Morgunblaðið - 04.01.1984, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984
AF ERLENOUM VETTVANGI
Eftir MAUREEN JOHNSON
Tekst að stöðva ólögleg
tölvukaup Sovétmanna?
Sovétmenn hafa stundað það um langan aldur að gera eftirlíkingar af
handarískum og vestur-evrópskum tæknibúnaði. Svo er t.d. með þetta
hlustunardufl, sem fannst út af Krísuvíkurbjargi.
AÐ undanförnu hafa verið mikið í
fréttum tilraunir Sovétmanna til
að komast yfir háþróaðan, banda-
rískan tæknibúnað og vitað er, að
þá iðju hafa þeir stundað um
margra ára eða áratugaskeið. Toll-
þjónustumenn í Bandaríkjunum og
Vestur-Evrópu hafa nú skorið upp
herör gegn þessari starfsemi og
hefur þeim þegar orðið allmikið
ágengt.
Vegna upplýsinga frá banda-
rískum yfirvöldum lögðu
vestur-þýskir tollverðir í nóv-
embermánuði sl. hald á vöru-
sendingu um borð í sænska
gámaflutningaskipinu Elgaren
aðeins nokkrum mínútum áður
en það lagði úr höfn í Hamborg.
Hluti sendingarinnar var þó
fluttur áfram til Helsingjaborg-
ar í Svíþjóð þar sem hann var
kyrrsettur en sendingin öll var
bandarísk Vax II-782-tölva, sem
nota má til að stýra eldflaugum
búnum mörgum kjarnaoddum.
Snemma í desember lögðu
tollgæslumenn í ensku hafnar-
borginni Poole hald á sex banda-
rískar tölvur, sem átti að flytja
til Sovétríkjanna um Frakkland,
og jafnframt voru tveir breskir
kaupsýslumenn kærðir fyrir
smygltilraunina. Rúmri viku síð-
ar voru tveir kaupsýslumenn
handteknir í Englewood í Col-
orado í Bandaríkjunum og kærð-
ir fyrir að hafa ætlað að smygla
til Sovétríkjanna um Vestur-
Þýskaland háþróuðum skjálfta-
mæli, sem notaður er til að fylgj-
ast með kjarnorkuvopnatilraun-
um.
Ríkisstjórnir á Vesturlöndum
hafa nú hafið nokkurs konar
tangarsókn gegn fjármála-
mönnum, sem fást við það
áhættusama en um leið ábata-
sama starf að smygla tæknibún-
aði til Austur-Evrópu, og gegn
þeim njósnurum kommúnista-
ríkjanna, sem hafa það að sér-
grein sinni að fá menn til þess-
ara starfa. Bandarískir emb-
ættismenn segja, að í raun sé
þessi starfsemi stórkostleg
ógnun við heimsfriðinn.
„Við erum í raun og veru að
færa Sovétmönnum upp í hend-
urnar vopn, sem þeir síðan beina
að okkur," sagði Richard Perle,
háttsettur starfsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins, í
viðtali við breska ríkisútvarpið
nýlega.
Sú gífurlega njósnastarfsemi,
sem Sovétmenn stunda á Vestur-
löndum og víðar, sést best á því,
að á síðasta ári voru um 100 sov-
éskir sendiráðsstarfsmenn rekn-
ir úr landi í NATO-ríkjunum
Ástralíu, Japan og Sviss, helm-
ingi fleiri en árið áður. Banda-
rískir leyniþjónustumenn telja,
að aðeins 20—30% þess tækni-
búnaðar, sem fluttur er til Sov-
étríkjanna, fari þangað eftir
löglegum leiðum.
Lýsandi dæmi um hvernig
þessi smyglstarfsemi fer fram er
mál Vestur-Þjóðverjans Richard
Múllers, sem settist að í Suður-
Afríku fyrir nokkrum árum en
er nú aftur kominn til Evrópu
þar sem hann stjórnar fjölda
fyrirtækja með aðsetur í Sviss
og jafnvel enn fleiri dótturfyr-
irtækjum. Múller var dæmdur í
Bandaríkjunum árið 1979 að
honum fjarstöddum fyrir að
hafa smyglað tölvum til Sovét-
ríkjanna og í sambandi við það
mál sætti viðskiptaráðuneytið
bandaríska miklu ámæli fyrir
kæruleysi við útgáfu útflutn-
ingsleyfa.
