Morgunblaðið - 04.01.1984, Síða 13
MORGUMBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANtJAR 1984 13
Byltingin í Nígeriu
Shagari var of linur
, MorgunblaAíó/ ÓI.K.M.
Fídelía Olafsson med dóttur sinni, Guðrúnu Sóleyju Olafsdóttur, í stofunni heima hjá þeim mæðgum.
— segir Fídelía
Ólafsdóttir, kona
frá Nígeríu sem
búsett hefur ver-
ið á íslandi sl. 9
ár
„ÍSLENDINGAR ættu aö fara sér
hægt í samskiptum við hina nýju
stjórn í Nígeríu, ekki falast eftir
skuldauppgjöri strax. Það er Ijóst
að fyrir dyrum stendur gagnger
endurskoöun á öllu viðskiptalífi
landsins, það verður gengið hart
fram í því að uppræta spillingu og
það er mjög vafasamt að herstjórn-
in telji sig um of bundna af ýmsum
fyrri viðskiptasamningum," er álit
Nígeríukonunnar Fídelíu Pálsson
á því hvernig íslensk stjórnvöld
eigi að bregðast við breyttum að-
stæðum í kjölfar byltingarinnar,
en Nígeríumenn skulda íslending-
um nú um einn milljarö íslenskra
króna og eru ýmsir uggandi um að
slegið verði striki yfir þessa skuld.
Fídelía hefur verið búsett á íslandi
sl. 9 ár, en fylgist vel með þróun
mála í heimalandi sínu.
„Viðskiptalíf þjóðarinnar
verður rannsakað ofan í kjölinn.
Það verður stungið á kýli spill-
ingarinnar og efnahagsmálin
tekin föstum tökum. Shagari
forseti var of linur og svifaseinn.
Hann réð ekki neitt við neitt,
þrátt fyrir góðan vilja kannski,
og fátækt, spilling og atvinnu-
leysi hafa magnast mjög undir
hans stjórn, svo mjög að herinn
hafði gjörsamlega misst traust á
honum og því fór sem fór.
Persónulega finnst mér, og
vafalaust mörgu fólki í Nígeríu,
að það hefði átt að gefa honum
annað tækifæri, leyfa honum að
stjórna næstu fjögur árin. Og ég
held að herinn hefði ekki tekið af
skarið nú, ef ekki hefði komið tii
áform Shagari um að þiggja
tveggja milljarða lán frá Al-
þjóða gjaldeyrissjóðnum og þær
aðhaldsaðgerðir sem hann boð-
aði tveimur dögum fyrir valda-
töku hersins. Þykir ýmsum sem
nóg sé komið af lántökum og að
ekki sé stætt á því að ganga
harðar að fólkinu í iandinu. En
það er enginn vafi á því að Shag-
ari hefur tekist illa til, hann hef-
ur ekki hirt um að bæta kjör
almennings og sama og enga til-
raun gert til að uppræta spill-
inguna. Auk þess er ýmislegt á
huidu varðandi kosningasigur
hans í haust og telja ýmsir að
Shagari hafi beitt miður heiðar-
legum brögðum til að tryggja sér
sigur.“
— Er Shagari fyrst og fremst
um að kenna hvernig nú er kom-
ið málum í Nígeríu, er ekkert til
í því sem sumir segja að þjóðin
sé einfaldlega ekki tilbúin til að
lifa við lýðræðisskipulag?
„Aðalástæðan er sú, að mínu
mati, að Shagari hafi verið of
linur. Hann tók ekki á málum af
þeirri festu sem þurfti. Þessi
linkind hefur leitt til þess að fólk
gekk á lagið, opinberir starfs-
menn hikuðu ekki við að nota
aðstöðu sína til að hagnast sjálf-
ir og í viðskiptum mynduðust
alls konar undirheimareglur sem
hvergi þekkjast hjá siðmenntuð-
um þjóðum. Þetta hefði ekki
þurft að gerast ef tekið hefði
verið á málunum af festu. En
Shagari ól frekar á spillingunni
en að ráðast til atlögu gegn
henni."
— Hvað segirðu um þá hug-
mynd sem stundum er varpað
fram, að íslendingar og Nígeríu-
menn stundi viðskipti sín sem
vöruskipti, skipti á skreið og
olíu? Heldurðu að nýja stjórnin
sé tilbúin til þess?
„Það verður aldrei gert. Olían
er eign allra landsmanna, á
henni byggist líf þjóðarinnar og
það mun aldrei í alvöru hvarfla
að stjórnvöldum í Nígeríu að
skipta á olíu og annarri vöru.
Skreiðin, til dæmis, fer ekki um
alla Nígeríu. Þetta er lúxusvara
fyrir hluta þjóðarinnar, og það
verður ekki skipt á slíkri vöru og
olíunni.
En af því ég ber hag beggja
landanna fyrir brjósti vil ég ráð-
leggja fslendingum að bíða um
stund áður en þeir fara að huga
að sínum málum í Nígeríu. Eg
hef trú á því að nýja stjórnin
hyggist greiða skuldir þjóðar-
innar, en það verður ekki strax.
Fyrst verður farið í saumana á
öllu efnahagskerfinu, sem tekur
að minnsta kosti hálft ár. Þar til
því er lokið verður ekkert borg-
að, og það gæti aðeins orðið til
að spilla fyrir að ýta um of á.“
Fólkið þráði byltingu
— segir nígeríski skreiðarkaupmaðurinn Kóiki
„ALLIR íbúar Nígeríu þráðu bylt-
ingu eins og ástandið var orðið í
landinu og hún var nauðsynleg.
