Tíminn - 24.08.1965, Qupperneq 2
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 24. ágftst »65
Geimfararnir fara a.m.k,
47 sinnum um jöröina
MÁNUDAGUR 23. ágúst.
NTB—Saigom.
Bandarískar sprengjuflug-
vélar fóru í dag árásarferðir
á aflstöSvar í NorSur-Víetnam.
Forsætisráðherra Suður-Víet
nam fer á næstunni til Suður-
Kóreu O'g Malaysíu til að afla
stuðnings tillögum sínum um
varnarbandalag Suðaustur-
Asíu.
Alþýðublaðið í Peking skrif
ar í daig, að Bandaríkjamenn
undirbúi nú staðbumdna styrj-
öld eins og í Kóreu á sínum
tíma. Þeir staðsetji her sinn
við ströndina til þess að
hindra, að þeir lokist inni í
landi. Blaðið segir, að til þessa
hafi Víetkong fellt, tekið til
fanga, sært eða tekið við sem
liðhlaupum 110.000 hermönn-
um frá Suður-Víetnam. Þá hafi
3000 bamdarískir hermcnn ver
ið felldir og 500 bandarísímr
flugvélar eyðilagðar.
f Washington ríkir nú meiri
bjartsýnl en áður um styrjöld-
ina í Víetnaift.
Alþjóða Rauði krossinn hef
ur ákveðið að senda lyf og
læknistæki til Víetnam.
NTB—Bonn.
Ludwig Erhard, kanslari
Vestur-Þýzkalands, og Konrad
Adenauer fyrrverandi kanslari
hafa nú orðið sammála um
stefnu flokks Kristilegra demó
krata í málum, er snerta kjarn
orkuvarnir Vestur-Þýzkalands.
Segir í yfirlýsingu, sem gef-
in var út á fundi í flokks-
ráði Kristilegra demókrata, að
Þýzkaland eigi að vera með
í ráðum, er gengið verði frá g
kjarnorkuvörnum Vesturlanda.
Fundur þessi var haldinn til
þess að jafna ágreining innan
flokksins eftir ræðu Adenau-
ers, þar sem hann gagnrýndi
tillögur Bandaríkjamanna í
kj arnorkumálum.
NTB—Nýja Dehli.
Harðir bardagar voru við
vopnahléslínuna í Kasmír í
gær, wg felldu indverskar her-
sveitir 50 hermenn frá Pakist-
an, að því er upplýst er í Nýju
Dehli í dag.
Formælandi Indla,ndsstjórn-
ar sagði, að Pakistanmenn
hefðu ráðizt á Indverja með
stórskotahríð og sprengjuvörp
um, en verið hraktir til baka.
NTB—New York.
Mikill vatnsskortur er nú í
New York, og til að ráða bót
á honum var gripið til þess
ráðs að taka í notkun gamla
vatnsleiðslu. Sú leiðsla sprakk
í dag með þeim afleiðingum.
að neðanjarðar-
brautin milli Manhattan og
Brooklyn fylltist af vatni. Varð
að loka brautinni um hríð.
NTB—Houston, mánudag.
Geimfararnir Cooper og Con
rad, sem nú hafa verið á
þriðja sólarhring á lofti, eiga
að halda förinni áfram í að
minnsta kosti einn sólarhring
ennþá. Hafa þeir þá farið 47
hrimgi um jörðu. Ákvörðun um
þetta var tekin eftir að sér-
fræðingar bandarísku geim-
ferðastofnunarinnar höfðu
rannsakað uipplýnimgar frá
Gemini V. Allt gengur sam-
kvæmt áætlun núna, en fyrsta
daginn varð vart bilunar í raf
kerfi geimfarsins. Verður geim
förunum nú gefið leyfi til þess
að halda förinni áfram eimn
dag í senn, og athugað á hverj
um degi, hvort ástæða sé til
að láta þá koma niður aftur.
Verði þeir átta sólarhringa
á lofti eins og áætlað var,
munu þeir hafa farið 4.8 millj.
kílómetra vegalengd og verið
191 klukkustund og 55 mínút
ur úti í geimnum. Eru það
hvort tveggja ný met í sögu
geimferðanna.
Cooper og Conrad hafa nú
farið rúmlega 30 hringi og
undirbúa nú tilraun til að ná
sambandi við ímyndaðan gervi
hnött. Þeir slepptu sjálfir litl
um gervihnetti fyrsta daginn
og áttu að komast nálægt hon
um aftur, éh sú tilraun mis-
tókst. NÚ hafa vísindamenn
gefið þeim upp braut ímyndaðs
tungls og á að gera tilraun til
að komast á þá braut. Verður
fylgzt með því frá radarstöðv
um hvort það tefest.
