Morgunblaðið - 09.02.1984, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 09.02.1984, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984 47 Morgunblaðið/ Símamynd AP. Keppendur og fararstjórar og þjálfarar íslenska Ólympíuliðsins ganga inn á Kosevo-leikvanginn í gærdag þegar 14. vetrarólympíuleikarnir voru settir í Sarajevo. Fánaberi íslenska liösins var Nanna Leifsdóttir. Fremstir fara svo þjálfararnir Hafsteinn Sigurósson og Björn Þór Ólafsson. Síðan göngumennirnir Einar Ólafsson og Gottlieb Konráðsson. Þá Guðmundur Jóhannsson, Árni Þór Árnason og formaður Skíðasambands íslands, Hreggviður Jónsson. Björn Þór Ólafsson: „Aóbúnaður og aðstaóa eins og best verður á kosió“ Setningarathöfnin hér í Saraj- evo var hreint út sagt stórkostleg í alla staði, sagði Björn Þór Ólafsson, þjálfari íslensku skíða- göngumannanna í gærkvöldi, er Valur sigraöi ÍR • Valsarar sigruðu ÍR, 84—79, í bikarkeppninni í körfubolta í gærkvöldi í íþróttahúsi Selja- skóla. Mbl. náöi sambandi við hann í Sarajevo. Björn sagöi að Nanna Leifsdóttir hefði verið fánaberi ís- lenska hópsins, og þaö heföi ver- ið frábærlega vel staðið að öllu skipulagi við inngöngu íþrótta- fólksins. Fyrst heföi verið gengið um götur borgarinnar og síðan inn á sjálfan leikvanginn. — Litadýröin og sýningar þær sem boöið var upp á viö setning- una voru eins og best gerist. Þetta á seint eftir aö líöa manni úr minni. Allur aöbúnaöur hér í Sarajevo er einstaklega góöur. Og ekki hægt aö kvarta yfir neinu. Hér er nægur snjór og aöstaöan til aö æfa stór- kostleg, sagöi Björn. Hann sagöi aö þeir Einar Ólafs- son og Gottlieb Konráösson væru eins vel undir göngukeppnina bún- ir eins og nokkur kostur væri. Ein- ar heföi æft erlendis í heila fimm mánuöi fyrir leikana og væri í góöri æfingu. Gottiieb líka, þó svo aö hann heföi ekki dvalist eins lengi viö æfingar ytra. Göngumennirnir keppa fyrstir íslendinganna í Sarajevo á morg- un, föstudag, í 30 km göngu. i gærkvöldi átti aö draga um rás- númer keppenda. Mánudaginn 13. febrúar keppa þeir síöan í 15 km göngunni. — ÞR Stenmark: „Ekki meiri atvinnumaður en aðrir skíðamenn“ Sarajevo. AP. Sænska skíðastjarnan Ingemar Stenmark sem var dæmdur frá keppni á ólympíuleikunum er nú í Sarajevo og fylgdist hann meö setningarathöfninni í gærdag. Stenmark sagöi viö fréttamenn í gær að hann væri sannfæröur um þaö að innan átta ára yröu ólympíuleikar opnir öllum íþróttamönnum. Sama hvort þeir væru atvinnumenn í íþrótt sinni eða ekki. „Mér finnst ég ekki vera neitt meiri atvinnumaöur í skíöa- íþróttinni en margir keppenda sem munu taka þátt í ólympíu- leikunum hér,“ sagði Stenmark. Þegar Stenmark var beöinn um aö spá um úrslit í svigkeppninni sagði hann: „Það eru í þaö minnsta 10 skíöamenn sem koma til greina sem sigurvegarar og út- ilokað er aö spá nokkru um úrslit. En verði svigbrautin hörö og ísi- lögð eins og oft gerist spái ég heímamanninum Bojan Krizaj sigri.“ Stenmark sagöist myndi keppa áfram í heimsbikarkeppn- inni á skíðum næstu tvö til þrjú ár. „Ég hef enn mjög gaman af skíöaíþróttinni og nýt þess að keppa í heimsbikarnum og hví skyldi ég þá ekki halda ótrauöur áfram,“ sagði Stenmark. • Ingemar Stenmark Brunkeppnin í dag KEPPT verður í eftirtöldum grein- um á ólympíuleikunum í dag: 10 km skíðagöngu kvenna, bruni karla, sleðakeppni, 1500 m skautahlaupi kvenna og íshokkí. Getrauna- spá MBL. i 1 Sunday Mirror Sunday People Sunday Expresi i * I ö • i Sunday Telegraph SAMTALS Coventry — West Ham 2 1 1 X X 2 2 2 2 Luton — Man. Utd. X Norwich — Aston Villa 1 1 X 2 X X 2 3 1 Notts County — Watford X 2 1 2 2 2 1 1 4 QPR — Nottingham Forest 1 X X X X X 1 5 0 Southampton — Sunderland 1 1 1 1 1 X 5 1 0 Stoke — Ipswich X 1 1 2 1 2 3 1 2 WBA — Everton 2 Derby — Blackburn 1 Fulham — Crystal Palace 1 1 X X X 1 3 3 0 Middlesbro — Barnsley 1 1 X 1 1 1 5 1 0 Shrewsbury — Carlisle 1 X X 2 1 2 2 2 2 Okkur barst því miöur ekki spá ensku blaðanna um þrjá leikjanna. Stórkostleg setningarathöfn FJÓRTÁNDU vetrarólympíuleik- arnir voru settir í gærdag í Saraj- evo í Júgóslavíu. Sextán hundruð íþróttamenn frá fjörutíu og níu þjóöum taka þátt í leikunum. Var litadýrðin með ólíkindum mikil þegar keppendur gengu inn á leikvanginn undir þjóðfánum sín- um í hinum ýmsu geröum bún- inga. Kosevo-leikvangurinn þar sem setningarathöfnin fór fram var fullsetinn af 50 þúsund áhorf- endum og milljónir manna fylgd- ust með athöfninni í beinni sjón- varpsútsendingu. Að venju fóru Grikkir fremstir en síöastir gengu heimamenn inn á leikvanginn. Nýfallinn snjór var í borginni og fjöllin í kring snæviþakin og var umgjörð setningarathafnarinnar eins og best varö á kosið. Forseti alþjóöaólympíunefndarinnar, Juan Antonio Samarance, óskaði kepp- endum góös gengis á leikunum og mælti á júgóslavnesku „Hvala JúgóslavíaU Hvala Sarajevo!" en „hvala" þýðir „þökk fyrir“. Síöan setti forseti landsins, Mika Spitjak, leikana. Nítján ára gömul stúlka, Sandra Dubravicic, kom síðan hlaupandi meö ólympíueldinn, hljóp léttilega upp 94 þrep og tendraöi ólympíu- eldinn sem mun loga þar til 19. febrúar, en þá lýkur leikunum. Átta hundruö fimleikamenn klæddir í rautt, blátt og hvítt, mynduöu ólympíuhringina inni á leikvanginum. Setningarathöfnin þótti mjög tilkomumikil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.