Morgunblaðið - 04.01.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984
Náttfari sf. keypti Náttfara 776
frá Ytra-Dalsgerði á 500 þús. kr.
Ljósm:: Einar E. Gíslason.
StóAhesturinn Náttfari frá Ytra-Dalsgerði { Eyjafirði, hér setinn af einum
hinna nýju eigenda, Albert Jónssyni. Náttfari var í eigu Jakobínu Sigur-
vinsdóttur á Akureyri til ársins 1974, er Sigurbjörn Eiríksson keypti
hestinn.
NÝTT sameignarfélag, Náttfari
sf„ er nú oröinn eigandi stóðhests-
ins Náttfara 776 frá Ytra-Dalsgerði
í Eyjafirði. Sigurbjörn Eiríksson á
Stóra-Hofi og veitingamaður í
Klúbbnum í Reykjavík, er einn
eigenda Náttfara sf. með 20%
eignaraðild, en hinir nýju eigendur
eru Jón Sigurösson bóndi í Skolla-
gróf í Hrunamannahreppi, Gunnar
M. Friðþjófsson á Selfossi, Símon
Grétarsson á Selfossi og hjónin
Freyja Ililmarsdóttir og Albert
Jónsson á Stóra-Hofi. Kaupverð
hestsins verður ekki gefið upp að
því er Jón Sigurðsson í Skollagróf
sagði í samtali við Morgunblaðið í
g*r, en blaðið hefur fyrir því áreið-
anlegar heimildir að Náttfari hafi
verið metinn á 500 þúsund krónur
og Sigurbirni hafi því verið greidd-
ar 400 þúsund krónur við stofnun
Náttfara sf.
Jón Sigurðsson sagði í gær, að
Náttfari 776 væri að sínu áliti
einn allra fremsti stóðhestur
landsins nú. „Ég á undan hestin-
um ein 15 tryppi á öðrum vetri,"
sagði Jón, „og þau lofa góðu og
blandast mjög vel í min hross,
sem raunar eru skyld Náttfara,
flestar mínar hryssur eru undan
Neista og Neistasonum." Jón
sagði menn staðráðna í að sýna
Náttfara sem fyrst með af-
kvæmum, á fjórðungsmóti á
Hellu í sumar, ef unnt reyndist
að koma því við. Náttfari verður
hafður í girðingu í Hruna-
mannahreppi fyrri hluta næsta
sumars en síðari hluta sumars
hefur Hrossaræktarsamband
Suðurlands leigt hestinn. Jón
Sigurðsson sagði Náttfara vænt-
anlega verða sinn helsta undan-
eldishest á næstunni, hann kæmi
í stað Neista 587 frá Skollagróf,
heiðursverðlaunahests Jóns, sem
felldur var í sumar og heygður í
Svignaskarði í Borgarfirði.
Næsta sumar kvaðst Jón þó nota
með stóðhestinn Gust 923, hálf-
bróður Náttfara, að nokkru leyti.
Svo sem sagði í Morgunblað-
inu í gær, voru Sigurbirni Ei-
ríkssyni nýlega boðnar 800 þús-
und krónur í Náttfara af erlend-
um hrossaræktarmönnum. Því
tilboði hafnaði hann, en það
hefði þýtt um 640 þúsund krónur
til hans, þegar búið væri að
greiða útflutningsskatt til Bún-
aðarfélagsins. — Nýlega seldi
Sigurbjörn einnig annan stóð-
hest sinn, föður Náttfara, Sörla
651 frá Sauðárkróki. Kaupandi
var Hrossaræktarsamband
Skagfirðinga, og kaupverðið
mun hafa verið um 250 þúsund
krónur, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins. — Verðið er
lægra en verðið á Náttfara
vegna aldursmunar; Sörli verður
tvítugur í vor en Náttfari er að-
eins 13 vetra.
21
Skagafjörður:
Ótíð og
snjóþyngsli
Bjp á Höfðaströnd 3. janúar.
NOKKUR ótíð og snjór tölu
verður er um allan Skagafjörð
og víða erfitt eða ófært á vegum.
Árið byrjar því eins og stundum
áður með harðncskjutíðarfari.
Togarar, sem legið hafa inni -
í höfn um jól og áramót, eru
nú að fara til veiða og verður
því nokkuð uppihald á at-
vinnulífi í frystihúsinu.
Á Hofsósi í sumar var mjög
mikil vinna í sambandi við
malbikun á götum og einnig
mikið unnið við hafnarbætur.
Enn vantar þó mikið á að þessi
mál séu komin í það horf, sem
verða á. — Þetta féll út úr ára-
mótayfirliti mínu á dögunum,
en bætist nú hér við.
Við smábátaflotann á Hofs-
ósi hefur bæst einn góður bát-
ur og er skipstjóri hans Uni
Pétursson, kunnur aflamaður í
Skagafirði.
— Björn í Bæ.
Þú svalar lestrarjxirf dagsins
ásíöum Moggans!
