Morgunblaðið - 09.02.1984, Side 31

Morgunblaðið - 09.02.1984, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984 31 Umferðarslys sem dánarorsök: Bifreiðaljós allan sólarhringinn Salóme Þorkelsdóttir (S) o.fl. þingmenn flytja frumvarp til breyt- inga á umferðarlögum. Frumvarpið fclur m.a. í sér: • Að ljós skuli jafnan tendruð þá bifreið eða bifhjól eru í notkun. • Að bifreiðir sem flytja skóla- börn skuli sérstaklega merktar. • Ökumenn, sem aka á móti eða á eftir slíkum skólabifreiðum, skuli stöðva ökutæki sín meðan skóla- börnum er hleypt út eða tekin upp. • að niðurlag 2. gr. gildandi laga, frá og með orðinu „ljósatími", skuli niður falla. í greinargerð kemur fram að ökumönnum er víða gert að aka með ljósum allan sólarhringinn árið um kring. Bifreiðar, sem komi á móti í umferð, verði mun fyrr vart ef ljós eru notuð, þó bjartur dagur sé. Af þessum sökum hafi „Greyhound“-langferðabifreiðir ekið með ljósum allan sólarhring- inn í hálfa öld. Svíar hafi og tekið þessa reglu upp og séu eina Norð- urlandaþjóðin sem tekizt hafi að fækka umferðaróhöppum. Vitnað er til skýrslu landlæknis þar sem fram kemur að í aldurs- hópnum 7—20 ára eru slys algeng- asta dánarorsök og á aldrinum 17—25 ára eru umferðarslys al- gengari dánarorsök en nokkur önnur. Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að námsvistargjöld í bók- námsdeildum iðnskóla verði 8.500 kr. á skólaárinu 1983—1984, en í verknámsdeildum verði gjaldið 13.550 kr. Um er að rsða gjald á hvern nemanda, sem ekki á lög- heimili í Reykjavík. Þetta kom fram í svari mennta- málaráðherra við fyrirspurn frá Helga Seljan, en þar var spurst fyrir um lagastoð þá sem náms- vistargjöld og innheimta þeirra byggðist á, enda hefði innheimtu þessara gjalda verið mótmælt. Sagði menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, í svari sínu, að lagaheimild til innheimtu námsvistargjalda næði til nokkurs hluta náms, þ.e. iðnnáms, en I lög- um um iðnfræðslu væri ákvæði um námsvistargjald. Sagðist hún í bréfi til borgarstjórans í Reykja- vík hafa tilkynnt upphæð náms- vistargjalda fyrir skólaárið 1983—1984. Þá sagðist hún ekki hafa staðfest innheimtu námsvist- argjalds vegna annars náms en iðnnáms, vegna takmarkaðrar lagaheimildar. Reykjavíkurborg innheimtir námsvistargjöld vegna nemend- anna af þeim sveitarfélögum, sem nemendurnir eru heimilisfastir í. Námsvistargjald inn- heimt vegna iðnnáms Frumvarp um Kvikmyndasafn íslands og Kvikmyndasjóð FRUMVARP til laga um Kvimynda- safn íslands og Kvikmyndasjóð verður lagt fram á Alþingi innan tíð- ar, en nú er unnið að endurskoðun á uppkasti að frumvarpinu í mennta- málaráðuneytinu, en í tíð síðasta menntamálaráðherra voru frum- varpsdrög um þetta efni til athugun- ar í ráðuneytinu. Þetta kom m.a. fram í svari Ragnhildar Helgadóttur mennta- málaráðherra í svari við fyrir- spurn frá Guðrúnu Helgadóttur alþingismanni, en hún spurðist fyrir um hvort vænta mætti þess að ofangreint frumvarp yrði lagt fram á yfirstandandi þingi. Sagði Guðrún m.a. þegar hún kynnti fyrirspurnina, að hún hefði spurst fyrir um málið fyrir þremur