Morgunblaðið - 09.02.1984, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984
Ný arðbær búgrein:
Vatnahumar
eftir Þorvald
Friðriksson
Gefðu manni fisk
og hann hefur fæðu fyrir daginn
kenndu honum að rækta fisk
og hann hefur fæðu fyrir lífið.
(Fornt kínverskt spakmæli)
Víða um heim hafa augu manna
opnast fyrir möguleikum fiski-
ræktar í ýmsum myndum, sem
framtíðarbúgreinar og arðbærs
atvinnuvegar.
Framþróun í þessa átt hefur
tekið stór stökk, ekki síst í iðnríkj-
um Vesturlanda síðastliðna ára-
tugi, er menn hafa gert sér grein
fyrir möguleikum og nauðsyn
fiskiræktar. Þar hefur valdið
miklu um, að með olíukreppu og
efnahagskreppu í seinni tíð hefur
mesta oftrú manna á þungaiðnaði
og stóriðju bliknað nokkuð.
Eyðing náttúrugæða
Mengun og eyðing Iífrikis er
orðið stórfellt vandamál víðast
hvar í iðnaðarlöndum heims og
eru meginorsakirnar taldar eitur-
efni ýmiss konar frá iðnaði, sem
sleppt er í loft, land og vötn, auk
skaðsemi, sem notkun tilbúins
áburðar í landbúnaði veldur.
Mengunin ógnar ekki einasta
gróðri og dýralffi heldur og
mannlífinu. Engu að síður er erf-
itt að stöðva þennan vítahring
sjálfseyðingar, þar sem fjárhags-
leg afkoma manna virðist víða svo
háð þessum iðnaði, sem eitrar um-
hverífið.
Flest vötn í Suður- og Mið-
Svíþjóð eru nú illa sköðuð af súru,
brennisteinsríku regni en reynt er
að halda lífi í þessum vötnum með
því að dæla í þau kalki. Á þessu
ári verður varið til þessa björgun-
arstarfs 20 milljónum skr.
Súrt regn er á góðri leið með að
eyðileggja einn-þriðja hluta allra
skóga í Vestur-Þýskalandi. Unnið
er nú þar í landi að rannsóknum á
sambandi loftmengunar og
óvenjutíðs ungbarnadauða.
Mannréttindahreyfingin Charta
77 í Tékkóslóvakíu hefur nú ný-
lega smyglað út upplýsingum úr
óbirtri rannsóknarskýrslu vís-
indamanna um alvarlegt ástand
lífríkis í Tékkóslóvakíu. Sam-
kvæmt rannsóknarskýrslunni er
einn-þriðji hluti af öllum fiskiteg-
undum, spendýrum, fuglum og
smærri dýrum að deyja út í land-
inu vegna mengunar, 80% af öll-
um fiðrildategundum eru þegar
horfnar.
Talið er að súrt regn hafi skaðað
45—60% af öllum skógum í Tékkó-
slóvakíu um næstu aldamót. Þá er
og talið að notkun tilbúins áburð-
ar í landbúnaði eyðileggi grunn-
vatnið.
Ofveiði og eyðing náttúrulegra
fiskistofna hefur og minnt menn á
þá nöturlegu staðreynd, að forða-
búr náttúrunnar er ekki óendan-
legt, þar sem endalaust sé hægt að
sækja stærri feng, án þess að
leggja neitt á móti.
Allt þetta hefur m.a. leitt til
þess að víðast hvar í heiminum
hafa verið hafnar framkvæmdir
við fiskirækt í stórum stíl. Fiski-
rækt er þó engan veginn ný af nál-
inni, því 2000 árum fyrir Krists
burð var Kínverjum vel kunnugt
um arðsemi fiskiræktar og stund-
uðu hana af miklu kappi.
Vatnsyrkja
Ræktun í vötnum og sjó, vatns-
yrkja, sem svo hefur verið kölluð,
samanstendur ekki einasta af
ræktun fiskitegunda, heldur einn-
ig ræktun krabbadýra, skeldýra og
ýmissa þangtegunda.
Sem dæmi um stórátak í vatns-
yrkju ýmissa þjóða má nefna að
Japanir þrefölduðu ræktun sína í
vötnum á árunum 1965—1977 og
framleiddu þá 943.000 tonn afurða
á ári að verðmæti 10 milljarða skr.
Bandaríkjastjórn áætlar að
auka framlög til rannsókna og
þróunar vatnsyrkju frá 100 millj-
ónum skr. til 350 milljóna skr. á
Þorvaldur Friðriksson
„Fyrir nokkrum árum
kynntu sænskir aðilar
sér aðstæður á Islandi
með tilliti til vatnahum-
arsræktar og töldu eng-
um vafa undirorpið að
vatnahumarsrækt á ís-
landi gæti orðið sérlega
hagkvæm...“
ári. Þá hafa alþjóðlegir auðhring-
ar gert sér ljósa framtíð vatns-
yrkju og fyrirtæki eins og Unilev-
er, BP Nutrition, Guinness og
Coca Cola gerast æ umsvifameiri
á þessu sviði.
