Morgunblaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984 25 Mor{ninbladid/Rax verða þessu Bogi Sigurðsson í FES: Ein kerling kvartaði 74. Helgi Gunnarsson háseti á Hugin: Allt gengið upp hjá okkur. mesti vandinn við veiðarnar væri að vita hvar ætti að kasta, alls staðar væri jafn mikið af loðnu. Það var endalaus sunnudagur hjá múkkanum, sem át grimmt úr nót- inni hjá Víkingi AK. Aldrei höfðum við séð svo marga máva í einu geri. Það var heldur ekki beinlínis mánu- dagur hjá höfrungavöðunni, sem lék sér skammt undan, nóg að éta og ekkert að veðri. Þetta var falleg sjón, blessuð blíðan og fjöllin allt í kring, landið raunar eins og sak- leysisleg fermingarstúlka í hvíta kyrtlinum. En í höfninni í Vestmannaeyjum var ekki sunnudagur og verður varla að gagni fyrr en loðnuvertíð- inni er lokið. Þar biðu bátar eftir löndun „og það liggur ekki svo mikið á,“ sagði Magnús Guðmundsson, 2. stýrimaður á Heimaey VE, sem við hittum í hópi skipverja um borð. „Flestir eru heima hjá sér eða eitthvað að flækjast í bænum enda lítið að gera um borð á meðan beðið er eftir löndun," sagði Maenús. Fyrsti stýrimaður, Elías Jensson, Þorkell Guðgeirsson, 2. vélstjóri, og Óttar Egilsson, háseti, tveir þeir síðarnefndu glaðlegir Árnesingar, tóku allir undir með Magnúsi. Heimaeyin kom úr róðri í gærmorg- un með fullfermi, alltaf ein 500 tonn, sögðu þeir, sólarhring eftir að lagt var út. „Við vorum tólf tíma að fylla útaf Alviðrunni," sögðu þeir. „Við erum búnir að fara í þrjá túra og erum komnir með um fjórtán hundruð tonn af þeim 6.600 sem við megum taka núna. Fyrsta kastið fengum við í austurkantinum á Mýragrunninu, svo hefur hún verið að færa sig vestur eftir. Ætli við tökum hana ekki í hafnarkjaftinum í næsta túr.“ Það yrði þá enn styttra að fara með loðnu til Boga Sigurðssonar, verkstjóra í FES. Hann var sæll og glaður, enda með allar þrær fullar en þótti „verst að bátarnir geti ekki losað sig jafnóðum". En hann fékkst ekki til að ljóstra upp hvenær hann tæki á móti meiri loðnu. „Það er mál loðnunefndar. Ég tilkynni þeim á morgnana hvenær ég á von á að þróarrými losni og svo gefa þeir út til bátanna hvar þeir komist í lönd- un. Annað væri ekkert vit, þeir gætu þá bara legið við hafnarkjaft- inn og smyglað sér inn,“ sagði Bogi. Ein kerling kvartaði 74 Hjá FES eru í þessari lotu 26 verkamenn, þar af þrjár konur, „sem standa sig bara andskoti vel, stelpurnar. Þetta er eina bræðslan á landinu þar sem ríkir jafnrétti kynjanna," sagði Bogi og blikkaði stúlku á lyftara. Bogi Sigurðsson og hans menn byrjuðu að bræða á sunnudaginn. „Það hefði eiginlega átt að vera í dag,“ sagði hann. „Það var full- snemmt að byrja þá, hráefnið þarf að fá að brjóta sig svolítið. Það má náttúrlega ekki verða of mikið, því þá versnar lýsið og próteinið dettur niður.“ — Brjóta sig? Meinarðu rotna? „Ja, allt að því. En það eru sett rotvarnarefni í hráefnið um leið og það kemur um borð og svo aðeins hérna líka.