Morgunblaðið - 04.01.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.01.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984 r^) HÚSEIGNIN M ( 1 y-- - Sími28511 Skólavörðustígur 18, 2. hæð. Þórsgata Ný 2ja—3ja herb. íbúð á 2. hæð. Tilb. undir tréverk og málningu. Bilskýli á jarðhæð fylgir. Frakkastígur Glæsileg ný 2ja herb. íbúö. Suðursvalir. Bilskýli. Njarðargata 3ja herb. íbúö á 1. hæð í stein- húsi. Skipti koma til greina. Hlíðarhverfi — sérhæö 110 fm íbúö. 2 saml. stofur, 2 svefnherb., aukaherb. í kjallara. Ekkert áhvílandi. Hringbraut 3ja herb. íbúö á 1. hæð. Auka- herb. í risi fylgir. Meistaravellir 140 fm íbúð á 4. hæö. Bílskúr fylgir. Pétur Gunnlaugsson, lögfræöingur. ^0)JHIÚSEIGNIN ^Sími 28511 ’rf1 Skólavöröustígur 18, 2 hæð. 28444 2ja herb. íbúðir Grundarstígur, ris 550 þús. Mosgeröi, kj. 620 þús. Bergþórugata, ris. 800 þús. Lokastígur, 2. hæð. 1200 þús. Laufvangur, 2. hæö. 1400 þús. Rauöalækur, kj. 1020 þús. Frakkastígur, 2. hæð. 1650 þús. 3ja herb. íbúðir Bólstaöarhlíö, ris. 1250 þús. Álftamýri, 1. hæð. 1600 þús. Klapparstígur, ris. 980 þús. Sörlaskjól, 1. hæö. 2000 þús. Grundargeröi, ris. 1250 þús. Laugarnesvegur, 1. hæö. 1500 þús. Barónsstígur, 2. hæö. 1080 þús. Leifsgata, 3. hæö. 1950 þús. Sörlaskjól, ris. 1600 þús. 4ra herb. íbúðir Eyjabakki, 1. hæö. 1700 þús. Sléttahraun, 3. hæö. 1800 þús. Barmahlíð, jaröhæö. 1500 þús. Kelduhvammur, 1. hæö. 2400 þús. Leirubakki, 1. hæö. 1700 þús. Hjallabraut 1. hæö. 1750 þús. Víöimelur, 2. hæö. 2400 þús. Holtsgata, 3. hæö. 1750 þús. Einbýlishús og raðhús Engjasel, kj.+2 hæöir. 2900 þús. Ásgarður, kj.+2 hæöir. 1800 þús. Hraunbær, ein hæö. 3000 þús. Völvufell, ein hæö. 2600 þús. Vesturberg, ein hæö. 2800 þús. Lækjarás, tvær hæöir. 5300 þús. Árland, ein hæð. 550 þús. Akraholt, ein hæö. 2800 þús. Trönuhólar, tvær hæöir. 4500 þús. Ásbúö, tvær hæöir. Tilboð. í byggingu Réttarsel, raöhús. 2000 þús. Rauöás, raöhús. 2000 þús. Krókamýri, einbýli. 2800 þús. Heiðarás, einbýli. 2500 þús. Mýrarás, einb.grunnur. 750 þús. Álftanes, grunnur og fl. 600 þús. Frostaskjól, einb. 2800 þús. Víðihlíö, raöhús. Tilboð. 28444 HÚSEHSMIR VELTUSUNOM o enn SIMI 38444 Daniel Arnason. lögg. fasteignasali. örnólfur örnólfsson, sölustjóri. Ástand í Póllandi fer skánandi — segir Magnús Kristjánsson sem hefur veriö þar síðastliðna sjö mánuði „Kg fæ ekki annað séð en ástandið í Póllandi fari skán- andi,“ sagði Magnús Kristjáns- son í spjalli við blm. Mbl. í gær. Magnús hefur verið í Póllandi síðastliðna sjö mánuði þar sem þrjú fiskiskip eru í smíðum fyrir Islendinga, en hann hefur um- sjón með smíði þeirra. Magnús sagði að vöruúrval í verslunum hefði aukist frá því í vor. „Ýmsar vörur eru þó skammtaðar. Til dæmis kjötvör- ur, sykur og fleira. Skömmtunin er miðuð við áætlaða þörf mann- anna. Kjötskammtur skrifstofu- manns er 2 kíló á mánuði, en maður sem vinnur erfiðisvinnu fær allt að 4'k kíló á mánuði. Nautakjöt sést þó aldrei í verslunum. Pólverjarnir fá að- eins svína- og kindakjöt. Kjúkl- ingakjöt, sem ekki sást í verslun- um þegar ég kom til Póllands í vor, er nú fáanlegt í sumum kjötverslunum. Fiskiskipið Gideon, sem er í smíðum í Póllandi fyrir Samtog sf. í Vestmannaeyjum. Myndin var tekin í Gdansk í Póllandi þann 7. október síðastliðinn er skipið var sjósett. Það verður afhent eigend- um síðari hluta þessa mánaðar. Sjálfur hef ég það nokkuð gott, því ég á þess kost að versla í svonefndum dollaraverslunum, þar sem flest er fáanlegt. Al- menningur í landinu á ekki kost á að versla þar, því menn þurfa að greiða með dollurum fyrir keyptan varning. Þessum doll- araverslunum, sem eru ríkis- reknar, fer nú fjölgandi. Eins og ég sagði áðan fæ ég ekki annað séð en ástandið þarna austurfrá fari batnandi. Ég hef til dæmis ekki orðið var við neinar óeirðir. Aftur á móti var lítið sem ekkert rætt um það í fjölmiðlum, þegar Danuta Wal- esa, eiginkona Lech Walesa tók við Nóbelsverðlaununum fyrir hönd manns síns.