Morgunblaðið - 04.01.1984, Page 19

Morgunblaðið - 04.01.1984, Page 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANtJAR 1984 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984 19 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Björgunarsveitin og Landhelgisgæslan Verðuga athygli vakti þegar Halldór Ásgrímsson, sjáv- arútvegsráðherra, lét þá skoð- un í ljós á fundi í Sjómannafé- lagi Reykjavíkur að Landhelg- isgæslan ætti að taka að sér starfrækslu björgunarsveitar varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Taldi sjávarútvegs- ráðherra búnað þessarar sveit- ar varnarliðsins „í einu orði sagt stórkostlegan", sagðist hann vilja vera raunsær og við ættum að „ganga hreint til verks og fara þess á leit við Bandaríkjamenn, að við yfir- tökum þessa starfsemi". Þá hefur verið sagt frá því í Morg- unblaðinu að Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, hafi rætt um það við sendi- herra Bandaríkjanna á íslandi, hvort íslendingar gætu yfirtek- ið björgunarstörfin og sagði forsætisráðherra: „Það er allt- af spurningin, hvort Atlants- hafsbandalagið leggur til tæk- in og íslendingar sjá um rekst- urinn." Formaður og varafor- maður Framsóknarflokksins, forsætisráðherra og sjávarút- vegsráðherra, eru þannig sam- stiga í þessu máli og forsætis- ráðherra hefur þegar tekið það upp við sendiherra Bandaríkj- anna. Samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum fyrir árið 1984 verða útgjöld vegna Landhelgisgæsl- unnar í ár 141 milljón króna. Er þetta lægri fjárhæð en varið er til að reka björgunarsveit varnarliðsins ef marka má töl- ur frá blaðafulltrúa liðsins sem birtar voru í Morgunblaðinu en þar segir að launa- og rekstr- arkostnaður sveitarinnar sé um 150 milljónir króna á ári. Starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar eru 115—120 um þessar mundir en um 50 sérþjálfaðir menn starfa í björgunarsveit varnarliðsins. Tæki björgun- arsveitarinnar, 3 þyrlur og Hercules-vél, eru metin á 500 til 600 milljónir króna. Svo virðist sem forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra ráð- geri að íslendingar leggi til mannafla en Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið fé og tæki. Hér skal ekki dregið í efa að íslendingar geti náð sömu leikni og Bandaríkjamenn í björgunarstörfum með tækja- kosti varnarliðsins og þann fjárhagslega bakhjarl sem björgunarsveit þess hefur. En fleira mælir gegn tillögum for- sætisráðherra og sjávarút- vegsráðherra en með þeim. Hér skulu nefnd þrjú atriði: í fyrsta lagi er það ekki leiðin til að losa um tengslin við varnarlið- ið að haga málum þannig að rekstur jafn mikilvægs þáttar og björgunarsveitarinnar sé yf- irtekinn af íslendingum en á kostnað Bandaríkjamanna. I öðru lagi myndi það draga úr björgunar- og öryggisþjónustu á íslandi ef sjálfstæð starfsemi Landhelgisgæslunnar á þessu sviði legðist niður, hið tvöfalda kerfi með þjónustu varnarliðs- ins og gæslunnar hefur reynst vel og er eðlilegt að viðhalda því. I þriðja lagi er það ekki rétta leiðin í samstarfi Land- helgisgæslunnar og varnarliðs- ins að gæslan verði með einum eða öðrum hætti hluti af varn- arliðinu, miklu brýnna er að styrkja sjálfstæða stöðu Land- helgisgæslunnar á sem flestum sviðum og í samvinnu við varn- arliðið þar sem hún er báðum aðilum hagkvæm. Bylting í Nígeríu Herinn hefur tekið völdin í Nigeríu og nýju stjórn- endurnir bera það helst fyrir sig að fjármálaspillingin sem þrifist hefur á fjögurra ára tímabili lýðræðislegra stjórn- arhátta hafi verið orðin svo mögnuð að við svo búið mætti ekki standa. Af löngu og mikil- vægu viðskiptasambandi við Nígeríu er okkur íslendingum kunnugt um að sveiflurnar þar eru miklar og ekki hefur olíu- auðurinn fært þjóðinni ein- tóma hamingju. Þvert á móti sýnist hún hafa lent í þeirri blindgötu sem þeir rata helst inn á sem ekki kunna fótum sínum forráð. Hvað við tekur í landinu núna er óljóst en það er örugglega rétt hjá Ólafi Björnssyni, formanni Skreiðar- samlagsins, að ekki hætta Níg- eríumenn að borða skreið þótt herinn hrifsi einu sinni enn stjórnartaumana í sínar hend- ur. í yfirlýsingu nýju