Múller á svissneska fyrirtækið
„Integrated Time“ og auk þess
dótturfvrirtæki í Vestur-Þýska-
landi. I fyrra seldu Kongsberg,
norsku vopnaverksmiðjurnar,
dótturfyrirtækinu hluti í Vax
II-782-tölvuna eftir löglegum
leiðum og með leyfi bandaríska
viðskiptaráðuneytisins í hönd-
unum.
„Svo er að sjá, að þótt Múller
og svissneska fyrirtækið séu á
svarta listanum, þá sé vestur-
þýska dótturfyrirtækið ekki þar
að finna," sagði Egil Eiden, yfir-
maður tölvudeildar Kongsberg-
verksmiðjanna, við fréttamenn.
Það er til að stöðva þessa
starfsemi, sem stunduð er í
skjóli fyrirtækjafrumskógar og
falsaðra farmskírteina, sem
Bandaríkjamenn hrintu af stað
aðgerðinni „Exodus" árið 1981 og
að sögn tollyfirvalda hefur ár-
angurinn orðið framar öllum
vonum. Yfirmaður bandarísku
tollgæslunnar, William von
Raab, segir, að á síðasta ári hafi
verið lagt hald á meira en 2000
tölvur eða tölvuhluti til hernað-
arnota, sem átt hafi að smygla
til Sovétríkjanna.
„Fyrir tveimur árum var eftir-
litið ekkert en nú hefur okkur
tekist að stöðva smyglið að
mestu. Sovétmenn verða nú að
fara að nota sína eigin peninga
til að halda í við tækniþróun-
ina,“ sagði Raab. Það hefði t.d. í
för með sér, að Sovétmenn yrðu
að fara að fylgjast með banda-
rískum kafbátum með sínum
eigin tækjabúnaði en ekki með
eftirlíkingum af bandarískum
hlustunarbúnaði.
Ríkisstjórnir Atlantshafs-
bandalagsríkjanna og Japan
hafa með sér samstarf um það
hvaða vörur megi ekki flytja til
Austantjaldsríkjanna og koma
fulltrúar þeirra reglulega saman
til fundar í París. Talið er, að
viðræður hafi verið í gangi allt
frá janúar 1982 um nýjan lista
yfir bannvörur en orðrómur er á
kreiki um að samkomulag hafi
strandað á sumum Evrópuþjóð-
anna og Japan, sem finnst
Bandaríkjamennirnir vilja hafa
bannlistann of víðtækan. Um
þetta vilja embættismenn þó
ekkert segja.
Maureen Johnson er íréttamaður
AP-fréttastofunnar.
Sænskir tollverðir létu loks til skarar skríða og opnuðu kassana, sem
voru fluttir til Helsingjaborgar. í þeim reyndist vera bandarískur tölvu-
búnaður.
Frú Valgerður Halldórsdóttir afhendir Kristjáni Sigurðssyni, yfirlækni, gjöf-
ína. MorgunhladiðHeimir.
Keflavík:
Vandað sónartæki
gefíð sjúkrahúsinu
Kedavík, 2. janúar.
SJÚKRAHÚSINU í Keflavík var
fimmtudaginn 29. desember afhent
sónarætki af Hitachi-gerð. Tæki
þetta er af fullkomnustu gerð og er
að verðmæti 1.100.000 kr. Eru þá
tollar og söluskattur reiknaðir í
verðinu. Tækið er fyrst og fremst
notað til fóstur- og mæðraverndar.
Einnig má nota það til annarra rann-
sókna, svo sem til rannsókna á líf-
færum í kviðarholi.
