Morgunblaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984 27 Punktar frá bæjar- stjórn Akureyrar Akureyri, 8. febrúar. Siguröar Óla minnst I upphafi fundar bæjarstjórnar Akureyrar í gær kvaddi forseti, Valgerður Bjarnadóttir, sér hljóðs og minntist með nokkrum orðum Sigurðar Óla Brynjólfssonar, bæj- arfulltrúa, sem lést í síðustu viku. Sigurður varð varamaður í bæjar- stjórn 1958, en aðalbæjarfulltrúi Framsóknarflokks frá 1962 og í bæjarráði frá 1966 allt til dauða- dags. Sigurður Óli var heillandi persónuleiki og ekki vafi á að fáir höfðu meiri þekkingu og reynslu á bæjarmálefnum Akureyrar. Bæj- arfulltrúar og aðrir viðstaddir minntust Sigurðar Óla með því að rísa úr sætum. Bæjarábyrgð fyrir láni til Haga Bæjarstjórn samþykkti fundar- gerð atvinnumálanefndar, þar sem lagt er til að Haga hf. verði veitt bæjarábyrgð fyrir láni, allt að 3 milljónum króna, að því til- skildu að fullnægjandi veð finnist til tryggingar ábyrgðinni. At- vinnumálanefnd hefur nú til at- hugunar rekstrarstöðu og rekstr- armöguleika fyrirtækisins. Strætisvagnabiðskýli reist Bæjarstjórn samþykkti erindi frá Stefáni Baldurssyni fyrir hönd Strætisvagna Akureyrar, þar sem sótt er um leyfi til að reisa þrjú biðskýli úr steinsteypu við Drottn- ingarbraut, Skógarlund og Vestur- síðu. Giljahverfí skipulagt Deiliskipulagsteikningar að Giljahverfi, sem verður næsta byggingarsvæði Akureyrarbæjar, voru lagðar fram á fundinum. Er þarna um að ræða deiliskipulag að hverfi fyrir 600 íbúðir eða 1.800 mannna byggð. Hverfið er sunnan Borgarbrautar og vestan Hlíð- arbrautar. Skipulagsnefnd hefur samþykkt drögin fyrir sitt leyti og var skipulagsstjóra falið að vinna frekar að deiliskipulaginu. Húsnæðismál Verkmenntaskólans Bæjarráð fól í desember sl. Bernharð Haraldssyni, skóla- meistara Verkmenntaskólans, Ingólfi Ármannssyni, formanni skólanefndar Akureyrar og Hauki Árnasyni, formanni skólanefndar Verkmenntaskólans, að gera könnun á því hvernig unnt væri að leysa húsnæðisþörf skólans fyrir næsta ár fyrir bóklega kennslu, en starfsemi skólans hefst í haust og bóknámsálma byggingar skólans er enn óbyggð. Þremenningarnir hafa nú skilað áliti til bæjarstjórnar og telja að leysa megi vanda skólans til eins árs með því að semja um leigu á tveim sölum í vesturhluta nýju íþróttahallarinnar, þar sem fyrir- hugað er gistirými í framtíðinni. Þá er útlit fyrir að ein kennslu- stofa fáist í húsnæði Iðnskólans, og unnt mun vera að fá á leigu sal í Þingvallastræti 14, sem er f eigu Verkalýðsfélaganna. Þá benda þeir á að leitað verði eftir samn- ingum við ÍBA um leigu á sal í íþróttahúsinu við Laugargötu. Með þessu móti væri unnt að bjarga málum fyrir horn, en áhersla er lögð á að bóknámsálma Verkmenntaskólans verði að vera tilbúin til kennslu í september Tónleikar Tic Tac í Safari í kvöld Hljómsveitin Tic Tac frá Akranesi efnir í kvöld til tónleika í skemmi- staðnum Safari við Skúlagötu. Hljómsveitin efndi til tónleika á sama stað sl. sunnudag og heppn- uðust þeir svo vel, að ákveðið var að gefa borgarbúum kost á að heyra í sveitinni öðru sinni. Fimm ungir piltar skipa Tic Hljómsveitin Tic Tac frá Akranesi. Tac. Bjarni Jónsson syngur, Gunnar Jónsson leikur á tromm- ur, Friðþjófur Árnason á hljóm- borð, Ólafur Friðriksson á gítar og Jón Bentsson á bassa. spurt og svarad I Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINSI Hér birtast spurningar lesenda um skattamál og svör ríkisskattstjóra, Sigurbjarnar Þorbjörnssonar. Námsmanna- frádráttur Hildur Steingrímsdóttir, Hjarð- arhaga 54, Reykjavík, spyr: . Þegar talið er fram til skatts fyrir námsmann sem annars vegar var fimm fyrstu mánuði ársins í námi við öldungadeild MH og hins vegar fjóra síðustu mánuðina við nám í Bandaríkj- unum, hvernig er námsfrádrátt- ur reiknaður? Þ.e. er hann mis- munandi eftir því hvort námið fer fram innan lands eða utan og hvaða tölu ber.