her- stjórnarinnar var býsnast yfir því að Nígeríumenn væru orð- nir að „skuldugri betlaraþjóð". Ætli herstjórnin að hressa upp á andlit þjóðarinnar út á við getum við vænst þess að hún sjái um að skreiðarskuldin við íslendinga verði greidd en hún nemur nú 770 milljónum króna. Það er sem sé mikið í húfi fyrir okkur að vel takist til með stjórn mála í Nígeríu og illt til þess að vita ef herinn er betur til forystu fallinn en kjörnir fulltrúar. Bormennirnir fjórir sem voru á vakt þegar Morgunblaðsmenn bar að garði. Frá vinstri talið: ísleifur Tómasson mastursmaður, Jakob Guðmundsson pallmaður, Ingi Þóröarson vaktformaður og Valgeir Hauksson pallmaður. Moreunbimaíð/KEE. Attunda borholan í uppsiglingu á Elliðaáasvæðinu: „ÞAÐ ER mikið rétt, við komum þarna niður á tiltölulega öfluga æð á 1037 metra dýpi á Þorláksmessu, sem var það opin að skolvatnið skil- aði sér ekki upp. Það hefur verið tekin ákvörðun um að fóðra hana af og halda áfram borun,“ sagði Arni Gunnarsson yfirverkfræðingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur, aðspurður um framgang mála á Vindheima- svæðinu í Breiðholti, þar sem bor- inn Dofri hefur nagað sig niður í moldina undanfarið í leit að heitu vatni. Hitaveita Reykjavíkur hefur þrjú vinnslusvæði, Laugarnes- svæðið í Laugardalnum, þar sem eru 12 virkjaðar holur, Reykja- nessvæðið í Mosfellssveit um 36 vinnsluholur og Elliðaársvæðið, þar sem fyrir eru 7 virkjaðar hol- ur og sú áttunda í uppsiglingu. „Elliðaársvæðið er minnsta vinnslusvæði Hitaveitunnar," sagði Árni, „og ástæðan fyrir því að við erum að bora þarna er sú, að í kjölfar stækkunar og leng- Ein af krónum Dofra. Um 50 kfló- gramma þung, gerð úr sérstöku hertu stáli. „Gífurlega dýr, á við góðan Benz,“ sögðu bormenn um verðmæti krónunn- ar. ingar á dælunum á svæðinu á síð- astliðnu ári, eygjum við mögu- leika á að geta dregið meira niður í svæðinu og aukið þannig vatns- töku úr því. En til þess þurfum við á viðbótarholu að halda. Það er því alls ekki um nýtt vatn að ræða úr þessari holu, heldur erum við að gjörnýta svæði sem við þekktum fyrir." Árni sagði að vatnið úr nýju holunni hefði mælst tæplega 110 stiga heitt, en meðalhitastig úr holum svæðisins er 93 stig. Heild- arvinnslugeta holanna sjö á Ell- iðaársvæðinu er 650 tonn á klst. og gefa bestu holurnar um 160 tonn á klst. Bestu holurnar á Mosfellssvæðinu gefa allt upp í 360 tonn á klst. Notaleg tilfinning að koma niður á æð „Því er ekki að neita að það er alltaf notaleg tilfinning sem fylg- Haraldur Sigurðsson verkstjóri (t.v.) og Auðunn Snæbjörnsson vélstjóri standa framan við borinn Dofra. ir því að koma niður á opnun, þá finnur maður árangur erfiðis síns,“ sagði Auðunn Snæbjörns- son vélstjóri, en hann hefur um- sjón með tækjabúnaðinum sem heldur Dofra gangandi. Morgun- blaðsmenn gerðu sér ferð upp að borsvæðinu fyrr í vikunni og tóku bormenn tali. I einu borgengi starfa fjórir bormenn, borstjóri, verkstjóri og vélstjóri. Tveir bormannanna eru á palli, sem kallað er, einn í mastri og einn er vaktformaður. Það er unnið á þrískiptum vökt- um fimm daga vikunnar, en bor- inn kældur um helgar. „Það er ómögulegt að segja hvað holan kemur til með að gefa mikið af sér þegar upp er staðið," sagði verkstjórinn Haraldur Sig- urðsson. „Þessi æð sem við kom- um niður á, viðist vera nokkuð sæmileg, en hins vegar gætum við borað allt að þúsund metra til við- bótar og fengið fleiri opnanir og afkastamælingin fer ekki fram fyrr en borun er lokið." Sögðu bormenn að jarðvegur- inn væri frekar linur á þessu svæði og því gengi greiðlega að bora, en hins vegar væri alltaf hætta á hruni þegar jarðvegurinn væri laus í sér. Komið niður á opnun á rúmlega þúsund metra dýpi Tveir höfiindar ráðnir að Þjóðleikhúsinu ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur nú ráðið höfunda fyrir árið 1984 og urðu Sig- urður Pálsson og Nína Björk Árna- dóttir fyrir valinu að þessu sinni; Sigurður fyrstu sex mánuði ársins og Nína Björk síðari hluta ársins. Sigurður Pálsson fæddist 30. júlí 1948 á Skinnastað í Norður- Þingeyjasýslu, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967, stundaði síðan nám í