“ Magnús sagði að þann 6. janú- ar yrði síðasta skipið af þremur, sem eru í smíðum fyrir íslend- inga, sett á flot, en þau yrðu öll afhent á þessu ári og það síðasta væntanlega í enda marsmánað- ar. Gefur silfurrefa- parið jafti mikið af sér og 70 ær? Rætt við eina íslenska silfurrefabóndann, Gísla á Hofi „JÍI, ÞETTA er mjög spennandi við- fangsefni, silfurrefurinn er vitur skepna, miklu vitrari en blárefurinn og ákaflega var um sig. Hann er mjög viðkvæmur og skapmikill, svo að sami maðurinn verður ávallt að hirða um hann og alltaf í sömu fötunum," sagði Gísli Pálsson, bóndi á llofi í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, en allir silf- urrefírnir úr refahópnum, sem fluttur var til landsins nú fyrir skömmu, fóru að Hofí. „Þeir voru ókyrrir fyrst eftir að þeir komu,“ sagði Gísli, „sumir þeirra vildu ekkert éta en enginn hefur drepist enn sem komið er. En þetta eru gullfallegar skepnur. Hingað komu 55 silfurrefalæður og 12 högnar auk tveggja platínu- högna sem notaðir verða til blend- ingsræktar með silfurrefalæðunum. Það hefur lengi verið áhugi fyrir því hjá bændum að fá að auka fjöl- breytnina í loðdýraræktinni og fá silfurrefi, en það er ekki fyrr en nú að það hefur gengið. Ég og Jón son- ur minn ætluðum að setja upp blá- refabú hérna á Hofi en síðan æxlað- ist það þannig að við tókum alla silfurrefina í sóttkví, en það eru refabændur út um allt land sem eiga dýrin. Sóttkvíin stendur í 16 mánuði en að þeim tíma loknum geta bændurnir sótt yrðlingana sína en við verðum að kaupa öll inn- fluttu dýrin, þau mega ekki fara héðan aftur. Þetta hefur því atvik- ast þannig að við höfum ákveðið að einbeita okkur að silfurrefnum og vera eingöngu með hann. Jú, verðþróunin er vissulega upp- örvandi þessa stundina, skinnið er komið í 5.700 krónur á meðan blá- refsskinnin eru í um 1.100 krónum. Ég held að þetta sé mjög gott verð og útkoman er áreiðanlega allt önn- ur og betri en á blárefnum miðað við stöðuna í dag. Frjósemi silfur- refsins er mun minni en blárefsins, hún er um 2,9 hvolpar eftir hverja læðu, sem er rúmur helmingur af því sem blárefurinn gefur, en skinnaverðið er 5—6-falt eins og er. Annars er hætt við að frjósemin verði minni fyrsta árið. Menn óttast að flutningarnir hafi slæm áhrif á dýrin, þetta eru svo viðkvæm og skapmikil dýr. Fyrsta silfurrefa- parið á fyrra skeiði íslenskrar loð- dýraræktar kom hingað til lands árið 1929 en flestir voru þeir árin 1939 og 1940. Otkoman var mjög góð fyrstu árin, og árið 1937 var talað um að eitt silfurrefapar gæfi jafn mikið af sér og 70 ær. Ég veit ekki nema að svo sé einnig nú,“ sagði Gísli Pálsson á Hofi. Arsrit Utivistar 1983 er komið út ÁRSRIT Útivistar 1983 er komið út og er þetta í níunda skipti, sem Úti- vist gefur út slfkt ársrit. Um útgáf- una sáu Sigurþór Þorgilsson og Hörður Kristinsson. Meðal efnis í ritinu má nefna frásögn Jóns I. Bjarnasonar um Jólaferð í Múlakot árið 1935, grein um Kverkfjöll eftir Magnús Jó- hannsson, Eyjafjallapistla eftir Jón Jónsson og grein um Löngu- hlíð og Hvirfil eftir sama höfund. Grein er um vorblóm eftir ólaf B. Guðmundsson, grein er eftir Hans F. Christansen í ritinu, sem ber heitið „I klyfsöðli yfir Sprengi- sand“. Jón Kristinn skrifar grein, sem nefnist „Getið í eyðurnar" og Nanna Kaaber skrifar grein er nefnist „Það er aldrei of seint að byrja". Útivist 9 Ymislegt fleira efni er í ritinu, sem er um 146 blaðsíður að stærð. Ritið er prýtt mörgum myndum, bæði í lit og svart-hvítu. NÚTÍMA JWSS BALLETT Dansstúdíó auglýsir innritun í ný nám- skeiö bæði fyrir byrjendur og framhalds- flokka. Allir aldurshópar frá 7 ára aldri, jafnt konur sem karlar. Sérstök áhersla er lögð á jazzballett eins og hann gerist bestur og góða leikfimi við nútímatónlist. Auk þess sem kenndir veröa sviðs- og sýningardansar. Námskeið hefjast þann 9. jan. í Reykjavík og 16. jan. í Hafnarfirði. Innritun: Reykjavík: Alla daga kl. 13—17 í síma 78470. Hafnarfirði: Alla daga kl. 14—17 í síma 54845. Ath Kennt veröur einu sinni í viku í Hafnarfiröi í Þrekmiöstööinni. dANSSTÚdíÓ Soley Jóhannsdóttir tc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.