óeigingjarnt og oft á tíðum van-
þakklátt brautryðjendastarf fiski-
ræktarmanna á íslandi er flestum
kunnugt og á þeirri reynslu og
þekkingu, sem náðst hefur, má
vafalítið gera vatnsyrkju að stór-
atvinnuvegi á Islandi oggera stór-
átak á svipaðan hátt og allar hin-
ar Norðurlandaþjóðirnar gera nú í
uppbyggingu vatnsyrkju.
Þó erum við Islendingar betur
settir en flestar aðrar þjóðir með
aðstæður allar til vatnsyrkju
Skemmtun til styrktar kirkju-
byggingu á Seltjarnarnesi
LAUGARDAGINN 11. febrúar nk.
verður haldin fjölbreytt skemmti-
dagskrá í Félagsheimilinu á Sel-
tjarnarnesi. Skemmtun þessi er
haldin til fjáröflunar fyrir kirkju-
byggingu á Seltjarnarnesi. Allir sem
fram koma gefa krafta sína til stuðn-
ings góðu málefni.
Flestir sem þar koma fram eru
Seltirningar og er það söngur og
tónlist sem hæst ber. Þar koma
fram Gunnar Kvaran og Gísli
Magnússon með samleik á celló og
píanó, Magnús Jónsson óperu-
söngvari, Sigrún V. Gestsdóttir
söngkona, sem syngur við undir-
leik Önnu S. Norman, Skólakór
Seltjarnarness undir stjórn Hlín-
ar Torfadóttur, Lúðrasveit Sel-
tjarnarness undir stjórn Skarp-
héðins Einarssonar, Kvartet.t
Kristjáns Magnússonar, en hann
skipa auk Kristjáns, Þorleifur
Gíslason, Árni Scheving og Sveinn
óli Jónsson og dansararnir Jó-
hannes Pálsson og Guðbjörg Arn-
ardóttir. Kynnir verður hinn óvið-
jafnanlegi Kristinn Hallsson
óperusöngvari.
í hléi verður efnt til skyndi-
happdrættis.
Skemmtunin hefst kl. 15 og
verða aðgöngumiðar á kr. 200
seldir í Félagsheimilinu á Sel-
tjarnarnesi frá kl. 14 sama dag.
Athygli skal vakin á því að
skemmtunin verður ekki endur-
tekin.
Vatnahumar er nú ræktaður í stórum stfl. Myndin er af merkjahumar
(Pacifastacus leniusculus). Þeir geta orðið 21 cm á lengd og 300 grömm á
þyngd.
hvort heldur í vötnum eða sjó.
Kemur þar til að landið er nær
laust við skaðsemi iðnaðarmeng-
unar og völ er á óvenjugóðu og
ódýru fóðri frá fiskiðnaði lands-
ins, en það sem gerir vatnsyrkju
svo arðbæra á Islandi, er jarðhit-
inn, aðgangur að ódýru, heitu
vatni.
Vatnahumar
Vatnahumar er eitt þeirra dýra,
sem farið er að rækta í stórum stíl
í fiskræktarstöðvum. Vatnahumar
hefur verið veiddur til matar í
Evrópu og víðar í heiminum frá
ómunatíð. Elstu heimildir um
notkun hans á Norðurlöndum eru
er Kristína drottning í Danmörku
pantaði vatnahumar frá Líibeck
árið 1504.
Vatnahumarinn lifir í ám, lækj-
um, vötnum og sfkjum vfðast hvar
f Evrópu, allt frá Bretlandseyjum
f vestri til Svartahafs i austri og
frá Ítalíu f suðri til Finnlands í
Norðri. í Evrópu eru þrjár tegund-
ir algengastar: árhumar (Astacus
astacus), steinhumar (Austropot-
amobius pallipes), og smáklóa-
humar (Astacus leptodactylus).
Vatnahumar er veislumatur og
veiðitíminn er síðsumars og í byrj-
un vetrar frá ágúst til nóvember
og samkvæmt gamalli hefð í
mörgum löndum, þá eru haldnar
miklar humarveislur á þessum
tíma.
Vatnahumarinn getur orðið 21
sm á lengd og vegið 300 grömm.
Hann lifir sem seiði á þörungum
og gróðri, en fullvaxin dýr lifa á
smádýrum. Er dýrið vex hefur það
hamskipti, það gerist átta sinnum
á fyrsta lífsári, fimm sinnum á
öðru lifsári, tvisvar á þriðja lífsári
og síðan einu sinni á ári.
