Morgunblaðið - 09.02.1984, Page 13

Morgunblaðið - 09.02.1984, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984 13 Putte Pan á heimleið eftir kyrrsetninguna: Danska útgerðin setti tryggingu — fyrir skuldum íslenska útgerðarfélagsins DANSKA sanddæluskipið Putte Pan frá Fredrikssund, sem verið hefur kyrrsett í Hafnarfjarðarhöfn síðan 27. janúar, heldur væntanlega heim á leið í dag eða á morgun með danskri áhöfn. Kyrrsetningarbeiðni Sjó- mannasambands íslands, fyrir hönd tíu íslenskra fyrrverandi skipverja, var afturkölluð í gær þegar útgerð skipsins í Danmörku hafði sett fram 1,2 milljón króna tryggingu, að sögn Más Péturssonar, héraðsdómara í Hafnarfírði. Skipið hafði verið í leigu hjá fyrirtækinu Djúpverk hf. síðan 12. mars 1982 og notað á nokkrum stöð- um um landið. Leigusamningurinn er nú útrunninn. Skipverjarnir tíu höfðu ekki fengið gert upp hjá út- gerðinni hérlendis, Djúpverki hf., og höfðuðu allir mál gegn fyrirtæk- inu fyrir bæjarþingi Reykjavíkur í lok október sl. Nema launakröfur þeirra samtals 943.513 krónum auk vaxta og kostnaðar. Það var hins vegar danska út- gerðin, sem varð að leggja fram trygginguna gegn því að kyrrsetn- ingarbeiðnin væri dregin til baka, því sjóveðréttur fylgir ráðningu á skip hvort sem eigandi rekur það eða annar. Mismuninum milli höf- uðstóls krafanna og tryggingar- upphæðarinnar, kr. 1,2 millj., er ætlað að borga vexti og málskostn- að. I bæjarþingsmálinu er auk launakrafanna krafist staðfest- ingar á lögmæti kyrrsetningarinn- ar, að sögn Más Péturssonar. Þormóður rammi í bankaviðskiptum aftur: Rekstur fyrirtæk- isins á réttri leið „ÞAÐ ER búið að leysa mestu flækj- una, semja við helstu lánardrottna, svo nú má segja að rekstur fyrirtæk- isins sé á réttri leið,“ sagði Héðinn Eyjólfsson, deildarstjóri í fjárlaga- og hagsýslustofnun og stjórnarfor- maður Þormóðs ramma hf. á Siglu- firði, í samtali við blaðamann Mbl. Að ákvörðun fjármálaráðuneyt- isins, sem fer með um 70% hluta- fjár í Þormóði ramma hf. fyrir hönd ríkisins, var fyrirtækinu sett ný stjórn 25. nóvember sl. Þá var staða þess slæm, t.d. hafði það ekki haft regluleg bankaviðskipti um margra mánaða skeið. „Nú hefur verið samið við Útvegsbank- ann á Siglufirði um eðlileg banka- viðskipti frá 1. febrúar," sagði Héðinn Eyjólfsson. „Það þýðir að öll afurðalán fara í gegnum bank- ann framvegis en síðan í haust hefur fyrirtækið þurft að fá þau afgreidd í gegnum þrjár banka- stofnanir. Allt verður miklu við- ráðanlegra á þennan hátt enda koma peningar nú inní fyrirtæk- ið.“ Ekkert hefur verið unnið í frystihúsi Þormóðs ramma að undanförnu. Togarinn Sigluvík hefur verið á sjó og Stálvíkin í slipp á Akureyri. Vonir stóðu til að hún kæmist á sjó um miðja þessa viku og þá ætti vinna að geta hafist fljótlega. „Það hefur verið meira og minna samfelld vinna í frystihúsinu í allan vetur," sagði Héðinn Eyjólfsson, „og þar sem búið er að leysa úr flækjunni eru horfurnar nokkru bjartari en áður.“ > \ * \ • : r » * ... »t fr-n.li. • **•* *»•*- >*•* 5 . * ^ yimitfHhiMi jfilliriii > mii ~i - II * ^ m ••*'•. — v*'i * .»..■■ *•«* . , ■ *** vS-* . A.. * ■ jSJ' » ■ ' ■ .V *.«**»* *• -v ' ***• • • • - •» ' —TTT liilPTWr ....... . • . .»