Tíminn - 22.08.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.08.1965, Blaðsíða 1
Aa^ýsing í T&oanam k-emrar daglega fyrir augu 80—lOOþúsund lesenda. 188. tbl. — Sunnudagur 22. ágúst 1965 — 49. árg. Gerizt áskrifendur að Tímanum Hringið í síma 12323. Kísilgúrvinnslan við Mývatn. Undirbúningi senn aö Ijúka KJ—Reykjavík, laugardag. Farið er nú að síga á seinni hlutann á undirbúnimgsfram- kvæmdum við kísilgúrverk- smiðjuna við Mývatn »g verð ur í lok næstu viku hafizt handa um tilraunadælingu á kísilgúrnum. Almenna byggingafélagið hefur þessar undirbúningsfram kvæmdir með höndum, og átti Tíminn tal við Pétur Stefáns son, verkfræðing, sem stjórnað hefur framkvæmdum norður við Mývatn. Sagði Pétur, að nú færi að síga á seinni hlut- ann á þessum framkvæmdum sem ráðgerðar eru núna. Nýlok ið er að leggja .svera leiðslu tveggja og hálfs kí'ómetra leið yfir hraunið frá Helga- vogi og í áttina að Námaskarði en eftir er að ganga frá fjögur hundruð metra kafla af leiðsl unni niður við voginn. Þá hef ur verið lögð fjögur hundruð metra flotleiðsla frá dælustöð inni og út á Mývatn. Liggur næst fyrir að dýpka Helgavog fyrir dæluprammann, þar sem hann verður geymdur í vet- ur. Heitar lindir eru þarna í voginum og leggur hann ekki á vetrum svo hentugt er að geyma prammann þar á floti í stað þess að koma honum á þurrt, sem mun vera allmikið fyrirtæki. Verður dælt upp úr voginum með dælupramman- um. Verkið hefur gengið vel, sagði Pétur, og verður væntan lega hægt að byrja að dæla um næstu helgi. Er það til- raunadæling, sem standa mun yfir í 7—10 daga og verður dælt í gjótu, sem er .skammt frá gufubaðinu við Austur- Framhald á bls. 14 Dælupramminn 09 dráttarbátur inn á vatnlnu, dæluhúsið og út- iöfnunargeymirinn þar fyrfr ofan, en f baksýn er Reykjahlíð arfjali og byggðln í Reykjahlið (TJmamynd K. J. KALNEFNDIN ER KOMIN Á KALSVÆDIÐ EYSTRA ES—Egilsstöðum, laugardag. „Kalnefndin" svokallaða kom himgað austur í gær og hélt fund með oddvitum á Héraði í gær- kvöldi og er nú farin niður á Firði. Ekki er enn unnt að segja fyrir með neinni vissu, hve mik ið hey kan,n að vanta Austanlands í haust, því að það fer eftir haust- veðráttunni, en fyrirsjáanlegt er að það verður mikið. í nefnd þessari eru Gísli Kristj ánsson, Kristján Karlsson og Pét ur Gunnarsson. Oddvitarnir töldu enn ekki unnt að gefa upp neina ákveðna tölu í sambandi við hey- kaup í haust. Haldist góð tíð verður hægt að heyja talsvert ennþá, meðal annars mun verða unnt að heyja úthaga nokkuð. Þó er fyrirsjáanlegt, að mikið hey skortir. Heyrzt hefur t.d. nefnt hér eystra, að Norðfirðingar muni þurfa nær 10 þúsund hest- burði aðfengna í haust, en þeir hafa mikið af nautgripum, sem kunnugt er. Ekki er þó rétt að slá neinu föstu um þetta efni. HOFUATTA DAGA GEIMFERÐ SÍNA SÍÐDEGISÁ LAUGARDAG Cape Kennedy, Iaugardag. Átta daga bandarísku geim faranna Gord Cooper og Charles Conrad hófst í dag. Á mínútunni kl. 2 var Títaneldflauginni sem ber geimfar þeirra, Gemini—V, út í geiminn, skotið frá Kennedy-höfða. Gekk allt sam kvæmt áætlun síðast er fréttist. Yfir Kennedyhöfða var heiðskír himinn. Er geimfararnir höfðu ver ið 15 mínútur á Iofti var haft samband við þá frá jörðu, og var Þá allt í bezta gengi. Geimfarið fer í austur og eftir rúmlega 15 mínútna för, höfðu eftirlitsstöðvar í Afríku samband við geimfar