Morgunblaðið - 04.01.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984
5
Reykjavík:
í 8 daga fangelsi
vegna hundahalds
HALLDÓRA Aradóttir, til heimilis
að Grettisgötu 90 í Reykjavík, sem
fyrir nokkru var dæmd til ad greiða
6.500 króna sekt vegna ólöglegs
hundahalds í Reykjavík, hefur neit-
að að greiða sektina. Hefur henni
því verið gert að mæta í dag, mið-
vikudag, klukkan 10, í Hegningar-
húsið við Skólavörðustíg, til að sitja
af sér sektina.
Halldóra sagði í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins í gær,
að hún væri staðráðin í því að
greiða ekki sektina, enda væri að
sínu mati fráleitt að sekta fólk
fyrir jafn sjálfsagðan hlut og að
eiga hund. Hún myndi því sitja af
sér sektina í fangelsi í átta daga,
en hundurinn, sem er kjölturakki,
myndi verða í umsjá foreldra
hennar á meðan.
Mæðrastyrksnefnd:
300 aðstoðarbeiðnir
bárust fyrir jólin
„FYRIR þessi jól bárust 300 um-
sóknir um peningaaðstoð og þeim
gátum við sinnt öllum, síðan voru
töluvert fleiri sem fengu fatahjálp,"
sagði Unnur Jónasdóttir, formaður
Mæðrastyrksnefndar, þegar hún var
innt eftir því hve mörgum Mæðra-
styrksnefnd hefði veitt aðstoð nú
fyrir jólin.
„Sú upphæð sem við höfðum úr
að moða var kr. 280.000 sem ýmis
70 atvinnulaus-
ir á Selfossi
NÚ UM áramótin voru 70 skráðir
atvinnulausir á Selfossi, samanborið
við 52 á sama tíma í fyrra.
Hefur atvinnuástand verið
fremur slæmt frá því að vinnu 1
sláturhúsunum lauk í haust að
sögn talsmanns verkalýðsfélags-
ins Þórs. Sagði hann að atvinnu-
ástand hefði verið þokkalegt fram
að því eða frá því snemma í fyrra-
vor. Heldur eru það fleiri konur en
karlmenn, sem eru atvinnulausar,
en þess ber að geta að talsvert er
um það að þessar konur hafi verið
í hálfsdagsvinnu.
fyrirtæki, starfsmannafélög og
einstaklingar hafa látið af hendi
rakna," sagði Unnur. „Þessi upp-
hæð er nokkru hærri en um jólin
þar á undan, en nú voru um 40
fleiri umsóknir en þá. Við aðstoð-
um bæði einstaklinga og fjölskyld-
ur eftir bestu getu, peningahjálp
getum við ekki veitt nema í des-
embermánuði, en fataúthlutunin
stendur allan ársins hring. Þá hef-
ur Mæðrastyrksnefnd á undan-
förnum árum selt mæðrablómið
og notað ágóðann til að bjóða tutt-
ugu konum í vikulangt sumarleyfi.
Þá hefur Mæðrastyrksnefnd
haft lögfræðing á sínum snærum
og boðið konum upp á ókeypis
lögfræðiaðstoð einu sinni í viku á
kostnað nefndarinnar, en nú höf-
um við nýlega misst þá konu sem
var lögfræðingur okkar og leitum
að annarri.
Eins og ég sagði þá var sjáanleg
aukning í beiðnum og einnig í
fataúthlutuninni frá því sem áður
hefur verið og bersýnilega þurfa
fleiri aðstoð nú en áður. Eg vil fá
að nota tækifærið og þakka inni-
lega öllum þeim sem hafa styrkt
Mæðrastyrksnefnd," sagði Unnur
Jónasdóttir að lokum.
Páll P. PálsNon hljómsveitarstjóri. Gísli Magnússon píanóleikari.
Sinfóníuhljómsveit íslands:
Sjöundu áskriftartónleik-
ar vetrarins á morgun
SJÖUNDU áskriftartónlcikar Sin-
fóníuhljómsvcitar íslands á þessu
starfsári verða nk. fimmtudag, 5.
janúar, klukkan 20.30 í Háskólabíói.
Á efnisskránni eru: Concerto
breve, op. 19 eftir Herbert H. Ág-
ústsson, Fantasía um ungversk
þjóðlög fyrir píanó og hljómsveit
eftir Franz Liszt og Sinfónía nr. 9
í Es-dúr, op. 70 eftir Dmitri
Shostakovich. Hljómsveitarstjóri
tónleikanna er Páll P. Pálsson, en
Gísli Magnússon leikur einleik á
píanó.
Kammersveit Reykjavíkur 10 ára:
Árstíðirnar eftir Vivaldi
*
í Askirkju á sunnudag
Kammersveit Reykjavíkur
minnist þess með tónleikum í Ás-
kirkju sunnudaginn 8. janúar
næstkomandi að 10 ár eru liðin frá
því að sveitin var stofnuð. Á tón-
leikum verða Árstíðirnar eftir A.
Vivaldi fluttar, eitt fegursta og
vinsælasta verk barokktímans.
