Morgunblaðið - 04.01.1984, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984
Minning:
jr
Gunnar Arnason
framkvœmdastjóri
Fæddur 4. júní 1912
Dáinn 26. desember 1983
Gunnar Árnason lést annan dag
jóla. Hann var fæddur í Reykjavík
4. júní 1912. Foreldrar hans voru
Árni Eiríksson kaupmaður og
Vilborg Runólfsdóttir, síðari kona
hans. Árni var þekktur fyrir leik-
listarstörf sín; hann var einn
fremstur leikari landsins á sinni tíð
og burðarás Leikfélags Reykjavík-
ur meðan hans naut við. Hann féll
frá 1917 langt um aldur fram.
Vilborg var skaftfellskrar ætt-
ar, merkiskona á alla lund, búin
mörgum kostum góðum, en hafði
sig lítt í frammi. Þegar hún missti
mann sinn frá fjórum börnum
ungum og tveimur stjúpbörnum
þá hélt hún heimilinu saman og
kom bömum sínum til manns
óstudd og ein, enda til engra að
leita þá, einstæðri móður. Hún dó
í hárri elli og naut þeirrar gleði að
sjá afkomendur sína vaxa úr grasi
og verða efnisfólk.
Gunnar kvæntist Salmaníu Jó-
hönnu Jóhannesdóttur árið 1937.
Þau hneigðu ung saman hugi. Hún
varð honum stoð og sterkust er
mest reyndi á nú síðustu árin þeg-
ar heilsu hans tók að hraka. Börn-
um sínum og barnabörnum var
hún tryggt athvarf og þá helst er
erfiðleikar steðjuðu að. Varð þeim
fimm barna auðið og eru þau talin
eftir aldri: Styrmir, ritstjóri,
kvæntur Sigrúnu Finnbogadóttur.
Hjördís, B.A., kennari. Gunnar,
stjórnmálafræðingur, kvæntur
Unni Úlfarsdóttur. Vilborg Sigríð-
ur, hjúkrunarfræðingur, gift Har-
aldi Friðrikssyni. Margrét, starfar
í heilbrigðisráðuneytinu.
Eftir nám í Verslunarskóla
lagði Gunnar stund á verslunar-
störf, vann fyrst í verslun Björns
Kristjánssonar, en þar hafði faðir
hans unnið þar til hann stofnaði
eigið fyrirtæki. Hann fékkst við
kaupsýslu æ síðan í einhverri
mynd, lengst af þó við iðnaðar-
framleiðslu. Hann hafði þá trú, að
íslenskur iðnaður gæti blómgast
ef aldrei væri hvikað frá því marki
að framleiða vandaða vöru, hún
auglýsti sig sjálf og ynni sér
markað. Væri slegið af ströngustu
kröfum yrði framleiðslan léleg.
Slæmri vöru mætti prakka upp á
menn einu sinni, en aldrei aftur og
væri lítil framtíð í því. Sjálfur
þyrfti iðnaðurinn að ryðja sér
braut án þess að til kæmi ríkis-
forsjá eða dauð hönd miðstýr-
ingar.
Gunnar sá snemma, að húsgögn
voru munaður á þessu landi í þann
tíð. Það þurfti að teikna þau fyrir
hvern einstakan og handsmíða
hvern hlut. Það þýddi, að allur al-
menningur hlaut að verða afskipt-
ur. Hann hafði aflað sér vitneskju
um fjöldaframleiðslu húsgagna í
Bandaríkjunum og að þau voru
þar á markaði á verði, sem þorri
fólks réði við. Hann fékk í lið með
sér einn fremsta húsgagnasmið
landsins, Max Jeppesen, og fóru
þeir vestur um haf í stríðslok til
þess að kynnast af eigin raun
þessum verksháttum. Þegar heim
kom, hugðust þeir taka til við
framleiðslu af þessu tagi, og höfðu
fengið vilyrði fyrir góðviði frá
Mið-Ameríku á lágu verði. En þá
tók ríkisforsjónin af þeim ráðin.