•: fr. Vísindamenn við athuganir á hitastigí og efnasamsetningu vatns í Hliðslaug í Helguvík á Álftanesi. Þegar þeir komu í land tóku á móti þeim lögregla og hjálparsveitarmenn, sem höfðu fengið ábendingu um að menn væru í hættu á skerinu. — Morgunblaðið/Óurur K. Magnússon. Jarðhitamælingar í Helguvík á Álftanesi: 100 gráða heitt vatn um 200 metra frá landi? „VIÐ mældum þarna 67° hita en trúlega er meiri hiti fyrir hendi,“ sagði Jón Benjamínsson, jarðfræð- ingur hjá Orkustofnun, sem nýlega tók þátt í mælingum á heitu vatni í svokallaöri Hliðslaug, um 200 metra frá fjöruborðinu í Helguvík á sunnanverðu Álftanesi. Þar er jarðhitastaður, sem lengi hefur verið þekktur. Hefur jafnvel verið talið að þar kæmi upp úr sjávarbotninum um 100° heitt vatn en hjá Orkustofnun hefur fundist gömul hitamæling, trúlega frá 1923 að sögn Jóns Benjamínssonar, sem benti til 24° hita á vatni. „Því miður voru skilyrði til mælinga ekki nægilega hagstæð þennan dag,“ sagði Jón í samtali við blaðamann Mbl. „Til þess var öldugangur of mikill og auk þess hefur skerið annaðhvort sigið eða brotnað af því. Við hyggj- umst gera aðra tilraun um eða upp úr miðjum mars, þá á sjór að standa allt að hálfum metra lægra en hann gerði þegar mæl- ingin átti að fara fram.“ Jón sagði að ætlunin væri að taka vatns- og gassýni á staðn- um, kanna efnasamsetningu heita vatnsins, sem kæmi þarna upp úr sjónum. Um nýtingu sagði hann allt óvíst, Hitaveita Reykjavíkur ætti vinnsluréttinn. Þó væri víst, að ýmsir hefðu áhuga á heitu vatni á Álftanesi, ekki síst með tilliti til mögulegs fiskeldis. „Það er verið að vinna að svokallaðri jarðhitaskrá um allt land og m.a. vegna hennar á að gera þessar athuganir í Helguvík," sagði hann. Atvinna stopul á Bíldudal Bíldudal, 7. febrúar. ATVINNA hefur verið heldur stopul frá áramótum. Kækjuveiðar hófust 5. janúar og stunda níu bátar þær veið- ar á vertíðinni. Afli hefur verið treg- ur en rækjan góð til vinnslu. Hjá Fiskvinnslunni hefur verið lítil vinna vegna hráefnisskorts. Mb. Jón Þórðarson frá Patreks- firði hefur landað hér ca. 50 tonn- um af fiski en hann stundar nú línuveiðar og er á útilegu. Auk þess var í janúar flutt af afla sama skips lítilsháttar frá Patreksfirði. Einnig hefur verið fluttur hingað fiskur frá Tálknafirði og Patreks- firði þegar hægt hefur verið að fá fisk. Menn bíða nú og vona að eitt- hvað rætist úr með útgerð togar- ans Sölva Bjarnasonar, sem hér hefur landað undanfarið. Sunnudaginn 5. febrúar bauð Lionsklúbburinn og kvenfélagið öldruðum íbúum staðarins til þorrablóts I félagsheimilinu. Þar var etinn þorramatur og notið skemmtiatriða, sem áður höfðu verið flutt á hinu almenna þorra- blóti, sem haldið var laugardaginn 28. janúar. í morgun heyrði ég í útvarpi fréttir af Flateyri um orkureikn- inga frá Orkubúi Vestfjarða. Sú stofnun er nú á leið með að gera fjölda heimila á Vestfjörðum gjaldþrota, þar sem meðalreikn- ingar yfir mánuðinn eru frá 6.000- 10.000 krónum. Ég vildi beina þeirri fyrirspurn til okkar annars ágæta orkumálaráðherra hvort ekki sé tími til kominn að hann láti til sín taka í þessu máli og hvort ekki sé tímabært að gera út- tekt á rekstri fyrirtækisins ef eitthvað mætti