Geimfararnir sváfu báðir vel
í nótt og eru úthvíldir og við
beztu heilsu. Enda þótt nú
þyki sýnt, að ekkert sé því til
fyrirstöðu, að þeir verði á lofti
í átta daga eins og ráðgert var,
þykir heppilegast að ákveða
daglega, hvort áfram skuli
haldið eða ekki, en ekki taka
endanlega ákvörðun um för-
ina. Formælandi geimrann-
sóknastofnunarinnar banda-
rísku sagði í dag að eftir spfenn
ingu og óróleika fyrsta dágsins
væri nú all komið í fastar
skorður og lítið, sem gerðist
hjá geimförunum. Þeir eiga
að borða þrjár máltíðir á dag
en nú hefur matarskammtur
þeirra verið minnkaður, þar
eð þeir segja, að matarskammt
ur þeirra hafi verið áætlaður
of ríflega.
f kvöld gerðu þeir hina
fyrstu af fjórum tilraunum,
sem miða að því að breyta
braut geimfarsins. Tókst til-
raunin vel og er nú mesta fjar
lægð geimfarsins frá jörðu 312
kílómetrar í stað 444 áður.
I i __ ' 11 BBW<H— ■
Skip strandaði
í Akureyrarhöín
HS-Akureyri, mánudag.
Hollenzka skipið Mediterranean
Sprinter kom hingað til Akureyr-
ar á laugardaginn. Svo illa vildi
til, að þegar skipið var að leggja
að Togarabryggjunni, að það
strandaði norðan við bryggjuna.
Stóð Þar eina fjöru, en komst
á flot á flóði síðdegis sama dag.
Mediterranean Sprinter, sem
er flutningaskip, tók hér frystan
fisk hjá Útgerðarféilagi Akureyrar,
samtals 9450 kassa. Um klukkan
7 á sunnudag hélt það frá Akur-
eyri. Engar skemmdir urðu á skip-
inu. Mediterranean Sprinter er
1538 brúttólestir og 803 nettólest-
ir.
Myndarleg gjöf
til Sólvangs
Hinn 9.8. ‘65 barst Sólvangi
svohljóðandi bréf frá Páli Guð-
mundssyni, Höfða við Hvamms-
tanga:
„Hér með sendi ég Sólvangi,
Hafnarfirði, kr. 20.000.00 — tutt
ugu þúsund krónur — til minn-
ingar um móður mína, Guðrúnu
Daníelsdóttur, og systur mína,
Jónu Helgadóttur, minnugur þess
að móðir mín naut skjóls og að-
hlynningar á ævikvöldi sínu á
Elliheimili Hafnarfjarðar.
Fjárhæðinni má ráðstafa eftir
ákvörðun forstjóra Sólvangs og
Bæjarráðs, þó legg ég til að fénu
verði varið til kaupa á einhverj-
um hlut, sem megi verða til á-
nægju vistfólki á dvalarheimili
Framliald á 14. síðu
Ferð Náttúrufræðifél-
agsins í Þjórsárdal
MB—Reykjavík, laugardag.
Næstkomandi föstudag, 27.
ágúst, verður efnt til þriggja daga
fræðsluferðar Náttúrufræðifélags
ins um Þjórsárdal og Hreppa.
Nokkrir félagsmenn geta enn kom
izt að og nánari upplýsingar eru
veittar í Náttúrufræðistofnun ís-
lands, þar sem skrásetning fer
einnig fram, sími 1 54 87. Aðal
fararstjóri verður Eyþór Einars-
son, en leiðbeinendur auk hans
verða Guðmundur Kjartansson og
Gísli Gestsson. Þetta verður al-
hliða náttúruskoðunarferð, og
einig verður komið við á Stöng
og fornminjarnar þar skoðaðar.
Farnir að steypa nyju
brúna á Miðfjarðará
BS—Hvammstanga, mánudag.
f morgun hófst steypuvinna við
nýju brúna yfir Miðfjarðará, sem
unnið hefur verið við í sumar.
Guðmundur Gíslason, yfirsmiður
við brúna, tjáði fréttaritara Tím-
ans, að steypuvinnan myndi taka
sex daga, en steypt er úr 30 tonn
um af efni á dag. Steypan er
hrærð í stórri hrærivél, sem stað
sett er við annan brúarendann og
frá vélinni er steypunni ekið í
tveim vélbörum inn á brúna.
Stjórna tveir menn þessum ný-
stárlegu börum, og er miklu erfiði
létt af brúarflokknum með þess-
um börum. Brúarbitarnir verða
fyrst steyptir, og síðan brúargólf
ið. Þetta er stærsta brúin, sem
byggð er hér á landi í sumar.
ÚTSVÖR OG 4DSTÚÐU-
GJÖLD í ÖLAFSVÍK
AS—Ólafsvík, mánudag.
Lokið er álagningu útsvara og
aðstöðugjalda í Ólafsvík. 288 ein
staklingar og fyrirtæki greiða 4
milljónir 895 þúsund krónur í út-
svar og 56 einstaklingar og fyr-
irtæki greiða eina milljón og 485
þúsund í aðstöðugjöld. Útsvör
eru lögð á samkvæmt lögum nr.
51 frá 1964 og breytingum þeim,
sem gerðar voru á þeim lögum í
maí 1965, og reiknuð samkvæmt
útsvarsstiga 1965.