Þeir höfðu ekki fengist við inn-
flutningsverslun áður og höfðu
engan „kvóta" og fengu þá að
sjálfsögðu ekki leyfi til innflutn-
ings þó allt byðu þeir hagstæðara
en aðrir. Var Gunnar þar eins og
oftar á undan sínum tíma.
„Fáir njóta eldanna
sem fyrstir kveikja þá.“
Hann byrjaði að framleiða
pappaöskjur í félagi við þá Eggert
P. Briem bóksala og Gunnar Ein-
arsson, prentsmiðjustjóra ísafold-
ar, en bætti síðan við skrifstofu-
vörum af ýmsu tagi og bók-
bands. Stofnuðu þeir fyrirtækið
Öskju hf. 1941. Var þetta braut-
ryðjendastarf á þessu sviði, en
Kassagerð Reykjavíkur hafði áður
byrjað á framleiðslu pappakassa
undir fisk og aðrar iðnaðarvörur.
Öll var framleiðslan í hæsta
gæðaflokki en honum varð þungt
undir fæti og seldi fyrirtækið.
Gunnar Árnason var fjölgáfað-
ur maður, margfróður og gagn-
menntaður. Ég hefi engum manni
kynnst, sem hafði jafn djúpstæða
þekkingu á jafnmörgum mála-
flokkum og hann. Það var sama
hvar borið var niður, hann var alls
staðar heima. Þegar hann fékk
hug á einhverju, varð hann sér úti
um þau gögn, sem skiptu máli,
safnaði að sér bókum og tímarit-
um og sökkti sér niður í þau þar til
hann hafði komist til botns. Strax
í æsku var hann þessu marki
brenndur, hann las oft fram undir
morgun, en gætti þess að lesa ekki
meira í kennslubókum en þurfti til
þess að skila prófi. Lestrarefni
hans á þeim árum voru öndvegis-
verk heimsbókmenntanna, auk
heimspekirita og sagnfræði, ekki
síst stjórnmálafræði. Á þessum
árum samdi hann Socialismann,
verk sem var gefið út í tveimur
heftum. Ég þekkti engan annan á
þeim tíma, sem hafði lesið Das
Kapital eftir Marx spjaldanna á
milli, enda þarf nær ofurmannlegt
þrek til þess að lesa þá bók til
enda, jafn tyrfin og hún er aflestr-
ar. Má þá nærri geta hver leikur
það hefir verið honum að tileinka
sér það, sem læsilegt var. Hann
varði um þetta leyti hverjum eyri,
sem hann gat við sig losað til
bókakaupa, ekki til þess að raða í
hillur, heldur til þess að lesa. Það
var með ólíkindum hve mikið
lestrarefni hann komst yfir. Hann
gat tekið undir með dr. Jóni:
„Kyrrlát önn skal klungrin erja
kafa til alls þó djúpt sé að grafa."
Hann hefði, tel ég, unað sér við
rannsóknastörf og sómt sér þar
vel og þó var hann maður félags-
lyndur og athafnasamur og sat
aldrei auðum höndum. Ekki svo að
skilja, að rúm hans hafi ekki verið
vel skipað í athafnalífinu, hann
hefði aldrei getað gert neinn hlut
illa. Hann var fagurkeri. En ég
trúi, að hann hafi skort þá hörku,
sem þarf til þess að ryðja öðrum
frá í miskunnarlausu kapphlaupi
um auð og völd. Það ræður að lík-
um, að hann var aldrei fjáður
maður, en hann var höfðingi í
lund og ör á fé hvort heldur var til
þess að gleðja aðra eða styðja við
bakið á þeim.
