Tíminn - 22.08.1965, Side 3

Tíminn - 22.08.1965, Side 3
SUNNUDAGUR 22. ágúst 1965 8 TÍMINN í SPEGLITÍMANS Það voru fjórir bítlar sem héldu tónleika á Shea Stadion í New York. Þeir sungu 10 bítlalög í 35 mínútur og fengu fyrir það tæpar sjö milljónir króna. Áhorfendurnir voru 56.000 og öskruðu af öllum lífs og sálar kröftum og 115 stúlkur urðu að fara undir læknishendur vegna tauga- spennu. Allt er þetta sjálfsagt eins og það á að vera, og svo segja menn, að veldi ★ Danska sundkonan Greta Andersen, sem eítt sinn fékk gullverðlaun í sundi á Olymp- íuleikjunum, er nú búsett í Kaliforníu og býr sig nú und- ir að synda yfir Ermarsundið bítlanna sé að dala. Hér á myndinni að ofan sjást tveir bítlanna, þeir Paul McCartney og John Lennon, þar sem þeir eru að skemmta New York- búum. Lögregluvörðurinn fremst á myndinni heldur fyr- ir eyrun. en það er ekki af því, að honum falli ekki í geð bítlatónlist, heldur vegna öskra unglinganna, sem tón- leikana sóttu. í fimmta sinn. f þessari sund ferð kemur hún til með að klæðast gylltum sundfötum, sem eru sérstaklega gerð í tilefni þessa sunds hennar, og er það tízkuteiknari frá Holly wood, Ann de Wesse, sem hefur gert þau. Að auki ætl- ar Greta að nota appelsínu- gula sundhettu með blómum. — Eg er orðin leið á að klæð- ast alltaf litlausum sundbol, þegar ég syndi yfir Ermar- sund, sagði hún. ★ Leslie Carol, leikkona, er nýskilin og gaf skilnaður henn ar tilefni til blaðaviðtals við hana í brezka blaðinu Daily Express. f viðtalinu lætur leikkonan í ljós skoðanir sín- ar á hjónabandi. Meðal ann- ars lét hún svo ummælt, að hjónaband væri slæmt spaug. Eina ástæðan, sem fólk hefur til þess að ganga í hjónaband er sú, að börnin verða að hafa eitthvert nafn, þegar þau fara í skóla. ¥ Cassius Clay var fyrir skemmstu í Svíþjóð og missti algjörlega stjórn á sjálfum sér þegar hann var í Malmö og stökk niður af pallinum og réðst á áhorfendur. Tíu verðir og nokkrir blaðamenn þrifu í hann og gátu að lokum haft hemil á honum. Ástæðan var sú„ að það gerði Cassiusi Clay eða Múhameð AIí, eins og hann vill láta kalla sig. gramt í geði, að áhorfendur hrópuðu sífellt í kór nafn Floyd Patt- ersons. — Svíþjóð er hrein- asta land, sem ég hef komið í. en Svíar eru hreinustu asn- ar, þegar um Patterson er að ræða, sagði Clay. Ef ég heyri nafn hans einu sinni enn, þá vil ég .slást. — Þetta jók ein- ungis hróp áhorfenda, og þá hentist kappinn niður af pall inum og réðst að þeim áhorf- endum, sem næstir voru. Ökumaður nokkur, Thomas Hanna ók með Ijóshærða vin- konu sína við hlið sér eftir ak- vegi við Chicago, þegar kona hans, sem sat við stýrið á öðr- um bíl, kom auga á skötuhjúin. Úr þessu varð einn heljarmikill kappakstur og þar kom, að um- ★ Saint Tropez á frönsku Rí- víerunni er fræg fyrir fagurt kvenfólk, sem þar .spókar sig í sólinni. Þar fór fram allný- stárleg keppni nú á dögunum. Var það keppni í ljótleika, ef hægt er að segja svo. Hér birt um við mynd af sigurvegaran- um og númer tvö í, keppninni. Sigurvegarinn er til hægri á myndinni og er sagt, að nafn hennar sé Denise de Cromagn- on. Hver er þessi stúlka í sport- bílnum? Þetta er engin stúlka heldur tveggja ára hundur. Ef við höldum, að það sé eitthvað ferðarlögreglunni þótti mál til komið að taka þátt í honum líka. Thomas Hanna ók konuna af sér en ekki lögregluna. Hún náði honum og rétti honum 31 nótu yfir þau ökubrot, sem hann hafði gert sig sekan um á meðan á „kappakstrinum“ stóð. Skurðlæknir í París hefur gert ágæta uppgötvun, . sem hjálpar honum mikið, þegar hann þarf að framkvæma skurðaðgerðir á börnum. Er hér um að ræða síma, sem hann lætur barnið hafa og segir við það; — Hringdu nú í enömmu þína. — Barnið lyft ir upp símtólinu og á 50 sek- úndum er barnið sofnað, því út úr símatrektinni streymir klóróform. ☆ Yngsti sonur Mussolinis, er lengi hefur verið djasspíanó- leikari og er kvæntur Mariu systur Sophiu Loren, er nú farinn að semja tónlist í kvikmyndir. Kvikmyndin, sem hann á að semja tónlist við, heitir La Ragazzola, og aðal- hlutverkið í myndinni leikur Agnes Spaak, bróðurdóttir belgíska utanríkisráðherrans. Geta hundar lesið blöð? í Helsingfors er að minnsta kosti einn maður, sem heldur það, og það er rithöfundurinn Jean Asther. Hann hafði .skrif að blaði einu í borginni bréf þess efnis, að hundar óhreink uðu götur borgarinnar — og næstu viku á eftir varð hann þrisvar fyrir því. að hundur réðist á hann og biti hann. að sjón okkar, þá getum við huggað okkur með því, að fleiri létu blekkjast en við. Á meðan John F. Kennedy var forseti, var söngvarinn Frank Sinatra mikils metinn vinur Kennedy-fjölskyldunnar og hann heldur greinilega kunningsskapnum við hana eft ir lát forsetans. — Fyrir skömmu snæddi Jacqueline Kennedy hádegisverð með hon um og hinni 19 ára gömlu vin konu hans, Mia Farrow, um borð í lystisnekkju hans, en hann og vinkonan hafa verið á. listireisu meðfram strönd Nýja Englands undanfarið Skömmu áður hafði hann heim sótt föður forsetans. Joseph Kennedy, í sumarhús hans í Hyannisport.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.