Tíminn - 24.08.1965, Page 3

Tíminn - 24.08.1965, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 24. ágúst 1965 TÍMINN $Ép| Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum lögðu geimfararnir Gordon Cooper og Charles Conrad í átta daga geimferð á spor- brau.t umhverfis jörðu sl. laugard. Þetta er 2 ferð Gordons en 1 ferð Charles um geiminn. Ef allt gengur að óskum verður þetta lengsta geimferðin og um leið sú stórkostlegasta, scm farin hef- ur verið fram að þessu. Myndirnar hér á síðunni sýna Þá félaga skömmu áður en Gemini-5 tilraunin hófst. Eins og skýrt hefur verið frá, munu þeir gera tilraun til að nálgast lítinn gervihnött á þessari ferð, en það er aðeins einn af mörgum iiðum í undir- búningnum fyrir sjálft tungskotið 1969 eða ‘70. Efsta myndin sýn- ir hvernig sams konar tilraun verður gerð í Gemini-6 tilraun- inni, sem hefst eftir 2 mánuði, en þá reyna geimfararnir að nálg- ast hluta af eigin eldflaug og tengja stjórnklefann við liana í smástund. Myndin á miðri siðunni sýnir þá félaga inn í stjóm- klefanum á geimfarinu skömmu áður en því var skotið á loft. Myndin neðst á síðunni er tekin af Gordon Cooper, Þar sem hann er að snæða síðasta morgunverðinn sinn hér á jörðinni fyrir ferð- ina. Eins og sjá má, virðist hann mjög rólegur. Eindálkurinn er af Charles Conrad geispandi, enda var hann orðinn óþolinmóður að komast um borð i.geimfarið og út í hláan geiminn. 3 Iðnaðurinn Verksmiðjuiðnaðurinn er yngsta atvinnugrein hér á landi og hefur átt meginþáttinn í því að taka við þeirri öru fólks- fjölgun, sem orðið hefur í land inu. Iðnaðurinn hefur stuðlað að stóraukinui framleiðslu og nýtingu innlendra hráefna. En hvemig er búið að þess- ari mikilvægu atvinnugrein undir ríkjandi stjórnarfari? Það er samdóma álit iðnrek- enda og iðnverkafólks, að óvissa ríki um framtíð margra Igreina íslenzks iðnaðar og þessi óvissa stafar fyrst og fremst af aðgerðum ríkisstjórn- arinnar í tolla- og verzlunar- málum. Ríkisstjórnin hefur haft meiri áhuga á að auka skyndilega innflutning erlendr- ar iðnaðarvöru en að tryggja hag sambærilegs iðnaðar í land inu sjálfu. Iðnaðinum var ekki veittur sjálfsagðu.r umþóftunar ’| tími og aðstoð til aukinnar vél- væðingar og framleiðniaukn- ingar til að standast stórharðn- andi samkeppni. Drepinn í burðarlið Að sjálfsögðu má ekki fara fram á það, að vernda iðnað- inn óskorað og um alla fram- tíð með höftum og háum inn- flutningstollum á erlendum iðnaðarvörum, en eigi að síður verður að taka tillit til þeirra aðstæðna, sem hér hafa verið í uppbyggingu iðnaðarins, frann- ig að þess sé gætt, að innlend- ur iðnaður verði ekki ósam- keppnisfær áður en ráðstafanir hafa verið gerðar, er geri hon- um kleift að hann geti lagað sig að breyttum aðstæðum í þeim greinum, sem allt inælir með að geti verið lífvænlegar hér á Iandi í samkeppni við er- Ilendar iðnaðarvörur. Framsóknarmenn hafa á mörgum undanförnum þingum flutt tillögu um að Seðlabank- inn endurkaupi hráefna- og | framleiðsluvíxla iðnaðarins, en H ríkisstjórnin hefur ekki ljáð jí máls á samþykkt hennar. Inn- | flutningsfrelsið verður þó tæp '■ lega þjóðinni að gagni, ef það í leiðir til samdráttar í lífvæn- ?' legum innlcndum iðnaði. Áhrif ; vissra innflytjenda í Sjálfstæð- isflokknum virðast greinilega sterkari en margra iðnrekenda, sem stutt hafa þann flokk og greitt honum skatta. Vissir inn flytjendur ásamt sífelldri áráttu ríkisstjórnarinnar til að reyna að heimfæra efnahags- lögmál auðvalds- og iðnaðarstór- velda upp á okkar sérstaka og sérstæða efnahagskerfi eru hættulegustu meinsemdir ís- lenzks efnahagslífs um þessar mundir. Ríkisstjórn vonleysis Núverandi ríkisstjóm er ríkisstjórn svartsýnar og trú- leysis á íslenzka atvinnuvegi. Þannig hefur ríkisstjómin alltaf verið að reikna út opf halda að þjóðinni, að höfuðnt vinnuvegir okkar séu svo ótraustir, að þeim sé ekki hægt að byggja eðlilegan hagvöxt. Samt leikur liún okkar íslenzka iðnað eins illa og raun ber vitni. Reynslan sannar, að fiski miðin, ræktunarlandið og verk «smiðjukosturinn hefur reynzt okkur vel og þetta hljóta að Iverða meginstoðir undir at- vinnulífinu og þeim efnahags- framfömm, sem keppa ber að. Þetta eru okkar bjargræðisveg- 1 Framhald á bls 14

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.