Morgunblaðið - 09.02.1984, Side 26

Morgunblaðið - 09.02.1984, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984 Saltfiskframleiðslan síðasta ár: 20% minni en árið 1982 — Aukning á sölu til Bretlands, Frakklands og Vestur-Þýzkalands FRAMLEIÐSLA saltfisks á árinu 1983 varð um 48.000 tonn og dróst saman um 12.000 tonn eða 20% frá 1982. Á árinu 1983 var 44% af þorskafianum saltað, en 47% 1982. Alls voru fiutt út 48.052 tonn af saltfiski á síðasta ári, og er útflutningurinn tæplega 10.000 tonnum minni 1983 en 1982. Eins og jafnan áður er Portúgal langstærsti markaðurinn. Markaðsmál óverkaðs saltfisks standa nokkuð óvenjulega um þessar mundir. Undanfarin miss- eri hafa kaupendum líkað gæði fisksins vel og kvartanir nánast engar borist á alla framleiðsluna árið 1983. Lítið framboð virðist hafa verið af saltfiski síðari hluta ársins og birgðir því næsta litlar í neyslulöndunum, þar sem neysla er talin hafa verið áþekk á síðasta ári og hún hefur verið nokkur undanfarin ár. Birgðir af saltfiski eru mjög litlar hér á landi og svo mun vera einnig um óverkaðan fisk í helstu framleiðslulöndum öðrum. Þessar upplýsingar ásamt þeim eftirfarandi og meðfylgjandi tafla yfir útflutning áranna 1982 og 1983 eru fengnar úr nýlegu frétta- bréfi Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda. Saltfiskverð hefur hækkað verulega til neytenda í öllum helstu markaðslöndum okkar á síðustu misserum. Verðið hefur hækkað til neytenda mjög veru- lega þrátt fyrir það að við íslend- ingar höfum orðið að lækka jafnt og þétt verðið í bandarískum doll- urum vegna þess hve styrking dollarans hefur verið gífurleg gagnvart Evrópumyntum. Af framansögðu má ráða að öll ytri skilyrði saltfiskverkunar og saltfisksölu eru hagstæð en hin mikla hækkun dollarans gerir af- komuhorfur í saltfiskverkun ekki glæsilegar að óbreyttu. Nýlega sendi Þjóðhagsstofnun frá sér nýjar afkomutölur byggðar á nýjum grunni og athugasemdum SÍF. Niðurstöður þessara nýju áætlana eru mjög i sama dúr og afkomutölur SIF. Að vísu telur SÍF afkomuna um 2—3% lakari en Þjóðhagsstofnun, en engu að síður er það ánægjulegt að fengist hefur samræmdari mynd af af- komunni. Réttar afkomutölur eru forsenda þess, að ráðamenn bregð- ist við vanda framleiðenda. Á árunum 1982—1983 var eins og áður segir tæplega helmingur alls þorskafla saltaður. Saltfisk- útflutningur nam árið 1982 18,6% af verðmæti heildarútflutnings landsmanna. Eins og áður greinir er verðlag á saltfiskafurðum í Evrópu mjög hátt en einungis gengisbreytingar dollarans valda því að samkeppnisaðstaða salt- fiskframleiðenda erlendis er svo erfið sem raun ber vitni og endur- speglast síðan í óhagkvæmum samanburði við frystan fisk hér á landi. Stjórnvöld víðast hvar í Vestur-Evrópu hafa miklar áhyggjur af styrkingu dollarans enda veldur hann þeim þungum búsifjum og skapar óvissu og erf- iðleika á alþjóða gjaldeyrismörk- uðum. Sem betur fer hefur styrk- ing dollarans í heild meiri jákvæð áhrif hérlendis en neikvæð, og því ekkert undrunarefni að stjórnvöld grípi fegins hendi til þess úrræðis að setja önnur markmið, svo sem baráttuna við verðbólguna, ofar þeim markmiðum sem ef til vill hentuðu saltfiskframleiðendum betur, að láta íslensku krónuna fylgja Evrópu-myntum meira en gert hefur verið. Baráttan við verðbólguna er vissulega mikilvæg en afkoma og atvinnuöryggi þeirra sem í saltfiskverkun vinna er ein af forsendum þess að at- vinnulífið gangi eðlilega. Þess vegna er ljóst að lausn þarf að finna á þessum vanda og að því er að sjálfsögðu unnið. Alls voru flutt út 48.052 tonn af saltfiski á síðasta ári og skiptist það á markaði eins og fram kemur í eftirfarandi töflu, sem sýnir út- flutninginn á einstök markaðslönd árin 1982 og 1983. 