Það voru 14 hljóðfæraleikarar
sem stofnuðu Kammersveit
Reykjavíkur 1974. Hefur hún
starfað samfleytt síðan og að
jafnaði haldið ferna tónleika á
ári og auk þess tekið þátt í lista-
hátíðum í Reykjavík.
Segja má að Árstíðirnar eftir
A. Vivaldi séu fjögur einleiks-*
verk fyrir fiðlu. Á tónleikunum á
sunnudag leikur Helga Hauks-
dóttir á fiðluna í Vorinu, Unnur
María Ingólfsdóttir í Sumrinu,
Þórhallur Birgisson í Haustinu
og Rut Ingólfsdóttir í Vetrinum.
Þorsteinn Gylfason, lektor,
hefur þýtt sonnettuna Árstíðirn-
ar sem A. Vivaldi orti sjálfur um
leið og hann samdi tónverkið og
verður þýðingin birt í tónleika-
skránni.
Aðgöngumiðar að tónleikun-
um verða seldir í ístóni, Freyju-
götu 1, Reykjavík, nú í vikunni
og að auki við innganginn í Ás-
kirkju fyrir tónleikana sjálfa
sem hefjast klukkan 17 á sunnu-
daginn.
Fyrirhugadur Grafarvogsskóli:
Miðað við samfelldan skóla-
dag og einsetningu að mestu
FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkurborgar
hefur samþykkt með 7 samhljóða at-
kvæðum að leggja til við borgarráð
að þess verði farið á leit við mennta-
málaráðuncytið að það samþykki að
litið verði á byggingu Grafarvogs-
skóla, sem framhald þeirrar tilraun-
ar sem hafin var við byggingu Selja-
skóla.
Þar var lagt til grundvallar við
hönnum skólans að skólinn yrði
með þremur bekkjardeildum í
hverjum árgangi, skólahúsin verði
á einni hæð, húsnæðisþörf miðuð
við samfelldan skóladag nemenda
og einsetningu að mestu og að
fyrirkomulag og gerð húsnæðis
miðuð við að skólinn geti einnig
verið félags- og menningarmiðstöð
hverfisins. Þessar upplýsingar
fékk blm. Mbl. hjá Markúsi Erni
Antonssyni, formanni fræðslu-
ráðs.
{ greinargerð með samþykkt
fræðsluráðs segir m.a.:
„í undirbúningi er nú hönnun
skóla í hinu nýja hverfi við Graf-
arvog. Gert er ráð fyrir að nýta,
við byggingu hans, þá reynslu er
fékkst af byggingu Seljaskóla en
ríki og borg stóðu sameiginlega að
þeirri framkvæmd. Með byggingu
Grafarvogsskóla, sem framhaldi
tilraunar þeirrar er samningurinn
fjallar um, mætti reyna enn frek-
ar að lækka byggingarkostnað
skólabygginga, m.a. með því að
reisa bygginguna á fleiri en einni
hæð og nýta enn frekar stöðlun
byggingarhluta. Þá er stefnt að
því að Grafarvogsskóli miði starf-
semi sína við það að skapa nem-
endum samfelldan skóladag, svo
sem frekast er unnt, jafnframt því
sem honum er ætlað að verða
miðstöð félags- og menningar-
starfs í hverfinu en slík fjölþætt
hlutverk skóla hefir verið talið
æskilegt markmið að keppa að.
RÁÐSTEFNA um fiskveiðimál,
stöðu og stefnu fiskveiöa við Vest-
mannacyjar og á Suðurlandsmiðum,
verður haldin í Vcstmannaeyjum í
dag og hefst hún kl. 17.
Ráðstefnan er öllum opin, en
fluttir verða stuttir fyrirlestrar af
hálfu flestra félaga og fyrirtækja í
Eyjum sem tengd eru sjávarútvegi
og einnig munu skipstjórar og sjó-
Markús Örn sagði í samtali við
blm. Mbl. að í þeirri framkvæmda-
áætlun sem til umræðu hefði verið
hjá borgaryfirvöldum, væri nokk-
ur forgangsröðun ákveðin varð-
andi skólabyggingar. Þar væri
númer eitt 3. áfangi Hólabrekku-
skóla, síðan Seljaskóli, þar sem
stefnt væri að því að nýtanlegt
viðbótarkennsluhúsnæði yrði til-
búið haustið 1985. Eins sagði
Markús að Borgaryfirvöld yrðu að
vera undir það búin að þörf yrði
fyrir kennslurými í Grafarvogs-
skóla það sama haust.
menn af ýmsum bátastærðum
fjalla um ákveðna þætti fiskveið-
anna. Þá munu fulltrúar frá Haf-
rannsóknastofnun og Fiskifélagi
íslands fjalla um aflamagn af
Suðurlandsmiðum m.a. og afla-
skiptingu, stöðu fiskstofna og
fleiri þætti sem varða fiskveiðarn-
ar. Flutt verða liðlega 10 stutt er-
indi, en síðan verða frjálsar um-
ræður um stöðu og stefnu mála.
Vestmannaeyjar:
Ráðstefna um stöðu og stefnu
fiskveiða á Suðurlandsmiðum
opið TiL sjö í kvöld fjííj Vörumarkaðurinn hf. eiðistorgih
mánudaga — þríöjudaga — miðvikudaga