Morgunblaðið - 09.02.1984, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 09.02.1984, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRUAR 1984,39 fclk í fréttum Hver verð- ur arftaki Jeanette Dyrkjær? + í Danmörku fer nú fram mikil leit að fallegri stúlku, einhverri, sem þyk- ir þess verðug að taka við titlinum Ungfrú Danmörk úr hendi Jeanette Dyr- kjær. Eins og kunnugt er bar Dyrkjær sigur úr býtum í Penthouse-keppninni og fékk stórfé fyrir en að- standendur dönsku fegurð- arsamkeppninnar vilja ekki lofa væntanlegum sig- urvegara neinu fyrirfram. Fegursta stúlkan fær hins vegar tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegri sam- keppni þar sem víða eru væn verðlaun í boði auk þess sem hún nær að vekja á sér verulega athygli. ■df •í* L *§* Konunglegt málverk + Díana prinsessa afhjúpaði í gær málverk af manni sínum, sem Ghurkha-hersveitin hafði beðið um en Karl prins er einn af yfirmönnum hennar að nafninu til a.m.k. Athöfnin fór fram á Ritz-hótelinu í London að viðstöddum þeim hjónum og listamanninum sem heitir Michael Noakes. Tage Erlander og frú. + í eina tíð voru Svíþjóð og Tage Erlander næstum eitt og hið sama f hugum margra enda var Erlander við stjórnvölinn sem for- sætisráðherra í 23 ár samfleytt, hvorki meira né minna. Erlander hefur nú þrjú ár um átt- rætt en er ern vel og fylgist af áhuga með landsmálunum. Þessi mynd var tekin nýlega af þeim hjónunum, Tage og Ainu, en þau búa í Bommersvik í Suðurmannalandi í Svíþjóð. COSPER + Við gerum það ekki endasleppt við prinsana því að hér kemur mynd af Andrew Bretaprinsi. Nú nýlega var hann gerður að per- sónulegum aðstoðarforingja móð- ur sinnar, drottningarinnar, og er hann fjórði maðurinn í fjölskyld- unni, sem því embætti gegnir. Andrew hefur einnig verið hækk- aður í tign í sjóhernum og þessa dagana er hann að fára með Lynx-þyrlur. Hamarogsög er ekki nóg NEMA ÞÚ VEUIR RÉTTA EFNIÐ^ 10 daga námskeiö í Electric Boogie Brake Dancing Ron og Jerry sem koma hingaö til lands sérstaklega til aö sýna þenn- an meiriháttar diskódans fyrir gesti Hollywood, kenna á námskeiöinu. Námskeiðiö hefst mánudaginn 13. febrúar. Upplýsingar og innritun í síma 78470, kl. 10—12 og 24822, kl. 16—18 e.h. Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.