Morgunblaðið - 04.01.1984, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984 35
Venables faer girnilegt tilboð:
„Hann má skrifa
samninginn sjálfur“
— segir formaður QPR, sem bauð honum tíu ára samning
Frá Bob Hennesty, fréttamanni Morgunblaösint i Englandi.
Milljónamæringurinn J.A. Gregory, stjórnarformaður Queens Park
Rangers, hefur gert Terry Venables, framkvæmdastjóra liösins, girni-
legt tílboð. Hann hefur boðið Venables tíu ára samning — og segir aö
hann muni gera allt til aö halda í stjórann.
„Venables getur sjálfur ákveðið
þá fjárhæð sem hann mun fá í laun
ef hann skrifar undir tiu ára samn-
ing. Hann má skrifa samninginn
sjálfur mín vegna. Ég vil gera allt til
aö halda honum hjá liðinu. Hann
hefur gert mjög góöa hluti hjá
okkur,” sagði Gregory í gær, en
vitað er að Lundúnaliöiö Arsenal
hefur mikinn áhuga á aö fá Ven-
ables sem næsta framkvæmda-
stjóra sinn.
Gregory sagðist ekki undrandi
þó Arsenal heföi áhuga á aö næla
í Venables, hann væri snjall fram-
kvæmdastjóri, en hann sagöi
ennfremur að yfirgæfi Venables
QPR til að taka við Arsenal-liðinu
væri það ekki vegna peninga held-
ur frægðar Arsenal.
Venables segist sjálfur ekki
munu sækja um framkvæmda-
• Terry Venables, framkva
stjóri QPR.
imda-
stjórastööu Arsenal þar sem hann
sé samningsbundinn QPR fram á
næsta ár — og hann íhugar nú
tilboðið góða frá Gregory.
Pleat einnig boöinn
tíu ára samningur
Þess má geta að Luton hefur
einnig boðiö sínum framkvæmda-
stjóra, David Pleat, tíu ára samn-
ing. Hann er einn þeirra sem orða-
ður hefur verið viö Arsenal að und-
anförnu. Samningurinn sem hon-
um hefur verið boöinn af forráöa-
mönnum Luton er viröi 500.000
sterlingspunda, sem greidd yrðu á
tíu ára timabili — 50.000 pund á
ári — en Pleat er nú einn láglaun-
aðasti framkvæmdastjórinn í 1.
deildinni ensku með 20.000 pund í
árslaun. Þess má geta að fram-
kvæmdastjórastaöa Arsenal var
augýst til umsóknar á dögunum,
og býður félagið næsta fram-
kvæmdastjóra sínum upp á 70.000
sterlingspund 1 árslaun. - SH.
• Ray Clemence
«1
• Gary Stevens
Eigum enga
möguleika lengur“
Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgunblaösins í Englandi.
„VID EIGUM enga möguleika
lengur á aö tryggja okkur Eng-
landsmeistaratitilinn í vetur,“
sagöi Keith Burkinshaw, fram-
kvæmdastjóri Tottenham, í gær,
en liöi hans hefur gengiö hroöa-
lega illa aö undanförnu. Liöiö hef-
ur fengiö fimmtán mörk á sig í
síðustu fjórum leikjum.
„Ég veit ekki hvaö ég á aö taka
til bragðs — allir leikmenn mínir
hafa gert sig seka um mistök aö
undanförnu þannig að ekki er
hægt aö kenna neinum einum um.
Ray Clemence hefur átt slæmt
Mótmæli
ÍSÍ tekin
til greina
f NÝÚTKOMNU fróttabréfi frá ÍSÍ
mátti sjá þessa frétt:
Menntamálaráðuneytiö sendi
utanríkisráöuneytínu svofellt bréf
fyrir í þessum mánuöi.
„í framhaldi af viöræöum og
bréfaskiptum viö utanríkisráðu-
neytiö samþykkir þetta ráðuneyti
fyrir sitt leyti, aö íþróttasamband
íslands veröi framvegis hinn
formlegi samningsaðili að sam-
komulagi um íþróttasamskipti
milli íslands og Sovétríkjanna
með svipuöum hætti og tíökast
annars staöar á Noröurlöndum."
Þessi skipan mála er aö ósk
ÍSÍ, sem mótmælti því á sínum
tíma, aö íslenzk stjórnvöld væru
samningsaöili um íþróttasam-
skipti viö Sovétríkin.
Erlendir
skíðamenn á
Landsmótið?
SVO GÆTI fariö aö erlendir
skíöamenn kepptu sem gestir á
45. Skíöamóti Islands sem haldið
veröur í Hlíðarfjalli viö Akureyri
um páskana. Fyrirspurnir hafa
borist frá norskum og sænskum
skíöamönnum þess efnis og eru
það allt alpagreinamenn. Undir-
búningur fyrir Landsmótiö er nú
þegar kominn í fullan gang.