“ — Hamingjan góða. Það fer lík- lega að lykta hressilega ef það fær að „brjóta sig“ ... „Huh! Þetta er ágæt lykt,“ sagði Bogi sposkur. „Við vitum að við lif- um á fiski og skömmumst okkar ekkert fyrir það hér í Eyjum. Sjáið nú hvernig þetta er á öðrum stöð- um, til dæmis í Keflavík. Þar kvart- ar fólkið svo mikið yfir lyktinni að það verður að loka verksmiðjunum. Hér kvartar fólk ekki — og þó, ég man eftir að það kvartaði einn kell- ing yfir lyktinni 74 og svo kvartaði önnur í haust. Ein kvörtun á tíu ára fresti! Það sannar að Eyjamenn vita hvað borgar í þá matinn." Fjóra tíma að fylla Skipverjar á loðnubátunum vita líka að loðnan borgar launin þeirra þessa dagana. „Ætli vikan sé ekki búin að gera 40 eða 50 þúsund, án þess að ég viti það fyrir víst,“ sagði Helgi Gunnarsson, háseti á Hugin VE. Hann var einn um borð enda aðrir skipverjar heimamenn; Helgi er Vestmanneyingur fluttur í Land- eyjarnar. „Já, ykkur finnst það gott kaup?“ bætti hann við þegar hann sá að komumenn stungu saman nefjum. „Þá megið þið ekki gleyma því, að við höfum verið meira og minna kauplausir síðan um miðjan desember, ekki einu sinni haft trygginguna.“ Hrginn fór á loðnumiðin klukkan átta á þriðjudagskvöldið og var kominn aftur inn um hádegi í gær, miðvikudag. „Við vorum ekki nema fjóra tíma að fylla okkur út af Al- viðrunni, enda fengum við slatta úr ísleifi, sem gat ekki tekið allt sem hann var með í nótinni," sagði Helgi. „Þetta hefur allt verið svona hjá okkur — allt hefur gengið upp. Við höfum verið heppnir, fórum út á réttum tíma, veiðarfærin góð og áhöfnin góð.“ Svo ríkir í Nor- egi og Kanada ... Frystihúsin bíða tilbúin eftir að geta farið að frysta loðnu og verið er að gera hrognaskiljurnar klárar í bræðslunum svo hægt sé að verka og frysta loðnuhrogn á japönsk veisluborð. Ef Japaninn vill kaupa, það er að segja. „Rétt er það, að ætlunin er að selja á Japansmark- að,“ sagði Bogi í FES, „en það munu vera eitthvað slæmar horfur með söluna. Norðmenn og Kanadamenn sjá um það, enda eru þeir svo ríkir að þeir þurfa ekki að reka sjávar- útveg eins og við gerum hér. Það skilja ekki allir íslendingar að þetta er það, sem við lifum á.“ Engu að síður er ætlunin að byrja að frysta hrygnuna eftir hálfan mánuð eða þrjár vikur. Jafnvel um eða eftir komandi helgi. „Magnið fer eftir því hvað frystihúsin eru dugleg að frysta fyrir okkur,“ sagði Baldur í FÍVe. „Það gætu orðið tvö þúsund tonn eða svo af frystri loðnu, hrognaframleiðslan verður miklu minni." Á að giska 75 tonn af hrognum í hverju frystihúsi, hélt Ingi Júlíus- son, verkstjóri í Vinnslustöðinni, sem var að gera klárt fyrir hrygnu- frystinguna með sínu fólki. „Það er óverulegt magn, nánast það sama og fryst var á dag þegar ævintýrið stóð sem hæst. Annars er eiginlega ekkert hægt að segja um þetta enn- þá,“ sagði hann, „því reglurnar eru ekki komnar frá Sölumiðstöðinni. Þeir gefa upp ákveðna hrognafyll- ingu og stykkjafjölda