Morgunblaðið - 04.01.1984, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984
20
Athugasemd
frá Flateyri
EFST á baksíöu Þjóðviljans 21. des.
sl. er fimm dálka stórfrétt, segir þar
frá fundarsamþykkt á borgarafundi
á Flateyri og miklum hrakförum
„íhaldsins" þar á bæ. Hefur blaöið
frétt þessa eftir málvini sínum Guð-
varði Kjartanssyni. I>ar sem það er
ekki á hverjum degi að hér gerist
þau tíðindi sem svo þykja fréttnæm,
er ekki úr vegi að líta á málið aðeins
nánar.
Þannig hagar til á Flateyri að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
hreinan meirihluta í hreppsnefnd
Flateyrarhrepps, hlaut rúm 50%
atkvæða í síðustu kosningum og
sigraði þannig sameiginlegan lista
allra vinstri flokkanna, naumlega
þó.
Þann 8. desember sl. boðaði
hreppsnefndin til almenns borg-
arafundar um málefni Flateyrar-
hrepps. Hófst fundurinn kl. 20.00,
var hann vel sóttur og einkennd-
ust umræður allar af eindrægni og
góðri samstöðu Flateyringa um
málefni sín. Það var kl. 0.25 um
nóttina, sem þau tíðindi gerðust
sem Þjóðviljanum er svo mikill
matur í. Fundarbekkirnir voru
orðnir þunnskipaðir, sem ekki var
óeðlilegt á þessum tíma nætur.
Umræður um málefni Flateyr-
arhrepps höfðu staðið í 4'/i klst og
ætla hefði mátt að fundinum væri
rétt ólokið, en aðrir vissu betur
hvað til stóð, og sátu því sem
fastast.
Nú kvaddi sér hljóðs „friðar-
sinni" einn og mælti fyrir tillögu
sem hann ásamt þremur öðrum
fundarmönnum fluttu, þess efnis
að fundurinn mótmælti radarstöð,
sem heyrst hefði að hugsanlega, ef
til vill, yrði reist á Vestfjörðum
einhverntíma. Röksemdin var
gamalkunn í þá veru að bágt sé að
fá í hausinn — atómbombu, og því
vart hygginna manna háttur að
hafa nærri sér þau mannvirki sem
vakið gætu tortryggni góðra vina í
Austri.
Eins og vænta mátti tók „frið-
arsinninn" það skýrt fram að til-
laga þessi væri algjörlega ópóli-
tísk. Ekki voru allir fundarmenn
sáttir við þessa tillögu, bæði efni
hennar og tilgang, en ekki hvað
síst það, hvaða nauð ræki þessa
góðu menn til að læðast um nótt
með þetta hjartans mál sitt, þeir
hlytu að eiga margan betri kost, ef
þeir af einlægni vildu kanna hug
Flateyringa til þessa máls.
Einn flutningsmanna, Guðvarð-
ur Kjartansson, sögumaður Þjóð-
viljans, þótti fljótlega nóg um mál
þetta rætt, því hann flutti aðra
tillögu um að mælendaskrá um
hans fyrri tillögu skyldi fyrirvara-
laust lokað. Að sjálfsögðu tók
fundarstjórinn ekki mark á þess-
ari sérstæðu gamansemi, en leyfði
þeim sem það vildu að tjá sig um
málið. Eflaust er þetta tilefni að
frásögn Þjóðviljans en þar stend-
ur „ ... marg braut fundarstjórinn
fundarsköp ..." Þegar gengið var
til atkvæða um tillöguna var kl.
1.10, voru þá liðnar 45 mínútur frá
því hún var flutt. Frásögn Þjóð-
viljans er því furðu nákvæm, en
þar stendur „... tóku þeir
íhaldsmenn það til bragðs að
halda uppi málþófi í eina og hálfa
klukkustund". Ekki sér Þjóðvilj-
inn ástæðu til að greina frá at-
kvæðagreiðslunni. Þegar hin
„ópólitíska" tillaga var flutt voru
aðeins 26 eftir í fundarhúsinu.
Aðrir voru farnir heim. Atkvæði
féllu þannig að já sögðu 13, nei
sögðu 10 en 3 greiddu ekki at-
kvæði, þannig vannst þessi mikli
sigur.
Einhverjum er það ef til vill
ráðgáta hvernig svo nauða
ómerkileg uppákoma á nætur-
fundi á Flateyri, má verða að stór-
frétt í Þjóðviljanum, er því vert að
hafa í huga að sumum virðist nú
vera flest hey í baráttunni fyrir
kremlarfriði.
Einar Oddur Kristjánsson er fram-
kvæmdastjóri Hjálms hf. á Flat-
eyri.
INNLENT
Egilsstaðir:
Karlakór Fljótsdals-
héraðs vaknar af
áralöngum dvala
KgilsNtöAum, 27. desember.
KARLAKÓR Fljótsdalshéraðs hefur nú verið endurvakinn, en hann
starfaði af þrótti hér á árum áður, eða 1960—68 og hélt víða tónleika
á Austurlandi.
Nokkrir fyrrum kórfélagar
komu saman í sumar og
ákváðu að freista þess að
endurvekja kórinn. Tókst það
með þeim ágætum að æfingar
hófust á haustmánuðum og er
æft einu sinni í viku í
Egilsstaðakirkju.
