Morgunblaðið - 04.01.1984, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 04.01.1984, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984 33 r*r/MZLfk “ M N | Í 'i { " t H 1115 r: T. t ^lVakandi Æ SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGi 1 „Lengst af var aðstaða til fþróttaiðkana innanhúss léleg í Keflavík. En þegar íþróttahúsið við Sunnubraut var tekið í notkun 1980, færðist fjör í starfið.“ Hestamannaféiagið Máni var stofnað í Keflavík 6. des. 1965. Stofnfélagar voru um 40. Fyrsti form. var Hilmar Jónsson, starfsmaður Kaupfélags Suður- nesja. Félagið hélt fyrstu kapp- reiðar sínar í sept. 1966, í As- garðslandi, skammt frá Garð- skagavita. Framan af var aðstaða hesta- eigenda erfið. Hestana varð að geyma í skúrum hingað og þang- að og samastað höfðu félags- menn engan. En þegar nýtt skipulag var gert af byggð á Hólmsbergi skömmu eftir 1970, var félaginu úthlutað svæði við vegamót þjóðvegar til Garðs og Sandgerðis. Þar heitir nú Mána- grund. Sú ráðstöfun var í raun mjög skynsamleg, þar sem fé- lagsmenn Mána ræktuðu á skömmum tíma upp mikið tún úr örfoka melum og reistu sér hesthús. Um leið var heft að hluta hið mikla moldrok sem oft gerði Keflvíkingum lífið leitt, einkum á vetrum í norðlægum áttum. (Faxi, jan. og sept. 1966.) íþróttafélag Keflavíkur var stofnað 30. sept. 1967. Að stofn- un þess stóðu áhugamenn um frjálsar íþróttir. Knattspyrna var þá sú íþrótt sem mest hafði verið lögð stund á í bænum. í des. 1980 voru félagar 223. Félag- ið æfir nú körfubolta og frjálsar íþróttir. (Faxi, okt. 1972.) Skákfélag Keflavíkur var endurvakið í jan. 1972, eftir 9 ára svefn. Vegna heimsmeist- araeinvígis þeirra Spasskys og Fischers óx skákáhugi verulega hérlendis. Stofnendur voru 14. Fyrsti formaður var Ólafur Kjartansson. Félagið hefur starfað af krafti sl. ár og innan þess eru ýmsir ágætir skák- menn. (Faxi, nóv,—des. 1973.) Badmintonfélag Keflavíkur var stofnað 6. nóv. 1980. Lengst af var aðstaða til íþróttaiðkana innanhúss léleg í Keflavík. En þegar íþróttahúsið við Sunnu- braut var tekið í notkun 1980, færðist fjör í starfið. Þremur vikum eftir stofnun félagsins voru félagsmenn þess orðnir 110. Formaður er Hjörtur Zakarías- son. Félagið hefur nú æfingar tvisvar i viku í nýja íþróttahús- inu og er öllum opið, ungum sem öldnum. (Víkurfréttir, 20. nóv. 1980.) Skíöafélag Suöurnesja var stofnað 9. nóv. 1981. Vegna að- stæðna hefur vetraríþróttum lít- ið verið sinnt á Suðurnesjum og skíði lítið komið við sögu, en skautar alltaf verið vinsælir. Skautafélag hefur þó aldrei starfað í Keflavík. Fyrr á þessari öld var vinsæll skautastaður í kvosinni þar sem Skrúðgarðurinn er nú. Einnig var farið upp á „Vötn“, sem svo eru kölluð, en þau eru skammt ofan við Keflavík. Þar var farið á skauta allt fram yfir 1970. Aðal- lega voru það börn og unglingar. Eiginlega heita „Vötnin" Rósa- selsvötn eftir gömlu seli Leiru- bænda, sem þar var áður en byggð hófst í Keflavík. Með breyttum aðstæðum til skíðaiðkana í Bláfjöllum og víð- ar ásamt auknum áróðri fyrir útiveru og hreyfingu óx skíða- áhugi á Suðurnesjum. Þetta ýtti undir stofnun skíðafélagsins. Stofnfundurinn var haldinn í Holtaskóla í Keflavík 9. nóv. 1981, eins og áður er getið. Stofnendur voru 185. Fyrsti formaður félagsins var Pétur Jó- hannsson. Félagið hefur aðallega staðið að eflingu skíðaíþrótta með kennslu, fræðslufundum og ferðalögum. (Víkurfréttir, 19. nóv. 1981.)