Tíminn - 24.08.1965, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 24. ágúst 1965
jmmu
5
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristián Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur, Bankastræti 7 Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur,
sfmi 18300. Áskriftargjald kr 90.00 á mán innanlands — í
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f
Utanríkísviðskipti og
innanlandspólitík
ÞRð er lífsnauðsyn íslendingum að eiga sem allra
bezt verzlunarviðskipti við aðrar þjóðir, hvort sem þær
búa í vestri, austri eða suðri, og hvernig, sem stjórnar-
kerfi rí'kjanna er.
Það er því mjög fordæmanlegt, þegar stjórnmála-
flokkar hyggjast notfæra sér ástand utanríkisviðskipta
í flokkspólitísku augnamiði og láta slík sjónarmið ráða
gerðum sínum og skrifum.
Fyrir ári komu íslenzkir kommúnistaleiðtogar úr mik-
illi för austan frá Moskvu og gáfu út tilkynningu um
för sína og viðræður við sovézka leiðtoga. Kváðust þeir
meira að segja hafa rætt um sölu íslenzkra afurða aust-
ur þangað, og myndi vera möguleiki á mjög aukinni sölu
á íslenzkri síld til Rússlands.
Með þessu frömdu kommúnistar í raun og veru tvenns
konar óhæfu. Þeir blönduðu utanríkisviðskiptum í póli-
tískar viðræður við samherja sína eystra og tóku með
því fram fyrir hendur réttra ríkisfulltrúa, sem fara með
utanríkisviðskipti íslendinga, og þeir reyndu síðan að
beita þessu hér heima sem ádeilu á stjórnarvöld og til
framdráttar eigin stefnu í innanlandspólítík.
Á hinn bóginn geta svo Sjálfstæðismenn ekki leynt
því, að þeir vilja draga úr viðskiptum íslendinga við
Rússa og hlakkar mjög í þeim og málgögnum þeirra,
þegar illa gengur með síldarsölu austur og lítið verður
úr geipi kommúnista, eins og bezt sést á Morgunblaðinu
þessa daga. Reyna íhaldsmálgögnin einnig að nota þetta
sér til framdráttar í átökunum um innanlandsmálin.
Þau falla því í svipaða gröf og kommúnistar og misnota
þannig þessi hagsmunamál allrar þjóðarinnar á ósæmi-
legasta hátt. Er þetta því ámælisverðara, sem hér á í
hlut aðalstjórnarflokkurinn, sem ber öðrum fremur á-
byrgð á utanríkisviðskiptunum um þessar mundir.
Það er eðlileg krafa allrar þjóðarinnar, að stjórnmála-
flokkarnir í landinu noti ekki utanríkisviðskipti hennar
sem þrætuepli í innanlandspólitík. Liggur í augum uppi,
að slík vinnubrögð geta mjög spillt hagsmunum þjóðar-
innar. Verður því að krefjast þess, að íhald og kommún-
istar hætti þessum hráskinnsleik.
Sjálfsgagnrýni
Morgunblaðið hefur látið sér tíðrætt um það með
miklum hneykslunartón, að Eysteinn Jónsson og Þór-
arinn Þórarinsson skuli þiggja opinber boð um að heim-
sækja ríki austan tjalds. S.l. fimmtudag sagði Mbl. í
forystugrein:
„Það má með sanni segja, að Framsóknarforingjarn-
ir sýna mikla virðingu eða hitt þó heldur við málstað
kúgaðs fólks, sem býr í þessum tveim auðsveipustu
leppríkjum kommúnista."
í Reykjavíkurbréfi Mbl. á sunnudaginn stýrir for-
sætisráðherrann hins vegar penna sínum á þessa leið:
„Ekki er heldur ástæða til að amast við því þó Eysteinn
Jónsson hafi þegið boð til að ferðast um land austan
járntjalds. Slík boð eru nú alltíð og hafa menn 1 öllum
flokkum og öllum löndum þegið þau.“
Er sýnilegt, að hér er foringinn að reyna að bæta
fyrir glappaskot vikapilta, og einnig hitt, að nokkuð
kunna þeir til sjálfsgagnrýni í Sjálfstæðisflokknum.
Kommúnistaríkin reyna að
breyta efnahagsmálastefnu
Líkja œ meira eftir aðferðum Vestur-Evrópu-
ríkja. — Pólverjar veita samtökum verksmiðja
meiri ákvörðunarrétt.
