Morgunblaðið - 09.02.1984, Page 30

Morgunblaðið - 09.02.1984, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984 Afmæliskveðja: Sigríður Fanney Jónsdóttir Egils- stöðum — níræð í gaer, 8. febrúar, varð níræð frú Sigríður Fanney Jónsdóttir ekkja Sveins Jónssonar bónda á Egils- stöðum á Völlum. Höfðu þau hjón um áratugi set- ið þennan garð við mikilli reisn að framkvæmdum í búskap og gisti- hússrekstri. Þurfti þar nokkurs við er þau tóku við Egilsstöðum, er var í tölu fremstu býla á landinu. En ungu hjónin voru fulltrúuð á landið og gæði þess. En svo hafði líka verið um Jón Bergsson og konu hans, Margréti Pétursdóttur, er þau hófu búskap á Egiisstöðum. Þau hófu ræktun og byggðu upp að nýjum húsa- kosti. Hafði eigandi þess, er seldi Jóni jörðina, farið til Vesturheims til að leita að betri landkostum þar. Þetta minnir mig á að 1930, þjóðhátíðarárið, er ég átti tal við ríkan bónda, er kom á hátíðina frá Kanada eftir 40 ára útivist. Hann mælti: „Þó mér hafi vegnað vel í Kanada þáh efði ég aldrei yfirgef- ið heimasveit mína, ef mig hefði dreymt um þær miklu fram- kvæmdir sem hér hafa orðið. Hér líður öllum vel.“ En svo hafði til borið að sumum fannst það óráð að Jón Bergsson, lærður í verslunarfræði í Höfn, settist að á Egilsstöðum en eigi í kauptúni. En Jón hafði gerst getspakur um legu Egilsstaða sem verðandi þjónustumiðstöð Héraðs- ins. Þau hjón eignuðust mörg og mannvænleg börn, þar á meðal Svein er gekk í bændaskólann á Eiðum og var í lýðskólanum í Askov í Danmörku. Hann þótti mikill efnismaður, búþegn góður, góðum íþróttum búinn, félags- lyndur og jafnan framarlega í flokki ungra sveina. Þá var Sveinn skapríkur og eigi fyrir að láta hlut sinn. Hann hóf búskap 1920 á Eg- ilsstöðum er hann hafði keypt. Honum var mikil þörf að eignast góðan lífsförunaut, konu er væri jafnoki hans og leiddi málin til góðrar niðurstöðu. Sveinn hafði forsjá um þessa hluti, því hann fastnaði sér konu 1920 er hann hóf búskap. Beið hennar mikið starf að stjórna stóru heimili og gisti- húsi. Hin verðandi kona Sveins var Sigríður Fanney Jónsdóttir. Hún segir svo frá: „Ég sá að ég var ekkert húsmóðurefni og hafði aldrei átt neitt við húshald og gat ekki gift mig uppá það að taka við þessu stóra heimili nema vera svolítið undirbúin. Ég fór til Dan- merkur og var einn vetur í Vord- ingborg, húsmæðraskóla á Sjá- landi. Lærði ég þarna að stjórna heimili." Þau Sveinn og Sigríður Fanney giftust þann 19. júlí 1921 á Eg- ilsstöðum. Hjónavígsluna fram- kvæmdi sr. Þórarinn Þórarinsson. Getur hann þess að hjónaefnin hafi verið utanþjóðkirkjufólk. Þó hafði Sveinn bóndi verið kristnað- ur á Hálsi í Fnjóskadal af sr. Ing- ólfi Gíslasyni, er var kvæntur móðursystur hans. Sigríður Fanney Jónsdóttir fæddist 8. febrúar 1894, á Strönd á Völlum. Voru foreldrar hennar Jón Einarsson á Strönd og kona hans, Ingunn Pétursdóttir frá Skildinganesi á Seltjarnarnesi. Bæði voru þau aðflutt á Hérað, hann úr Borgarfirði eystra með sínu fólki er á harðindaárunum fluttist á ofanverðri 19. öld. Faðir Jóns var Einar Sigfússon bóndi í Breiðuvík við Borgarfjörð, var þetta fólk mikið að dugnaði og hreysti. Foreldrar Ingunnar, móður Sig- ríðar Fanneyjar, voru Pétur Guð- mundsson bóndi í Skildinganesi og kona hans, Jórunn Magnúsdóttir Eilífssonar úr Engey. Pétur, faðir Ingunnar, var sonur Guðmundar Þórðarsonar bónda í Skildinga- nesi, og kona hans Guðrún Péturs- dóttir eldri í Engey. Þau hjón voru systkinabörn því að Margrét, kona