“ irstöðvar voru verðtryggðar. Fólk varaðist þetta ekki og þegar upp er staðið, kemur í ljós, að vextir reiknast mánaðarlega af þessum bréfum og síðan bætast vextir við höfuðstól og teljast með við næsta vaxtaútreikning. Þannig hafa þetta orðið himinháar upphæðir, þegar að skuldadögum hefur kom- ið, og hefur fólk af þessum sökum lent í miklum erfiðleikum. Bakkað á ljósblá- an Peugeot-skutbfl Sigurveig Ástgeirsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég varð fyrir því óhappi um miðj- an dag 22. des. sl., að bakkað var á bílinn minn, R-4355, ljósbláan Peugeot station, þar sem hann var kyrrstæður fyrir utan Suður- landsbraut 10. Við þetta eyðilagð- ist vinstri framhurð og kostar við- gerð um 20 þús. kr. Ökumaðurinn, sem árekstrinum olli, sneri sér tií afgreiðslufólks verslunar á Suður- landsbraut 10 og spurðist fyrir um eiganda R-4355 vegna óhapps þessa, en láðist að skilja eftir heimilisfang og síma. Bið ég hann vinsamlegast um að hafa samband við lögregluna, eða hringja í síma 14542. Og sjónarvotta bið ég að gera slíkt hið sama. Kannski verður þetta einhvern tímann Ebba Ebenezerdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég les oftast pistlana þína og þakka fyrir þá. Þeir eru ágætir og gott að vita af þeim, ekki síst þegar maður þarf að koma ein- hverju á framfæri eins og ég þarf nú. Svo er mál með vexti, að und- anfarin jól hef ég gefið syni mín- um bækur sem bera nafnið „Landið þitt ísland", nú síðast 4. bókina. Þær líta mjög vel út og það eru fallegar myndir í þeim, fínn pappir og flest eftir því. Svo fórum við að líta í nýjustu bókina og flettum upp á Stykk- ishólmi, en þaðan erum við. Og okkur brá i brún, þrátt fyrir fjölda upplýsinga sem vafalaust eru sannar og réttar. Þar er nefnilega sagt frá því, að ný kirkja hafi verið vígð í Stykkis- hólmi árið 1980, já, meira að segja steinsteypt með forkirkju og turni og taki 300 manns í sæti. Kannski verður þetta ein- hvern tímann, en er ekki lengra komið en svo, að verið er að byrja á veggjum. Hvaðan hefur útgáfan fengið svona upplýsingar? Talað er um hólma, sem hafi verið í höfninni og heitið Stykk- ishólmur. Rétt held ég hins veg- ar að sé, að hólmi þessi, sem var milli Súgandiseyjar og lands, hafi verið kallaður Stykkið og af því beri Stykkishólmur nafn. Mér finnst bækur eins og þessi ekki eins eigulegar, þegar maður getur átt von á slíku og þvílíku. En líklega álpast ég til að kaupa þær áfram, aðallega vegna myndanna." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Maðurinn segir, að aldrei hafi verið haft viðtal við hann í blöðunum. Rétt væri: Maðurinn segir, að aldrei hafi verið rætt við sig í blöðunum. (Hið fyrra er rétt, ef maðurinn er að tala um annan en sig.) Viö störfum áfram um óákveö- inn tíma og bjóöum ykkur vel- komin á nýju ári. Þökkum viö- skiptin á liönum árum. Nýjar perur. Stólbaðsstofan Ströndin Nóatúní 17 Sími 21116 (Sama húsi og verslunin Nóatúni). Mjúkar plötur undir þreytta fætur T«*. „HwntMirg" Ttg. _Rott»rd»m- VMurgMu 1«. úw 132M/146aO Lærið vélritun Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Ný námskeiö hefjast mánudaginn 9. janúar. Engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 36112 og 76728. Vélritunarskólinn Suöurlandsbraut 20, sími 85580 v....___. _____ _ ... NAMSKEIÐ í SJÁLFSSTYRKINGU (assertíveness traíníng) í samskiptum manna á milli kemur óhjá- kvæmilega til vandamála og togstreitu. í slíkum tilvikum er aukið sjálfstraust, sjálfsvitund og þekking hverjum manni styrkur á sama hátt og það er undirstaða ánægjulegra samskipta. Námskeiðið er sniðið að bandarískri fyrir- mynd og lögð áhersla á að gera þátttakend- um grein fyrir hvaða rétt þeir og aðrir eiga í mannlegum samskiptum og hvernig þeir geta komið fram málum sínum af festu og kurteisi án þess að láta slá sig út af laginu með óþægilegum athugasemdum. Ennfrem- ur að læra að líða vel með sjálfum sér og hafa hemil á kvíða, sektarkennd og reiði með vöðvaslökun og breyttum hugsunar- hætti. Upplýsingar í síma 27224 og 12303 á milli kl. 15.30 og 22. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður. >1NNK NN.DIMN3SDÓTTIR sálfræðingur Bræðraborgarstíg 7 Bladburðarfólk óskast! Austurbær Vesturbær Miöbær I Ármúli 1 —11 Stigahlíö frá 37—97 Úthverfi Tjarnargata frá 39 Faxaskjól Fjörugrandi Ártúnsholt ffovguiiHfiMfe

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.