í ÖLLUM Evrópuríkjum
kommúnísta er verið að gera
ákveðna tilraun. Verið er að
reyna að komast að raun um,
hvort unnt sé að tileinka sér
ofurlítið af auðvaldsskipulag-
inu. Austur-Evrópu ríkin eru
hvert af öðru — ásamt Rúss
um — að hverfa frá þeim góða
gamla tíma, þegar keppzt var
við að framleiða sem allra
mest magn af tiltölulega ein-
földu vörum, en ekkert horft
í smámuni eins og vörugæði
og framleiðsluverð-
Nú er aftur á móti farið að
reyna að gera neytandann á-
nægðan, en það þýðir, að gefa
verður neytandanum kost á
fjöibreyttara úrvali en áður og
betri vörum. Fyrrum dugði
vel áætlunarbúskapur eftir
sovézkri fyrirmynd, — þar sem
öll yfirstjórn heildarkerfisins
var á einni hendi eins og Rúss
ar byrjuðu með og flest Aust-
ur-Evrópu ríki tóku upp eftir
þeim, með ofurlitlum afbrigð
um eftir staðháttum. — Nú
fullnægir þetta kerfi ekki fram
ar kröfum tímans.
Af þessu leiðir margs konar
daður við ýmsar aðferðir auð-
valdsstefnunnar, verðmyndun-
arkerfið, arð sem prófstein á
afköstin, eða ýmislegt, sem
umibótamenn kommúnista
nefna ,,lögmálsatriði markaðar
ins“. Júgóslavía hefir haft for
ustu í þessum tilraunum. Pól
verjar eru nú fyrst að dífa
tánni með varúð í þessi fram
andi vötn. f köflunum tveimur
hér á eftir er sagt frá því, sem
þeir hafast að.
ÞRJÚ atriði skera einkum
úr um, hve langt þjóð er á
veg komin að tileinka sér
„lögmálsatriði markaðarins".
Fyrsta atriðið er, hve verði er
leyft að hvarfla mikið eftir
framboði og eftirspurn. Gamla
kerfið, þar sem skipuleggjend
urnir að ofan sögðu forstöðu
mönnum verksmiðja, hvaða
verðs þeir ættu að krefjast
fyrir framleiðsluna, var eins
konar lyfseðill að sóun. Illa
gerð útvarpstæki, boðin á sama
verði og vel gerð tæki, ryk-
féllu eðlilega óslend í hillum
verzlananna. En verksmiðjan,
sem framleiddi góðu tækin,
hafði enga sérstaka ástæðu til
að auka framleiðslu sína.
Tékkar áforma að láta verð
margra neyzluvara hækka og
lækka að vissu marki sam-
kvæmt eftirspurninni. Rússar
eru að gera sérstaka tilraun
með 400 vefnaðarvöru- og skó-
verksmiðjur og segja, að verðið
eigi að ákveða með samkomu-
lagi verksmiðjanna og verzlan-
anna. Þetta er mjög mikilvægt
skref- Ef forstöðumenn verzl
ananna tileinka sér auda hins
nýja kerfis verða það neytend
urnir en ekkí skipuleggjendurn
ir, sem að síðustu ákveða verð
ið.
ANNAÐ atriði, sem úr sker,
er að hve miklu leyti hag-
kvæmum verksmiðjum, sem
framleiða vörur, sem fólk
gimist, leyfist að njóta ávaxt
anna af góðum rekstri. Ef góð
ur rekstur og góð framleíðsla
breytir engu um arðinn hætta
stjórnendumir sennilega að
reyna að bæta árangurinn.
Tékkar koma næst á eftir
Júgóslövum að viðburðasemi
í breyttum háttum. Þeir hafa
stungið upp á einni leíð, en
hún er að leyfa stjórnendum
fyrirtækja, sem vel gefast, að
verja nokkrum hluta arðsins
til minni háttar fjárfestingar,
sem enn eigi að bæta árangur
inn. Þeim leyfist einnig að
greiða starfsmönnum nokkra
aukaþóknun.
Einn alvarlegur galli fylgir
þessari aðferð. Sé þeim góðu
leyft að verða enn betri og
undirbjóða keppinautana, hvað
verður þá um vesalings verð-
háu verksmiðjurnar, sem halda
áfram að framleíða hluti, sem
enginn vill. Auðvaldsskipulag
ið á einfalit en að vísu nokkuð
harkalegt svar við Þessari
spumingu, en kommúnistar
era enn að brjóta heilann og
þrefa við sína félagslegu sam
vizku-
FYRRI GREIN
ÞRIÐJA atriðið er mikilvæg
ast, en heita má að enginn
hafi enn tekið það föstum
tökum í heimi kommúnistanna:
Hvað á að opna mikið fyrir
innflutning vestrænna vara, tíl
þess að örva framleiðslubæturn
ar? Séu innlendir framleiðend
ur ekki knúðir til að bera sinn
árangur saman við það, sem
gerist á Vesturlöndum, er hætt
við að gæðin aukist hægt, nýj
ar aðferðir og gerðir ryðji sér
til rúms og áframhald verði á
sóun efnis 'og vinnu.
En hindrunarlaus samkeppni
við Vesturlandabúa veldur að
sjálfsögðu vanda, sem er mjög
erfiður viðfangs. Eígi sam-
keppnin að geta notið sín
verður að viðhafa verðskrán
ingu, sem ekki brjáli verð
samanburðinn við erlenda fram
leiðslu. Þetta táknar, að verðið
innanlands, — þar á meðal
verðundirstaða efna eins og
kola, rafmagns og stáls, —
verður að nálgast það, sem
markaðurinn myndar sjálfur.