Þórðar, var syst- ir Péturs í Engey. Þórður Jónsson í Skildinganesi var sonur Jóns Einarssonar útvegsbónda í Háteig á Akranesi. Bróðir Jóns var sr. Þorsteinn á Staðarhrauni er var afi sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði. Þeir bræður, Jón og sr. Þorsteinn, voru synir sr. Einars Torfasonar í Kjós, en þeir voru alls sex feðgar prestar hver fram af öðrum í Reykholti og á Reyni- völlum. Móðir sr. Einars Torfasonar, kona sr. Torfa Halldórssonar, prófasts á Reynivöllum í Kjós, var Sigríður Pálsdóttir Gunnarssonar prests á Gilsbakka, er var í beinan legg afkomandi sr. Einars Sig- urðssonar prests og skálds í Ey- dölum. Er Sigríður Fanney því af austfirskum ættum. Snemma bar á góðum námsgáf- um hjá Sigríði Fanneyju. Hún var á unglingaskóla hjá Halldóri Jóns- syni frá Eiðum, er hann hélt á Seyðisfirði. Síðan gekk hún í Kvennaskólann í Reykjavík. Hún þótti vel fær í reikningi og fékk Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason, þá kennari við Kvennaskólann, hana og aðra námsmey til að reikna upp öll dæmin í kennslubók hans áður en hún kom út. Á sumrin stundaði Sigríður Fanney kaupavinnu sér til uppi- halds og var þrjá vetur heimilis- kennari hjá Jónasi Kristjánssyni héraðslækni. Síðan dvaldi hún tvo vetur við nám á lýðháskólanum í Voss í Noregi. Sigríður Fanney sleit aldrei tengsl við æskuhaga sína, enda voru báðir foreldrar hennar á lífi og kaus hún öllu framar að eyða þar ævi sinni. Það má því segja að Sveini og Sigríði Fanneyju hafi verið það til auðnu, að eigast og leggja saman ráð sín um búskap og fram- kvæmdir. Heimili þeirra þurfti mikils við, var jafnan mannmargt, einkum þegar verið var við bygg- ingarframkvæmdir, allt að þrjátíu manns, og jafnhliða rekið gisti- hús. — Má segja að Sigríði Fann- eyju hafi verið fengið mikið í hendur til að stjórna innanstokks. Margir innlendir og erlendir ferðamenn komu að þeirra garði á Egilsstöðum, alls staðar utan úr heimi, lengst frá Indlandi og Suð- urhafseyjum. Kom sér vel að Sig- ríður Fanney hafði kannað siðu og háttu erlendra manna og var góð í tungumálum. Hún hafði líka góða reglu á hlutunum. Gestum var aldrei selt vín. Enda var hún mjög ströng við þá gesti sem voru með vín. Hún segir: Það má skrifast á minn reikning. Sigríður Fanney ber mikinn persónuleika, hún er velviljuð og félagslynd. Hún hefur haft forystu um kvenfélagsmál heima í Héraði. Gekkst hún fyrir stofnun Kvenfé- lagsins á Egilsstöðum og var formaður þess í 14 ár. Og einnig formaður Sambands austfirskra kvenna. Má því segja að hún sé mjög fjölhæf kona og dugnaður hennar mikill til framkvæmda og stjórnsemi. Hún hefur eignast vináttu og virðingu sinna sam- ># Rafsuðu vélar fyrirsmæstu o? stærstu verkefnin- ogerfiðustu suoumar BOC Migpak 350 MIG — kolsýrurafsuðuvél, 350 A, þ.e. hlífðargassuða með mötun á vír (MIG/MAG). Laus sérbyggður matari auðveldar suður fjarri vélinni. Vélin notar þriggja fasa straum, 380/420 V. Tæknilega mjög fullkomin vél fyrir allar tegundir víra. STALHF Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, slmi: 27222, bein Ifna: 11711. Kvöld og helgarslmi: 77988. ferðamanna. Enda trygglynd kona þótt hún geti verið þykkjuþung, eins og hún á kyn til. Þá hefur hún verið í tölu þeirra kvenna í félags- málum og ættartengslum er sam- eina en eigi sundurdreifa. Djúpt skyn hennar á mannlífið samfara viturleika hafa gefið henni gáfur til að stjórna og tak- ast á við vandamálin án hávaða. Því hefur hún hlotið