þá að færa inn á skattframtalið? Svar: Námsfrádráttur er 25.500 kr. ef nám er stundað í a.m.k. 6 mánuði á árinu en 51.000 kr. ef námið er stundað erlendis. Frá- drátturinn lækkar hlutfallslega ef nám er stundað skemur en 6 mánuði. I öldungadeildum menntaskóla eru 23 stig talin samsvara 6 mánaða námi. Ofangreindur námsmaður á rétt á hlutfallslegum námsfrá- drætti, þ.e. 4/6 hlutum af 51.000 kr. eða 34.000 kr. auk 2/6 hlutum af þeim námsfrádrætti sem fjöldi stiga, er hann tók á árinu 1983 í öldungadeild, gáfu honum rétt til, t.d. gefa 15 stig rétt til frádráttar að upphæð 16.631 kr. og 2/6 hlutar eru 5.514 kr. Kreditkorta- reikningar Bryndís Brynjólfsdóttir, Háaleit- isbraut 20, Reykjavík, spyr: Eiga þeir sem áttu ógreidda kreditkortareikninga um áramót að telja þá fram sem skuld á skattframtali? Svar: Já. Framtöl sam- búðarfólks Erlingur Páll Ingvarsson, Máva- hlíð 34, Reykjavík, spyr: Hvort er hagstæðara fyrir fólk sem er í óvígðri sambúð, bæði með tekjur, en hvorugt með mjög miklar tekjur, að telja fram saman til skatts eða sitt í hvoru lagi? Svar: Það getur verið hagstæðara fyrir karl og konu, sem búa sam- an í óvígðri sambúð og uppfylla skilyrði laganna um samsköttun, að telja fram og vera skattlögð sem hjón ef annað þeirra er með það lágan tekjuskattstofn að reiknaður tekjuskattur verður lægri en persónuafsláttur og um er að ræða óráðstafaðan per- sónuafslátt eftir að hluti hans hefur gengið til greiðslu á eign- arskatti og útsvari. Við sam- sköttun millifærist óráðstafaður persónuafsláttur til hins makans og dregst frá reiknuðum skatti hans. Einnig getur það verið hag- stæðara að telja fram saman þar sem eignarskattstofni er skipt jafnt milli aðila og nýtist þá hvoru um sig lágmark eignar- skattsálagningar. Sjómenn á er- lendum skipum Birna Sigurðardóttir, Kleppsvegi 14, Reykjavík, spyr: Falla íslenskir sjómenn sem starfa á erlendum skipum undir sömu skattareglur og þeir ís- lensku hvað sjómannafrádrátt varðar? (Spurt vegna starfsfólks á ms. Eddu sl. sumar). Er það í hlutverki sjómanna eða útgerðar að gefa upp starfsdaga sjó- manna? Svar: Sjómannafrádráttur að fjár- hæð 140 kr. er veittur fyrir hvern dag sem lögskráður maður á íslensku skipi telst stunda sjó- mannsstörf (sjá 1. tl. C-lið 1. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt). Lagaákvæðin eru tvímælalaus. Til að njóta þessa frádráttar verður maðurinn að uppfylla bæði skilyrðin, annars vegar að vera lögskráður af íslenskum lögskráningaraðilum og hins vegar að lögskráningin sé á ís- lenskt skip. Útgerðinni ber að tilgreina á launaseðli bæði lögskráningar- daga og fæðisdaga á sjó, svo og vinnuvikufjöldann á árinu. Skattstigi Páll Bjarnason, Skálatúni, Sel- fossi, spyr: Er búið að ganga frá skatta- þrepunum og hver eru þau? Ennfremur hversu mikill er persónufrádrátturinn og barna- bæturnar? Guðjón Kristinsson, Hringbraut 107, Reykjavík, spyr: Hvernig á að reikna út skatt- ana, skattstigann o.s.frv.? Svar: Á Alþingi er til umfjöllunar frumvarp er kveður á um skattstiga, persónuafslátt og barnabætur og er því ekki hægt að svara þessum spurningum. Kvikmyndasýning mannfræðinema Á VEGUM mannfræðinemenda í Háskóla íslands verður í kvöld kl. - 20.30, almenn sýning á kvikmyndum sem fengnar voru hingað til lands í tengslum við mannfræðikennslu. Á kvikmyndasýningunni, sem verður í stofu 102 í Lögbergi, verða sýndar þrjár myndir, „Little White Salmon", sem sýnir veiðar á Columbia-fljóti, en þær hafa lengst af verið helsta lífbjörg Yakima-indíána. Eru veiðar þess- ar nú orðnar bitbein fleiri fiski- manna. „Magical Death" er heiti á mynd sem greinir frá hinum her- skáu Yanomamö-indíánum, sem hafa andana sér til aðstoðar gegn óvinum, og loks verður kvikmynd- in „The Kawelka" sýnd. Hún segir frá Ongka, sem er svonefndur „stóri maðurinn" á hásléttum Nýju Gíneu, og erfiðleikum hans við að halda þeirri stöðu sinni. Aðgangur að kvikmyndasýning- unni er ókeypis. tlr rrétutilkj'nningu. Leiðrétting í FRÉTT í Mbl. á þriðjudag var skýrt frá því að sóknargjöld hefðu lækkað úr 6% f 1%. Það er ekki rétt, því það sem lækkaði voru innheimtugjöld Gjaldheimtunnar, þ.e. sú þóknun sem Gjaldheimtan tekur fyrir inn- heimtu. Lækkuðu þessi gjöld úr 6% í 1%. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum miðstökum. Samhygð: Er fátækt á íslandi? Framkvæmdahópur Samhygðar um félags- og atvinnumál, boðar til ráðstefnu að Hótel Hofi á laug- ardaginn kl. 13.30 undir yfirskrift- inni „Er fátækt á Islandi?" Á ráðstefnuna, sem er öllum opin, mæta alþingismenn, fulltrúar verkalýðsfélaga og atvinnurek- enda ásamt láglaunafólki, og ræða málin. Breiðholtsbúar athugið Viö höfum nú tekiö upp nýja opnunartíma sem hér segir: Virka daga opiö kl. 9—19. Föstudaga kl. 9—19.30. Laugardaga kl. 9—16. VERIÐ VELKOMIN í VERSLANIR OKKAR. Ásgeir Breidholtskjör HólagarÖur Tindaseli Arnarbakka Lóuhólum Kjöt og fiskur Straumnes Valgaröur Seljabraut Vesturbergi Leirubakka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.