Við útreikning útsvara gerði
hreppsnefndin eftirtalin frávik:
Framhald á bls. 14
116 menn sakaðir um undir-
búning uppreisnar í Grikklandi
AÞena, NTB, mánudag.
Hinn opinberi saksóknari í Aþenu hefur höfðað mál á hendur 116
mönnum, sem gefið er að sök að hafa undirbúið uppreisn gegn
hinni fjögurra daga stjóm Grikklands. Jafnframt hefur gríska stjórn-
in bannað ólöglega mótmælafundi.
Hinir ákærðu eru úr hópi þeirra
126, sem handteknir voru eftir
blóðugar óeirðir í Aþenu á föstu
dagskvöld. Lenti þá saman lög-
reglu og vinstri sinnuðum and-
stæðingum hinnar nýju stjómar.
Voru þá aðeins liðnir nokkrir
klukkutímar frá því að Elias Tsiri-
mokos og stjórn hans höfðu unnið
eið að stjórnarskránni. Meðal
hinna ákærðu eru 14 menn, sem
áður hafa verið sakaðir um að
vera kommúnistar.
Saksóknarinn hófst handa er inn
anríkisráðherrann Stylianos Apla-
manis hafði bannað mótmæla-
göngur og fundi. Verða allir, sem
taka þátt í slíkum mótmælaaðgerð
um handteknir. Frestað hefur ver
ið fjöldafundi, sem halda átti í
leikhúsi í Aþenu í kvöld. Það voru
vinstri sinnar, sem tiil fundarins
boðuðu.
Elias Tsirimo'kos, forsætisráð-
herra, reynir nú að afla stjóm
sinni meirihluta á þingi. Örlög
stjórnarinnar verða ráðin annað
kvöld, er greidd verða atkvæði
um traust á ríkisstjórnina.
Papandreu fyrrverandi forsætis
ráðherra er kominn til Aþenu, en
undanfama daga hefur ha-nn ferð-
azt um landið og haildið fundi.
Hann spáir því, að síjómin falli
innan tíu daga. Pap-andreu telur
einu lausnina á stjómarkrepp-
unni þá, að efnt verði til þing-
kosninga í landinu.
LEIÐRETTING
f grein minni um Þorstein M.
Jónsson, 20. þ. m. hafa sl-æðzt inn
nofekrar meinlegar prentviiliur,
sem ég vildi gjam-an leiðrétta. Ég
sagði, að Bergþóra, systir Óla
Jósepsson-ar hefði veri-ð „föður-
móðir Gísia föður míns“, en ekki
fósturmóðir og er þetta snj-all
púki. Þá sagði, að Þorsteinn hefði
verið „ólatínulærður", eins og Jón
Arason og er þ-að, sem kom í stað
inn í greininni bæði pú-ki og
mennfam-anma not.
Annað, sem þarna er ekki rétt,
mun skiiljast við athugun og hirði
ég ekki u-m frékari glímu við
púikann. Með þökk fyrir birtmig-
una.
Benedikt Gíslason frá Hofteigi.
Lík finnst
KJ-Reykjavík, m-ánudag.
Um hád-egLsbilið á sunnuda-ginn
fannst lík fljótaedi á Kngvalla-
vatni undan Am-arfelli. Ö-rn Bjart-
mars Pétursson tannlæknir var á
gan-gi þam-a við vatnið, er hann
kom au-ga á líkið. Lögreglumenn
frá Se-lfossi og Reykjaví'k fóru á
staðinn, og var farið með líkið til
Reykjavíkur. Ómögulegt er að
vita af hverjum það er og var
e-kki í d-ag búið að ganga úr
skugga um hvort líkið væri af
fcarimanni eða kvenmanni, en
lækn-avísindin geta vafalaust skor-
ið úr um það, svo og af hve gam-
alli m-anneskju hún er. Er sýni-
legt að h-ann eða hún, se-m líkið
er af, hefur drukknað í vatninu
fyrir mörgum árum, og sennilegt
að ta-kast megi að komast að því
um hvern er að ræða.
Smárakvartettinn til
Vestfjarða.
Hinn vinsæli Smárakvartett á
Akureyri er á förum til Vestfjarða
og mun syngja á mörgum stöðum,
en fyrst söng hann í gærkveldi,
23. ágúst, í Ásbyrgi í Miðfirði.
Síðan mun kvartetinn syngja
að Tjarnarlundi í Saurbæ, Birki-
lundi á Barðaströnd o. s. frv. Með
þessari sön-gferð lýkur kvartett-
inn hringferð sinni um landið,
sem te-kin hefur verið í áföngum
á árabili. Smárakvartettinn skipa
Jóhann Konráðsson, Jósteinn Kon
ráðsson, Gústaf Jón-asson og
Magnús Sigurjónsson. Undirleikari
er Jakob Tryggvason.
Smárakvartettinn á Akureyri
varð tvítugur i vetur og hélt þá
afmælissamsöngva í heimabæ sín
um fyrir troðfullu húsi.