góðan orðstír meðal skyldra og vandalausra á lífsleiðinni. Þegar fólki tók að fjölga í Eg- ilsstaðaþorpi söknuðu íbúar þess að hafa ekki Guðshús til að sækja. Þá var Fríkirkjuhreyfingin liðin undir lok. Fóru þá fram sóknar- skipti úr Vallarnessókn 1960 og stofnuð Egilsstaðasókn. Voru þau Sveinn og Sigríður Fanney þá gengin í þjóðkirkjuna. Var Sigríð- ur Fanney kosin formaður sóknar- nefndar er jafnframt var bygg- ingarnefnd að nýrri kirkju á Eg- ilsstöðum. Hafði hún látið til sín taka um þessi mál í kvenfélaginu. Og var hún ósporlöt að leita til valdamanna um málefni heilagrar kirkju og átti ágætt samstarfsfólk í söfnuði og sóknarnefnd er sótti fram um þetta mál. Merkilegt hús reis af grunni er fellur vel að landslaginu þar sem húsið er byggt á bjargi. Að innan er kirkj- an fallegt og veglegt hús hvar sem setið er í henni. En á lokaspretti þessa kirkjumáls hættir Sigríður Fanney í sóknarnefndinni einu eða tveimur árum áður en kirkjan var tekin í notkun, því hún taldi þess fulla þörf er hún var farin að eldast að dugnaðarmaður á besta aldri væri fenginn í hennar stað, sem fékkst og dugði vel. Varð öll- um bæjarbúum það til mikillar gleði er kirkjan var vígð 16. júní 1974 af herra Sigurbirni Einars- syni biskupi. Aldur Sigríðar Fanneyjar er orðinn hár, 90 ár. Hún hefur séð yfir langa ævi og mikinn vinnudag þeirra hjóna, Sigríðar og Sveins, en hann andaðist 1981. En þau hjón gátu litið á ævikvöldið mikla uppskeru á trú þeirra á land og þjóð. Jörðin Egilsstaðir hefur allt með nýju sniði sem best má verða af mannshendinni. Náttúran með fjallaklasa í fjarska. Lagarfljót við túnfótinn, ræktunarlönd víð- áttumikil, og þá taka við skógi- vaxnar lendur. — Fjórbýli er nú á Egilsstöðum með samvinnusniði. Synir þeirra hjóna búa þar, Jón og Ingimar, ásamt sonum sínum. I gamla húsinu búa þær mæðg- ur Sigríður Fanney og Ásdís dótt- ir hennar og rekur Ásdís gistihús- ið. Við hjónin höfum oft komið að Egilsstöðum og átt þar góðar stundir, en löngum hefur verið langt á milli okkar frændsystkin- anna eins og systranna Guðrúnar, móður minnar, og Ingunnar, móð- ur Sigríðar Fanneyjar, er skildu í æsku þegar móðir þeirra andaðist og faðir þeirra missti heilsuna. Eftir því sem aldurinn færist yfir okkur, er eins og árin séu fljótari að líða. Gott á sá er má lifa í skjóli barna sinna þar, er hann bar hita og þunga dagsins, og getur lofað gæsku skaparans. Pétur Þ. Ingjaldsson Húsavík: Léleg afla- brögð í janúar [lúsavík, g. rebrúar. AFLABRÖGÐ í janúar hafa verið frámunalega léleg og hefur þar bæði ráðið gæfta- og aflaleysi. Þrátt fyrir aukna sókn hefur aflinn í janúarmánuði farið minnkandi undanfarin ár og er minnstur nú, 339 tonn. Árið 1981 var janúarafli 556 tonn og ’82 878 tonn og 1983 423 tonn. Af þessum sökum hefur vinna verið stopul í frystihúsinu, en þrátt fyrir ógæftir hafa veður ekki verið hér vond í janúarmánuði og snjór í útsveitum er lítill, en meiri þegar inn til landsins dregur. Kréttaritari Utsala Karlmannaföt kr. 650,- 1.895,- og 2.975,- Terelynebuxur, allar tegundir, kr. 495,- Gallabuxur kr. 375,- og 495,- Canvasbuxur kr. 375,- Flauelsbuxur kr. 375,- og 450,- Skyrtur kr. 225,- 260.- og 310,- Vinnuskyrtur kr. 240,- Mittisúlpur, lítil nr. kr. 495,- Bíljakkar og terelynefrakkar kr. 695,- o.fl. ódýrt. Andrés Herradeild, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Blaíjburðarfólk óskast! Austurbær Þingholtsstræti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.