1983 1982 I. Blautverkaður Hskur þús. lestir þús. lestir Bretland 1.013 287 Frakkland 2.433 1.693 Grikkland 3.947 4.178 Ítalía 3.323 3.477 Portúgal 24.523 36.704 Spánn 8.148 8.740 30 32 Samtals 43.417 55.111 2. Saltfíakflök Ítalía 109 231 Spánn 427 250 V-Þýskaland 1.246 641 143 185 Samtals 1.925 1.307 3. Imrrfiskur Brasilía 1.354 382 Frakkland 898 654 Panama 95 192 Zaire 302 175 61 20 Samtals 2.710 1.423 Iftflutningur alls: 48.052 57.841 Eins og fram kemur í þessari töflu er útflutningurinn tæplega 10.000 tonnum minni 1983 en 1982. Eins og jafnan áður er Portúgal langstærsti markaðurinn. Athygl- isverð er aukning á sölu til Bret- lands og Frakklands. Sala ufsa- flaka til V-Þýskalands jókst aftur eftir nokkurra ára lægð. Mikil þurrkun ufsa skýrir aukningu á sölu til Brasilíu. Spánar-, Ítalíu- og Grikklandsmarkaðir halda nánast óbreyttu magni, þrátt fyrir 20% samdrátt í framleiðslu og út- flutningi. Ekki óvenjulegt að lax fáist í troll EKKI ER óvenjulegt að sjómenn fái lax í troll, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Árna Isakssyni, fiskifræðingi hjá Veiðimálastofnun. Tilefni spurningar um þetta efni er grein sem nýlega birtist í Fiskifréttum, þar sem Einar Jónsson, fiskifræðingur hjá Haf- rannsóknastofnun, segir, að sl. haust hafi verið óvenju mikið af laxi út af Vestfjörðum og hafi tog- arar iðulega fengið laxa í troll og var einn nefndur sem dæmi, en þar fengust eitt sinn 14 laxar í túrnum. Ekki sagði Árni að hægt væri að leggja mat á það hvort um óvenju mikið magn hafi verið að ræða, þar sem rannsóknir og uppiýs- ingar skorti. Hins vegar kvaðst Árni telja að meira væri um að lax veiddist með þessum hætti á fs- landsmiðum en fréttist af. Hins vegar væri lax í sjónum allt í kringum landið og því kæmi ósjaldan fyrir að hann veiddist. 1983 (106. löggjafarþing) — 129. mál. Nd. 239. Breytingartillögur yið frv. til 1. um breyt. á I. nr. 75 14. sept. 1981, um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. lög nr. 21 _|>3. mars 1983, um breyting á þeim lögum. ' Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar (PP, FrS, ÞP, GHG). 1. inn í 1. gr. frumvarpsins bætist nýr töluliður sem verði 1) og breytist röð annatra toluliða samkvæmt því. Töluliðurinn orðist svo: . ..» , í stað „2 500 kr.“ og „5 000 kr.“ í 2. málsl. 2. tl. B-liðs 1. mgr. komi: 12 750 kr. og 25 500 kr. 2. Eftirtaldar breytingar verði á 1. mgr. 3. gr. frumvarpsins: a) í stað „23%“ komi: 22.75%. b) í stað „32%“ komi: 31.5%. c) í stað „45%" komi: 44%. 3. í stað „51%“ í 6. gr. frumvarpsins komi: 50% 4~~A eftir 8. gr. frumvarpsins bætist ný grein sem verður 9. gr. og breytist roð annarra greina til samræmis við það. Greinin orðist svo: , < Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta. Verður framtalsfrestur framlengdur(?): Skattalög og sala á Siglósfld Flugstöð og fæðingarorlof FRAMTALSFRESTUR FRAMLENGDUR? Friðrik Sophusson (S) mælti í neðri deild Alþingis fyrir breyt- ingartillögu meirihluta fjár- hags- og viðskiptanefndar þing- deildarinnar við frumvarp um tekju- og eignaskatt (sjá meðf. mynd). Friðrik sagði breyt- ingartillögurnar þýða lækkun skatthlutfalls á meðaltekjur og lægri — á kostnað hærri launa. Kjartan Jóhannsson (A) full- yrti hinsvegar að skattbyrði þyngdist hjá meginþorra launa- fólks samkvæmt þessum skatta- tillögum, og allnokkuð þegar út- svör væru tekin með í dæmið. Sighvatur Björgvinsson (A) gagnrýndi hve skattlagabreyt- ingar væru seint á ferð, fram- talsfrestur senn útrunninn. Al- bert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, sagðist ætla að beita sér fyrir framlengingu framtals- frests ef með þyrfti, en skoraði á þingmenn að hraða afgreiðslu þessa máls. FLUGSTÖÐVARBYGG- ING ENN í FYRSTU UMRÆÐU Frumvarp til laga um lántöku vegna flugstöðvarbyggingar á Keflavíkurflugvelli var enn til fyrstu umræðu í neðri deild á þriðja þingdeildarfundi um mál- ið, og lauk umræðunni ekki. Talsmenn Alþýðubandalags setja á langar ræður og þing- menn Bandalags jafnaðarmanna og Kvennalista fylgja í