ana. Geimfararnir kváðu útsýni frábært og léttskýjað yfir Atlants iiafi. Þetta er önnur geimferð Gordon Cooper. Hann fór um- hverfis jörðu í maí 1963. Conrad er nú í sinni fyrstu geimför. Á Kennedyhöfða var sagt, að eldflaugarskotið hefði tekizt frá- bærlega vel. Geimfararnir voru fluttir í geimfarið Gemini—V nokkrum klukkustundum áður, en Títaneld flauginni var skotið á loft. Þeir fóru snemma að hátta í gærkvöldi, eftir að hafa enn einu sinni farið í gegnum öll hugsanleg atriði í sambandi við geimförina. Einkum var lögð áherzla á þau atriði, sem snerta tilraunír þeirra til þess að hafa samband við gervi tunglið „Little rascal“, litla þorp arann, sem þeir eiga að sleppa 1 í fyrsta sinn, að reynt er að lausu úti í geimnum. Verðurgerví tengja tvö geimför úti í geimn tunglið í 80 kílómetra fjarlægð, | um. en síðan verður reynt að stýra Gemini að því aftur. Verður það Undanfarið hefur verið ákaflega hlýtt hér eystra, en þurrkar hafa verið mjög daufir. svo hey er nú farið að hrekjast niðri á fjörðun- um o^mátti þó sannarlega ekki við þvn Vel leit orðið út með upp skeru á korni og kartöflum, en nú pr kominn norðaustan rosi og ékki gott að spá fyrir um áhrif hans. Verði haustveðráttan hins vegar góð, eru horfur á góðri uppskeru. Kalnefndin fór í dag niður á firði og >mun reyna að kanna á- standið þar eftir föngum. Nefnd- armenn munu fylgjast gaumgæfi- lega með þróun mála í sumar og haust og beita sér fyrir þeim ráð- stöfunum, sem nauðsynlegar kunna að þykja. Blikfaxa ff logiö til Færeyja MB—Reykjavík, laugardag. Til stendur, að Fokker Friend- ship-flugvélin Blikfaxi fari til Færeyja í næstu viku og þaðan til Skotlands. Verður þetta í senn reynslu- og kynningarflug, og hef ur komið til orða, að þegar FÍ hefur fengið hina Friendship skrúfuþotuna næsta sumar, verði slík vél notuð í Færeyjaflugið og jafnvel einnig í sunnudagsferð- irnar til Kulusuk á Grænlandi. Frá þessu er skýrt í nýútkomnu hefti af Faxafréttum, sem er fréttablað starfsmanna Flugfélags íslands. Segir þar, að Færeyja- flugið hafi gengið vel í sumar, tafir verið fátíðar og allmiklir flutningar, einkum á milli Fær- eyja og Skotlands, en flutningar milli Færeyja og íslands hafi einn ig allmikið aukizt. Vegna þess, hve flugbrautin á flugvellinum á Vágar er stutt, hefur Flugfélag ís- lands orðið að notast við DC-3 flugvélar í Færeyjaflugið, en eins og sagt hefur verið frá í fréttum hefur í allt sumar verið unnið að lengingu flugbrautarinnar og nú geta stærri flugvélar lent þar. Hefur FÍ nú ákveðið að senda Friendship skrúfuþotuna Blik- faxa til Færeyja í reynsluflug Sérfræðingar unnu í alla nótt I í næstu viku og mun þá jafnframt Framhald á 14. síðu Framhald á 14. síðu GRÍSKA RIKISSTJORNIN FÆR STERKAN ANDBYR Aþena, Iaugardag. Miklar óeirðir urðu í Aþenu i gær er 15000 manns söfnuðust saman á útifundi og lýstu andúð sinni á hinni nýju stjórn Tsirimokos og fylgi við Papandreu- 100 manns meiddust í átök’um við lögreglumenn, 300 voru handteknir. Tsirimokos og 14 ráðherrar hans unnu embættiseið í gær, og var tilkynnt í Aþenu seint í gær kvöldi, að stjómin mundi fara fram á traust þingsins á fimmtu dag. Enn er ekki vitað hvort Tsirimokos á vísan stuðning meiri hluta þingmanna. í gríska þing inu eiga sæti 300 þingmenn, og Framhald á 14. sfíJu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.