Árið 1965 réðst hann til starfa
hjá Kassagerð Reykjavíkur, sem
þá var að stíga fyrstu sporin í
íitprentun. Sökkti hann sér niður í
það verkefni af þeirri elju, sem
var honum eiginleg, og var hann
orðinn fróðastur maður á landi
hér um allt er laut að litprentun,
að mér er tjáð af nákunnugum.
Var þá sama hvort um var að
ræða fræðilegan grundvöll eða
tæknilega framkvæmd. Átti hann
ríkastan þátt í undirbúningi þess
árangurs, sem náðst hefir hjá
fyrirtækinu í þessari grein. Hann
gjörþekkti sögu prentiðnaðarins
og vissi um alla vélaframleiðslu,
sem að prentverki laut, hvar sem
var í heiminum.
Á iðnsýningum í þessari grein
var hann óþreytandi að sjá allt og
skoða og voru samstarfsmenn
hans og ferðafélagar oft uppgefnir
löngu áður en hann hafði kynnt
sér allt niður í grunn.
Þessi fróðleikssöfnun kostaði
mikla vinnu og hélt hann háttum
sínum með lestur fram á síðkvöld.
t Maöurinn minn, GUNNLAUGUR HOLM, Álfhólsvegí 61, lést í Landakotsspítala 3. janúar. Fyrir hönd barna og tengdabarna, Jóhanna Jónsdóttir. t Sonur okkar og bróöir, KRISTINN SVEINSSON, Vallarbraut 21, Seltjarnarnesi, lóst af slysförum 31. desember. Jaröarförin auglýst síöar. Sveinn Kristinsson, Elín Snorradóttir og systkini hins látna.
t Eiginkona mín, móöir okkar og tengdamóöir, ESTELLA DAGMAR BJÖRNSSON, andaöist í sjúkrahúsi 2. janúar. Júlíus Björnsson, Ottó J. Björnsson, Þóra Eyjalín Gísladóttir, Ellen Júlíusdóttir, Þóra Júlíusdóttir. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, NÓI MATTHÍASSON, Stakkholti 3, lést í Landspítalanum aö morgni 31. desember. Elín Nóadóttir, Ásgeir Sigurösson, Matthías Nóason, Vigdís Hansen, Margrét Nóadóttir, Pierre Granquist og barnabörn.
t Eiginkona mín, MAGNEA VIGFÚSDÓTTIR, Borgarholtsbraut 44, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum þriöjudaginn 3. janúar. Stefán Björnsson. t Eiginmaður minn og faöir okkar, VILHJÁLMUR ÞORSTEINSSON, Reynimel 40, lést aö heimili sínu hinn 3. þ.m. Kristín M. Gísladóttir, Þorsteinn Vilhjálmsson, Sigríöur Vilhjálmsdóttir, Svanlaug Vilhjálmsdóttir.
t Eiginmaður minn, JÓNAS S. JÓNASSON, kaupmaöur, lést að heimili sínu, Amtmannsstíg 5, aðfaranótt 3. janúar. Ásta G. Pétursdóttir. Lokað Vegna útfarar GUNNARS ÁRNASONAR, fram- kvæmdastjóra, veröur verksmiöja vor lokuö eftir há- degi í dag, 4. janúar. Kassagerö Reykjavíkur.
Þetta verk átti vel við hann og
aldrei gætti hann hófs um vinn-
una. Eigendur fyrirtækisins mátu
störf hans mikils og tókst náin
vinátta með þeim og honum.
Gunnar var veglyndur maður,
hógvær, óáleitinn og fáskiptinn
um annarra hagi. En þyrfti maður
hans hjálpar, kom enginn að tóm-
um kofum. Hann vildi öllum vel
og lagði sig í líma, hugsunin var
skýr og þekkingin djúpstæð. Það
var gott að leita til hans. Hann
var jafnlyndur og ætíð léttur í
máli og seinþreyttur til vandræða,
svo seinþreyttur, að hann kaus
heldur að láta ganga á hlut sinn
en eiga í illdeilum. Brá honum þar
til móður sinnar, sem allt vildi til
betri vegar færa. Hann var vel lát-
inn af öllum og því betur, sem
menn áttu við hann meiri skipti.