í kílói og auk þess hlutfall hrygna í magninu. Það er auðvitað stílað á að hafa sem mest af hrygnu, 90—100 prósent." Allt í gleðskap í besta bæ landsins Hængurinn þekkist auðveldlega frá hrygnunni. Hann er þykkari og kemst ekki niður um ristarnar í skiljuvélunum. „Svo er handtínt ef með þarf — ætli við reynum ekki að vinna þetta hægar og vandlegar en þegar mest gekk á hér um árin, við verðum lengur en daginn að klára okkar 75 tonn. í pökkuninni sjálfri verða um fimmtán manns, svo safn- ast alltaf í kringum þetta véla- og tækjamenn, verkstjórar og fleira fólk, þannig að ég ímynda mér að það gætu orðið 30—40 manns við frystinguna allt í allt,“ sagði Ingi. Hann tók undir það með öðrum eyjaskeggjum, sem Morgunblaðs- menn hittu að máli í gær, að mann- líf þar er með allt öðrum og léttari brag en var fyrir fáum dögum eða vikum. „Þegar loðnan kemur fer allt í gang hér og hvað rekur annað," sagði Ingi. „Rafvirkjar, járniðnað- armenn og fleiri hafa skyndilega meira en nóg að gera, verslunin tek- ur kipp og allt iðar af lífi. En eins og stendur er mesta lífið hérna hinum megin við götuna, í bræðslunni." „Ég skal bara segja þér það, góði maður," sagði Baldur verkstjóri þar, „að hér í bæ er allt í gleðskap þegar svona stendur á. Það er allt annar bragur á bænum — ekki þar fyrir, að þetta er náttúrlega besti bær á íslandi." — En dregur ekki úr gleðskapn- um þegar söluhorfur eru svona óljósar? „Söluhorfur? Ha ha. Nei, það koma sko alltaf peningar út úr þessu.“ — ÓV. „Stórkost- legur dagur“ sagði Jóhann Hjartarson JÓHANN Hjartarson fékk veglegar afmælisgjafir á 21. árs afmæli sínu í gær. Hann varð alþjóðlegur skák- meistari, tók forustu á skákmóti Búnaðarbankans með því að leggja tvo alþjóðlega meistara að velli, þá de Firmian og Jón L. Árnason, og á góða möguleika á að ná stórmeist- araárangri á mótinu. „Já, þetta hef- ur verið stórkostlegur dagur. í raun hefur árangur minn á mótinu farið fram úr mínum björtustu vonum og komið mér verulega á óvart,“ sagði Jóhann Hjartarson í samtali við blm. Mbl. í gærkvöldi eftir að hafa unnið biðskákir sínar við Jón L. og de Firmian. Islendingar í fjórum efstu sætunum Biðskákir í mótinu voru tefldar í gærkvöldi á Hótel Hofi og fs- lendingar raða sér nú í fjögur efstu sætin. Jóhann Hjartarson hefur tekið forustu á mótinu með 6'Á vinning, Helgi Ólafsson er í öðru sæti með 5‘/fe og vænlega bið- skák gegn bandaríska stór- meistaranum Shamkovic, og Guð- mundur Sigurjónsson og Margeir Pétursson eru í 3—4. sæti með 5'A vinning. Það sýnir styrkleika ís- lenzkra skákmanna, að enginn efstu manna hefur tapað skák fyrir útlendingi — Jóhann, Helgi og Margeir eru taplausir og Guð- mundur Sigurjónsson hefur aðeins beðið lægri hlut fyrir Jóhanni Hjartarsyni. Úrslit biðskáka í gærkvöldi urðu: Guðmundur Sigurjónsson — Jón Kristinsson 1—0 Jón Kristinsson — Lev Alburt 'k-'k Helgi Ólafsson — Pia Cramling 1-0 Jóhann Hjartarson — de Firmi- an 1—0 Margeir