Morgunblaðið - 04.01.1984, Page 17

Morgunblaðið - 04.01.1984, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984 Sendiherra Bangladesh í Moskvu farinn heim Moskvu, 3. janúar. AP. SOVÉZKA stjórnin reyndi frá því á sunnudaginn, að Rashid Ahmad, sendiherra Bangla- desh í Sovétríkjunum, væri farinn úr landi. Þessi frétt kom í kjölfar skipunar stjórnar Bangladesh til Kremlarherra um að fækka sovézkum dipló- mötum og starfsliði í Bangla- desh, en umsvifin þar á vegum sovézka sendiráðsins hafa far- ið mjög vaxandi að undan- förnu. Bangladesh-stjórn skip- aði Sovétmönnum að fækka í sendiráðinum þann 28. nóvem- ber sl. og svo virðist sem sov- ézku menningarstofnuninni í Dhaka hafi verið lokið. Bangla- deshar hafa krafizt lokunar fleiri stofnana á vegum Sov- étmanna í Bangladesh. Fimm háttsettir diplómatar héldu á braut frá Dhaka á mánudag í fyrri viku og fleiri munu fylgja á eftir. Búizt er við að brottför sendiherra landsins í Moskvu sé í tengslum við þessi versn- andi samskipti, þótt það hafi ekki verið staðfest af opinberri hálfu. íran leysir vanda UNESCO London, 3. janúar. AP. Utanríkisráðherra írans, Akb- ar Velayati, hefur lýst því yfir ad íran muni, í samvinnu vid önnur aðildarríki, leysa vanda UN- ESCO, Menningar- og fræðalu- stofnun Sameinuðu þjóðanna, í sambandi við úrsögn Bandaríkj- anna. Ráðherrann sagði að standi Bandaríkin við hótunina um að hætta aðild að UNESCO, leiði það til þess að stofnunin verði sjálfstæðari í aðgerðum sínum, og hagstæðari „kúguðum þjóð- um“. Hákarl ban- aði kafara Aþenu, 3. janúar. AP. IIÁKARL réðst á froskkafara, sem var að ólöglegum veiðum neðansjávar á Kórinþu-flóa um helgina. Læsti hákarlinn tönnun- um í fótlegg kafarans, Christo- pher Skiadas, og varð af svo mik- ið sár að honum blæddi út áður en unnt var að koma honum í sjúkrahús. Skiadas og vinir hans tveir voru á veiðum á tuttugu metra dýpi um 300 metrum frá ströndinni út af þorpinu Andik- ira þegar hákarlinn birtist. Öll köfun er bönnuð við strendur Grikklands í nánd við fornar minjar, en þorpið Arid- ikira er um 15 km fyrir sunnan Delfi. Að sögn yfirvalda eru hákarlar sjaldséðir gestir á Kórinþu-flóa. Til viðræðna í Washington Tókíó, 3. janúar. AP. JAPANSKA fréttastofan KYODO hefur skýrt frá því að Shintaro Abe, utanríkisráð- herra, færi 26. þessa mánaðar til Washington til viðræðna við bandarísk yfirvöld um efna- hags- og varnarmál. Abe hélt embætti sínu og var endurskip- aður utanríkisráðherra við síð- ari stjórnarmyndun Yasuhiro Nakasone 27. fyrra mánaðar og er reiknað með að hann skýri bandarískum yfirvöldum frá áhrifum nýafstaðinna þing- kosninga í Japan á sameiginleg áhugamál ríkjanna beggja. Henning Christopherson, fjármálaráðherra Dana, sýnir hér á gamalli skólatöflu muninn á niðurskurði stjórnarinnar og sparnaðartillögum jafnaðarmanna. Stjórnin hefur sparað 50 milljarða danskra króna en jafnaðarmenn lagt til 25 milljarða sparnað. Á veggnum stendur „Það er hyldýpi á milli“ og er þá líklega átt við muninn á stefnu flokkanna tveggja, jafnaðarmanna og íhaldsmanna. Efnahagsmálin aðalmál- ið í dönsku kosningunum — en staða grænlensku og færeysku þingmannanna mikið til umræðu Kaupmannahörn, 3. janúar. Frá fréttaritara Mbl., Ib Björnbak. í ÞINGKOSNINGUNUM í Danmörku 10. janúar nk. verður tekist á um efnahagsmál. Poul Schliiter, forsætisráðherra, vitnar nú óspart í nýjar tölur frá danska vinnuveitendasambandinu, sem segja, að kaupmáttur launa hafi vaxið á síðasta ári. Þessari fullyrðingu hafa samtök opinberra starfsmanna mótmælt. Enn er allt á huldu um hvort sjónvarpsáhorfendur fá að verða vitni að úrslitaátökunum milli flokkanna og er það allt undir náð og miskunn tæknimannanna kom- ið. Viðræður hafa farið fram á milli þeirra og forstöðumanna danska sjónvarpsins og verður úr þessu skorið á fundi tæknimann- anna nk. fimmtudag. I kjölfar skoðanakannana að undanförnu hefur gamalt vanda- mál komist í sviðsljósið á nýjan leik en það er hvort komið skuli í veg fyrir, að Færeyingar og Græn- lendingar geti ráðið úrslitum um meirihlutamyndun á danska þing- inu. Samkvæmt síðustu Gallup- könnun mun stjórnin styrkja stöðu sína svo í kosningunum, að hún mun hafa meirihluta með stuðningi annaðhvort Róttæka Yevtushenko skrif- ar um Stalínstímann — og harðlega gagnrýndur fyrir