Söngstjóri hefur verið ráð-
inn Arni ísleifsson, og eru
söngmenn nú 33 talsins og enn
vantar söngmenn í ákveðnar
raddir, s.s. tenór, að sögn
formanns kórsins, Jónasar
Magnússonar, bónda á Uppsöl-
um í Eiðaþinghá.
Jónas sagði kórinn upphaf-
lega hafa verið stofnaðan upp
úr hátíðahöldum á Eiðum
vegna 75 ára afmælis Alþýðu-
skólans 1958 — en starfi kórs-
ins hafi verið sjálfhætt um
1968 er söngstjórar fluttu
burtu.
Árni ísleifsson, söngstjóri,
kvað stefnt að tónleikum að
vori og væri æfingaprógramm-
ið hefðbundið. Hann kvað það
ómetanlega hjálp að hann nyti
aðstoðar David Knowles, tón-
listarmanns, við raddþjálfun
kórfélaga.
Eins og áður sagði er Jónas
Magnússon formaður stjórnar
Karlakórs Fljótsdalshéraðs —
en með honum í stjórn eru:
Björn Pálsson, Egilsstöðum og
Björn Hólm, Stangarási.
— Ólafur.
Hér standa verðlaunahafarnir við teikningu að tillögu sinni. F.v. Hilmar Þór Björnsson, arkitekt, og Finnur
Björgvinsson, arkitekt. Myndin er tekin að Hallveigarstíg 1, en þar stendur nú yfir sýning á þeim tillögum sem
bárust. Ljósm. Mbl./Július.
Húsnæðisstofnun ríkisins:
Úrslit tilkynnt í hug-
myndasamkeppni
Húsnæðisstofnun ríkisins efndi
á síðast liðnu ári til hugmyndasam-
keppni þar sem leitað var eftir nýj-
um hugmyndum um vinnu- og
snyrtirými í íbúðum. Hafa úrslitin í
samkeppninni nú verið kynnt, en
alls bárust dómnefndinni 7 tillög-
ur. Hlaut tillaga arkitektanna
Finns Björgvinssonar og Hilmars
Þórs Björnssonar fyrstu verðlaun,
að upphæð kr. 60.000, fyrir frum-
legar hugmyndir og skemmtilega
framsetningu.
Verðlaunin afhenti Guðni
Pálsson arkitekt sem var for-
maður dómnefndar. Kom það
fram í máli hans að borist hefðu
mun færri tillögur en vonast var
til. Sagði hann að mikil vinna
hefði verið lögð í allar tillögurn-
ar, en með misjöfnum árangri og
að það hefði valdið vonbrigðum
dómnefndar að í engri tillögunni
var tekið tillit til fatlaðra. Við
mat á tillögunum lagði dóm-
nefndin megináherslu á frum-
leika, formfegurð og hugmynda-
ríkt efnisval.
Aðrar tillögur sem hlutu verð-
laun voru frá Kjartani Á. Kjart-
anssyni húsgagnaarkitekt, en
hann hlaut kr. 35.000 fyrir
skemmtilegar hugmyndir um
uppdeilingu á eldhúsi og snyrti-
rými. Þriðju verðlaun hlaut til-
laga arkitektanna Helgu Gunn-
arsdóttur, Jóns Þórissonar og
Ragnheiðar Ragnarsdóttur, kr.
20.000 fyrir vel hannað vinnu-
rými. Þá keypti Húsnæðisstofn-
un ríkisins tillögu Guðjóns
Magnússonar arkitektnema, en
ráðgjöf við tillögu hans veittu
arkitektarnir Jörg Kerchlango
og Erik Willesen.
Að lokinni verðlaunaafhend-
ingu óskaði Sigurður E. Guð-
mundsson framkvæmdastjóri
Húsnæðisstofnunar ríkisins
verðlaunahöfunum til hamingju
og þakkaði þátttökuna. Sagði
hann að hugmyndasamkeppni
sem þessi væri nauðsynleg og
kvaðst vona að fleiri slíkar yrðu
haldnar í framtíðinni. í húsa-
kynnum Byggingarþjónustunnar
á Hallveigarstíg 1 stendur nú yf-
ir sýning á tillögunum sem bár-
ust í samkeppninni.
Árni ísleifsson, söngstjóri, og Jónas Magnússon, formaöur Karlakórs
Fljótsdalshéraðs, glugga í nótur.
Samningafund-
ur með BHM og
ríkisvaldinu
Ríkissáttasemjari hefur boðað til
fundar með samninganefnd Banda-
lags háskólamanna og fulltrúum
ríkisvaldsins, mánudaginn 9. janúar
klukkan 10.00. Þetta er fyrsti fund-
urinn með deiluaðilum eftir að deil-
unni var vísað til sáttasemjara.
Þá eru einnig væntanlegir fund-
ir á næstunni með Bandalagi
starfsmanna ríkis og bæja og
ríkisvaldinu og Félagi bókagerð-
armanna og Félagi prentiðnaðar-
ins.
Sótt um lóð
fyrir gistiheimili
SÓTT hefur verið um lóð undir gisti-
heimili á horni Bólstaðarhlíðar og
Stakkahlíðar, en erindið sendi Viðar
Guðjohnsen til borgarráðs.
í borgarráði var málið tekið
fyrir og samþykkt þar að vísa því
til umsagnar Kennaraháskóla Is-
lands, þar sem lóð sú sem um er
sótt liggur við skólann.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans! J