Þessu fer víðsfjarri í flestum
löndum Austur-Evrópu.
Umbótasinnar í flestum ríkj
um kommúnista játa þennan
veikleika, en engir hafa hert
upp hugann og reynt að takast
á við vandann nema Júgóslav-
ar. Enn er sem sagt óséð,
hve langt er unnt að ganga
í því að lúta „lögmálsatríðum
markaðarins“, án þess að
því leiði „einkaeign" sem eng
inn marxisti getur að
sjálfsögðu fellt sig við.
HVERNIG á að fara að því
að njóta kostanna við allsherj-
ar yfirstj. áætlananna að ofan
og losn-a um leið við sóunin-a,
sem leitt getur af þeirri aðferð,
þegar ógæti-lega er farið? Þetta
var meginefni miki-lla rök-
ræðna í miðstjórn pólska komm
únistaflokksins á fundi, sem
haldinn var í Varsjá og hófst
27. júlí. Fundinn sátu einnig
stjórnendur ýmissa iðnfyrir-
tækja.
Sýnilegt er, að Pólverja-r hafa
alls ekki í hyggju að hverfa frá
einni al-lsherjar yfirstjórn og
áætlun-argerð. Formaður áætl-
un-amefnd-ar rí-kisins, Jedry-
chowski, va-r ei-nn af aðalræðu-
mönnu'num á miðstjórn-arfund-
inum í Varsjá. Hann setti fram
þá skoðun, að al-lsherjar áætlun
væri eitt „undirstöðuatriði yf-
irburða sósía-ls-ka hagkerfisins".
En-gin þeirra aðgerð-a, sem
ræddar voru á fundinu-m, ógnar
svo að um muni allsherjar valdi
áætlendan-na á gerð framleiðsl-
unna-r, magni og dreifin-gu fjár
festin-gar eða verðmynduninni
í heild.
ÞRÁTT fyrir þetta eru ýms-
ar breytingar fyrirhugaðar.
Pólverjum er Ijóst, að nákvæm
framleiðs-lu-markmið allsherjar-
áætlunar stuðla að sóun. Ein af
aðferðum þeirra til að gera
áætlunargerðina sveigjanle-gri
er að auka vald „samtaka“ allra
fyrirtækja, sem framleiða sams
konar vörur. Ráðuneyti og aðr
ir yfirstjórnaraðilar eiga að
snúa sér í auikn-um mæli að áætl
unargerð til 1-an-gs tíma, rann-
sóknum og yfirumsjðt), en láta
samtö-k fyrirtækjanna‘ að inestu
um hin daglegu verkefni og
skam-mtíma ákvarðanir.
Hlu-taðeigandi ráðherra í
Varsjá ti-lnefnir formann sér-
hverra samtaka, en hann stað-
festir aftur á móti val þeirra
manna, sem gerðir eru að stjórn
end-um einstakra fyrirtækja í
saimtökunum. Formaður sam-
takann-a á nú að fá tillögu- og
ákvörðunarrétt um ýmis mál
eins og dreifin-gu undirstöðu-
hráefna, ákvörðun þóknun-ar og
skiptingu ágóða.
Hver einstaikur verksmiðju-
stjómandi á einnig að fá laus-
ari tauma en áður. Hann á að
geta ■ ákveðið, innan vissra
marka, hvað verksmiðja hans
fra-mleiðir til að fullnægja eft-
irspurn kaupend-anna og a-uka
hagnaðinn. Hann á einnig að
geta haldið eftir h-luta ágóð-
ans sem umbun fyrir góða
stjórn o-g vinn-u.
FRELSI stjómendanna verð-
ur þó ta-kmarfcað á ýmsan hátt.
Pólverjar hafna sém fyrr
þeini kenningu sumra rúss-
neskra ha-gfræðinga, að hagnað
urinn eigi að vera eini mæli-
kvarðinn á reksturinn. Flestir
pólskir verksmiðjustj órar verða
háðir ákvörðunum að ofan um
takmörkun vinn-uafls og upp-
hæð laun-a, sem þeir mega
greiða. Útflutningsfyrirtæ-kin
eru ein-a undante-kningin frá
þessu.
Mælikvarðinn á reksturinn
verður einnig mismunandi fyr-
ir hin-ar ýmsu fra-mleiðslu-grein
ar. Við kolanám er til dæmis
unnt að mæla af-köstin eftir
smálestatölu, sem skilað er á
da-g. f vélsmíði er torveld-ara
og flóknara að mæla afköstin.
Verið er að gera tilraunir með
ýmsa flókna og margbreytta
mæli-kvarða, sem byggjast m. a.
á „vinnuaflsnotkun", og beita á
mismunandi vöxtum til þess að
hraða fjárfestin-gu.