spara. — Páll I Varnarliðsframkvæmdir: Útboð gætu valdið uppsögnum Vogum, 3. febrúar. UNDANFARNA mánuði hefur farið fram mikil umræða í þjóðfélaginu um að framkvæmdir myndu stórauk ast á Keflavíkurflugvelli fyrir varn- arliðið. Vegna þess hefur borið á stórauknum áhuga verktakafyrir- tækja á að taka að sér framkvæmdir á svæðinu, og nokkuð hefur borið á því að fólk leiti fyrir sér með atvinnu á Keflavíkurflugvelli, frá fjarlægum landshlutum. í samtali við Árna Stefánsson formann Múrarafélags Suðurnesja og Karl Georg Magnússon for- mann Iðnsveinafélags Suðurnesja vöruðu þeir mjög við þeim mál- flutningi að mikil aukning sé í vændum í framkvæmdum fyrir varnarliðið, sem síðan hefur haft þá afleiðingu að borið hefur á að fólk frá fjarlægum landshlutum sækir til Suðurnesja í atvinnuleit. Veldur það auknum áhyggjum og varhugavert ef kæmi til svipaðs ástands og varð á áratugnum eftir 1950, enda ekki um neina langtíma uppbyggingu að ræða, heldur ástand sem mun hjaðna. Þeim verkefnum sem unnið er að og eru framundan verður dreift á mörg ár og fyrstu áfangar kalla ekki á mik- ið vinnuafl, þar sem mestmegnis er um að ræða vinnu þungavinnuvéla. Þá sögðu þeir Árni og Karl að ekki væri fyrirsjáanlegt að verk- efni aukist á næstunni. Starfs- mannafjöldi hjá t.d. íslenskum að- alverktökum var 1. desember sl. 550 en fyrir fáum árum fór fjöldi starfsmanna yfir eitt þúsund. Töldu þeir varhugavert eins og ástatt sé í atvinnumálum Suður- nesja að verkefnum á Keflavíkur- flugvelli yrði dreift á marga verk- taka, sem ef til vill kæmu frá öðr- um landshluta með eigin tækja- kost og eigið vinnuafl, enda erfitt að standa í vegi fyrir því. Ef verk- efni væru almennt boðin út, yrði að segja upp núverandi starfsfólki, en viðkomandi fyrirtæki kæmi með eigið vinnuafl og þeir sem hafa tal- ið sig hafa trygga atvinnu eiga það á hættu að fara á atvinnuleys- Karl G. Magnússon formaður Iðnsveinafélags Suðurnesja (til hægri) og Árni Stefánsson formaður Múrarafélags Suðurnesja. isskrá. Þá skapaðist mikið óöryggi frá því sem er, ef fyrirtæki kæmu í skamman tíma og starfsfólk væri sífellt á ferðinni á milli verktaka. Verktakastarfsemi á Keflavíkur- flugvelli er aðallega þannig háttað að tvö fyrirtæki, Islenskir aðal- verktakar og Keflavíkurverktakar, vinna fyrir varnarliðið. íslenskir aðalverktakar annast nýfram- kvæmdir, en Keflavíkurverktakar annast viðhaldsvinnu. Fyrirtækin standa í skilum við verkalýðsfélög og starfsfólk, og standa við gerða samninga. Hjá fyrirtækjunum hef- ur á undanförnum þremur árum verið gert stórátak í endurbótum á aðbúnaði starfsfólks. Á tímum þegar lítið er um framkvæmdir er reynt að komast hjá uppsögnum með því að fá mönnum viðhalds- verkefni sem margir reyna að komast hjá að framkvæma. Þannig er oft haldið meiri mannafla en þörf er á hverju sinni. Árni Stefánsson og Karl G. Magnússon sögðu að það væri full ástæða til að óttast óöryggi á vinnumarkaði á Suðurnesjum kæmi til þess að framkvæmdir fyrir varnarliðið yrðu almennt boðnar út. Kæmi til undirboða verktaka bitnaði það helst á verka- fólki, sem hefur búið við trygga at- vinnu og ágætan aðbúnað á vinnu- stað. E.G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.