Tíminn - 22.08.1965, Síða 14

Tíminn - 22.08.1965, Síða 14
\ 14 TÍIVtlNN SUNNUDAGUR 22. ágúst -965 Þessi mynd er ekki af búSarglugga heldur af bankaglugga í New York-borg, þar sem East River Savings Bank heldur nú landkynningu á íslandi; með því aö stilla út íslenzkum munum í bönkum sjnum, sem eru víSsvegar um borgina. Landkynningin er á vegum LoftleiSa, en munirnir eru frá íslenzku verzluninni þar í borg. Þessi mynd er frá glugga í East River Savings Bank, sem er í Rockefeller-byggingunni. ÞaS sem sýnt er í bankagluggunum eru myndir, keramik, peysur^ skinn, og m. fl. Sfðan þessi landkynning hófst hafa borist mjög margar fyrirspurn- ir um ísland til bankans. (Ljósm. LoftleiSir). Félagsheimili hjá emkatkgmmmm EJ—Reykjavík, laugardag. Félag íslenzkra einkaflugmanna hefur opnað félagsheimili sitt í efstu hæð gamla flugturnsins á Reykjavíkurflugvelli. í félaginu eru nú um 40 félagar. Félag íslenzkra einkaflugmanna var stofnað skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina og starfaði með miklum blóma í mörg ár. Á árun Skemmtiferð gamla félksins á Sauðárkróki Þann 19. júlí s.l. fór Kvenfélag Sauðárkróks í sína árlegu skemmti ferð með aldrað fólk úr bænum. Farið var að þessu sinni til Siglu fjarðar og ekið sem leið liggur þangað í miklu blíðskaparveðri með þeim eina útúrkrók að skroppið var fram í Austur-Fljót, alla leið fram fyrir Stífluhóla. Til Siglufjarðar var komið kl. 3 síðd. Þar tók Skagfirðingafélag Siglufjarðar á móti öllum hópnum yfir 40 manns, af mikilli rausn. Var staðnæmzt við Hótel Höfn 0g setzt þar að hlöðnu veizluboröi Eftir vel þegnar veitingar og stutt spjall við gamla og góða Skagfirð inga dreifðist fólkið og hvarf til vina og vandamanna víðs vegar um bæinn, því sökum rigningar síðari hluta dagsins var lítið hægt fyrir aldrað fólk að skoða sig um. Þeir, sem ekki áttu til kunningja að leita, nutu húsaskjóls. og frá- bærrar gestrisni á hinu myndar lega heimili formanns Skagfirð- ingafélagsins frú Halldóru Jóns- dóttur frá Sauðárkróki og manns hennar, Jóhannesar Þórðarsonar yfirlögregluþjóns. Um kvöldið sat svo ferðafólkið kvöldverðarboð að Hótel Höfn í boði Skagfirðingafélagsins Þar voru mættir fjölmargir Skagfirð- ingar. sem búsettir eru á Siglu- firði og leið kvöldið í ágætum fagnaði með hinum góðu gest- gjöfum. Vér viljum fyrir hönd Kvenfé- lags Sauðárkróks og gesta þess, færa Skagfirðingafélagi Siglu- fjarðar innilegustu kveðjur og þakkir fyrir móttökurnar. Ferðanefndin. um eftir 1950 dró mjög úr starf- seminni, einkum vegna erfiðleika á að endurnýja flugvélakostinn og félagsstarfsemin lagðist að lokum niður í nokkur ár, en félag ið var síðan endurvakið árið 1963 og gengu þá í þaö rúmlega 30 manns. Á stofnfundinum afhenti flug- málastjóri Agnar Kofoed-Hansen hinu nýja félagi efstu hæðina I gamla flugturninum á Reykjavík urflugvelli, en starfsemi sú. sem þar var rékin, var þá í þann veg inn að flytjast í nýja turninn. Húsnæði þetta var mjög illa farið og þurfti að rífa allt innan úr því og þilja lc-i’ og veggi að nýju og leggja i gólf. Þessu er nú lokið og hefur það að tals- verðu leyti verið unnið í sjálf boðavinnu. Þrátt fyrir það hafa framkvæmdirnar kostað verulega peninga, og hefur þeirra að veru legu leyti verið aflað með því að leita til velunnara fluglistarinnar um fjárhagsstuðning. Reykjavík- urborg veitti mjög rausnarlegan stuðning og sömuleiðis Flugfélag fslands, Flugsýn og Þytur. Starfsemi félagsins hefur und- anfarið fyrs! og fremst beinzt að því að fullgera félagsheimilið, og má segja. að með tilkomu þess skapi.st alveg nýir möguleikar. hvað’ félagsstarfsemí pnertir. Ilingað til hafa einkaflugmenn ekkert athvarf átt á flugvellinum og engan fastan samastað haft fyrir starfsemi sína. Úr þessu hef ur verið bætt á mjög svo viðun- andi hátt. Með einkaflugi er átt við það t'lug, sem eingöngu er stundað íþróttarinnar vegna en ekki í at- vinnuskyni. í