árum, en þá hefði þáverandi mennta- málaráðherra sagt að frumvarpið yrði lagt fram í þinginu „innan tíðar". Ragnhildur Helgadóttir sagði m.a. að nú væri unnið að athugun á frumvarpinu í ráðuneytinu, því rétt hefði þótt að gera nokkur ákvæði þess einfaldari í fram- kvæmd, en verið hefði samkvæmt frumvarpsdrögunum. Frumvarpið yrði síðan lagt fram strax að lok- inni þessari athugun. Sjávarótvegsráðuneyti: Frumvarp um selveið- ar í vinnslu Frumvarp um selveiðar o.fl. er nú til athugunar í sjávarútvegsráðuneytinu, að því er fram kom í máli Hall- dórs Ásgrímssonar, sjávar- útvegsráðherra, á Alþingi í gær, en Guðmundur Einars- son, alþingismaður, bar fram fyrirspurn um selveiðar við Island. Sagði Halldór að ágreiningur hefði verið um það, hvernig staðið hafi verið að selveiðum, en nauð- synlegt væri að hafa um það víð- tækt samráð, hvernig að þessum málum skuli standa. Þá sagði Halldór að vonast væri til að hægt yrði að leggja fram frumvarp um selveiðar á þessu þingi, en í frum- varpsdrögum væri gert ráð fyrir því að yfirstjórn þeirra mála yrði í höndum ráðuneytisins, en einnig væru þar ákvæði um rannsóknir á selastofninum. Guðmundur Einarsson sagði m.a. að hann vonaðist til að frum- varp um selveiði yrði lagt fram á Alþingi hið fyrsta, enda væri mik- ilvægt að hafa stjórn á þessum málum. Ólafur Þ. Þórðarson varpaði fram þeirri spurningu hvort verið gæti að sjófuglar bæru hringorm á milli og stuðluðu þannig að út- breiðslu hans, en til þess benti margt, því ekki taldi ólafur líklegt að selurinn einn ætti sök á auk- inni útbreiðslu hringorms. Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, sagði að í fisk- vinnslustöð á Vesturlandi hefði verið gerð könnun á kostnaði við að hreinsa hringorm úr 600 tonn- um af saltfiski, en kostnaðurinn við það hefði numið 4,4 milljónum króna! Taldi Alexander þetta dæmi um hvílíkt vandamál þarna væri á ferðinni og ekki síst vegna þess að nú væri hringormur þekktur í nær öll um tegundum fisks á íslandsmiðum. Lislamaðurinn Karl Laserfeld hefur í samvinnu við CHLOÉ-safnið i Paris hannað þessi gullfallegu matar- 05 kaflistell ..Kalablómið" sem Hutschenreuther framleiðir úr postulini af bestu gerð. SILFURBÚÐIN LAUGAVEGUR 55 101 REYKJAVlK SlMI 11065 MARLÍN-TÓG LÍNUEFNI BLÝ-TEINATÓG FLOTTEINN NÆLON-TÓG LANDFESTAR STÁLVÍR SNURPIVÍR 3%“ 6x24x7 400 mtr. rúllur • BAUJUSTENGUR ÁL, BAMBUS, PLAST BAUJULUKTIR ENDURSKINSHÓLKAR ENDURSKINSBORÐAR LÍNUBELGIR NETABELGIR BAUJUBELGIR ÖNGLAR — TAUMAR MÖRE- NETAHRINGIR NETAKEÐJA NETALÁSAR NETAKÓSSAR LÓÐADREKAR BAUJUFLÖGG NETAFLÖGG FISKKÖRFUR FISKGOGGAR FISKSTINGIR FLATNINGSHNÍFAR FLÖKUNARHNÍFAR BEITUHNÍFAR KÚLUHNÍFAR SVEDJUR STÁLBRÝNI HVERFISTEINAR í KASSA OG LAUSIR RAFMAGNS-HVERFISTEINAR SALTSKÓFLUR ÍSSKÓFLUR KLAKASKÖFUR FÓTREIPISKEÐJUR %“ TROLLLÁSAR DURCO PATENTLÁSAR %“ GÚMMÍSLÖNGUR PLASTSLÖNGUR GLJERAR MEÐ OG ÁN INNLEGGS SLÖNGUKLEMMUR PLÖTUBLÝ 1 — Vh — 2 m/m TJÖRUHAMPUR SKÓLPRÖRA- HAMPUR STÁLBIK, SVART • VELATVISTUR í 25 KG BÖLLUM HVÍTUR OG MISL. GRISJUR I RÚLLUM SÍMI 28855 Opið laugardaga 9—12.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.