fékk flugmanninn lausan:
„Hlakka mest til
að knúsa konuna“
— voru fyrstu orö flugmannsins Goodman
WjLshington, Damascus. 3. janúar. AP.
SÉRA JESSE Jackson, sem keppir að útnefningu sem forsetafram-
bjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, tókst að fá banda-
ríska þotuflugmanninn Robert Goodman leystan úr haldi í Sýrlandi,
en mánuður er síðan að Goodman var handsamaður eftir að Sýr-
lendingar höfðu skotið niður þotuna sem Goodman var í er hún
gerði loftárásir á stöðvar Sýrlendinga í Líbanon. Félagi Goodmans í
þotunni, lét lífið.
Robert Goodman brosir breitt er hann rabbar við fréttamenn í Damascus í gær. Næsti maður til vinstri við hann er
séra Jesse Jackson.
Shagari er á lííi og
hjá herforingjunum
„Þetta er gullin stund og margir
hafa lagt hönd á plóginn til að
greiða götuna í þessu máli,“ sagði
Jackson við fréttamenn í Damasc-
us. Hann sagði einnig að þetta
sýndi friðarvilja Sýrlendinga og
nu væri tækifæri til að leggja
deilumál flest eða öll á hilluna og
komast að samkomulagi um frið.
„Ég hef ástæðu til að ætla að
Assad Sýrlandsforseti og Reagan
Bandaríkjaforseti gætu náð sam-
an ef þeir einfaldlega ræddust við.
6g hef því hvatt Reagan til að
bera sig eftir viðræðum við
Assad,“ bætti Jackson við.
„Ég er engin hetja, langt því frá,
það var einungis forsjónin sem
réði því að það var ekki félagi
minn heldur ég sem stend hér nú.
Ég missti góðan vin. En ef fyrstu
fjórir dagarnir eru undanskildir,
þá var farið vel með mig, en jafn
vel eftir að ég frétti um ferð
Jacksons, gerði ég mér engar von-
ir,“ sagði Goodman sjálfur. Sagð-
ist hann hlakka mest til að knúsa
eiginkonu sína við heimkomuna.
Ronald Reagan forseti latti
Jackson til fararinnar, enda var
það mál margra að hún væri ekk-
ert annað en kosningabrella hins
síðarnefnda og eru skoðanir skipt-
„Kraftaverk
að ég skuli
vera lifandi“
Osló, 3. januar. Frá Jan Erik Laure,
fréUaritara Mbl.
„ÞAÐ ER kraftaverk að ég er
enn á lífi, kraftaverk og ekkert
annað," sagði norskur verka-
maður í samtali við norska fjöl-
miðla í gær, en hann var þá
nýsloppinn úr ótrúlegri lífs-
hættu, en slapp með fótbrot og
marbletti.
Þannig var mál með vexti,
að maðurinn var að vinna við
sekkjapressu. Hún var þann-
ig úr garði gerð, að pokum
var rennt í gegn um 5 metra
löng og 11 sentimetra há
göng. Ohappið átti sér stað,
er maðurinn festist í einum
sekknum og lenti í göngunum
þröngu. Dróst hann í gegn, 5
metra, og missti meðvitund.
Hann var kominn hálfur út
hinum megin er hann rakn-
aði úr rotinu og gat kallað á
hjálp. Var hann ótrúlega lítið-
meiddur og allir sammála
um að það gengi kraftaverki
næst hvernig farið hefði.
ar þar um. En Reagan lét ekki
skoðun sína á Jackson hafa of
mikil áhrif á yfirlýsingu sína um
afrek prestsins. „Menn deila ekki
við menn sem ná svona árangri.
Það er stór stund í Bandaríkjun-
um, að Goodman skuli nú vera
frjáls ferða sinna og martröð hans
lokið,“ sagði Reagan.
Shehu
í haldi
Lundúnum, 3. janúar. AP.
SHEHU Shagari, forseti Nígeríu,
sem steypt var af stóli í valdaráni
um áramótin, er enn á lífi. Vitni sáu
hermenn leiða hann frá þotu á flug-
vellinum í Lagos og var hann hand-
járnaður og vonsvikinn á svip. Hinn
nýi þjóðarleiðtogi, Mohameð Buhari,
sór embættiseið í gær, ásamt 19
manna herráði sínu. Fór hann ófógr-
um orðum um „hina illþefjandi spill-
ingu“ sem viðgekkst í stjórn Shagar-
is.
Buhari gat þess við athöfnina,
að einn maður hefði fallið er
valdaránið var framið, einn af
nánustu samstarfsmönnum hans.
Ekki gat hann þess hvernig fall
félagans hafði borið að, en sagði
algera firru blaðafregnir þess eðl-
is að Shagari hefði fyrirskipað
líflát hans.