öllum menningar- löndum er það álitið mjög mikils- vert, enda er það nokkurs konar uppeldisstofnun fyrir atvinnuflug ið. Er það von þeirra, sem að fram angreindu félagsheimili standa, að það megi verða til þess að efla injög einkaflugið og þar með alla flugstarfsemi í landinu. Stjórn félags íslenzkra einka- flugmanna skipa- Formaður Bárð ur Daníelsson, verkfræðingur.og aðrir í stjórn: Björn Sveinbjörns- son verkfræðingur. Karl Eiríks son forstjóri Lárus Óskarsson. stórkaupmaður og Kolbeinn Krist insson. kaupmaður. GRÍSKA STJÓRNIN Framhald a! bls i verður hann því að fá stuðning 151, að minnsta kosti. íhalds- mennirnir styðja stjórnina senni lega. Þeir eru 99 að tölu. Auk þess mun hann eiga vísan stuðn ing þeirra 26 þingmanna Mið flokkasambandsins, sem á sínum tíma studdu Novas til valda- Þá hafa nokkrir þingmenn Miðflokka sambandsins ákveðið að styðja Tsírimokos, en varla nógu margir enn sem komið er. Tsirimokos gegnir sjálfur störfum utanríkis ráðherra, jafnframt embætti for sætisráðherra, og flestir ráðherr ar hans stjórna fleiri en einu ráðuneyti. Er þetta gert meðal annars til þess að halda opnum ráðherrasætum fyrír hugsanlega frávillinga úr Miðflokkasamband inu. Stjórnarmyndun Tsirimokosar hefur vakið reiði ýmissa vinstri sinnaðara afla í Gríkklandi. Sjálf ur er Tsirimokos sósíalisti og skortir nú ekki ásakanir í hans garð um svik við málstað verka lýðsins og almennings. Kommún- istar segja að hér hafi enn einu sinni sannazt, að Jafnaðarmenn séu alltaf reiðubúnir til svika við verkalýðinn, ef borgaraflokk arnir gefa þeim kost á valdaað- stöðu. Papandreu er nú lagður á stað í ferðalag um Grikkland til stuðn ings málstað sínum. Hann er ekki á því að gefast upp, og von hans er nú, að stjórn Tsirimokosar verði felld, en þá er ek'ki um annað fyrir Konstantín konung að gera en rjúfa þing og efna til kosninga. Verði þingkosningar í Grikklandi í haust, er enginn vafi á því, að Papandreu kemur sem sigurvefeari úr þeim kosningum, og ekki um annað að vélja en fela honum stjórnarmyndun. Fái Tsirimokos traustsyfirlýsingu þingsins, verður erfitt að koma honum frá í nánustu framtíð. At- kvæðagreiðslan í gríska þinginu n. k. fimmtudag verður hápunkt ur stj órnmálaátakanna í Grikk- landi undanfarnar vikur. uppskeru. Á suðurhveli jarðar verður uppskera minni en á meðal ári, og geta Ástralíumenn ekki selt eins mikið hveiti og vant er. Þeir selja þó nokkuð magn til Japan, Hong Kong og Kína. UMGENGNI Frampalo at 16 siðu að segja, að umgengni á bygg- ingastöðvum víðs vegar um borgina hefur verið fyrir neð- an allar hellur, og lítið hugsað um að þrífa til í kringum ný byggingar, jafnvel eftir að lok ið hefur verið við þær, en vit anlega á það að vera skylda byggingameistara að skilja þannig við húsin. að hægt sé með góðu móti að komast allra sinna ferða í kringum þau, jafnt í vætutíð sem þurrk um. Er vonandi, að bygginga- meistarar og þeir, sem hafa með byggingar húsa að gera, sjái nú að sér og hafi sómasam lega þrifalegt í kringum bygg- ingarnar, auk þess sem þeir gæti þess, að allt sé gert til þess að koma í veg fyrir slys, sem oft verða á vinnustöðum. Að öðrum kosti mega þeir eiga á hættu að verða sviptir réttindum sínum. gjótuna um það bil tveggja og hálfs kílómetra vegalengd. Það hefur verið útbreiddur mis- skilningur, að geymirinn væri fyrir olíu, og er bezt að leið rétta það hér með, að þetta er hráefnisgeymir. Uppi við áðurnefnda gjótu verður kom- ið fyrir smáþró fyrir hreinsuð efni, og eiga þau að setjast þar til, eða þróin að virka eins og skilvinda. Jarðboranir hafa farið fram á þeim stað, sem heppilegur þótti fyrir sjálfa verksmiðjuna og bentu boranir og fyrstu at- huganir til þess, að ekkert væri því til fyrirstöðu að reisa verksmiðjuna þarna í hraun inu og m.a. 30—40 metra háan turn fyrir síló o.