leik- húsfræðum og bókmenntum við Sorbonne-háskólann í París og lauk þaðan magisterprófi og DEA-prófi, þ.e. fyrri hluta dokt- orsgráðu. Ennfremur lauk hann prófi í kvikmyndaleikstjórn frá CLCF kvikmyndaskólanum í Par- ís. Hann var kennari við Leiklist- arskóla SÁL 1974—75 og við Leiklistarskóla íslands frá stofn- un hans til ársins 1977. Sigurður hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur, Ljóð vega salt (1975), Ljóð vega menn (1980) og Ljóð vega gerð (1982). Hann hef- ur samið þrjú leikrit fyrir Nem- endaleikhús, Leiklistarskóla Is- lands og heita þau Undir suðvest- urhimni (1976), Hlaupvídd sex (1977) og Miðjarðarför (1983). Þá hefur hann töluvert fengist við þýðingar og má þar á meðal nefna Svalirnar, eftir Jean Gen- et, Hótel Paradís, eftir Georges Feydeau (fyrir Þjóðleikhúsið). Þeir settu handjárn á blómin, eft- ir Arrabal og Þegar vonin ein er eftir, eftir Cordelier. Loks hefur Sigurður fengist við leikstjórn, m.a. í sjónvarpinu, en þar stýrði hann leikriti Steinunn- ar Sigurðardóttur, Líkamlegt samband í norðurbænum. Nína Björk Árnadóttir fæddist Nina Björk Árnadóttir 7. júní 1941 að Þóreyjarnúpi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hún var Sigurður Pálsson við nám í Leiklistarskóla Leikfé- lags Reykjavíkur 1961—1964 og við framhaldsnám í Danmörku 1973-1975. Nína Björk hefur unnið marg- vísleg störf meðfram ritstörfum, en hún hefur sent frá sér sex ljóðabækur og átta leikrit hennar hafa verið sýnd á leiksviði og í sjónvarpi, en að auki hefur hún þýtt skáldsögur, leikrit og ljóð. Ljóðasöfn hennar eru: Ung ljóð )1965/1981), Undarlegt er að spyrja mennina (1968), Börnin í garðinum (1973), Fyrir börn og fullorðna (1975), Mín vegna og þín (1977) og Svartur hestur í myrkrinu (1982). Þjóðleikhúsið hefur sýnt tvö leikrit hennar, Hvað sögðu engl- arnir? (1979) og Súkkulaði handa Silju (1982), en önnur leikrit hennar eru Hælið, Geimið, Fóta- tak (L.R. 1972), Steinarnir hans Mána, Steinninn sem hló og Það sem gerist í þögninni, en síðast- talda verkið var flutt í útvarp 1981. (Frétutilkynning) Brynjólfur Bjarnason forstjóri BÚR. Mor(funblaSið/KOE. Bæjarútgerð Reykjavíkur: Brynjólfur Bjarna- son hóf störf sem forstjóri um áramótin BRYNJÓLFUR Bjarnason tók í fyrradag við starfi forstjóra Bæjar- útgerðar Reykjavíkur, en fram- kvæmdastjórarnir Einar Sveinsson og Björgvin Guðmundsson létu af störfum á gamalársdag. Eins og fram hefur komið í fréttum eru fyrirhugaðar ýmsar rekstrarbreyt- ingar á starfsemi BÚR, m.a. á að ráða fjóra deildarstjóra til að ann- ast hin ýmsu rekstrarsvið. Brynjólfur Bjarnason er fædd- ur 18. júlí 1946, sonur Bjarna Björnssonar og Kristjönu Brynj- ólfsdóttur. Hann varð stúdent frá Verzlunarskóla íslands 1967 og lauk prófi frá viðskiptadeild Háskóla íslands 1971. Á árunum 1971—1973 stundaði hann nám við University of Minnesota og lauk þaðan prófi í rekstrarhag- fræði. Brynjólfur var deildar- stjóri Hagdeildar Vinnuveit- endasambands íslands 1973—76, en frá árinu 1976 hefur hann verið forstjóri Almenna bókafé- lagsins. Brynjólfur er kvæntur Kristínu Thors og eiga þau fjög- ur börn. Kristján Jóhannsson forstjóri Almenna bókafélagsins. Morgonblaðið/RAX. Kristján Jóhannsson tók við starfi for- stjóra AB um áramótin KRISTJÁN Jóhannsson tók við starfi forstjóra Almenna bókafé- lagsins um áramótin af Brynjólfi Bjarnasyni, nýráðnum forstjóra Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Kristján starfaði áður sem hag- fræðingur hjá Félagi íslenskra iðnrekenda. Kristján er fæddur 4. janúar 1951, sonur Jóhanns Gíslasonar og Vilborgar Kristjánsdóttur. Hann stundaði nám í Kaup- mannahöfn, tók HA-próf frá Viðskiptaskólanum í Kaup- mannahöfn 1978 og cand. merc,- próf frá sama skóla vorið 1981. Á námsárum sínum starfaði hann hjá Danmarks Statistik og um tíma hjá Privatbanken. Hann hóf störf hjá Félagi íslenskra iðnrekenda sumarið 1981 og hef- ur starfað þar fram að þessum tíma, auk þess að kenna rekstr- arhagfraeði í viðskiptadeild Há- skóla íslands. Kristján er kvæntur Ingibjörgu Sigurðar- dóttur meinatækni og eiga þau tvö börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.