Gefendur eru eftirtaldir aðilar:
Styrktarfélag Sjúkrahúss Kefla-
víkurlæknishéraðs, en Keflavíkur-
verktakar gáfu styrktarfélaginu
ríflega-fjárupphæð til kaupa á
þessu tæki, Kvenfélagið Fjólan,
Vatnsleysuströnd, Kvenfélagið
Gefn, Garði, Kvenfélagið Hvöt,
Miðneshreppi, Kvenfélag Kefla-
víkur, Kvenfélag Njarðvíkur, Sor-
optimistaklúbbar Keflavíkur,
Verkakvennafélag Keflavíkur og
Njarðvíkur.
Forráðamenn sjúkrahússins
vilja þakka gefendum fyrir þessa
höfðinglegu gjöf og minna á að
þetta er ekki í fyrsta skipti, sem
samtök þessi hafa sýnt málefnum
sjúkrahússins velvilja.
Valgerður Halldórsdóttir, for-
maður Styrktarfélags Sjúkrahúss-
ins, afhenti tækið fyrir hönd gef-
enda. Steinar Júlíusson, formaður
Sjúkrahússtjórnar, ávarpaði gesti
við athöfnina.
— Heimir
Jón Hannesson, læknir, lýsir tæk-
inu.
Aukinn hagnaður
af rekstri Hafskips
„LIÐIÐ ÁR hefur verið gott ár fyrir Hafskip að mörgu leyti og
þótt endanlegar tölur um rekstrarafkomu liggi enn ekki fyrir, þá
er Ijóst að hagnaður verður af rekstri fyrirtækisins, reyndar
nokkru meiri hagnaður en á síðasta ári,“ sagði Páll Bragi Krist-
jónsson, framkvæmdastjóri hjá Hafskip, í samtali við Mbl.
„Áætlanir okkar hafa staðizt vel
og reyndar hefur útkoman úr
sumum þáttum verið betri en gert
var ráð fyrir í ársbyrjun. Reyndar
vorum við efins um að þessar
áætlanir okkar myndu standast
fyllilega, þegar verulega tók að
syrta í álinn í efnahagslífi lands-
manna," sagði Páll Bragi.
Páll Bragi sagði að uppbygg-
ingarstarf það sem hófst fyrir lið-
lega fimm árum hjá fyrirtækinu
væri farið að skila sér í verulegum
mæli, en verulegt tap var af-
rekstri fyrirtækisins um árabil. Á
síðasta ári komst Hafskip síðan
réttum megin við strikið.
Aðspurður um ástæður þess, að
hagnaður yrði af rekstri Hafskips
XJöföar til
11 fólks í öllum
starfsgreinum!
á sama tíma og efnahagsástand
hefur verið slæmt hér á landi og
flutningar hafa dregizt saman,
sagði Páll Bragi þær nokkrar.
„Hagræðingarstarf hefur skilað
sér mjög vel, þ.e. fjárfesting í
skipum og tækjum í landi, auk
breyttra starfshátta. Þá hefur
eldsneytiskostnaður ekki hækkað
eins mikið og gert var ráð fyrir
vextir á erlendum mörkuðum hafa
verið stöðugir og vextir innan-
lands hafa farið verulega lækk-
andi á allra síðustu mánuðum.
Þetta skilar sér auðvitað beint í
betri afkomu. Þá hefur starfsemi
dótturfyrirtækja Hafskips erlend-
is skilað betri árangri en bjartsýn-
ustu menn þorðu að vona í upp-
hafi. Ekki má síðan gleyma þeirri
kyrrð sem komst á gengismálin á
síðari hluta ársins."
Hafskip hefur verið með sjö
skip í rekstri á árinu, en þar af á
félagið fimm þeirra. Um er að
ræða fjölhæfniskip, sem falla vel
að rekstri Hafskips.
Að endingu var Páll Bragi
Kristjónsson, framkvæmdastjóri
hjá Hafskip, inntur eftir því
hvernig honum litist á komandi
ár. „Við erum mjög bjartsýnir og
sjáum ekki annað, en að rekstur-
inn eigi að skila arði og aukast á
þessu ári.