kjölfarið. Geir Hallgrímsson, utan- ríkisráðherra, kvað sundurliðaða kostnaðaráætlun um verkið í heild og einstaka verkþætti verða lagða fyrir fjárhags- og viðskiptanefnd, svo sem gert hafi verið í sömu nefnd efri deildar og utanríkismálanefnd. Hinsvegar væri vafasamt að ræða þær tölur á opnum þing- fundi þar sem til stæði að bjóða þessa verkþætti alla út. Hann sagði bætta þjónustu á Keflavík- urflugvelli leiða til aukinnar umferðar og meiri tekna. Tekjur af fríhöfninni myndu nægja til að standa undir lánakostnaði við umrætt lán. Kjartan Jóhannsson (A) taldi óhjákvæmilegt að ráðast í bygg- ingu þessa. Því miður hafi það ekki verið gert fyrr þegar betur stóð á, og skuldastaða þjóðarinn- ar var ekki orðin jafn siæm og raun ber vitni. Hann kvað and- mælendur ekki hafa bent á neina aðra byggingarleið sem leitt gæti til minni útgjalda af okkar hálfu en þá, sem nú væri rædd. LAGMETISIÐJAN í SIGLUFIRÐI SELD EINSTAKLINGUM Sverrir Hermannsson, iðnað- arráðherra, mælti í efri deild fyrir frumvarpi um sölu Lag- metisiðju rikisins í Siglufirði, en kaupandi er Siglósíld hf., félags- skapur fimm einstaklinga í Siglufirði og fimm utanbæjar. Kaupverð er 18 milljónir króna. Kaupsamningur kveður á um að starfræksla fyrirtækisins verði áfram í Siglufirði. Áform kaupanda standa til eftirfarandi: 1) Framleiðslu gaffalbita, 2) vinnslu úthafs- rækju, 3) vinnslu rækju, sem veidd verður í Barentshafi í samstarfi við breskt fyrirtæki, til sölu á markaði í Bretlandi og Bandaríkjunum, 4) niðursuðu tilfallandi hráefnis þann tíma sem ekki er unnið að síld. Síð- asttöldu atriðin tvö eru nýjung. Hinir nýju eigendur áforma að verja 12 m.kr. til endurbóta og tækjakaupa á fyrri helmingi þessa árs. Árið 1983 vóru beinar greiðsl- ur, framlög úr ríkissjóði, til Siglósíldar 7 m.kr. Að auki var framlag í formi yfirtöku lána hjá Endurlánum ríkisins á um 10 m.kr. Samkvæmt bráða- birgðatölum efnahagsreiknings í desember 1983 vóru eignir fyrir- tækisins taldar nema 15,9 m.kr. en skuldir alls 20,3 m.kr. Eigið fé var því neikvætt um tæplega 4,4 m.kr. Ráðherra taldi umsamda sölu vel við unandi fyrir ríkis- sjóð sem seljanda. FÆÐINGARORLOF — BRJÓSTAGJÖF Frumvarp Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur (Kvl.) kom til framhaldsumræðu í efri deild. í umræðunni kom fram að fram- kvæmd efnisatriða frumvarps- ins, sex mánaða orlof til allra fæðandi kvenna hvar greiðslur miðist við „laun foreldris", kosta um 2% af heildarfjárhæð fjár- laga. Árni Johnsen (S) taldi vafa- samt að fæðingarorlof næði til kjör- eða uppeldisforeldra, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Mismunandi orlofsgreiðslur að fjárhæð væru og spurning. Hinsvegar væri mikilvægt að móðir barns hefði aðstöðu til brjóstagjafar, enda skipti móð- urmjólk til barns fyrstu mánuði miklu fyrir það allt lífið. Brjóstamjólk sé ekki einvörð- ungu besta næring barns á þessu aldursskeiði, hún inniheldur öll eggjahvítuefni, fitu, steinefni og vítamín sem þarf til eðlilegs við- halds og vaxtar, heldur bendi heilsufarsrannsóknir til þess að brjótamjólk innihaldi ýmis varnar- og mótefni gegn sjúk- dómum, sem ungviðinu séu nauðsynleg. Rannsóknir visinda- manna bendi og til þess að brjóstamjólk til einstaklings í frumbernsku byggi upp varnar- kerfi hjá honum sem gagnist honum allt lífið. Kostnaður við að gera konu kleift að sinna þessum þætti móðurhlutverks skili'sér því aftur í minni kostn- aði í heilbrigðiskerfinu. RÍKISFYRIR- TÆKI OG VÍ Svavar Gestsson (Abl.) hefur lagt fram spurningar til forsæt- isráðherra: 1) Hvaða fyrirtæki, „sem eru í umsjá iðn- aðarráðuneytis", munu sækja um aðiid eða hafa sótt um aðild að VSÍ? 2) Er ætlunin að önnur fyrirtæki ríkisins, t.d. áburðar- verksmiðjan, verði látin sækja um aðild að VSÍ? 3) Hve miklar upphæðir greiða fyrirtæki ríkis- ins til VSÍ á árinu 1984?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.