Það er ekkert rangt við lýðræði
eða lýðræðislega kosna stjórn, en
þegar þaö er augljóst að kosin
stjórn virðist ekki njóta vinsælda
og þegar það eru uppi grunsemdir
um lögmæti kosninga, lítur dæmið
öðru vísi út. Fyrir síðustu kosn-
ingar var það almenn skoðun að
stjórn fyrri ára ætti ekki að við-
halda vegna þess að hún hafði
ekki náð neinum árangri í barátt-
unni við efnahagsmálin. Það var
efnahagskreppa um allan heim, en
það ætti ekki að vera afsökun fyrir
þeirri stöðu, sem Nígería er nú í,“
sagði nígeríski skreiðarkaupmað-
urinn Kóiki í samtali við Morgun-
blaðið, en hann kom hingað til
lands í gær.
„Nígería er ekki fátækt land
og við erum ekki aðeins háðir
olíu. Þessi ríkisstjórn hafði góða
fjögurra ára áætlun um ráðstöf-
un olíuteknanna, en þegar að-
stæður breytast, verður áætlun-
in að gera það líka, sérstaklega
með tilliti til þess, að stjórninni
hafði verið ráðlagt að gera svo.
Þó stjórninni væri ljóst að tekj-
ur yrðu minni en ráð var gert
fyrir, breytti hún ekki áætlun-
inni og hélt áfram ónauðsynleg-
um hlutum.
Þessi stjórn var sú spilltasta,
sem um getur í Vestur-Afríku.
Það lagði af henni spillingar-
óþefinn. Spilltri stjórn er mjög
erfitt að koma frá samkvæmt
stjórnarskránni. Því var bylting
hersins eina svarið við ástandinu
og ég er aðeins ánægður með, að
hann gerði þetta í tíma, því ef
ástandið hefði enn farið versn-
andi, hefði komið til byltingar
almennings, sem herinn hefði
kannski ekki ráðið við. Herinn
tók völdin, þegar fólkið vildi það
og vissi að ekki var um neina
aðra leið út úr ógöngunum að
ræða. Ef herinn hefði ekki gert
svo, gæti hafa komið til aðgerða
aimennings, sem hefðu getað
leitt til fjöldabyltingar, sem rík-
isstjórnin og herinn hefðu ef til
vill ekki ráðið við. Hins vegar
tók herinn völdin á þeim tíma,
sem fólkið óskaði þess og forðaði
þannig blóðsúthellingum.
Þegar Shagari kynnti fjár-
hagsáætlun sína 29. desember,
sá hver maður að ástandið
myndi ekki batna og efnahags-
aðgerðir yrðu hertar og eðlilegt
ástand kæmist ekki á í nánustu
framtíð. Allir sáu að áætlunin
var vonlaus og þar með var mæl-
irinn fullur. Verðlag fór hækk-
andi og gjaldmiðill okkar rýrn-
aði vegna stjórnarháttanna.
Fólkinu var engin von gefin og
því var ekki um annað að ræða
en að handtaka stjórnina. Við
Nígeríumenn og erlendar þjóðir,
sem skipta við okkur, ættum því
að gefa nýju stjórninni ráðlegg-
ingar um það, hvernig við eigum
að bregðast við vandanum. Þessi
nýja stjórn mun berjast gegn
spillingunni, enda er það þjóðar-
nauðsyn. Spilling er í flestum
löndum, en hún var einfaldlega
orðin nígerísku þjóðinni um
megn. Við biðjum þess nú að
nýju stjórninni takist að leiða
okkur á ný til betri tíðar og
óttumst ekki frekari sviptingar.
Nígeríumenn eru gáfað fólk. Nú
bíðum við og sjáum hverjar
áætlanir nýja stjórnin hefur á
prjónunum. Við getum ekki búizt
við þeim á fyrstu dögum hennar.
Ætíð, þegar stjórnum hefur
verið bylt í Nígeríu, nema i
fyrsta sinni er um blóðsúthell-
ingar var að ræða, hafa nýju
stjórnvöldin staðið við fyrri
skuldbindingar þjóðarinnar. ís-
lendingar þurfa ekki að óttast
það, að við greiðum ekki skuldir
okkar, þó hugsanlega yrði ein-
hver dráttur á því. Við þörfn-
umst ykkar og íslenzka þjóðin
ætti að aðstoða okkur við að
vinna bug á efnahagsvandanum
í stað þess að auka á hann. Ef
um einhverja skreiðarsölu til
Nígeríu verður að ræða ættu ís-
lendingar að hætta að greiða
umboðsmönnum undir borðið,
hætta að gefa afsláttinn nema
hann skili sér í Nígeríu, annars
kemur hann okkur ekki að gagni.
25% afsláttur til umboðsmanns-
ins er of mikið, 2% væri kannski
eðlilegt. Afslátturinn hefur verið
notaður i mútur, sem grafa und-
an lýðræðinu og auka á spilling-
una og ríkisstjórn íslands ætti
ekki að láta það viðgangast. ís-
lendingar og Nígeríumenn ættu
að setjast að samningaborðinu
og semja um raunhæft verð fyrir
skreiðina og hætta afslættinum.
Þið munið þurfa að framleiða
skreið áfram og við munum
þurfa að borða hana. Það á bara
eftir að koma í ljós hve mikið af
skreið við getum keypt á þessu
ári,“ sagði Kóiki.