Morgunblaðið - 06.04.1984, Síða 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984
Franskt
vor
í Þórskaffi
- franskt lostæti á boöstólum og sýning á
sumartískunni frá Leonard á frönskum dögum
nú um helgina
Þaö er frönsk stemmning
í Þórskaffi þessa dag-
ana, en þar standa nú yf-
ir franskir dagar meö öllu til-
heyrandi. Þaö eru Arnarflug og
franska sendiráðiö sem standa
að þessari Frakklandskynn-
ingu, matreiöslumeistarinn
Christian Thomas Troþhime er
kominn hingaö alla leiö frá
Frakklandi til aö gefa íslend-
ingum kost á aö bragöa á
gómsætum frönskum réttum,
og í kvöld og annaö kvöld
verður tískusýning á módel-
kjólum eftir meistarann Leon-
ard. Hingaö til lands komu 22
flíkur, kjólarnir voru tryggöir
fyrir 3 milljónir króna, kosta frá
80—120 þúsund. Enginn
jjeirra er þó til sölu, og fara
allir aftur til höfuöstööva tísk-
unnar, Parísar, að frönsku
dögunum loknum.
Það er sterkir litir og efnis-
miklar flíkur sem einkenna
sumartísku Leonards aö þessu
sinni. Jaþönsk áhrif eru mjög
áberandi í tískuheiminum í dag
og Leonard sendi einn af
hönnuðum sínum, Daniel Tri-
bouillard, til Japan til aö kynna
sér fatahönnun þar í landi, og
árangurinn má m.a. sjá á þess-
um fatnaði. Viö fengum aö
smella nokkrum myndum af
þessum heimsfrægu kjólum á
heimili Unnar Arngrímsdóttur í
vikunni, en meö kjólunum
komu viöeigandi skartgriþir og
höfuðskraut.
Þaö eru Módelsamtökin
sem sjá um tískusýninguna, og
hárgreiöslu annast meðlimir í
Haute Coiffure á íslandi, þau
Dúddi, Matti, Elsa, Dúa, Bára
Kemp, Hanna Kristín, Brósi og
Lovísa. Ljósmyndirnar tók
Kristján Einarsson.