Lífsreyndur gáfumaður sagði
við mig ungan, að menn ættu að
kvænast systrum vina sinna, og þó
þau orð hafi ekki ráðið mægðum
mínum við Gunnar, held ég að þau
séu sönn.
Með Gunnari Árnasyni er fall-
inn mætur maður, ein af grunn-
stoðum þjóðfélagsins, maður sem
vann landi sínu og þjóð meira
gagn í hljóðlátri önn en ýmsir,
sem berast á.
Ég þakka náin kynni í hálfa öld,
sem aldrei bar á skugga.
Ég sakna hans.
Bjarni Jónsson
Við andlát Gunnars Árnasonar
er mér bæði ljúft og skylt að
minnast nokkrum orðum sam-
starfs okkar er hófst fyrir hart-
nær tveimur áratugum.
Gunnar réðst til starfa hjá
Kassagerð Reykjavíkur árið 1965
sem aðstoðarmaður minn. Starf
Gunnars fólst einkum í samskipt-
um við erlenda viðskiptaaðila,
söfnun og úrvinnslu tæknilegra
upplýsinga og ráðgjöf um fram-
leiðsluaðferðir og kaup véla og
tækja. Fljótlega varð samvinna
okkar Gunnars mjög náin enda
var áhugi hans á viðfangsefnunum
og starfsgleðin með ólíkindum. Þá
eins og nú var tíminn naumt
skammtaður þeim er nóg hefur að
starfa og oftar en ekki var setið
áfram að loknum venjulegum
vinnudegi og brýnustu verkefni
ígrunduð.
Þar var líka af nægu að taka.
Þegar Gunnar kom til starfa hjá
Kassagerðinni var nýhafin mikil
uppbygging á prentdeild fyrirtæk-
isins. Þar féll svo sannarlega sam-
an þekking og starfssvið Gunnars.
Eftir á að hyggja er vart hægt að
ofmeta hlut Gunnars í þeirri
vinnu sem þar lá að baki. Allt
framundir síðasta dag var Gunnar
augu og eyru fyrirtækisins gagn-
vart hinni hröðu tækniþróun á
þessu sviði. Að öðrum ólöstuðum
skal fullyrt að Gunnar hafði meiri
yfirsýn og þekkingu á því er verið
hefur að gerast á hinum ýmsu
sviðum prenttækninnar á undan-
förnum áratugum en aðrir menn
hérlendis.
En störf Gunnars voru ekki af-
mörkuð við ákveðinn hluta fram-
leiðslunnar. Sem tæknilegur
framkvæmdastjóri hjá fyrirtæk-
inu fékkst hann við hin margvís-
legustu verkefni. Við öll þau störf
var hans aðalsmerki brennandi
áhugi og eljusemi en ekki síst að
styðja við samstarfsmenn sína og
deila með þeim öllu því er þeim og
fyrirtækinu mátti verða til fram-
dráttar.
Það er ef til vill sá þáttur í fari
Gunnars, sem okkur vinum og
samstarfsmönnum hans er hug-
stæðastur nú. Geðprýði hans og
óeigingirni ávann sér virðingu
okkar allra. Ég hygg að ég mæli
ekki um of með að segja að hann
hafi verið mikils metinn og virtur
af öllu starfsfólki og viðskiptavin-
um Kassagerðarinnar, eada glæsi-
menni bæði í sjón og raun.
Gunnar var að öðrum ólöstuð-
um minn kærasti og eftirminni-
legasti samstarfsmaður. Hans
miklu hollustu við mig og fyrir-
tækið vil ég þakka honum af al-
hug. Á þessari stundu hvílir hugur
okkar hjá ástvinum hans. Ég óska
þeim öllum Guðs blessunar.
Agnar Kristjánsson