Morgunblaðið - 04.01.1984, Page 2

Morgunblaðið - 04.01.1984, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984 Ljósm.: Ounnar aerg. Mikið fannfergi er nú á Akureyri og víðar á norðan- og austanverðu landinu, eins og þessi mynd Gunnars Berg frá Akureyri ber með sér. f gær var slæmt veður á Noröurlandi og austur um til Austfjarða, og voru flestir vegir ófærir allt frá Holtavörðuheiði norður og suður um til Hornafjarðar. Þá var einnig slæm færð á Vestfjörðum og víðar á landinu, en er leið á daginn var færð þó orðin góð á Suðurlandi og í nágrenni Reykjavíkur. Stóriðjunefnd: Kynna álver við Eyjafjörð fyrir er- lendum fyrirtækjum „VIÐ HÖFUM verið að undirbúa það að hafa samband við erlend fyrirtæki í áliðnaði og reiknum með að farið verði skipulega í það starf fljótlega, og við erum að undirbúa sérstakan kynningarbækling. I>á höfum við í huga möguleika á nýrri álverksmiðju við Eyjafjörð", sagði Birgir ísleifur Gunnarsson formaður stóriðju- nefndar í viðtali við Mbl. í gær. Birgir sagði að hugmyndin væri sú að hefja strax kynningu á þessum möguleikum hérlendis, því slíkir samningar tækju alltaf langan tíma, sérstaklega þar sem sú stefna virtist nú gilda í þessum iðnaði að fyrirtæk- in vildu greinilega dreifa áhættunni í stað þess að fara ein í að reisa álverksmiðjur. Þá sagði hann þessi fyrirtæki ekki mörg í heiminum, telja mætti þau á fingrum sér, því væri mikilvægt að aðdraganda og undirbúningi væri gefinn góður tími. Ýmislegt annað hefur verið í skoð- un í stóriðjunefnd að sögn Birgis. Hann sagði mikinn áhuga á Húsavík fyrir að reisa þar trjákvoðuverk- smiðju og verið væri að kanna hvort hugsanlega finnist erlendir aðilar sem hefðu áhuga á því. Finnskt fyrirtæki hefur haft mál þetta í at- hugun fyrir stóriðjunefnd, en Birgir sagði enga niðurstöðu liggja fyrir enn. Þá er annað mál á könnunarstigi hjá nefndinni, en það er hvort hugs- anlega sé möguleiki á að reisa kísil- karbítverksmiðju á Suðurlandi, en það yrði lítil verksmiðja sem talin er henta aðstæðum þar vel. Birgir sagði að Samband sveitarfélaga á Suður- landi og Iðntæknistofnun hefði verið að kanna mál þetta sameiginlega og nefndin hefði nú til athugunar frum- skýrslu um málið. Hann sagði nefnd- ina nú vera að velta fyrir sér hvert framhald málsins gæti orðið. Rockall-svæðið og réttur íslands: Hlutdeild í auðlindum eða yfirráð yfir landgrunni TVÆR meginhugmyndir liggja nú fyrir um það hvaða réttar íslendingar geta krafist á Rockall-hásléttunni. Annars vegar er hugmynd um hlutdeild Islands í auðlindum á svæðinu og hins vegar um rétt íslands til land- grunnsins umhverfis Rockall. Hvorug þessara hugmynda nýtur viðurkenn- ingar stjórnvalda þeirra þriggja ríkja sem nauðsynlegt er að ræða eða semja við um landgrunnið umhverfis Rockall, það er frlands, Bretlands og Færeyja. Á næstunni fer Hans G. Andersen, sendiherra, til írlands og Bretlands til að ræða þessi mál við embættismenn þar og skýra sjónarmið íslendinga. Hinn 12. desember síðastliðinn var lögð fram skýrsla í utanrík- ismálanefnd alþingis frá dr. Talwani, sem er fyrrum forstöðu- maður jarðfræðistofnunar Col- umbia-háskóla í New York. í skýrslunni reifar hann þau sjón- armið sem leggja mætti til grundvallar til að gæta hags- muna íslands utan 200 sjómílna efnahagslögsögunnar í áttina að Rockall, sem er klettur úr hafinu suð-suðaustur af íslandi. Land- grunnið utan 12 mílna frá Rock- all er umdeilaniegt svæði og ekki er úr því skorið í hafréttarsátt- mála Sameinuðu þjóðanna hver skuli hafa yfirráð á því. 200 mílna mörk fjögurra landa liggja að svæðinu, Islands, Færeyja, Bret- lands og írlands. í skýrslu sinni reifar dr. Tal- wani þá hugmynd hvort íslend- ingar geti krafist ríflegrar hlut- deildar í auðæfum sem finnast kynnu á landgrunninu umhverfis Rockall á þeirri forsendu að Bret- ar og írar eigi olíu og gas á land- grunni sínu og Færeyingar séu fámennari en Islendingar, innan færeyskrar lögsögu kunni að finnast olía og gas en