Sovéski áróðursfiilltrúinn í Reykjavík:
Pentagon vill stýri-
flaugar hvað sem Geir
Hallgrímsson segir
E. BARBUKHO, forstöðumaður
áróðursskrifstofu sovéska sendi-
ráðsins í Reykjavík, APN-Novosti,
hefur með skömmu millibili lýst
því í tvcimur greinum í Rauðu
stjörnunni, málgagni sovéska hers-
ins, að skýrsla á vegum einkaaðila
í Bandaríkjunum um hugsanlega
framleiðslu á stýriflaugum sem
nota má til að granda skipum frá
stöðvum í landi hafi haft „áhrif
eins og varpað hefði verið sprengju
á íslandi" og vakið hér mikla
„reiðiöldu". I báðum greinunum
hefur E. Barbukho dregið taum Al-
þýðubandalagsins, vitnað til Þjóð-
viljans og dregið í efa að marka
megi orð Geirs Hallgrímssonar,
utanríkisráðherra.
Tildrög þessara skrifa frá ís-
landi í Rauðu stjörnuna má
rekja til sjónvarpsfréttar sem
flutt var 13. nóvember, þar sem
vísað var til breskra blaða og
skýrslu á vegum Science Appli-
cations Inc. í Bandaríkjunum
sem samin var fyrir forstjóra
kjarnorkuvarnadeildar í varnar-
málaráðuneytinu í Washington.
Hinn 18. nóvember ritaði E.
Barbukho fyrri grein sína um
málið í Rauðu stjörnuna og tók
þar undir með Svavari Gests-
syni, formanni Alþýðubanda-
lagsins, sem flutti ræðu um mál-
ið utan dagskrár á Alþingi 14.
nóvember.
Hinn 18. desember birtist
grein um þessa skýrslu Science
120 þúsund
— ekki 120 milljónir
í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær,
sem birtist á bls. 3, segir frá styrk-
veitingu borgarráðs til skíðakennslu.
í fréttinni kemur fram að um sé
að ræða styrk að upphæð 120 þús-
und krónur, en í fyrirsögn segir að
um 120 milljóna króna styrk sé að
ræða. Það er ritvilla, þar sem upp-
hæð styrksins er 120 þúsund. Er
beðist velvirðingar á þessu.
Applications Inc. í breska blað-
inu Sunday Times og varð hún
tilefni forsíðufréttar í Þjóðvilj-
anum 20. desember. Þar segir
meðal annars að grein breska
blaðsins hafi „staðfest að Geir
Hallgrímsson hafði rangt fyrir
sér þegar hann hafði það eftir
Marshall Brement, sendiherra
Bandaríkjanna, í umræðum á
Alþingi 14. nóvember að skýrsl-
an „væri algjörlega marklaus".
Áætlanir sem eru til opinberrar
meðferðar í bandaríska varn-
armálaráðuneytinu eru væntan-
lega ekki marklausar."
Þessi orð Þjóðviljans verða
kveikjan að grein sem E. Barb-
ukho ritaði í Rauðu stjörnuna
27. desember en sovéski áróð-
ursfulltrúinn kemst þannig að
orði í þýðingu starfsmanna sov-
éska sendiráðsins í Reykjavík:
„En samt flýtti Geir Hallgríms-
son, utanríkisráðherra íslands
og fulltrúi íslenskra íhalds-
manna, sem er kunnur fyrir að
vera hlynntur bandarískum aðil-
um, sér að róa almenning með
því að það væri langt frá því að
allar áætlanir Pentagon væru
framkvæmdar... Það kom í ljós
að þrátt fyrir yfirlýsingar Geirs
Hallgrímssonar og M. Brement
er verið að ræða áðurnefnda
skýrslu opinberlega í varnar-
málaráðuneyti Bandaríkjanna."
Bæði 18. nóvember og 27. des-
ember leggur E. Barbukho á það
megináherslu að Bandaríkja-
menn séu í raun með áform um
að koma stýriflaugum fyrir á ís-
landi og annars staðar án þess
að ræða þær aðgerðir við banda-
menn sína.
VZterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
Jólaskemmtun sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík var haldin sunnudaginn 18. desember í Valhöll við Háaleitisbraut og
var skemmtunin fjölsótt, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Árna Sigfússyni, framkvæmdastjóra fulltrúa-
ráðs. Voru ýmis atriði til skemmtunar, m.a. upplestur, söngur og spil, brúðuleikhús var á staðnum og jólasveinar
skemmtu. Var skemmtunin haldin í þremur sölum og var fjölsótt, eins og áður sagði. Meðfylgjandi mynd var tekin á
skemmtuninni.
jazz spor/ð
HVERFISGATA 105 SÍMI:13880
GLEÐILEGT NÝTT ÁR
KONUR ATH.
VEGNA GÍFURLEGRAR AÐSÓKNAR HÖFUM VIÐ OPNAÐ
FLEIRI MORGUN OG EFTIRMIÐDAGSTÍMA í MÚSÍK-
LEIKFIMI VIÐ BJÓÐUM UPP Á MISERFIÐA TÍMA
FYRIR KONUR Á ÖLLUM ALDIRI
INNRITUN I SIMA 13880
FRÁ KL. 10-17
FRAMHALDSNEMENDUR
MUNIÐ SKÍRTEINI AFHEND
ÁMORGUN