þ.h. 30 manna vinnuflokkur er nú að störfum nyrðra og munu þeir væntanlega skila verkinu af sér að miklu leyti um næstu helgi, og þá munu sérfræðing ar koma norður til að fylgjast með dælingunni. HVEITUPPSKERAN FramhaW a: ifi Sumaruppskeran í Sovétríkjun- um verður sennilega 12—15 af hundraði meiri en 1964. en það voraði seint á þeim svæðum þar sem nýræktin cr hvað mest, og má reikna með, að þar hafi upp skera orðiö minni en búizt var við. Margt bendir til þess. að hveiti skorti í Sovétríkjunum, en ástandið er þó langt frá því að vera jafn alvarlegt og 1963. Rúss ar hafa nú gert samninga um stórfelld hveitikaup í Kanada og Argentínu. Þeir kaupa 187 milljón skeppur hveitis af Kanadamönn- um —og 1.1 milljón í Argentínu. Auk þess hafa Rússar keypt nokk uð af hveiti í Frakklandi. 1963 var hveitiuppskeran í So- I vétríkjunum mjög lítil og vörðu j þá Rússar 750 milljón dollurum j til hveitikaupa í Bandaríkjunum, ; Kanada, Frakklandi og Argen- i tínu. Hveitiuppskeran í Evrópu, utan Sovétríkjanna, verður góð. Bú- ast Frakkar við metuppskeru. en Frakkland er stærsti hveitifram- leiðandi í Vestur-Evrópu. Aftur á móti verður uppskeran á Ítalíu lakari en á meðalári Á Spáni og í Portúgal hafa þurrkar valdið skemmdum á uppskeru. Mikil flóð í Dónárlöndum hafa valdið miklum spjöllum á hveitiökrum. en samt er reiknað með svo góðri uppskeru á þeim svæðum, sem flóð hafa ekki náð til. að hún verði í góðu meðallagi I Norður-Afriku. Pakistan og Indlandi er búizt við mjög góðri BLIKFAXI Framhald af bls 1 kynna hina nýju vél í Færeyjum. Mun farið frá Reykjavík nokkru fyrir áætlunartíma næstkomandi fimmtudag, en Blikfaxi er klukku tíma fljótari á leiðinni en Dakota- vélin Gljáfaxi. sem aðallega hef ur verið í Færeyjafluginu. Gefst því tími til þess að sýna flugvél ina á flugvellinum og til að fara í flugferð yfir eyjarnar. Blikfaxi mun síðan halda áfram til Glas- gow samkvæmt áætlun, en far- þegar þaðan ti! Færeyja daginn eftir verða um fjörutíu. Komið hefur til orða, að þegar FÍ hefur fengið aðra Friendship vél sína næsta sumar, verði Fær- eyjaflugið rekið með slíkri vél, og einnig hefur verið rætt um. að Friendship-vél yrði notuð í sunnu dagsferðirnar til Kulusuk á Græn landi. Framtíðarverkefni vélanna verður ■samt fyrst og fremst inn- anlandsflugið. það er tekið skýrt fram í Faxafréttum að enn hafi engin fullnaðarákvörðun verið tekin um skipan þessara mála næsta sumar GEIMFERÐIN Frambald af bls. 1 að þvi að fara yfir tæki geimfars ins Smávægilegar bilanir urðu á eldsneytiskerfi geimfarsins á fimmtudag, og ollu því, að geim förinni var frestað. Skipt var um eldsneyti í Títan-eldflauginni i nótt. Þetta er lengsta geimför, sem tmdirbúin hefur verið til Þessa. Á hún að standa í átta daga, en það er sami tími og reiknað er með að taki að fara tíl tunglsins og til jarðar aftur. Rússinn Bykofskí hefur verið manna lengst í geimnum, tæplega fimm sólarhringa. Veðrið á Kennedyhöfða var hagstætt er geimfarinu var skot ið á loft og búizt er við góðu veðri næstu daga. KÍSILGÚR Framhald af bls. 1 landsveginn. Er mikils vert að fá úr því skorið, hvaða á- hrif dælingin hefur á hráefnið. Dælingin fer þannig fram, að dælurnar á prammanum dæla efninu upp af botninum og eftir fjögur hundruð metra leiðslunni í land þar sem efn inu verður safnað í stóran og mikinn geymi. en úr geymin- um á hráefnið að renna sjálf- krafa niður í dæiuhúsið, það an sem því verður dælt upp í T rúlofunar- hrinoar aíareiddir catnJ^mirs. Sendurr un- allt (and H A L L D Ó R Skólaverðustiq 2 ÍBÚD Reglusamur maður óskast ^ j til að vina á búi við Reykja f vík. Góð laun, séríbúð á j staðnum. — Tilboð merkl „Reglusamur“ sendist aí greiðslu Tímans sem fyrst fON t YS i tINSSON <»ptr*ðingui ögtræðiskritstotr .atiQnveq simi 21516 HJOLBARÐAVIÐGERÐIR Opið aila daga (líka laug- ardaga og sunnudaga, frá kl 7.30 ti] 22.) GÚMMIVINNUSTOFAN hf SkiPholti 35 Reykjavík, simi 31055 á verkstæði og 30688 á skrifstofu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.