Beirút, 3. janúar. AP.
ísraclskar herþotur gerðu í
gærmorgun árásir á stöðvar
uppreisnarmanna innan
PLO, við þjóðveginn milli
Beirút og Damascus, í og við
borgina Bhamdoun. Er þetta
fyrsta loftárás ísraela á
svæöi innan umráðasvæðis
Sýrlendinga á þessu ári, en
hún, og fleiri í síðasta mán-
uði, hafa verið gerðar í kjöl-
farið á vaxandi umsvifum
hryðjuverkamanna gegn ísra-
elska herliðinu í suðurhluta
Líbanon.
Shehu Shagari
Útvarpsstöðin „Rödd Líban-
ons“ greindi frá atburðunum í
gær og sagði fjórar þotur hafa
varpað sprengjunum, en átta
aðrar hefðu fylgt þeim til halds
og trausts. Sýrlendingar skutu
mörgum eldflaugum að þotunum,
en hæfðu enga. Útvarpið greindi
frá því, að þoturnar hefðu hæft
tvær byggingar sem skæruliðar
hafa hafst við í um nokkurra
mánaða skeið, meðal annars 5
hæða gistihús. Þá sagði í út-
varpsfrásögninni, að skotfæra-
birgðir í nágrenni gistihússins
hefðu sprungið í loft upp. Um
mannfall var ekki getið.
Valdataka Buharis og manna
hans hefur orðið til þess að vel er
fylgst með gangi mála í Nígeríu,
enda landið auðugt af olíu. Buhari
gat þess í gær, að Nígería myndi
eftir sem áður vera aðili að OPEC
og jafnframt virða alla þá samn-
inga sem í gildi,eru við önnur lönd.
í gær tilkynntu svo talsmenn
banka í Bretlandi, að Nígeríu-
stjórn hefði greitt á gjalddaga
fyrstu afborgun af 2 milljarða
dollara láni, upphæð sem talin er
nema 60 milljónum dollara. I
fyrstu var talið að borgað hefði
verið til þess að auka traust Vest-
urlanda á hinum nýju stjórnvöld-
um. Hins vegar er ekki útilokað að
gengið hafi ^rið frá greiðslunni
áður en valdaránið var framið.
Talsmenn drúsa, sem þarna
eru einnig öflugir, neituðu því
sem sagt var í útsendingu „Radd-
ar Líbanons", sögðu gistihúsið
ekki hafa orðið fyrir sprengju og
sögðu uppreisnarmenn PLO ekki
hafa haldið til þar. Þvi næst for-
dæmdu þeir árás ísraela og hót-
uðu hefndum.
í Beirút gerðist það og í gær,
að franskur bifreiðarstjóri,
starfsmaður sendiráðsins, var
skotinn í höfuðið af óþekktum
tilræðismanni. Bílstjórinn hlaut
ekki bana af, en var milli heims
og helju síðast er fréttist.
Ýmislegt í gær benti til þess að
stjórn Buharis hefði allgóð tök á
landinu, þannig var útgöngubanni
aflétt og bæði innanlands- og
millilandaflug hófst að nýju. Hins
vegar verða landamærin lokuð að
nokkru fyrst um sinn. Þá var sums
staðar ólga og á einum stað fór
múgur og margmenni rænandi og
ruplandi um verslunarmiðstöð.
Annars staðar lokuðu kaupmenn
fremur fyrirtækjum sínum en að
lækka verð á vörum sínum eins og
hermenn fyrirskipuðu.
Skáld í svart-
holið í Júgó-
slavíu
Bclgrad, 3. janúar. AP.
Júgóslavneska Ijóóskáldið
Momcilo Ilic var í gær dæmdur
til 18 mánaða fangelsisvistar í
heimalandi sínu, þar eð yfir-
völdum þvkir kveðskapur hans
„andsósíalískur“ og „rakki
niður stjórnkerfi landsins og
ráðamenn,“ eins og sagði í
fréttatilkynningu sem birt var
með dóminum.
Ilic er 59 ára gamall og bú-
settur í Bjelovar í Króatíu.
Litið er á dóminn sem viðvör-
un til annarra skálda og rit-
höfunda um að sitja ekki við
sömu iðju. Öðru ljóðskáldi var
stungið í svartholið í mars
síðastliðnum og sakirnar hin-
ar sömu, svo og dómurinn. Yf-
irvöld sáu sig hins vegar til-
neydd að sleppa skáldinu
vegna heilsubrests, en þó ekki
fyrr en samningar höfðu
náðst um að viðkomandi skáld
héldi sig á mottunni framveg-
is í list sinni.
Loftárásir ísraela
á Palestínumenn