Ræktun vatnahumars
Sleppingar á vatnahumri hafa
tíðkast lengi í vötn og ár, en nú er
hafin af fullum krafti ræktun
vatnahumars f lokuðum fersk-
vatnskerfum.
Einna lengst reynsla hefur
fengist af ræktun vatnahumars í
Bandaríkjunum i Louisianaríki,
þar sem ræktun í lokuðum kerfum
er orðin þróuð og ábatasöm. I Sví-
þjóð eru ellefu ræktunarstöðvar,
sem rækta vatnahumar. Mestri
reynslu og árangri þar f landi hef-
ur ræktunarstöðin f Simontorp
náð, sem m.a. framleiðir og selur
seiði.
Sú tegund vatnahumars, sem
best er fallin til ræktunar er am-
erískt afbrigði, Merkjahumar
(Pacifastacus leniusculus).
Merkjahumarinn er ónæmur fyrir
sjúkdómi sem herjað hefur á evr-
ópsku tegundirnar, er jafn þeim
að bragðgæðum en er auk þes mun
stærri en evrópskur vatnahumar.
Vatnahumar er heppileg tegund
að rækta með ýmsum fiski-
tegundum, t.d. laxfiskum. Ekki er
talið skynsamlegt að rækta saman
vatnahumar og ál þar sem állinn
getur étið upp humarinn.
Mikil eftirspurn er eftir vatna-
humri f dag á mörkuðum í Evrópu
I
Þarf meira til að
útgerðin beri sig
- segir Eiríkur Tómasson, útgerðar-
maður Hrafns GK, sem fyrstur varð
til að fylla aflamark sitt, 7.100 lestir
„ÞAÐ ÞARF miklu meira en þessar
7.100 lestir til að útgerðin beri sig.
Það fara alls um fjórir mánuöir í
þetta og aflaverðmætið dugir hvergi
til að grynna á skuldunum frá loðnu-
lausu árunum. Síðan skerðist afla-
mark bátsins vegna loðnuveiðanna
og verði ekki leyfð meiri veiði, sé ég
ekki fram á annaö en að þurfa að
leggja skipinu í 5 til 6 mánuði á
árinu,“ sagði Eiríkur Tómasson,
framkvæmdastjóri Þorbjörns hf. í
Grindavfk, sem gerir út Hrafn GK,
fyrsta loðnubátinn, sem fyllir afla-
mark sitt.
„Mér finnst það hreinlega
óskiljanlegt eins og ástandið í
þjóðarbúinu er ef ekki verða leyfð-
ar meiri loðnuveiðar. Eftir októ-
berleiðangur Hafrannsóknastofn-
unar var talið rétt að skilja eftir
um 600.000 lestir af loðnunni til
hrygningar, en áður höfðu fiski-
fræðingar talið að 300.000 til
400.000 lestir væri nóg. Þá telja
sjómenn, að núverandi leiðangur
hljóti að verða marklaus að mestu
vegna hvarfs loðnunnar af miðun-
um og óttast þeir, að niðurstööur
hans verði látnar ráða framhald-
inu. Hingað til höfum við verið að
láta bátana berjast á trolli þegar
engin loðnuveiði er, en það skilar
sér engan veginn. Aflaverðmæti
loðnunnar hjá Hrafni nú nemur
um 8,5 milljónum til skipta og um
11,5 í heildina. Sem dæmi um af-
komuna fyrr má nefna að Hrafn-
inn fékk 23.000 til 24.000 lestir af
loðnu 1978," sagði Eiríkur Tóm-
asson.
Morgunblaðið ræddi ennfremur
við Svein Isaksson, skipstjóra á
Hrafni GK. Hann sagði, að há-
setahlutur fyrir þessa fjóra mán-
uði næmi um 200.000 krónum. Það
væru nú engin ósköp þegar tillit
væri tekið til allrar vinnunnar við
þetta og dauðu tímanna á árinu.
Síðan yrði aflamarkið á bolfisk-
veiðunum skert svo útlitið væri
ekki glæsilegt. Sér virtist þetta
nýja kerfi ætla að verða til þess,
að sjómenn gengju að minnsta
kosti með hendur í vösum tvo
mánuði á ári. Ennfremur hefði
það þau áhrif, að menn gætu
hvorki spjarað sig né farið á haus-
inn. Nær hefði verið að hafa
gamla kerfið áfram. Þá hefði
sjálfkrafa orðið fækkun í flotan-
um með þeim, sem hefðu þá getað
farið á hausinn og hinir hefðu
fengið svigrúm til að standa sig.