líkur á að slíkar auðlindir finnist í lögsögu íslands séu hverfandi litlar. Dr. Talwani bendir einnig á að unnt sé að færa fyrir því ákveðin rök að Rockall-hásléttan sé jarð- fræðilegt framhald landgrunns- ins austur af íslandi. Á fundi utanríkismálanefndar 12. desember var ákveðið að þing- menn myndu íhuga skýrslu dr. Talwani í jólaleyfi alþingis. Fundur hefur ekki verið haldinn í nefndinni að nýju um þessi mál en Hans G. Andersen, sendi- herra, situr fund með nefndinni áður en hann fer til Bretlands- eyja. Ekki þarf að skoða nýja bíla: Bifreiðaskoðunum fækkar um allt að 14 þúsund á ári ÁÆTLAÐ er að bifreiðaskoðunum hjá Bifrciðaeftirliti ríkisins fækki á þessu ári um 13 til 14 þúsund, vegna nýrra reglna, sem dómsmálaráðu- neytið gaf út í gær um bifreiðaskoðun. Samkvæmt hinum nýju reglum skal ekki færa bifreiðir til einkanota til almennrar skoðunar fyrr en á þriðja ári eftir að þær voru skráðar í fysta skipti. Samkvæmt þessu þarf ekki að skoða á þessu ári bíla, sem skráðir voru nýir á árunum 1982 og 1983. Áfram skal skoða árlega bíla er taka fleiri en 8 farþega, leigu- bíla, bílaleigubíla, kennslubif- reiöir, lögreglu- og sjúkrabíla, létt bifhjól og fleiri tegundir bíla, sem ekki flokkast undir fólksbif- reiðir til venjulegra einkaafnota. í frétt um hinar nýju reglur frá dómsmálaráðuneytinu segir meðal annars: „Reglur þær um bifreiðaskoð- un, sem nú hafa tekið gildi, miða að því að draga nokkuð úr verk- efnum Bifreiðaeftirlits ríkisins, án þess að umferðaröryggi rask- ist. Regiur þessar leiða til um- talsverðs sparnaðar fyrir ríkis- sjóð og bifreiðaeigendur, en talið er að bifreiðaskoðunum á árinu fækki um 13—14.000. Þá felur breytingin í sér að bifreiðaeftir- litið ætti að verða betur sett til að hafa í ríkara mæli eftirlit með bifreiðum, sem ástæða er til að sinna frekar en unnt hefur verið til þessa. Þótt skylduskoðun sé felld niður á nýlegum bifreiðum, hvíl- ir eftir sem áður á eiganda og umráðamanni ábyrgð á því að halda bifreið í fullkomnu lagi. Verða ökumenn almennt að vera við því búnir að sæta skoðun á ökutækjum sínum hvenær sem er, en samhliða breytingu þessari á almennri skoðun er ætlunin að auka skyndiskoðanir ökutækja.“ Morgunbladid/Júlíus. Jeppi valt: Fjórir köstuðust út úr jeppanum ÖKUMAÐUR Willys-jeppabifreið- inni og köstuðust allir farþeg- ar missti stjórn á bifreið sinni í arnir út úr henni við veltuna. hálkunni á móts vió Gunnars- Þrír voru fluttir í slysadeild hólma, skammt fyrir neðan Lög- Borgarspítalans en meiðsli bergsbrekkuna laust eftir klukkan þeirra reyndust ekki alvarleg. tvö í gærdag. Bifreiðin fór eina Jeppinn var með veltigrind. veltu og staðnæmdist á hjólunum. Sáralitlar skemmdir urðu á Fimm manns voru í bifreið- jeppanum. Friðrik Sophusson Stjórnarnefnd ríkisspítalanna: Friðrik Sophusson skipaður formaður FRIÐRIK Sophusson alþingismaður hefur verið skipaður formaður stjórnarncfndar ríkisspítalanna, af Matthíasi Bjarnasyni heilbrigðis- og tryggingaráðherra. f stjórnarnefnd ríkisspítalanna eiga sæti sjö menn, fjórir kjörnir af Alþingi, tveir skipaðir af starfsmannaráði ríkisspítalanna og einn án tilnefningar, skipaður af ráðherra og er hann jafnframt formaður nefndarinnar. Skákmótið í Noregi: Margeir nú efstur MARGEIR Pétursson hefur tekið for- ustu í alþjóðlega skákmótinu í Noregi. Að loknum sex umferðum hefur hann hlotið 4 vinninga og á biðskák þar sem hann stendur betur. Jóhann Hjartar- son er í 2.—3. sæti með 4 vinninga. Stefán Þórisson tekur einnig þátt í mótinu. Hann hefur 2 vinninga og á biðskák. Margeir Pétursson vann Schön frá V-Þýzkalandi í gær en Jó- hann Hjartarson gerði jafntefli við Rajkovic. Evrópumeistaramóti unglinga lauk í gær. Sovétmaðurinn Salov varð Evrópumeistari. Hann hlaut 10'Á! vinning. Norðmaðurinn Simen Agdestein hlaut 10 vinninga og Howell frá Englandi hlaut 9'/i vinn- ing. Björgvin Jónsson hafnaði í 12. sæti. Hann hlaut 7 vinninga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.