vikið Moskvu, The Guardian EITT fremsta Ijóðskáld Sovét- manna, Yevgeny Yevtushenko, hefur að undanfórnu verið gagn- rýndur mjög harkalega í landi sínu fyrir að fjalla um hörmungar Stalínstímans í nýútkominni bók. Bókmenntatímaritið Nash Sovremyennik eða Vorir tímar, sem kemur út mánaðarlega, seg- ir um bokina, „Berjagarðana", að hún sé ruglingsleg, óheiðar- leg og ósiðleg, bók, sem sé ein- skis virði og hefði aldrei átt að koma fyrir almenningssjónir. í Vorum tímum segir, að þá bregðist Yevtushenko ekki síst bogalistin þegar hann lýsir því hvernig Stalín útrýmdi kúlökk- unum (rússneskum sjálfseign- arbændum) með því að skipa svo fyrir, að þeir skyldu skotnir eða sendir í þrælkun. Yevtushenko segir í bók sinni að lögreglunni um allt landið hafi verið gefinn kvóti yfir fjölda kúlakka, sem smala átti saman, en sums stað- ar, t.d. í Síberíu þar sem Yevtu- shenko ólst upp, voru engir kúl- akkar og þá greip lögreglan til þess að handtaka og skjóta venjulegt sveitafólk til að fylla kvótann. Yevtushenko var í eina tíð ungi, reiði maðurinn í sovéskum bókmenntaheimi og átti stund- um í dálitlum útistöðum við yf- irvöldin. Á síðustu árum hefur þó lítið borið á gagnrýni á hann en augljóst er, að hann hefur áunnið sér litla hrifningu ráða- manna með sinni fyrstu bók að ljóðabókunum undanskildum. vinstriflokksins eða Framfara- flokksins en til þessa hefur hún orðið að styðjast við þá báða. Svo getur þó farið, að atkvæði græn- lensku þingmannanna tveggja geti riðið baggamuninn í atkvæða- greiðslum um málefni, sem aðeins snerta Dani sjálfa. Færeysku þingmennirnir hafa hins vegar jafnan fylgt Jafnaðarmanna- flokknum og Vinstriflokknum, sem er borgaraflokkur, og atkvæði þeirra falla því oftast dauð. Grænlensku þingmennirnir hafa setið hjá í flestum atkvæða- greiðslum á valdatíma Schlúters Yevgeny Yevtushenko og hefur hann launað þeim það með því að hafa ekki afskipti af grænlenska vinnumarkaðnum. Ovíst er hvernig þessi mál horfa við að kosningum loknum því að í Grænlandi verður nú nýr háttur hafður á. Þar vannst ekki tími til að prenta kjörseðla og þess vegna verða kjósendur að skrifa sjálfir nafn þess frambjóðanda, sem þeir kjósa. Er það talið geta haft áhrif á niðurstöðuna. Veður víða um heim Akureyri +4 snjókoma Amsterdam 8 rigning Aþena 17 heiðskírt Barcelona 7 mistur Bertin 6 rigning BrUssel 8 heióskirt Buenos Aires 28 rigning Chicego +1 skýjaó Dublin 8 skýjaó Feneyjar 5 rigning Frankfurt 5 rigning Genf 7 heióskírt Havana 23 skýjað Helsinki 1 skýjaó Hong Kong 18 heióskfrt Jenjsalem 10 skýjaó Jóhannesarborg 21 skýjaó Kairó 21 heióskfrt Kaupmannahöfn 6 skýjaó Las Palmas 21 skýjaó Lissabon 8 skýjaó London 7 skýjað Los Angeles 24 heióskfrt Malaga 14 heióskirt Mallorca 16 skýjaó Mexíkóborg 19 skýjað Miami 23 skýjaó Montreal -11 snjókoma Moskva 2 skýjaó New York 2 skýjaó Parls 10 skýjaó Peking 0 heióskfrt Perth 29 heióskfrt Reykjavík +4 táttskýjaó Rio de Janeiro 37 heióskirt Róm 11 skýjaó San Francisco 18 heióskirt Seoul 32 skýjaó Stokkhólmur 5 skýjað Sydney 33 heióskírt Tókýó 8 heióskirt Vancouver 8 skýjaó Vinarborg 10 skýjaó Varsjá 7 rigning Þórshötn -3 alskýjað Loftárás á hafnar- borg í Nicaragua Managua, Niraragua, 3. janúar. AP. VARNARMÁLARÁÐUNEYTIÐ í Nicaragua sagöi í gær- kvöldi, að uppreisnarmenn hefðu gert loftárás á hafnarborg- ina Puerto Sandino en þar er skipaö upp mestallri olíu, sem til landsins er flutt. Seinna heföi svo veriö skotið á borgina frá ótilteknum fjölda hraðbáta. Talsmaður varnarmálaráðu- neytisins sagði að um eina flugvél hefði verið að ræða og hefði verið skotið frá henni eldflaugum að mannvirkjum í Puerto Sandino án þess að nokkurt tjón hefði þó hlot- ist af. Einn maður hefði hins veg- ar fallið í árás hraðbátanna, sem hefðu verið hraktir burtu «ftir skamma stund. Skæruliðar í Nic- aragua réðust á borgina í sept- ember og október í haust og unnu þá mikið tjón á olíumannvirkjum. Stjórnin í Managua heldur því fram, að í desember hafi 2.000 skæruliðar komið til landsins frá Honduras og að þessi liðssafnaður muni ásamt öðrum skæruliðum hafa mikla sókn í undirbúningi. Einnig hefur verið skýrt frá áköf- um bardögum um a.m.k. fimm bæi í norðurhluta landsins og eru fréttir um mikið mannfall á báða bóga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.