Pétursson — Lev Al- burt 'k — 'k Pia Cramling — Lev Alburt 1-0 Sævar Bjarnason — Shamkovic 0-1. Helgi ólafsson og Shamkovic tóku til við biðskák sína seint í gærkvöldi og var búist við að hún stæði fram á nótt. ENDATAFLIÐ í skák þeirra Helga Ólafssonar og Piu Cramling bjó yfir meiri hættum fyrir Piu en nokkurn hefði órað fyrir. í biðskákinni sem tefld var í gær, þjarmaði Helgi jafnt og þétt að sænsku stúlkunni og að lokum varð hún að gefast upp í 75. leik. Skákin tefldist á þessa leið eftir bið: Svart: Pia Cramling Hvítt: Helgi Ölafsson 41. - Kf7 Biðleikur Piu. 41. — Rc2-, 42. Kdl — Rxa3? gekk auðvitað ekki vegna 43. Rxa3 — Hxa3, 44. Hb7 og hvítur vinnur mann. 42. Kdl - Ke6, 43. Kcl - f5?! Pia leitar eftir mótspili, en með þessum leik veikir hún peðið á e5. Þetta veldur henni vandræðum í framhaldinu. 44. Be3 — h5, 45. Kb2 — Bd8, 46. Kc3 — Bc7, 47. Kd3 — Kf6, 48. Hb2 — Ke6 Pia finnur enga leið til að bæta stöðuna, og því grípur Helgi tæki- En gefum manni mótsins — Jó- hanni Hjartarsyni orðið á ný: „Biðskákirnar við Jón L. og de Firmian voru mjög erfiðar. Þetta voru langar skákir; og þó ég hefði betra, þá var sigur engan veginn vís. Ég var raunar dauðhræddur um að klúðra unnum stöðum. Ég hef æft mjög vel að undanförnu og teflt mikið. Tefldi í Gausdal í Nor- egi þar sem mér tókst að verða í éfsta sæti ásamt Margeiri Pét- urssyni og í öðru sæti í Hamar.“ — Nú átt þú möguleika á að ná áfanga að stórmeistaratitli. „Já, en ég hugsa ekkert um stórmeistaraárangur. Alþjóðlegu meistararnir okkar hafa brennt sig illa á að teygja sig eftir áfanga — og fyrir vikið misst af af lest- inni. Ég tel ekki vinninga fyrr en þeir eru í höfn.“ Jóhann mætir Helga í dag — Nú mætir þú Helga ólafs- syni í dag og báðir eygið þið mögu- leika á stórmeistaraáfanga. „Já, það verður erfið skák. Það er aldrei hægt að spá neinu fyrir- fram — í skák er ekkert öruggt. Fyrirfram sætti ég mig vel við jafntefli gegn de Firmian, en skákin þróaðist þannig að ég náði undirtökunum og mér tókst að vinna. Ég er ekki frá því, að það sé besta skák mín á mótinu til þessa," sagði Jóhann Hjartarson. færið og kemur riddurum sínum vel fyrir. 49. Rbl! — Ba5, 50. Bd2 — Bxd2, 51. Rbxd2 — Ke7, 52. Rbl! — fxe4, 53. fxe4 — Ke6, 54. Rc3 — Ha8, 55. Hb7 — Hb8, 56. Hxb8 — Rxb8, 57. Re3 — Kd6, 58. Re4- — Ke6, 59. Ra5 — Rd7? Slíkar stöður með fjórum ridd- urum eru mjög erfiðar viðfangs og hér missir Pia þráðinn og leyfir Helga að loka kóng sinn úti frá drottningarvængnum. Nauðsyn- legt var 59. — Kd6. • b e d • f 9 h 60. Rb7! — g5, 61. a4 — g4, 62. a5 — Rb8 Þar með gefur Pia peð og eftir þetta getur hún aðeins vonast eft- ir því að fá að fórna riddurum sín- um á öll hvítu peðin, 63. Kc4 - h4, 64. Kxc5 - Kf7, 65. Kd5 — h3, 66. gxh3 — gxh3, 67. Kd6 — Kg6, 68. Kc7 — Rdc6, 69. a6 — Kg5, 70. Rd3 - Rxa6-, 71. Kxc6 — Kg4, 72. Kb7 — Kf3, 73. Kxa6 — Kg2, 74. Kb5 — Kxh2, 75. Rf2 og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.