Morgunblaölð/Krlstján Einarsson
Reykjavíkurmeistarar Próttar
• Meistaraflokkur Þróttar sem varö Reykjavíkurmeistari í innanhússknattspyrnu í fyrrakvöld með því
aö sigra KR-inga í úrslitaleik, 7:5, eftir framlengingu. Ásgeir Elíasson, þjálfari og leikmaður Þróttar, er
lengst til vinstri í fremri röö. í meistaraflokki kvenna varð Valur Reykjavíkurmeistari í innanhúss-
knattspyrnu. Keppni í kvennaflokki lauk á föstudaginn og voru Valsstúlkurnar ásamt liöi KR meö
yfirburöaliö. Liöin unnu bæöi alla sína leiki nema hvað KR tapaöi fyrir Val, þannig að leikur liðanna var
úrslitaleikur mótsins. Valur fékk 8 stig, KR 6 stig, Víkingur 4 og KR 2. Markahæst í mótinu varð Kolbrún
Jóhannsdóttir úr KR meö 9 mörk, Arna Steinsen, einnig úr KR, skoraöi 8 mörk og þaö afrekaði einnig
Bryndís Valsdóttir úr Val og Alda Rögnvaldsdóttir, Víkingi, og Guðrún Sæmundsdóttir, Val, skoruöu
sex mörk hvor.
tímabil núna, en það sýnir best
hvað mér finnst um hann sem
markvörö aö hann skrifaði nýlega
undir þriggja ára samning við
okkur. Þegar sá samningur rennur
út verðu Ray oröinn 38 ára og ég
er sannfæröur um að hann veröur
þá enn á toppnum/ sagði Burkin-
shaw.
Sjúkralisti Tottenham hefur ver-
iö ótrúlega langur aö undanförnu
og í leiknum gegn Watford í fyrra-
dag lengdist hann enn. Miðvörður-
inn Gary Stevens meiddist og óvíst
er hvort hann getur leikið gegn
Fulham í bikarkeppninni á laug-
ardag: leiknum sem sjónvarpaö
verður beint hingaö til lands.
Latchford til Stoke?
Bob Latchford ræddi við for-
ráðamenn Stoke i gær og eru tald-
ar töluverðar líkur á því að hann
gangi til liðs við félagið. Coventry
hefur einnig áhuga á honum í staö
Mick Harford, sem liðið er tilbúið
aö selja til aö afla fjár til kaupa á
nýjum leikmönnum. Latchford fékk
frjálsa sölu frá Swansea ásamt
Gary Stanley og Gary Chivers.
Mike Flanagan er sennilega á
leiöinni til síns gamla félags,
Charlton. Hann hefur ekki komist í
liö QPR að undanförnu.
Friðrik í UBK
FRIÐRIK Friðriksson, hinn ungi
og efnilegi markvöröur Fram í
knattspyrnu, hefur tilkynnt fé-
lagaskipti yfir í Breiöablik og
mun leika með liöinu næsta
sumar.
Unglingarnir til
Bandaríkjanna
Unglingalandsliöiö í körfubolta
hélt á mánudag til Kentucky í
Bandaríkjunum í æfingaferö. Liö-
ið spilar þar nokkra leiki og eru
þeir liöur í undirbúningi fyrir Evr-
ópukeppnina sem fram fer í
Þýskalandí í vor.
Kandídatar um þriðja alpagreinasætið á Ólympíuleikana:
Fara út með landsliðinu
MÍ innanhúss
í frjálsum fært
MEISTARAMÓT íslands í frjáls-
íþróttum innanhúss hefur veriö
fært fram á helgina 4.—5. febrúar
næstkomandi, þar sem ekki
reyndist unnt aö fá húsnæöi fyrir
mótið þá helgi, sem áætlað haföí
veriö aö halda mótið á, þ.e.
25.—26. febrúar.
Innanhússmót 15—18 ára ungl-
inga verður haldið helgina
11.—12. febrúar og mót 14 ára og
yngri helgina 25.-26. febrúar.
— valið verður efftír mót erlendis í janúar
EKKI veröur valiö í þaö eina sæti
í skíöalandsliðinu sem enn er
laust fyrir Ólympíuleikana í Saraj-
evo fyrr en eftir mót erlendis
seinna í þessum mánuöi.
Eins og við sögðum frá í gær
hafa þau Nanna Leifsdóttir og Arni
Þór Árnason verið valin til aö
keppa í Sarajevo, en þrír alpa-
greinamenn munu keppa þar fyrir
hönd islands. Daníel Hilmarsson
og Guömundur Jóhannsson voru í
A-landsliöshópnum í vetur, en Sig-
uröur Jónsson stóð sig vel á mót-
um í Noregi á dögunum og kemur
hann einnig til álita í landsliöiö nú.
• Guömundur Jóhannsson (t.v.) og Daníel Hilmarsson keppa um
þriðja alpagreinasætið ásamt Sigurði Jónssyni.
Nú hefur verið ákveöiö aö þessir
þrír kappar fari með landsliöinu
utan 15 janúar og ákveðið veröi
eftir mót sem þeir taka þátt í víða
um Evrópu hver hreppir lausa sæt-
iö.
Skíöasamband islands hefur
ekki haft úr miklum fjármunum aö
spila undanfariö og voru skiptar
skoöanir um það í stjórn sam-
bandsins, skv. heimildum Mbl.,
hvort haga ætti valinu þannig aö
senda alla þrjá kandidatana út
með liðinu þar sem það er mjög
kostnaðarsamt. Alpagreinanefnd
vildi hafa þann háttinn á og fékk
hún sínu framgengt.
— SH.